Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 33 Hvers vegna setið var á stíómarskrárbreytingum Leíkhúsþingið var mjög vel sótt af leikhúsfólki frá öllum Norðurlönd- unum. Vivica Bandler, formaður Leiklistarsambands Sviþjóðar, sem afhenti Norrænu leikskáldaverðlaunin er önnur frá hægri. Norrænt leikhúsþing: Endurnýjun leíklístarinnar Fjögurra daga norrænu leik- húsþingi lauk á mánudaginn. Þema þingsins, sem haldið er ann- að hvert ár, var: „Hvað endumýj- ar leiklistina?" og um þá spum- ingu var fjallað af fulltrúum hinna ýmsu faghópa leikhússins. Þátt- taka var óvepju mikil en talið er að hátt á þriðja hundrað manns hafi með einum eða öðmm hætti tengst dagskránni á Norrænum leiklistardögum;- leiksýningum, málþingi og námskeiði. Samhliða þinginu héldu Leikskáldasamband Norðurlanda og Norræna leikhús- stjóraráðið aðalfundi sína og nám- skeið var haldið fyrir unga leikara þar sem unnið var út frá Völuspá. Hvert land bar ábyrgð á einum málaflokki sem tengdist þema þings- ins. íslendingar riðu á vaðið á fyrsta degi þingsins er Oddur Björnsson, leikskáld, velti fyrir sér í framsögu hvort leikskáldið endumýjaði leiklist- ina. Ólafur Haukur Símonarson, leik- skáld, stjómaði umræðum. Oddur lagði á það áherslu að endumýjun leikhússins yrði alltaf að koma frá því sjálfu og ekki þýddi að nota utan- aðkomandi meðöl því til bjargar. Að auki væri það tæpast í valdi eins hóps innan leikhússins að endumýja leiklistina, þar yrði að koma til sam- vinna allra sem störfuðu innan leik- hússins. Hann varaði og við því að menn yrðu of hallir undir tæknibrell- ur hvers konar, í þeim væri enga endumýjun að fínna. í umræðunum um þátt leikskálda benti Ólafur Haukur á þá staðreynd hversu lítið væri í hveiju landi um leiksýningar frá hinum Norðurlöndunum. Hann minnti og á að ekki hefði verið hægt að gefa út leikritin fimm sem til- nefnd voru til Norrænu leikskálda- verðlaunanna vegna peningaskorts. Þess má þó geta að verðlaunaleikrit Hrafnhildar Hagalín „Ég er meistar- inn“ var þýtt yfir á sænsku og selt á þinginu. Eins dreifðu Finnar og Danir ókeypis eintökum af sínum leikritum. Heitar umræður urðu um erindi Keve Hjelm (Svíþjóð) sem fjallaði um leikarann og möguleika hans á að endumýja leikhúsið. Keve hjó mjög til leikstjóra og ásakaði þá um að þeir héldu skapandi þætti leikarans niðri í gegnum fyrirfram ákveðnar hugmyndir sínar um hvemig leiksýn- ingin ætti að vera. Mörgum þótti sem Keve drægi upp heldur dökka mynd af samskiptum leikara og leikstjóra, en aðrir tóku undir skoðanir Keve og sögðu ástandið einkum slæmt i stofnanaleikhúsunum svo kölluðu. Samvinna væri meira ráðandi innan frjálsu leikhópanna. Framsöguerindin vöktu jafnan mikla umræðu, hvort sem um var að ræða efni eins og þátt leikhús- fræðinnar í endumýjun leikhússins, dansins, leikmyndateiknarans, leik- stjórans eða gagnrýninnar. Fundar- gestir voru reyndar nánast einhuga í neikvæðri afstöðu sinnar til gagn- rýni og þótti mönnum sem fjölmiðlar sýndu leikhúsinu lítinn áhuga sem sjálfstæðum miðli. Almenn ánægja ríkti í þinglok um hvemig til hefði tekist, einkum þótti fólki sem fundir faghópa hefðu verið árangursríkir. Lögð var áhersla á að Morgunblaðið/Bjami Oddur Björnsson. efling norrænnar samvinnu væri nauðsynleg á tímum aukins Evrópu- samstarfs. í lok þingsins var tilkynnt að lögum Leiklistarsambands Norð- urlanda hefði verið breytt á þann veg að löndum með heimastjóm (Græn- land, Færeyjar og Alandseyjar) gæf- ist ný tækifæri til þess að sækja um aðild að sambandinu ef til staðar væri atvinnuleikhús í viðkomandi landi. Auk þess má nefna að sam- vinna við Baltnesku löndin, Eistland, Lettland og Litháen, er talsverð. Baltneskir leikhússtjórar vom til að mynda gestir á fundi Norræna leik- hússtjóraráðsins. gþg eftir Björn S. Stefánsson Um það virðast menn vera sam- mála, að samningurinn um evr- ópskt efnahagssvæði (EES) breyti meira um lög landsins en nokkur annar samningur sem gerður hef- ur verið. Þá skiptir ekki minna máli, að samkvæmt honum geta Evrópsku samfélögin (ES) fram- vegis breytt lögum hér á landi á samningssviðinu án staðfestingar Alþingis. Guðmundur Alfreðsson, íslenzkur þjóðréttarfræðingur, bú- settur í Sviss, telur vafasamt, að samningurinn samrýmist stjómar- skránni. Má jafnvel vera, að hann hafi kveðið fastar að orði. Sagt er, að aðrir, sem kunna að vera jafn vel að sér og hann, séu ekki á sama máli. Það hlýtur að undra fleiri en mig, að þjóðin sitji uppi með stjómarskrá, sem jafnvel sér- fróðir menn skilji ekki ótvírætt. Stjómarskrárákvæði ættu að vera skýr almenningi. Ef EES-samningurinn telst ekki samrýmast stjómarskránni, á Al- þingi kost á því að breyta henni, svo að nægi. Það gerist með því, að þingið samþykkir stjómar- skrárbreytingu, síðan er það rofið og kosið nýtt þing, sem þarf að samþykkja breytinguna til að hún taki gildi. í Noregi var sett það ákvæði í stjómarskrána, þegar ES-aðild komst á dagskrá fyrir þremur ára- tugum, að valdaframsal á afinörk- uðu sviði til erlendra aðila væri háð samþykki s/4 þingmanna. Þar í landi hefur aldrei verið heimilt að ijúfa þing. Þjóðaratkvæða- greiðslan, sem fram fór þar í landi árið 1972, var ekki bindandi. Með henni var hafnað samningi, sem gerður hafði verið um ES-aðild, og hætt var við að leggja hann fyrir þingið. í lögum frá 1918 um samband- ið við Danmörku var skylt ákvæði um breytingu á stöðu íslenzka rík- isins í gagnstæða átt. Kveðið var á um, að að liðnum 25 ámm mætti segja upp sambandinu, en til þess var krafist stuðnings 2/3 þingmanna og auk þess þyrfti þjóðin að samþykkja uppsögnina Björn S. Stefánsson „Hvers vegna er ekkert ákvæði í stjórnarskrá Islands um að sam- þykkja verði með sér- stökum hætti valda- framsal til erlendra að- ila? Alþingi hefur haft nefnd manna til að end- urskoða stj órnarskrána í bráðum 50 ár“ með s/4 atkvæða með þátttöku s/4 á kjörskrá. Hvers vegna er ekkert ákvæði í stjómarskrá íslands ðhi að sam- þykkja verði með sérstökum hætti valdaframsal til eriendra aðila? Alþingi hefur haft nefnd manna til að endurskoða stjómarskrána í bráðum 50 ár. Fyrir nærri þijá- tíu ámm kom fram tillaga í nefnd- inni um ákvæði í sama anda og þá hafði verið sett í norsku stjóm- arskrána vegna valdaframsals til erlendra aðila. Nefndin hefur aldr- Blúsgestir BLÚSVINUM á íslandi fjölgar enn og fáir hafa staðið Vinum Dóra á sporði í viðleitni til að fjölga þeim. Þar hefur haft all- mikið að segja vinátta við blús- frömuðinn Chicago Beau McGraw, sem hefur komið hing- að alloft undanfarin misseri og iðulega haft með sér góða gesti. Svo var seint á síðasta ári þegar þeir komu hingað saman Chicago Beau og Pinetop Perk- ins og tóku upp breiðskífu. Sú skífa kom út fyrir stuttu og þeir Beau og Perkins eru nú staddir hér á landi til að kynna hana. Chicago Beau er íslendingum að góðu kunnur sem blúsmunn- hörpuleikari og -söngvari, ekki síð- ur en blaðaútgefandi og skáld, en hann hefur starfað með ýmsum af helstu blústónlistarmönnum síð- ustu áratuga, ekki síður en fram- sæknum jasstónlistarmönnum, meðfram því sem hann hefur stýrt bókmenntatímariti sínu sem gefur helst út hugverk litra skálda og rithöfunda. Pinetop ætti líka vart að þurfa að kynna, en hann er einn af fáum tónlistarmönnum sem enn eru á lífi og voru viðstaddir þegar Chicagoblúsinn varð til. Pinetop Perkins fæddist í Belz- oni í Mississippi um mitt ár 1913 og hóf snemma að fikta við gítar. Uppúr 1926 fór hann að grípa í píanó meðfram gítamum og fékk viðumefni sitt af dálæti á laginu Pinetop’s Boogie Woogie með Pine- top Smith. Hann spilaði í hóruköss- um og knæpum á Indianola-svæð- inu meðfram vinnu við annað. Á þessum árum lék hann á gítar ekki síður en á píanó, en varð fyrir þvl að kona veittist að honum á krá í Helena og stakk hann í handlegg- inn. Hann fékk ekki fullan mátt í hendina á ný og varð þvf að leggja gítarinn á hilluna. Meðal þeirra sem Pinetop spilaði með á þessum árum var slidegítar- leikarinn Robert Nighthawk og með honum tók hann fyrst upp. Pinetop flæktist víða á þessum árum en settist að í Chicago 1969. Um það leyti hætti Otis Spann f blússveit Muddys Waters og Pine- top var ráðinn í hans stað. Með Muddy spilaði hann svo næstu ell- efu árin, eða allt til þess að skarst í odda með þeim. Sfðan hefur Pi- netop starfað með ýmsum tónlist- armönnum. Fyrstu og aðrir tónleikar þeirra Morgunblaðið/Þorkell Joe Willie Pinetop Perkins. Beau og Pinetop voru í Púlsinum sl. fimmtudag og föstudag, en þriðju tónleikamir verða í kvöld í klúbbi Listahátfðar í Hressó, sfðan 16. á óháðu listahátíðnni í Héðins- húsinu, 17. í Lækjargötu, 18. á Akranesi, 19. aftur á Púlsinum og 20. í Keflavík. Einnig má nefna að Chicago Beau heldur fyrirlestur um blús á veitingastaðnum Jazz 15. júní. Samantekt Arni Matthiasson ei skilað áliti og ekki hefur reynt á það, hveijir vildu styðja slíkt ákvæði. Hvemig skyldi standa á því, að endurskoðun stjómarskrárinnar hefur dregist svona lengi? Hvað eftir annað hafa menn haft við orð að ljúka verkinu með þeim orðum, að drátturinn væri Alþingi til vanza. Árið 1983 birti stjómar- skrámefnd skýrslu með breyting- artillögum nefiidarmanna. Ekki er - greint frá viðbrögðum hinna nefndarmannanna við þeim. Um sumar breytingar tel ég víst, að samstaða yrði. Tillögur, sem ekki er víst, að fengjust samþykktar, em sumar þess eðlis, að þær stað- festa þann grundvallarmun, sem kunnugt er um á afstöðu flokk- anna. Það ætti því ekki að vera neitt á móti því fyrir flutnings- menn og andstæðinga slíkra til- lagna að láta ágreining verða opin- beran í sambandið við endurskoð- un stjómarskrárinnar. Þar getur því varla verið að leita ástæðu til þessa seinagangs. Öðra máli gegnir um framsal valds til erlendra aðila. Þegar fyr- ir 30 áram varð það ýmsum áhrifa- mönnum kappsmál, að ísland gerði samning við ES, sem hefði falið í sér slíkt framsal á valdi. Þeir kunna að hafa gert sér vonir um einfaldan meirihluta á Alþingi fyrir slíkum samningi. Öðra máli gegndi, ef krafa væri um 5/6 at- kvæða eða z/3 í þjóðaratkvæða- greiðslu ef vantar á 6/6 á þingi, eins og tillagan var um í stjómar- skrámefndinni. Það hefði getað orðið óþægilegt að standa gegn því að setja slíkt ákvæði, ef reynt hefði á það. Hitt mátti gera til að komast hjá því að láta reyna á afstöðu til þessa ákvæðis að láta endurskoðun stjómarskrárinnar dragast svo, að ákvæðið yrði óselt, þegar samningur af slíku tagi kæmi til afgreiðslu. Með samningnum um EES hef- ur komið upp staða, sem slíkt ákvæði ætti við. Er það ekki ófor- sjálni þeirra, sem vora hlynntir ákvæði um sérstaka meðferð á samningum, sem fela í sér framsal á valdi til erlendra aðila, að hafa ekki fyrir löngu knúið fram af- greiðslu á málinu, hvað sem leið endurskoðun stjómarskrárinnar að öðra leyti? Félagsskapurinn Samstaða um óháð Island hefur krafízt þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. Annar kostur er sá, að Alþingi ákveði að stað- festa ekki samninginn fyrr en að undangengnum þingkosningum. Þá fengi almenningur tækifæri til að kjósa á þing með tilliti til stærsta löggjafarmáls, sem fyrir Alþingi hefur komið. Þá er til sá kostur að gera nú þegar tillögu um breytingu á stjómarskránni þess efnis, að samningur, sem felur í sér valda- framsal til erlendra aðila á af- mörkuðu sviði, verði að fá aukinn meirihluta atkvæða á þingi. Ef slík tillaga verður samþykkt, verð- ur að ijúfa þing. Geram ráð fyrir, að svo gæti farið, að Alþingi staðfesti EES- samninginn, án þess að almenn- ingur hafi átt kost á að kjósa til þings með tilliti til hans. Hvemig gætu andstæðingar samningsins bragðizt við? Yrði það ekki bezt gert með framboði til þings um allt land? Með því að hafa uppsögn samningsins og setningu stjómar- skrárákvæðis vegna framsals á valdi til erlendra aðila einu stefnu- málin myndaðist auðveldlega sam- fylking manna úr öllum stjórnmál- áflokkum. Höfundur er dr. scieace

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.