Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ’LÁUGARDáGUR 13. 3ÚNÍ 1992 39 Eggert Kr. Jóhanns- son - Aldarminning Nú þegar Listahátíð stendur sem hæst og hæfíleikaríkir og vel menntaðir tónlistarmenn, innlend- ir jafnt sem erlendir, gleðja eyru Reykvíkinga, er ekki úr vegi að minnast eins af frumheijum okkar íslendinga á sviði tónlistarinnar. í dag, 13. júní, eru hundrað ár liðin frá fæðingu Eggerts Kristins Jó- hannessonar tónlistarmanns. Eggert Kr. Jóhannesson tilheyr- ir þeim fámenna hópi manna sem óhætt er að kalla tónlistarsnill- inga. Hann bjó yfír hæfíleikum sem óútskýranlegir mega kallast; að geta látið hljóðfæri sitt óma fögrum, hlýjum og björtum hljómi og spilað það sem fyrir hann var lagt án þess að hafa notið kennslu eða tónlistarmenntunar sem heitið gat. Eggert fæddist í Haga í Eystri- hreppi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Eggertsson vefari og Margrét Jónsdóttir. Þau hjón voru áhugafólk um tónlist og afar söngelsk. Bæði voru þau for- söngvarar í kirkjukórum og Jó- hannes spilaði vel á harmoniku. Börn Jóhannesar og Margrétar, sem voru 9 talsins, vöndust þann- ig á tónlist í föðurgarði og mörg þeirra bjuggu yfir tónlistargáfu. Auk Eggerts má nefna bræður hans Kjartan Jóhannesson organ- ista og söngstjóra í Fríkirkjunni í Reykjavík, Hafnafirði og síðast að Stóra-Núpi í Gnúpveijahreppi, og Eirík Jóhannesson organista í Landakotskirkju og lúðrasveitar- mann. Eggert kom til Reykjavíkur um fermingaraldur til að læra jám- smíði hjá Þorsteini Tómassyni. Hann bjó í herbergiskompu fyrir ofan smiðju Þorsteins og þar hóf- ust fýrstu kynni hans og trompets: ins sem fylgdi honum æ síðan. í minningarorðum um Eggert sem Theodór Árnason fíðluleikari og þáverandi tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins skrifaði, að hon- um látnum árið 1940, er að finna þessi orð; „í lítilli óvistlegri kompu, uppi á loftinu yfír smiðjunni hans Þor- steins heitins Tómassonar járn- smiðs í Lækjargötu, sat umkomu- lítill sveitapiltur á kassagarmi, með gylltan lúður í krókloppnum höndunum. Nótnablöð hafði hann reist upp við hélaða gluggarúðuna fyrir framan sig, og kertistýru í gluggakarminum. Óðru hvoru rýndi hann í blöðin. En þau voru óaðgengileg. Skýringarnar á rún- unum voru á erlendu máli, sem hann skildi ekki. Skárra var þó að skömminni að glíma við lúður- inn, þó að óþjáll væri. Og pilturinn þandi hann látlaust, leitaði uppi hvern tón, sem hægt var á hann að ná, og með dæmalausri þolin- mæði og þrautseigju tókst honum að samræma rúnirnar á blöðunum og tónana í lúðrinum. Þannig byij- aði pilturinn hvern dag, löngu fyr- ir fótaferð, og þannig endaði hann hvern dag.“ Þessi lýsing af Eggerti Kr. Jó- hannessyni 16 ára gömlum að glíma við framandlegt hljóðfærið gefur góða mynd af þolgæði hans / / / GÆÐAFLISARAGOÐUVERÐI Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíóum Moggans! og einbeitni við sjálfsnámið sem átti eftir að skila slíkum árangri að hann varð að þjóðsagnapersónu meðal tónlistarmanna á íslandi og vakti aðdáun erlendra tónlistar- manna sem á hann hlýddu. Árið 1926 kom hingað til lands Fíl- harmóníuhljómsveit Hamborgar (Hamburger Philharmonische Orc- hester) og buðu þeir Eggerti stöðu fyrsta trompetleikara í hljómsveit- inni ef hann sæi sér fært að flytj- ast til Þýskalands. Þetta var mikil upphefð fyrir óskólagenginn tón- listarmann og geysilegt tækifæri fyrir ungan mann, en Eggert sá sér ekki fært að þekkjast boðið; hann var þá kvæntur og komin með ung börn og ekki eins stutt á milli landa eins og í dag. Þótt tónlistin ætti hug hans all- an fór ástundun hennar ætíð fram í tómstundum. Eggert starfaði við járnsmíðar allt sitt líf, fyrst í smiðju meistara síns Þorsteins Tómassonar og síðar hjá Páli Magnússyni og var hann talinn afburða hagur smiður. En tóm- stundirnar nýtti Eggert vel. Hann naut einhverrar tilsagnar hjá Osc- ar Johansen fíðluleikara, sem dvaldi á íslandi um tveggja ára skeið 1911-1912, en að mestu leyti kenndi hann sér sjálfur. Egg- ert gerðist meðlimur í Lúðrafélag- inu Hörpu árið 1912 og starfaði þar í tíu ár eða þar til Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1922. Hann var einn stofnandi hljómsveitarinnar og lék með henni þar til hann lést. Af öðrum hljómsveitum sem Eggert lék með má nefna Hljómsveit Reykjavíkur, Hljómsveit Poul Bernburg eldri og Jazzband Reykjavíkur. Hann deildi tíma sínum á milli lúðrasveita og danshljómsveita og auk trompets- ins lék Eggert á Waldhorn með miklum ágætum. Nokkru áður en hann lést, lék Eggert á bæði þessi hljóðfæri inn á plötu við undirleik útvarpshljómsveitarinnar. Því mið- ur mun sú plata vera nú glötuð, en stjórnandi útvarpshljómsveitar- innar Þórarinn Guðmundsson tón- skáld og fiðluleikari lét þau orð falla um leik Eggerts „að þar hafí mátt heyra hvernig maður sem lítið hafði lært gat spilað af með- fæddum næmleik og semkkvísi". Þórarinn segir í æviminningum sínum að Eggert „hafi haft svo hreinan og fagran tón að einstakt mátti heita". Árið 1914 kvæntist Eggert Halldóru Jónsdóttur úr Dýrafirði og eignuðust þau fimm börn: Jó- hannes, Einar, Margréti, Guð- björgu og Pétur. Tvö þau síðast- nefndu dóu í blóma lífsins, Guð- björg af berklum árið 1945, tæp- lega þrítug, og Pétur af slysförum 1947, tvítugur að aldri. Hin eru öll á lífí. Börn Eggerts og Hall- dóru lærðu að meta tónlist á unga aldri og öll höfðu þau hæfileika á þessu sviði. Jóhannes Eggertsson var sellóleikari með Sinfóníuhljóm- sveit íslands um langt árabil, Ein- ar Eggertsson fyrrverandi verslunarstjóri í Reykjavík hefur sungið með karlakórnum Fóst- bræðrum í fjölda ára og Margrét Eggertsdóttir er söngkona og hef- ur starfað sem Tónlistarfulltrúi Kirkjugarða Reykjavíkur í mörg ár. Guðbjörg var ríkum tónlistarg- áfum gædd; gat leikið á „öll hljóð- færi“. Pétur var félagi í Lúðra- sveit Reykjavíkur þegar hann dó og voru bundnar við hann miklar vonir sakir hinna óvenjulegu hæfi- leika hans á tónlistarsviðinu. Kennari hans var Lanzky-Otto sem lofaði áhuga hans og hæfi- leika í hvívetna. Tónlistargáfa Eggerts Kr. Jó- hannessonar hefur reynst vera sterk ættarfylgja og með breyttum aðstæðum og batnandi kjörum hafa afkomendur Eggerts fengið tækifæri til að rækta þá gáfu af alúð. í þriðja ættlið frá Eggerti er að fínna framúrskarandi tón- listarmenn einnig og þá bræður Eggert og Val, syni Margrétar og Páls Þorsteinssonar múrarameist- ara. Eggert Pálsson er menntaður í Reykjavik og Vínarborg og er fyrsti slagverksleikari hjá Sinfó- níuhljómsveit íslands og Valur Pálsson nam kontrabassaleik í Reykjavík og við Sibeliusar-aka- demíuna í Helsinki og spilar nú með Konunglegu Fílharmoníu- hljómsveit Stokkhólmsborgar sem fyrsti bassaleikari. Víst er að í velgengni barna og barnabarna Eggerts Kr. Jóhannessonar í tón- listarnámi og starfí má sjá ávaxt- aðan þann meðfædda hæfíleika sem hann sjálfur bjó yfír svo ríku- lega og færði niðjum sínum í arf. Soffía A. Birgisdóttir. Vegna 10 ára afmælis Alno á íslandi hafa Alno verksmiðjurnar ákveðið í takmarkaðan tíma, að veita 20% afslátt af Alno CHROM,Alno JED, AlnoTREND, Alno PRO og Alno LUX innréttingum. Allt glæsilegar innréttingar á frábæru verði. OPIÐ: Laugardag kl. 10-16, Sunnudag kl. 13-16. ELDHUS Grensásvegi 8, Símar 814448 og 814414 FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsi- legar línumar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburðahönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að ^ bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna x fólki. Fallegt útlit, góðar innréttingar, | þægileg sæti, stórt farangursrými, gott rými jj; fyrir börnin, kraftmikil og sparneytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Ahersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl- og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar f síma 68 99 00 Verð frá: 1.184.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. &WI'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.