Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 25 Rafsanjani Öeirðir í Iran Forseti írans, Akbar Hashemi Rafsanjani, skipaði öryggis- sveitum að bæla mótmæli og óeirðir gegn stjómvöldum niður af fullri hörku. Að undanförnu hafa borist fregnir af mótmæl- um í nokkrum írönskum borg- um og nýlega voru átta menn dæmdir tii hengingar vegna þátttöku í jieim. Óánægja fer vaxandi í Iran vegna mikillar verðbólgu og bágra lífskjara. Orð Rafsanjanis koma í kjölfar mikilla óeirða sem urðu í hinni heilögu borg, Mashad, í síðasta mánuði. í þeim voru tugir opin- berra bygginga, banka og versl- ana brenndir. Forsetinn sagði að óeirðimar væru skipulagðar af öflum sem vildu binda enda á írönsku byltinguna og hét því að þeim yrði ekki að ósk sinni. Krímbúar fá sjálfstjórn SAMKOMULAG náðist í gær um að Krímbúar fái aukna sjálf- stjórn í málum sínum frá Úkra- ínumönnum. Talið er að sam- komulagið muni draga úr kröf- um Krímbúa um sjálfstæði eða sameiningu við Rússland en flestir Krímbúa em rússnesku- mælandi. Krímarþing lýsti yfír sjálfstæði landsins í maí en dró yfírlýsinguna til baka eftir hörð viðbrögð frá Úkraínumönnum. Ordonez segir af sér vegna heilsubrests Utanríkisráðherra Spánar, Francisco Fernandez Ordonez, hefur óskað eftir að vera leyst- ur frá störfum vegna slæmrar heilsu. Ordonez hefur verið ut- anríkisráðherra Spánar síðan árið 1985 og mótað utanríkis- stefnu þeirra á tímabilinu. Búist er við því að nýr utanríkisráð- herra verði skipaður í næstu viku. Finnar banna innflutning á ódýru víni FINNSK stjórnvöld hafa hert reglur um innflutning ferða- manna á áfengi til Finnlands til að stemma stigu við straumi af ódýru rússnesku víni, sem flæðir yfír landamærin. Rúss- neskum og finnskum ferðatöng- um verður bannað að taka með sér áfengi yfir landamærin en talið er að slíkir vínflutningar hafí verið megintilgangur margra stuttra ferðalaga yfir þau. Að undanfömu hefur vax- andi hópur Rússa haft lifíbrauð sitt af því að fara til Finnlands og selja þar ódýr rússnesk vín fyrir gjaldeyri. Svartamarkaðs- verð á flösku af sterku, rúss- nesku víni í Finnlandi er um 700 ÍSK en sams konar flaska kostar 1.700 krónur í verslun í Finnlandi. --------------------- Ar frá fyrstu forsetakosningunum í Rússlandi: Mótmælí og verkfaUshótanir gera Borís Jeltsín lífið leitt Moskvu. Frá Vladímír Todres, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Rússneskir kommúnistar mótmæla við byggingu rússneska sjón- varpsins í Mosku í gær er ár var liðið frá því Borís Jeltsín var kjörinn forseti Rússlands. Fólkið krafðist afsagnar Jeltsíns og mótmælti efnahagsstefnu stjórnarinnar. HALDIÐ var upp á „Sjálfstæð- isdaginn" í Rússlandi í gær og þess minnst að ár er liðið frá því Borís Jeltsín var kjörinn forseti en það var langt frá því að rússneska stjórnin hefði ástæðu til 'að fagna, enda hrannast vandamálin upp. Rússneskir þjóðernissinnar efndu til mótmæla í miðborg Moskvu og sökuðu Borís Jeltsín og stjórn hans um að bjóða Vest- urlöndum „Rússland til sölu“ og þröngva vestrænu stjórnarfari upp á Rússa. Alexander Sterligov, leiðtogi þjóðernissinna og fyrrver- andi yfírmaður sovésku leyniþjón- ustunnar KGB, hvatti rússnesku þjóðina til að losa sig við „stjórn föðurlandssvikanna" og „óvinsæl- an forseta". Sterligov telur að stjórnarandstaðan geti myndað „raunverulega þjóðstjórn“. Á sama tíma gengu um 35.000 kommúnistar og þjóðernissinnar í átt að byggingu rússneska sjón- varpsins í Moskvu og kröfðust þess að stjórnarandstæðingar fengju að koma reglulega fram í sjónvarpinu. Daginn áður hafði yfírmaður sjónvarpsins mælst til þess að starfsmennirnir kæmu ekki til vinnu á eigin bílum vegna hættu á skemmdarverkum. Mót- mælin við sjónvarpsbygginguna fóru þó friðsamlega fram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kommúnistar og þjóðernissinnar láta í sér heyra í Moskvu og verk- fallshótun kolanámamanna í Vorkúta og Kúsbass er mun alvar- legri fyrir rússnesku stjórnina. Námamennirnir eru óánægðir með að útborgunum launa hefur hvað eftir annað verið frestað. Stundum hefur ekki verið hægt að borga launin út vegna þess að prentvélamar hafa ekki undan að prenta seðlana, en stjómin hefur líka ákveðið að fresta útborgunum í þeirri von að geta þannig haldið verðbólgunni niðri. Námamenn- irnir hótuðu verkfalli ef launin yrðu ekki greidd fyrir 20. júlí. Ástandið innan rússnesku stjórnarinnar er ekki heldur væn- legt. Jeltsín reyndi að tryggja sér stuðning yfirmanna hersins og framkvæmdastjóra iðnfyrirtækja með því að skipa nokkra þeirra í stjórnina. Nú skiptast ráðherrarn- ir í tvo hópa: „rauðu framkvæmd- astjórana" og „frjálslynda Gajd- ars-menn“, þ.e. stuðningsmenn Jegors Gajdars, sem ber hitann og þungann af róttækum umbót- um stjórnarinnar. Frjálslynda aflið innan stjórn- arinnar vann þó mikilvægan sigur á fímmtudag er þingið samþykkti loksins áætlun um einkavæðingu fyrirtækja. Stjórnarandstaðan hafði krafist þess að fyrirtækin yrðu ekki einkavædd, heldur gerð að samvinnufyrirtækjum undir stjórn starfsmannanna. Nú þegar ár er liðið frá því Jeltsín var kjörinn forseti Rúss- lands er hann enn „milli tveggja elda“. Margir Rússar velta því nú fyrir sér hvort Jeltsín muni berj- ast áfram fyrir umbótum og stefna vinsældum sínum í hættu eða mynda bandalag með aftur- haldsöflunum. Hann lofaði þó í sjónvarpsviðtali á fímmtudag að halda áfram á sömu braut og láta ekki undan þrýstingi harðlínu- kommúnista. •fcf 'jim'Á'jii iíjijjDnjj jj n JjjjliiilitZALA HliBlUUhJj JJ 'JilÍúSþu OO-'JIi’jIíJJiláALa JJAr jlAitxlltDi 'JÉiSLlJj J OO J'JjjJUJiJJ^i^ iJiJJj JJiJJJ^ J J1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.