Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JUNI 1992 23 Greiðslukortafyrirtækin: Má stöðva greiðsl- ur sem ekki hafa verið innheimtar ÞEIR viðskiptavinir Flug-ferða-Sólarflugs, sem greitt hafa fyrir far- seðla sína með greiðslukorti, munu að öllum líkindum því aðeins sleppa við fjárhagstjón að þeir hafi ekki greitt greiðslukortareikninga sína nú þegar. Að sögn forsvarsmanna greiðslukortafyrirtækjanna er hægt að stöðva greiðslur, sem ekki hafa þegar verið innheimtar. Þeir, sem standa áttu skil á greiðslum fyrir ferðir sínar til kortafyrirtækjanna um næstu mánaðamót, geta því að öllum líkindum rift viðskiptum sín- um við ferðaskrifstofuna. Símalínur voru rauðglóandi hjá Visa íslandi og Kreditkortum hf. í gær þar sem fólk vildi vita hvort hægt væri að stöðva greiðslur fyrir farseðla, sem fyrirsjáanlega eru einskis nýtir. „Ef fólk er búið að greiða korta- reikninginn er erfitt að breyta því. Það er þá nákvæmlega eins og fólk hafi borgað með peningum," sagði Grétar Haraldsson, forstöðumaður þjónustusviðs hjá Kreditkortum hf., í samtali við Morgunblaðið. „Það, sem er hins vegar ógreitt og kemur til greiðslu til dæmis 2. júlí, er í skráningu hjá okkur þessa dagana og hægt að stöðva það. Við munum að sjálfsögðu aðstoða þetta fólk. Við höfum beðið það að koma með skriflega kvörtun til okkar og afrit af greiðsluseðlinum eða samningn- um. Við verðum að hafa þau sönnunargögn í höndunum til þess að korthafinn fái ekki þessa greiðslu á sig um næstu mánaða- mót.“ Grétar sagði að flestir, sem hringt hefðu í fyrirtækið, hefðu greitt farseðla sína nýlega og yrðu því ekki fyrir ijárhagstjóni. Þess vegna mætti segja að Flugferðir- Sólarflug hefðu hætt starfsemi á heppilegum tíma. Hefði fyrirtækið haldið starfsemi áfram fram yfir næsta Eurocard-gjalddaga hefði greiðslan verið innheimt, en við- komandi viðskiptavinir e.t.v. átt pantað flug í júlí eða ágúst og því tapað fjármunum sínum. Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Visa íslandi, sagði að stjórn fyrirtækisins myndi ákveða hvernig farið yrði með mál þeirra, sem greitt hefðu farseðla hjá Sólarflugi með Visakorti. „Okk- ur ber ekki lagaleg skylda til að leysa úr þessum málum fyrir kort- hafana," sagði hann. „Hitt er annað mál að við getum stöðvað greiðslur þeirra, sem borguðu t.d. í dag, gær eða fyrradag. Það er verra með þá, sem greiddu farseðla sína kannski í nóvember á síðasta ári. Þar er ég hræddur um að korthafinn standi ekki betur að vígi en ef hann hefði greitt í reiðufé og verði því að gera almenna kröfu í þrotabú fyrirtækis- ins.“ Engar tölur liggja ennþá fyrir um hversu margir af um 2.200 við- skiptavinum Sólarflugs, sem áttu pantað flug, hafa greitt með greiðslukorti. Ekki er heldur ljóst hversu stór hluti þeirra, sem notuðu greiðslukort, mun geta rift viðskipt- unum. Listflugsveit ítalska flughersins LISTFLUGSVEIT ítalska flug- hersins hafði viðdvöl á Keflavík- urflugvelli í gær, en sveitin var á leið vestur um haf í sýningar- ferðalag. Sveitin hefur aðsetur í Rivolto í norðaustur Ítalíu og ætlaði héðan til Syðri Straum- fjarðar á Grænlandi, sem er næsti viðkomustaður hennar á fluginu vestur um haf. Alls eru 20 flugmenn í sveitinni, en for- ingi þeirra er Tonini. Ásgeir Ebenezersson gegn Fjárfestingarfélaginu: Ljósmynd: Joe Quimby Málinu vísað frá vegna vanreifunar bótakrafna SKAÐABÓTAMÁLI sem hjónin Ásgeir Ebenezersson og Guðlaug Jónsdóttir höfðuðu gegn Fjárfestingarfélagi íslands fyrir bæj- arþingi Reykjavíkur var vísað frá dómi í gær vegna vanreifunar bótakrafna stefnenda. í dóminum segir að ósamræmi málsástæðna og kröfugerðar sé slíkt að telja verði brýnt brot á meginreglum réttarfarslaga um skýran og glöggan málatilbúnað og fullnægj- andi reifun máls. Stefnendur lýstu málavöxtum svo fyrir bæjarþingi að þeir hafí leitað til Fjárfestingarfélagsins vegna greiðsluerfiðleika í mars 1988. Þá áttu þeir eignir að verð- mæti 46,6 milljónir kr., þ.e. einbýl- ishús, verslunarhúsnæði í Kringl- unni, leigusamning um verslunar- húsnæðið og tískuvöruverslunina Markús í Austurstræti. Þeir hafi þegið lán frá stefnda, þ.e. Fjárfest- ingarfélaginu, til að greiða upp áhvílandi lán af einbýlishúsinu auk lána til að greiða upp aðrar lausa- skuldir. Þá hafi stefnendur afsalað sér rétti til veðsetninga eða sölu á eignum sínum og rétti til leigu- greiðslna samkvæmt leigusamningi um verslunarhúsnæðið í Kringlunni gegn þessari fyrirgreiðslu. Stefndi hafi hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar, hvorki gagn- vart stefnendum né veðhöfum ein- býlishússins. Allar áhvílandi skuldir stefnenda hafi hækkað verulega frá undirritun lánssamningsins. Stefn- endur kröfðust þess að Fjárfesting- arfélagið yrði dæmt til að greiða rúmar 38,8 milljónir kr. ásamt dráttarvöxtum frá 1. apríl 1988 til greiðsludags. Bótakrafan byggði á því að gera stefnendur sem líkast setta ljárhagslega og ef um engan samning eða aðstoð frá stefnda Guðrún sagði að kannanir sýndu að nemendur í grunnskólum borgarinnar byggju engan veginn við fullnægjandi aðstæður hvað mat varðaði. Dæmi væru um að börn kæmu nestislaus í skólann og hefðu ekki fengið morgunmat heima hjá sér. hefði verið að ræða. Málinu var vísað sjálfkrafa frá dómi og málskostnaður felldur nið- ur. í dóminum sagði að málsgrund- völlur stefnenda feli í sér að eðlilegt samhengi milli málsástæðna og bótakröfu skorti sem geri það að verkum að efnisdómur verði ekki lagður á málið eins og það liggi fyrir. Dóminn kváðu upp Eggert Oskarsson, borgardómari, Dóra Guðmundsdóttir, fulltrúi yfirborg- ardómara, og Stefán D. Franklín, löggiltur endurskoðandi. Árni Sigfússon sagði að um- ræða um þessi mál væri vel á veg komin í skólamálaráði. Óskað hefði verið eftir því við formann Samfoks að samtökin legðu fram hugmyndir um hvernig þessum málum yrði best háttað í skólum. Tillögu um mat í skólum vísað frá í borgarstjórn TILLÖGU Guðrúnar Ágústsdóttur um að borgarsljórn samþykki að fela fræðsluyfirvöldum í borginni að undirbúa áætlun um að bjóða upp á mat í grunnskólum Reykjavíkur var vísað frá á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Tillögunni var vísað frá með þeim rökum að hún ætti lítið erindi inn í umræðu sem þegar væri kom- in af stað. V; 6 41*^ I PfFjSs m 1! cíi'l Lt U*. [■SÍhA, í&j > . ’i- •* * :* •/ '•: .• . ?:&.. :■ ■*■:* NYI HERJOLFUR Á HRINGFERÐ UM LANDIÐ Til sýnis við Ægisgarð, Reykjavíkurhöfn í dag Við bjóðum ykkur velkomin um borð i Herjólf, nýtt og glæsilegt farþegaskip sem nú er á hringferð um landið. Herjólfur verður landsmönnum til sýnis á eftirtöldum stöðum: Reykjavík laugardaginn 13. júní Akranesi sunnudagnn 14. júní ísafirði mánudaginn 15. júní Sauðárkróki þriðjudaginn 16. júní Akureyri miðvikudaginn 17. júní Eskifirði fimmtudaginn 18. júnl Sími 98-12800 Vestmannaeyjum, fax 98-12991 Box 320, 902 Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.