Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 36
36, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 ---,.y---— --— *r., ;1" ■/—r .■ Gunnlaugur Gunn- laugsson — Minning Fæddur 13. október 1906 Dáinn 7. júní 1992 Mig langar að minnast afa míns í fáum orðum. Afí, sem oftast var kallaður Laugi Scheving eða Laugi bílstjóri, fæddist í Vestmannaeyjum árið 1906. Afi ólst upp með móður sinni í Eyjum öll sín bernskuár. Hann var í sveit á sumrin hjá skyld- fólki í Mýrdalnum, en gekk í bama- skóla á vetrum. Afi fór snemma að vinna og stundaði þá sjó og var t.d. á sfldveiðum fyrir norðan land á sumrin. Um leið og aldur leyfði fór afi að læra á bíl og tók bílpróf í Reykja- vík, eins og þá var nauðsynlegt. Hann eignaðist sinn fyrsta vörabíl 1928 og fór þá að stunda akstur á Bifreiðastöð Vestmannaeyja, sem þá var nýtekin til starfa. Afi ók síðan eigin vörabíl á bflastöðinni alveg fram að gosi í Eyjum 1973. Þá varð hann að flytjast til lands eins og aðrir Eyjamenn. Bíllinn hans þótti heldur lítill sem vörabill hér á fastalandinu, en þó ók hann nokkuð á Selfoss fram til 1976 að hann hætti alveg vörabflaakstri. Afi kynntist ömmu, Sigríði Ket- ilsdóttur, árið 1939 og hafa þau búið saman síðan. Þau eignuðust sex böm og komust fímm þeirra upp, en það elsta dó í fæðingu. Böm þeirra era: Erling, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur, búa á Sel- fossi; Katrín Erla, gift Olafi íshólm Jónssyni, búa á Selfossi; Áskell, kvæntur Sesselju Sólveigu Óskars- dóttur, búa á Selfossi; Eygló Sigur- laug, gift Sigurði Guðmundssyni, búa í Eyði-Sandvík; og Ásta, gift Bimi Guðjónssyni, búa í Hvera- gerði. Barnabörn afa era orðin 15 talsins og barnabamabömin tvö, svo_ ættin stækkar óðum. Ég kynntist afa 1973, þegar hann og amma fluttust á Selfoss vegna eldgossins í Eyjum. Þá var ég bara smástelpa. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en með veralega skerta heym, sem versnaði með áranum. Undir það síðasta var heyrnin nánast engin orðin. Það háði honum mjög mikið og gat hann lítið sem ekkert tekið þátt í samræð- um. Af þeim sökum náði ég ekki að kynnast honum eins og ég hefði viljað. Ég minnist ferðar sem ég fór með afa og ömmu ásamt foreldram mínum til Vestmannaeyja vorið 1983. Við fóram með Heijólfí og vorum varla komin út fyrir hafnar- garðinn í Þorlákshöfn þegar sumir vora famir að æla. Þá sagði hann eitthvað á þess leið: „Ég skil ekki í fólki að vera að æla, skipið hreyf- ist varla.“ Afí naut sín í þessari ferð, fannst gaman að fara niður á bryggju og hitta alla karlana og spjalla. Þetta var í eina skiptið sem hann fór til Eyja eftir að hann flutti á Selfoss, en hugurinn var á göml- um slóðum. Það var alltaf fylgst með hvernig veður var á Stórhöfða, einnig hafði afi gaman af að fara til Þorlákshafnar og sjá hveijir komu og fóra með Heijólfi. Afi var þannig maður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt og Minning: Dolores Bague S. Krisijánsson Hinn 12. maí sl. andaðist í Tossa de Mar á Costa Brava á Spáni Dolor- es Bague, eiginkona Magnúsar Kristjánssonar listmálara og hót- elhaldara í Tossa, 56 ára að aldri. Margir íslendingar hafa kynnst þessum ágætu hjónum og dvalið hjá þeim á Hostal Heklu. Þó að Magnús hafí dvalið mestan sinn aldur erlend- is á hann hér marga vini og stóran frændgarð. Magnús er sonur hjón- anna Klöra Helgadóttur og Kristjáns Magnússonar listmálara frá ísafírði sem bæði era látin. í byijun árs 1958 var ég sam- ferða Magnúsi Kristjánssyni til Hamborgar með Gullfossi. Þýska- land var samt aðeins áfangi á lengri leið, því ferðinni var heitið til Spán- ar. Magnús var þá þegar mikill heimsmaður, búinn að vera við list- nám og störf í Bandríkjunum áram saman. Ekki veit ég hvað Magnús hugðist dvelja lengi á Spáni, en ör- ugglega hvarflaði að hvorugum okk- ar að dvöl hans yrði jafnlöng og nú er komið á daginn. Tilgangurinn með ferðinni var að helga sig málar- alistinni sem hann hafði numið, öðl- ast víðari sjóndeildarhring með því að kynnast Evrópu eftir dvölina í Bandríkjunum. Þetta ferðalag var mér mikið ævintýri, ekki síst vegna samferða- mannsins, sem hvarvetna bar sig eins og heimsmanni sæmdi og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Ekki spillti fyrir að eftir að sjóferðinni lauk var farkosturinn amerískur eð- alvagn sem Magnús hafði eignast vestra. Eftir ferðalag um Spán og dvöl í Barcelona lá leiðin til Tossa de Mar á hinni undurfögra, vog- skomu Bravaströnd Katalóníu. Þama ætlaði Magnús að mála þenn- an vetur. Þegar hér var komið hafði John Sigurðsson slegist í hópinn. Hann hafði þá þegar dvalið langdvöl- um í Barcelona og var öllum hnútum kunnugur. Amerískir glæsivagnar voru á þessum áram ekki algengir í smábæjum á Spáni og mér er minn- isstætt þegar Magnús lagði bíl sínum við aðalgötuna í Tossa. Þar var greinilega heldrimaður á ferð. Við John voram ekki lengi í Tossa í þetta sinn en Magnús hefur dvalið þar síðan. Dolores Bague var ung og fögur seiíorita í Tossa þegar Magnús kom þangað. Þau felldu hugi saman við fyrstu kynni og voru gefín saman að spænskum hætti um haustið 1958. í Tossa hafa þau unnið sitt ævistarf saman við rekstur Hostals Heklu, sem svo er nefnt til að minna á ættland Magnúsar. Þama hafa margir íslendingar dvalið í góðu yfír- læti. Málaralistina hefur Magnús haft sem aukabúgrein, sinnt henni eftir mætti þegar færi gafst frá önnum hótelrekstursins. Magnús og Dolores hafa verið mér góðir vinir allt frá þeim fyrstu kynnum sem að framan greinir og ég var svaramaður Magnúsar við brúðkaup þeirra. Böm þeirra eru þijú, Francesca, Kristján og Pedro og bamaböm þeirra eru Leifur Krist- jánsson og Juan Femandes. Ég og sf‘úíi% -alltaf til að A aMnnu lagði ekki styggðaryrði til nokkurs manns. Þá sjaldan hann gerði at- hugasemdir um menn eða málefni var það sett svo skemmtilega og óvænt fram að maður skellir uppúr við það eitt að hugsa um það. Afí var ótrúlega orðheppinn. Ég minn- ist þess t.d. að eitt sinn er ég var með honum mættum við konu sem var vel í holdum. Þá sagði afí eins og við sjálfan sig: „Það er aldeilis vöxtur á henni þessari.“ Síðustu mánuðina hefur afí verið heilsuveill og verið á Sjúkrahúsi Suðurlands og öldranardeildinni á Ljósheimum. Afa leiddist þama mjög því hann vildi helst heima vera. Hann hefur því orðið hvíldinni feginn og þrautum öllum er lokið. Ég votta ömmu mína dýpstu samúð á þessari erfíðu stundu og vona að hún eigi eftir að njóta ánægjulegra ára þrátt fyrir mikinn missi. Sigríður Erlingsdóttir. Sigurbjörg kona mín voram fyrstu gestimir á Hostal Heklu þegar opn- að var vorið 1961, og oft hef ég dvalið þar síðan. Sveinn sonur minn dvaldi hjá þeim í þijá vetur þegar hann var við nám í Gerona, og átti griðastað hjá. þeim hjónum árum saman. Við feðgar sendum Magnúsi í Tossa þakklæti og samúðarkveðjur við hans mikla missi. Blessuð sé minning Dolores Bague de Kristjáns- son. Eyþór Þorláksson. María Hannesdóttir Níutíu ár era ekki langur tími í eilífðinni. En allt er afstætt; manns- ævi sem telur níu tugi er löng ævi. Þegar María Hannesdóttir var tveggja ára barn í Stykkishólmi var Hannes Hafstein að taka við emb- ætti íslandsráðherra suðrí Reykja- vík; þegar hún kom í fyrsta sinn til höfuðstaðarins til að gerast vinnukona var fyrri heimsstyijöld- inni um það bil að ljúka; þegar hún fluttist í Meðalholtið stóð seinna heimsstríðið sem hæst, þá var hún á miðjum aldri. Þær breytingar sem María Hann- esdóttir og kynslóð hennar hefur lifað era að líkindum stórfenglegri en nokkur kynslóð önnur hefur séð í þessu landi. Heilt samfélag rótgró- ins sveitalífs og aldagamalla at- vinnuhátta hefur hranið til granna og nýtt risið af rústum þess, alda- löng tengsl við Danakonung losnað og slitnað og áður en nokkur vissi vora amerískir sápuóperar komnar inní hvers manns stofu. Gat unga sveitastúlku í litlu þorpi á Snæfells- nesi við upphaf aldarinnar órað fyr- ir annarri eins byltingu? Af umræddum níutíu árum áttum við þess kost að fylgja Maríu þau íjögur síðustu í ævi hennar. Sumar- ið 1988 fluttum við á hæðina fyrir ofan hana í Meðalholti 9. Það er varla auðvelt fyrir 86 ára gamla konu að þurfa að semja sig að venj- um nýrra nágranna með lítil börn eftir að hafa deilt forstofu með systur sinni í næstum hálfa öld. Ekki er að orðlengja að þessi aldna heiðurskona lét okkur sannarlega fínna að við væram velkomin í hús- ið. Og eins umhugað og henni var um að allt skyldi vera rétt, eins og hún sagði stundum, leiddi hún okk- ur af nákvæmni í allan sannleika um venjur og verkaskiptingu í hús- inu, lykla og læsingar, þvottavikur, tröppumokstur. Skilaði sjálf sínum hlut með sóma svo ekki sé meira sagt: 88 ára gömul stóð hún með skóflu í hönd út á stétt og mokaði snjó, allt skyldi vera rétt. Okkur hjónaleysunum auðnaðist að drekka allmarga kaffíbolla við litla eldhúsborðið hennar Maríu meðan hennar naut við. Hún hafði fyrir venju að hella uppá skömmu fyrir hádegi og eftir það var opið hús fyrir kaffígesti, mjólkin í boll- ana fyrst, síðan kaffíð, safi og kex fyrir bömin, allt var rétt. Umræðu- efnið var líðandi stund eða viðburð- ir horfínna daga, líf hennar og störf; myndin af gömlu Reykjavík varð með tímanum æ skýrari í huga okkar, saga hverfísins okkar sögð af einum frambyggja þess, í senn þróunarsaga heillar borgar og lífs- saga gamallar konu. - Líf Maríu Hannesdóttur saman- stóð ekki af eintómum sunnudögum en séð með augum vina sem kynnt- ust henni undir lok langrar vegferð- ar var það farsælt líf, líf íslenskrar alþýðukonu sem lifði í gjörólíkum samfélögum og tveimur ríkjum sama lands á einni ævi. Lítil þriggja ára nafna Maríu hafði orð á því um daginn að hún myndi sakna vinkonu sinnar; þær vora nefnilega vanar að eiga stund saman og syngja eða horfa á sjón- varp. Við tökum undir þau orð en gleðjumst um leið yfir að veikindi hennar urðu ekki lengri en raun bar vitni. Það hefði ekki verið í anda Maríu Hannesdóttur að vera lengi upp á aðra komin inni á sjúkrastofnun. Við þökkum henni hennar hlut í okkar lífí. Kjartan, Edda, Ólafur Sverrir og María Erla, Meðalholti 9. Jakob Guðlaugs- son — Kveðjuorð Fæddur 6. júlí 1917 Dáinn 4. júní 1992 Fallinn er í valinn eftir þungbær veikindi góður maður, mikið ljúf- menni, traustur vinur og höfðingi heim að sækja og var mikil ánægja að gleðjast með þeim hjónum, Jakob og Guðveigu á þeirra glæsilega menningarheimili. Hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu og ekki bregð- ast skyldum sínum. Hann bar mikla tryggð til landsins og var einlægur náttúraunnandi. Hann lifði heilbrigðu lífi og stundaði göngur í Skaftafelli að staðaldri, hann var líka óvenju vel á sig kom- inn miðað við aldur. Jakob og Guð- veig eiga fímm börn, vel gefíð mann- kostafólk. Fjölskylda hans á nú um sárt að binda og sorgin er sár. Maðurinn sem var okkur öllum svo kær og góður er horfinn, en eins og segir í Spámanninum: „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ Ég þakka mínum kæra vini allt og allt. G.V. Péturs. Kveðjuorð Magnús Einarsson. Það er alltaf söknuður þegar fólk hverfur okkur og margar minningar hrannast upp í hugann. Þegar Magn- ús Einarsson er farinn riijast upp margar skemmtilegar stundir þegar hann bjó á Kotmúla ásamt komu sinni, Ragnheiði, og bömum þeirra §órum. Það var í þá daga lítið mál að skreppa austur í Fljótshlíð með mjólkurbfl kl. 7 að morgni með 2-3 börn og dvelja þar í góðu yfírlæti í nokkra daga. Þar var alltaf tekið jafn vel á móti okkur. Ragnheiður og Magnús stóðu á hlaðinu með opinn faðminn og buðu okkur vel- komin. Árin líða óbærilega fljótt, allir voru glaðir á Kotmúla í þá daga. Þau hjón fluttu síðar á Hvolsvöll og reistu sér heimili í Litlagerði 1 með böm sín í nálægð. Magnús vann um tíma á Hvoisvelli. Fyrir um 10 árum veiktist hann og.var erfitt hjá honum að yfirstíga þau veikindi. En með þrautseigju og glaðværð konu hans Ragnheiðar, sem var hans stoð og stytta ásamt bömum þeirra, var reynt að gera allt sem hægt var til að stytta honum stundir, til dæmis með ferðalögum, því Magnús var mikill aðdáandi landsins okkar og hafði mikla ánægju af að skoða það. Við hjónin sendum fjölskyldu Magnúsar innilegar samúðarkveðjur og biðjum honum guðs blessunar. Ágústa, Sigurður og þeirra fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.