Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 STARFSEMI FLUGFERÐA-SOLARFLUGS HÆTT Brýn þörf fyrir betri tryggingar - segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ mun lög’um samkvæmt tryggja að 300-400 íslendingar, sem eru erlendis á vegum Flugferða-Sólar- flugs, komist heim aftur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að brýn þörf sé á nýjum reglum um bættar tryggingar, eins og örlög Sólarflugs og gjaldþrot Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar síðastliðinn vetur sýni. Frumvarp Halldórs Blöndal samgönguráðherra um auknar tryggingar ferðaskrifstofa hlaut ekki afgreiðslu á seinasta alþingi. Eftir að Guðni Þórðarson, for- stjóri Flugferða-Sólarflugs, til- kynnti samgönguráðuneytinu í gærmorgun að fyrirtæki hans gæti ekki staðið við flárskuldbindingar sínar, afturkallaði ráðuneytið ferða- skrifstofuleyfí fyrirtækisins. Lögum samkvæmt leggja allar ferðaskrif- stofur fram sex milljóna króna tryggingu er þær fá ferðaskrif- stofuleyfí. Guðni Þórðarson óskaði þess að gripið yrði til þessa sjóðs til þess að greiða heimflutning þeirra farþega, sem eru erlendis á vegum fyrirtækis hans. Ráðuneytið tekur að sér að koma fólkinu heim og hefur þegar samið við Flugleiðir um að flytja það. Samkvæmt lögum um skipulag ferðamála má eingöngu greiða heimflutning farþega af trygginga- fé því, sem ferðaskrifstofur leggja fram. Ekki má taka af trygging- unni til þess að endurgreiða þeim farþegum, sem greitt hafa farseðil sinn en ekki hafíð ferð, nema að gengnum aðfararhæfum dómi. Fjöldi fólks, sem átti bókað far með Flugferðum-Sólarflugi og hafði greitt farseðla sína, hafði samband við Neytendasamtökin í gær og voru margir í öngum sínum, að sögn starfsfólks samtakanna. Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði að hægt væri að ráðleggja fólki tvennt. Annars vegar að fylgjast vel með fréttum og leggja fram kröfu í bú Flugferða-Sólarflugs, sem hann sagðist eiga von á að yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Spumingin væri hins vegar hvort búið ætti einhveij- ar eignir og þótt svo væri, væm kröfur viðskiptavinanna ekki for- gangskröfur, þannig að ekki væri líklegt að menn fengju fé sitt endur- greitt. Hins vegar væri hægt að reyna að fá greiðslukortaviðskipt- um rift. „Þetta sýnir gríðarlega þörf á að tryggja hag neytandans betur," sagði Jóhannes. „Það er í raun út í hött að fyrirtæki geti verið að valsa með peninga fólks án þess að vera með viðunandi tryggingar. Við reyndum að benda á þetta þeg- ar Veröld varð gjaldþrota og þá var lagt fram á Alþingi fmmvarp til laga um ferðamiðlun, þar sem gert var ráð fyrir í greinargerð að ferða- skrifstofur myndu leggja fram tryggingar sem myndu duga til þess að tryggja að sá, sem hefði greitt en ekki byijað ferð, fengi fullar bætur fyrir það, sem þegar hefði verið borgað. Okkur sýnist að þingmenn hafí því miður engan áhuga á neytendavemd. í það minnsta var þetta mál ekki af- greitt. Ef þetta fmmvarp hefði ver- ið afgreitt, hefðu rúmlega 2.000 manns, sem eiga bókaða ferð með Sólarflugi, fengið fullar bætur. Þetta er annað gjaldþrotið, sem verður hjá ferðaskrifstofu á þessu ári, og þetta sýnir að yfírvöld verða að gera eitthvað í þessu máli. Það er ekki hægt að bjóða almenningi upp á svona óöryggi." Morgunblaðið/Bjami Fjöldi viðskiptavina Sólarflugs kom að lokuðum dyrum í gær er þeir ætluðu að sækja farseðla sína. Meðal þeirra var Rut Bragadóttir. Ovissa með sparifé eins árs Á ÞRIÐJA þúsund manns hafa borgað inn á ferðir hjá Flugferð- um-Sólarflugi sem hætti starfsemi sinni í gær. Þeir sem enn eru ekki farnir út sitja nú uppi með farmiða sem gætu orðið einskis virði. Meðal þeirra eru Rut Bragadóttir og maður hennar Mark- ús Kristjánsson. Þau keyptu sér farmiða hjá Flugferðum-Sólar- flugi til Kanada, samtals fyrir tæplega 120 þúsund krónur. „Það tók okkur um ár að safna flug hafa greitt miðana frá Lond- fyrir þessum farmiðum. Við höf- um a.m.k. líklega tapað farmiða okkar til London . Eg hef hins vegar ekki getað fengið upplýs- ingar um hvort Flugferðir-Sólar- on til Kanada. Ef svo er ekki þá höfum við þá höfum við einnig glatað þeim miðum. Nú höfum ekki efni á að kaupa aðra miða og því missum við líklega af brúð- kaupi bróður mannsins míns sem ætlar að gifta sig í Kanada seinna í þessum mánuði," sagði Rut. Rut Bragadóttir talaði við starfsmann hjá Flugferðum-Sól- arflugi um hálf tólf í gærdag og þá var henni tjáð að engar breyt- ingar hefðu orðið í sambandi fyrir- hugaða ferð þeirra hjóna til Kanada. Stuttu seinna heyrði hún í fréttum að ferðaskrifstofan væri hætt starfsemi sinni. Fyrirtækinu tókst ekki að standa í skilum við Flugleiðir Flugleiðir höfnuðu því að taka reksturinn yfir ÁKVEÐIÐ var að hætta rekstri ferðaskrifstofunnar Flugferða- Sólarflugs um hádegi í gær, þegar ljóst var að fyrirtækinu tækist ekki að inna af hendi fyrirframgreiðslu til Flugleiða fyrir síðdegisflug til Kaup- mannahafnar. Þeir farþegar Sólarflugs, sem áttu bókað far með flugvél Flugleiða, urðu að kaupa sér nýja farseðla á Kefla- víkurflugvelli og hafa því í raun tvígreitt ferð sína. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fór Guðni Þórðarson, forstjóri Sól- arflugs, fram á það við Flugleið- ir að þær tækju yfir rekstur ferðaskrifstofunnar og þar með skuldbindingar gagnvart við- skiptavinum sem bókað hafa ferðir. Því höfnuðu Flugleiðir vegna slæmrar greiðslustöðu Sólarflugs. Skömmu eftir hádegið sendi Sól- arflug frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: „Það tilkynnist hér með að Flugferðir-Sólarflug hættir allri Farþegum Hekla-rejser tryggt flug til Díininerkur Feröir tvíborgaðar fyrir 26 ferðamenn Ferðaskrifstofan Hekla-rejser samdi við Flugferðir-Sólarflug, sem leiguflugshafa, um að annast flugferðir fyrir 800 ferðamenn á vegum skrifstofunnar. Eigandi Hekla-rejser, Július Pálsson, segir afdrif Flugferða-Sólarflugs því koma eins og reiðarslag þar sem hann beri ábyrgð á því að koma ferðamönnunum til og frá ís- landi. „Ég mun vissulega tryggja þeim 30-40 ferðamönnum sem eru nú á okkar vegum á íslandi flugferðir aftur til Danmerkur." Einnig ætlar hann að sjá til þess að þeir sem nú hafa pantað ferð- ir hjá Hekla-rejser komist til Islands, en það eru m.a. um 130 manns í næstu viku. „Ég átti alls ekki von á því að svona færi nú þar sem mjög óeðli- legt er að ferðaskrifstofur eigi lítið . lausafé á þessum árstíma þegar innborganir eru oft miklar til þess- ara fyrirtækja en þau eru enn ekki farin að gera upp við mörg af sínum viðskiptasamböndum, t.d. við hótel og bílaleigur. Það er mun líklegra að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota í lok tímabilsins eftir að gert hefur verið upp,“ segir Júlíus Hekla-rejser er búin að greiða fyrir þær ferðir sem farnar hafa verið. „Almennt borgum við ekki fyrir ónotuð sæti. Nú kom hins vegar upp sú óeðlilega aðstaða að það var búið að greiða Flugferðum- Sólarflugi fyrir sæti fyrir 26 danska ferðamenn til íslands sem þeir standa ekki við. Því þurfti ég einn- ig að kaupa miða fyrir ferðamenn- ina með Flugleiðum og tvíborga þar með ferðir þeirra. Að mínu mati er mjög óeðlilegt að við skyldum ekki fá nánari upp- lýsingar um stöðu Flugferða-Sólar- flugs þannig að við hefðum haft svigrúm til að gera okkar ráðstaf- anir tímalega. Þó voru ýmis teikn á Iofti um hvert afkoma fyrirtækis- ins stefndi, m.a. vegna þess að bók- anir hjá Flugferðum-Sólarflugi voru mjög slæmar á ákveðnum brottför- um. Ég hef mikla samúð með þeim aðilum sem hafa keypt farmiða með Flugferðum-Sólarflugi og að mínu mati hefur ferðaskrifstofan sýnt mjög óeðlileg vinnubrögð í þessu sambandi," sagði Júlíus Pálsson. starfsemi frá og með deginum í dag að telja. Þéssi erfíða og sára ákvörðun er tekin nú fyrirvaralaust til þess að sem minnst tjón hljótist af lokun ferðaskrifstofunnar. Þær aðstæður hafa skapazt að fyrirtækinu er ókleift að halda áfram þeirri starfsemi að flytja ís- lendinga milli landa á lægri far- gjöldum en aðrir bjóða. Helztu orsakir þessa eru minnk- andi eftirspum í kjölfar fjaðrafoks í fjölmiðlum, harðari samkeppni vegna lækkunar fargjalda í áætlun- arflugi og almennur samdráttur vegna versnandi efnahagsástands í þjóðfélaginu. Flugferðir-Sólarflug þakkar við- skiptavinum sínum og velunnurum auðsýnt traust og velvild alla og harmar að þurfa nú að binda enda á starfsemi sem að okkar dómi hefur gegnt svo mikilvægu hlut- verki fyrir íslenska neytendur." Samningurinn við Flugleiðir felldur úr gildi Sólarflug hafði síðastliðinn mið- vikudag gert samning við Flugleið- ir um að flytja farþega ferðaskrif- stofunnar til Kaupmannahafnar og Lundúna. í samningnum voru ákvæði um að allar ferðir bæri að greiða með þriggja sólarhringa fyr- irvara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti Sólarflug síð- degis á fímmtudag að greiða Flug- leiðum tvær ferðir, sem fara átti í gær. Fyrirtækinu tókst að fá bank- alán fyrir greiðslu fyrri ferðarinnar seint á fímmtudagskvöld og var sú ferð farin eins og til stóð. Hins vegar tókst Guðna Þórðarsyni, for- stjóra Sólarflugs, ekki að útvega fé til að greiða seinni ferðina til Kaupmannahafnar. Flugleiðir framlengdu frestinn til að greiða ferðina til hádegis í gær, en er Sólarflugi tókst ekki að greiða fyr- ir þann tíma, var samningurinn við Flugleiðir fallinn úr gildi. Yfirtöku hafnað Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, höfðu Flugleiðir hag af því að semja við Sólarflug um flutning farþega þar sem það gerði félaginu kleift að bæta sætanýtingu í flugvélum sín- um. Það hefði hins vegar ekki borg- að sig fyrir Flugleiðir að yfirtaka ferðaskrifstofureksturinn og engar formlegar viðræður hefðu farið fram um slíkt milli forráðamanna Flugleiða og Guðna Þórðarsonar. „Við heyrðum að áhugi væri á slíku, en að fengnum upplýsingum um greiðslustöðu fyrirtækisins var enginn áhugi á því af hálfu Flug- leiða," sagði Einar. „Því miður hefðum við ekki verið að kaupa annað en skuldbindingar um að flytja 2.500 farþega, án þess að nokkuð kæmi inn, sem hönd væri á festandi." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ein ástæða þess að Sólarflug samdi við Flugleiðir um flutning á farþegum sínum í áætl- unarflugi sú, að eftirspurn eftir ferðum skrifstofunnar var minni en reiknað hafði verið með, og far- þegahóparnir í sumum tilvikum of litlir til þess að standa undir leigu á heilli flugvél, en í rekstri ferða- skrifstofunnar hafði verið miðað við að flytja farþega í leiguflugi. Einnig gekk samkeppnin við Flug- leiðir ekki jafnvel í ár og'í fyrra, þar sem Flugleiðir lækkuðu far- gjöld sín á sömu leiðum og Sólar- flug bauð ferðir á. Undir lokin hafði ferðaskrifstofan því ekki bolmagn til að standa undir skuldbindingum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.