Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 _____________________________________A. Reglugerð um dagvist í heimahúsum: Felur í sér gjörbyltingu - segir Selma Júlíusdóttir formaður Lands- samtaka dagvistunar í heimahúsum REGLUGERÐ á vegum félags- málaráðuneytisins um dagvist í heimahúsum gekk í gildi 10. júní síðastliðinn. Allir, sem ætla að starfrækja dagvistun í heimahúsi, verða samkvæmt henni að sitja 60 tíma grunnn- ámskeið. Selma Júliusdóttir, formaður Landssamtaka dag- vistunar í heimahúsum, segir að reglugerðin feli í sér gjör- byltingu og allt annan starfs- grundvöll þeirra sem starfi við dagvistun í heimahúsum. Stofn- fundur Landssamtaka dagvist- unar í heimahúsum var haldinn 29. maí. samræmt námsefni verði kennt á landinu öllu. Selma sagði að reglugerðin væri mikill vendipunktur fyrir dag- vistun í heimahúsum. Með henni væri viðurkennt að um sérstaka starfstétt væri að ræða. Hún sagð- ist hafa orðið vör við mikla ánægju með hina nýju reglugerð meðal þeirra sem ynnu við dagvistun í heimahúsum. Aðaltakmark Landssamtaka dagvistunar í heimahúsum er að standa vörð um réttindi allra sem viðkoma dagvistun, þ.a.s. bama, foreldra þeirra og forráðamanna dagvistunarinnar. Evrópuráð- stefna um dagvistun í heimahús- um verður haldin 6.-9. maí 1993 í Uppsölum í Svíþjóð og hefur verið beðið um framlag frá íslandi. Sj ómannadagur- inn í Hafnarfirði HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Hafnarfirði hefjast á laugardag með knattspyrnukeppni á Kaplakrika, þar sem nokkrar hafnfirsk- ar skipshafnir leiða saman hesta sína. Selma sagði að á grunnnám- skeiðinu fengi fólk leiðbeiningar í skyndihjálp, slysa- og eldvörnum, og fræðslu um þroska bama. Enn- fremur væri farið í samskipti við foreldra og viðbrögð við ýmsum málum sem upp gætu komið í tengslum við dagvistun bama. Flestir.sem eru með böm í dagvist í Reykjavík, hafa farið í námskeið af þessu tagi en ætlunin er að Á sjómannadaginn verða fánar dregnir að húni kl. 8.00 og leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hrafnistu frá kl. 10.30. Klukkan 11.00 verður sjómannamessa í Víðistaðakirkju og kl. 13.00 verður skemmtisigling fyrir bömin. Sjálf hátíðadagskráin fer fram við íþróttahúsið við Strandgötu og hefst hún kl. 14.00. Þar verða flutt ávörp og aldraðir sjómenn heiðrað- ir auk þess sem keppt verður í kappróðri, reiptogi og stakka- sundi. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og má þar nefna list- flug og víkingaleika, þar sem kunnir kraftavíkingar eins og Hjalti Úrsus og Magnús Ver sýna aflraunir. Víkingamir munu koma siglandi á víkingaskipi með Hrafna-Flóka í broddi fylkingar og munu þeir gera hér strandhögg að hætti fomra víkinga. Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika á hátíðarsvæðinu og verður kaffisala á Hrafnistu í Hafnarfirði frá kl. 15.00-17.30. Um kvöldið munu svo hafnfírsk- ir sjómenn halda sjómannahóf á Hótel Sögu og hefst það með borð- haldi kl. 20.00. -------»• ♦ ♦------- ■ AÐALFUNDUR Nemenda- sambands Menntaskólans að Laugarvatni var haldinn á Gauki á Stöng 4. júní sl. Auk hefðbund- inna aðalfundarstarfa var sam- þykkt að efla starfsemi Nemenda- sambandsins vemlega. Þegar er hafín útgáfa fréttabréfs sem fjalla á um málefni Nemendasambands- ins og Menntaskólans að Laugar- vatni. Þá er áformað að boða til kráarkvölda með haustinu, auka stuðning við starfsemi skólans o.fl. Fastur liður í starfsemi Nemenda- sambandsins er svokallað 16. ball sem að þessu sinni verður haldið þann 16. júní á Hótel Borg. Húsið verður opnað kl. 22.00 og leikur hljómsveitin Völvuspá fyrir dansi. Sýnir í Stöðlakoti HELGA Magnúsdóttir mun opna sýningu á landslagsmyndum (þurrkrít á pappír) í „Stöðlakoti", Bókhlöðustíg 6, Reykjavík, laugardaginn 13. júní. Helga stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1985-89, en þá brautskráðist hún úr málaradeild. Áður hafði hún sótt námskeið í Myndlista- skólanum í Reykjavík í teiknun og myndmótun. Helga hélt sína fyrstu einka- sýningu vorið 1991 í FIM-saln- um, Garðastræti. Þar sýndi hún olíumálverk. Einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýning- um hér og erlendis. Sýningin mun standa yfir til 28. júní og verður opin alla daga frá kl. 14-18. Stafafura, blóm. FURA 2. grein Bióm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir nr. 237 Skógarfura — Pinus silvestris Skógarfura er ein þeirra tegunda sem fyrst var tekin til ræktunar hér á landi og sjálfsagt sú, sem einna mestar vonir hafa verið bundnar við. Hún vex um allan Noreg, Svíþjóð og Finnland og á breiðu belti langt austur í Asíu. í Noregi er furuskógur vest- an við Porsangerfjörð í Finnmörku og er það sagður nyrstur furuskóg- ur á jörðinni. Einstaka skógarfurur vaxa við 70° 22’ norðlægrar breiddar í Noregi og upp í 900-1000 m hæð í fjöilunum. Skóg- arfura er mjög vinsæl og dáð í Noregi og mikill hluti einstakra furutijáa friðaður. Kemur skógar- fura næst á eftir eik hvað friðun snertir. Þessar upplýsingar og margt fleira áhugavert um norsku skógarfuruna er að fínna í grein eftir próf. Oddvin Reisæter í Norsk Hagetidenk nr. 2 1974. Hér á landi hefur skógarfuran aftur á móti valdið miklum vonbrigðum og mik- ill hluti plantnanna dáið. Er það vegna þess að furulús ásækir hana mjög og virðist vanta hér náttúru- lega óvini sem haldið geti lúsinni í skefjum. Einstaka tré hafa samt sloppið betur en önnur og komist á legg og munu vera til um 11 m háar skógarfurur á Hallormsstað. Aðrar furutegundir sem hafa verið teknar í ræktun hafa sloppið við þennan ófögnuð og staðið sig miklu betur. Hefur nú fengist löng reynsla af nokkrum ágætum furu- tegundum, sem eru að mínum dómi einhver skemmtilegustu garðtré sem völ er á. Allar bestu tegundir eru nú fáanlegar í flestum gróðrar- stöðvum á hveiju vori. Þær þykja dýrar en það held ég að sé mesti misskilningur. Menn verða að hafa það hugfast að það tekur mörg ár að ala furur upp í söluhæfa stærð og allan þann tíma þurfa þær pláss og ummönnun. Mörgum fínnast furur fallegri og vinalegri en önnur barrtré og auk þess um margt að velja þar sem unnt er að fá þær sem sígræna runna í ýmsum stærð- um, einnig sem hægvaxta tré og svo líka tré sem vaxa hratt og verða há og glæsileg. Furur eru ljóselsk tré og henta vel nálægt birki, víði og öðrum lauftijám. Þær fá kraftmikla stólp- arót sem sækir langt niður og líka langar hliðarrætur. Það er því viss- ast að hugsa vel fyrir stað handa þeim í upphafí þar sem þær þola illa flutning. Þær vaxa best í sendn- um og vel framræstum jarðvegi en miklu síður leiijarðvegi. Oft þrífast þær betur í fremur ófijóum jarðvegi. Þær hafa svonefndar svepparætur, sem þýðir að vissir sveppir lifa í sambýli við fururæt- uraar og hjálpa þeim við efnaupp- töku. Stafafura — Pinus concorta Stafafura vex á breiðu belti meðfram Kyrrahafsströnd Norður- Ameríku, sunnan frá Kaliforníu og norður til Alaska. Við ströndina er hún lágvaxin en verður um 10 m hátt grannvaxið tré í fjöllunum. Innan strandfíallanna vex annað hávaxnara afbrigði með lengri nál- ar: Pinus concorta var. Latifola. Það er algengasta barrtré í Kletta- fjöllunum og myndar stóra skóga. Stafafura er með tvær nálar í knippi og standa þær mjög þétt á greinunum. Þær eru snúnar og breiðar og oft gulgrænar á yngstu sprotunum, en annars dekkri. Ars- sprotar verða oft langir og þeir geta borið tvo kransa af hliðar- sprotum. Hún fer fljótt að bera blóm og köngla og eru sögð dæmi þess erlendis að karlblóm komi á plöntur á þriðja ári frá sáningu. Könglamir eru svolítið skakkir með beittum þymi á hverri köngulskel og snúa niður með sprotunum. Þeir hanga lokaðir á tijánum árum saman. Farið var að gróðursetja stafa- fum hér á landi kringum 1940 og síðan hefur henni verið plantað mikið í skógarreiti víða um land. Hún hefur reynst harðger með ágætum, alls staðar, vex hratt og er nægjusöm. Það ætti því að vera óhætt að mæla með henni í garða og þá verður að taka tillit til þess hve hratt hún vex og verður hávax- in. Hún á að þola vel særok og sjávarseltu. TREFJAR HF. Stapahraunl 7, Hafnarfirði - Símar. 51027 og 652027 SÆLUSTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR! Heitu pottarnir frá TREFJUM eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plastefni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi, eða grafa þá í jörð og ýmis aukabúnaður er fáaniegur, svo sem loft- eða vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá TREFJUM fást í ótal litum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 -12 manns og verðið er frá aðeins 82.000 krónum. Opið laugardaga frá kl. 10 -17 SNARA FÁNASTENGUR # Úr glasfiber # Með öllum búnaði # Lengdir 6-7-8-10 metrar SNARI SÍMI 72502

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.