Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Staðsetning kirkju í Digra- nessókn enn til umfjöllunar Rætt við Þorbjörgn Daníelsdóttur, formann sóknarnefndar TEIKNINGAR að fyrirhugaðri Digraneskirkju liggja nú aftur frammi iyá Skipulagsnefnd Kópavogs til almennrar kynningar. Aðdragandinn að áætlaðri kirkjubyggingu hefúr verið töluvert langur vegna deilna meðal íbúa í sókninni um staðsetningu kirkj- unnar. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar Digra- nessóknar, hefur unnið að því að kirkja verði byggð fyrir söfnuð- inn, frá því 1989, og vonar hún að bráðlega verði hægt að hefja framkvæmdir. Að sögn Þorbjargar Daníels- dóttur á Digranessöfnuður Kópavogskirkju að hálfu á móti Kársnessöfnuði, auk litils safn- aðarheimilis við Bjamhólastíg. Þorbjörg telur það samt ekki eðlilegt að heill söfnuður þurfi að fara í aðra sókn til þess að sækja kirkju og það sé einnig erfitt fyrir safnaðarstarf þegar kirkja og safnaðarheimili eru aðskilin. Hún benti á að Digra- nessókn telur nú 6.600 manns og áætlað er að 8.000 manns muni búa í sókninni árið 2000. Þetta er því stór söfnuður, sem hefur fyllstu þörf fyrir eigin kirkju. Þorbjörg benti jafnframt á að það sé stefna kirkjuyfirvalda að hver söfnuður hafí eigin kirkju. Staðsetning fyrirhugaðrar kirkjubyggingar hefur mætt töluverðri gagnrýni og hefur því dregist á langinn að fram- kvæmdir geti hafist. Bæjarstjóm Kópavogs og Skipulagsstjóm ríkisins höfðu samþykkt stað- setningu kirkjubyggingunnnar og skipulag svæðisins í kringum hana á síðasta ári. Athugasemd- um hafði verið svarað ítarlega og ekki talið að nein af þeim athugasemdum er komu fram réttlætti að koma í veg fyrir byggingu kirkjunnar. Að sögn Þorbjargar var stærð kirkjunnar ekki nógu skýrt skilgreind í fylgi- skjölum þeim sem Skipulagsn- enfd Kópavogs sendi frá sér og því hafi bæjarstjómin talið nauð- synlegt að senda teikningar að kirkjunni aftur til umfjöllunar í Skipulagsstjóm ríkisins. Um var að ræða að ekki kom nógu skýrt fram að tiltekin stærð miðaðist við gmnnflöt, en ekki heildar- stærð. Ákvörðun Skipulags- stjómar ríkisins um að teikning- ar skyldu auglýstar að nýju, byggðist hinsvegar á túlkun hennar á misræmi sem er milli lagagreinar og reglugerðar er varða lög um skipulagsmál. Þorbjörg sagði að málið hefði gengið svona hægt í gegnum kerfið vegna þess að lögð hafi- verið áhersla á að framfylgja öllum lögum og reglum. Hún sagði að þessi dráttur og eilífa töf á afgreiðslu málsins hefði haft þau áhrif að fólk væri orðið langþreytt enda væri óeðlilegt og öllum viðkomandi til ama að deila um mál sem þetta. Hún benti á að aðalsafnaðarfundur, sem er öllum í sókninni opinn, hafi samþykkt oftar enn einu sinni umsókn um lóð á umrædd- um stað, en engu að síður ynni ákveðin hópur enn gegn fyrir- hugaðri staðsetningu kirkjunnar. Þorbjörg lagði áherslu á að mótmælum eftir fyrri kynningu hafi verið svarað ítarlega af Skipulagsnefnd bæjarins og garðyrkjudeild Kópavogs. Hún nefndi sem dæmi að það væri alrangt að með byggingu kirkj- unnar væri verið að seilast inn á friðað svæði. Byggingin verður utan þess friðaða svæðis sem merkt er á skipulagskorti. Þor- björg minnti jafnframt á að stolt Kópavogsbúa og ein mesta bæj- arprýði, Kópavogskirkja, stæði mitt á friðuðu svæði. Þorbjörg benti á að engin önnur bygging í Kópavogi skeri sig úr umhverf- inu á sama hátt og Kópavogs- kirkja gerði. Að hennar mati mundi önnur vel hönnuð bygging á samsvarandi stað og Borgim- ar, gefa bæjarskipulaginu jafn- vægi og aukna reisn, og draga jafnframt fram hversu sérstakt bæjarstæði Kópavogs er. Einnig sagði Þorbjörg það algengt bæði hér og erlendis að opinberar byggingar eins og listasöfn og kirkjur væru staðsettar á vemd- uðum svæðum sem allur almenn- ingur hefði aðgang að. Þorbjörg sagðist ennfremur hafa spurst fyrir um hvort fullyrðingar sumra íbúa að þeim hafí verið gefið loforð um að aldrei yrði byggt á þessu svæði stæðust, en það fyndist hvergi staðfest eða bókað í skjölum bæjarstjómar. Hverri löglega kjörinni bæjar- stjóm væri auk þess heimilt að breyta út af fyrri samþykktum. Onnur athugasemd er hefur verið gerð við staðsetningu kirkj- unnar er þess efnis að óeðlilegri bílaumferð verði beint inn í íbúð- arhverfí. Þorbjörg benti á að hefðbundnar kirkjuathafnir væm bundnar ákveðnum tímum þannig að ónæði af umferð sé ofgert. Hún sagði að samkvæmt breyttu deiliskipulagi ætti að breikka götur og sjá fyrir nægum bílastæðum með því að lækka malarvöll á svæðinu og gera þar stæði. Að sögn Þorbjargar verð- ur þannig ekki gengið á rými íbúa. Ennfremur á lækkun mal- aravallarins að draga úr skafla- myndun, sem á miklum snjóa- vetram hefur oft hlaðist upp meðfram vellinum og þrengt götur. Þorbjörg lagði áherslu á að kostnaður við gerð bflastæða yrði ekki greiddur úr bæjarsjóði og því ekki seilst í vasa bæjarbúa vegna þeirra framkvæmda eins og gefið hefur verið í skyn. Þorbjörg sagði einnig að bygg- ing kirkjunnar yrði til þess að fullgengið yrði frá svæðinu þar í kring. Planta á meiri gróðri og koma upp leikvelli. Bæði Um- hverfisnefnd Kópavogs og Nátt- úravemdarráð íslands hafa sam- þykkt þessar framkvæmdir á Víghólasvæðinu og telja þær ekki ganga gegn friðlýsingar- reglum. Þess hefur enda verið Þorbjörg Daníelsdóttir. gætt að taka tillit til nálægrar byggðar og náttúravemdar- svæðisins. Skerðing á útsýni mun ennfremur verða mjög lítil. Þorbjörg benti á að frá útsýnis- skífunni séð, verði útsýni áfram nær óskert til suðurs, vesturs og norðurs. Utsýni til austurs skerði íbúahús nú þegar. Frá nærliggj- andi húsum séð muni kirkjan aðeins hafa áhrif á útsýni allra vestustu húsanna. Hönnun kirkj- unnar var markvisst gerð til að falla að umhverfi og til þess að skerða útsýni sem minnst og valda sem minnstri skugga- myndun. í sambandi við nálægð fyrir- hugaðrar Digraneskirkju við kirkju Hjallasóknar sagði Þor- björg að lóðamýting í Digranes- sókn væri nær algjör þannig að tæpast væri hægt að fínna nokk- um annan stað sem gæti talist viðunandi. Hún benti á að áður en Digranessókn var skipt í Hjallasókn og Digranessókn, hafí Digranessókn verið ætluð sú lóð þar sem nú er verið að reisa Hjallakirkju, en við skipt- ingu hafi lóðin lent innan sóknar- marka Hjallasóknar. Þessi mörk voru ákveðin af biskupi og full-' trúum dómsmálaráðuneytis með tilliti til fólksfjölda. Þar réðu íbú- ar sóknarinnar og sóknamefnd engu um. Þorbjörg sagði það sína skoðun að betur hefði farið á, að Hjallakirkju hefði verið valinn annar staður, meira miðsvæðis innan þeirrar sóknar, eins og hún verður innan fárra ára, þar sem stækkun bæjarins væri til aust- urs og svo í Fífuhvammi. Þor- björg benti einnig á að nálægð Hjallakirkju við næstu íbúðarhús væri helmingi meiri en nálægð fyrirhugaðrar kirkju Digranes- sóknar, en staðsetning hennar hefur einmitt verið gagnrýnd vegna of mikillar nálægðar við íbúðarhúsnæði. Að sögn Þor- bjargar er íjarlægð Hjallakirkju minnst 15 metrar en gert er ráð fyrir að lóðarmörk nýju kirkjunn- ar verði í.minnst 31 metra fjar- lægð frá nærliggjandi íbúðarhús- um. Fjölmörg dæmi era enn- fremur um meiri nálægð kirkna við íbúðarhverfi á höfuðborgar- svæðinu. Hvað varðar hugmyndir um að nágrannasóknimar tvær, Digra- nessókn og Hjallasókn, samein- uðust um aðstöðu, sagði Þor- björg að sameining hefði verið rædd og ekki hefði gengið saman m.a. vegna sóknarstærða og vegna fordæma um að slíkt sam- starf hefði ekki gefíst vel. Hún lagði áherslu á að þessum um- ræðum hafi lokið í sátt og engin úlfúð hafi verið milli fulltúa sóknanna. Það er skoðun Þorbjargar að í okkar þjóðfélagi þar sem krist- in trú hafí farið halloka fyrir annars konar lífsviðhorfi, sé nauðsynlegt að efla kirkjulegt starf og til þess þurfi góða að- stöðu. Þorbjörg telur að kirkjan verði að hafa tök á að boða og kenna þá trú sem hún byggir á, á þann veg sem hentar nútíma samfélagi og þörfum þess. Hún benti á að fólk þyrsti í leiðsögn í trúarlegum efnum og kirkjan yrði að svara því ákalli, bæði í orði og verki. Þorbjörg sagði það því mikilvægt að að jafn fjöl- mennur söfnuður og væri í Di- granessókn fengi góða aðstöðu til þess að efla almennt kirkju- og safnaðarstarf í anda þeirrar stefnu sem nú hefur verið mótuð af íslenskum kirkjuyfirvöldum. Viðtal: Anna Sveinbjamar- dóttir Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráögjöf. M METRÓ í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 Landgræðsla ríkisins: Landgræðsluverðlaun veitt TIL AÐ ná settum markmiðum um gróðurvernd og landbætur hefur Landgræðslan lagt aukna áherslu á fræðslu, kynningu og þátttöku almennings í land- græðslustarfinu. Einn þáttur í viðleitni stofnunarinnar til að efla og kynna sjálfboðaliðastarf í landgræðslu er veiting land- græðsluverðlauna, segir í frétt frá Landgræðslu ríkisins. Landgræðsla ríkisins hefur ákveðið að veita árlega sérstökum yiðurkenningum til einstaklinga og/eða félaga eða „samtaka" sem skarað hafa fram úr við land- græðslu og gróðurvemd fyrir afrek á sviði landgræðslu. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Stéttarsam- bandi bænda, Náttúruverndarráði, Landvemd og Landgræðslunni ósk- aði eftir tilnefningum frá öllum búnaðarsamböndum og umhverfis- og náttúravemdamefndum lands- ins. Allmargar tilnefningar bárast og verða niðurstöður dómnefndar kynntar við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti, laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Þá verða verðlaunin af- hent sem era fagurlega útskomir DR. YVONNE Hirdman prófess- or í kvennasögu við háskólann í Gautaborg, flytur opinberan fyr- irlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla ís- lands í stofu 101 í Odda sunnu- daginn 14. júní kl. 17.30. Prófessor Yvonne Hirdman er stödd hér á landi vegna þess að hún tréplattar úr íslensku birki og lerki gerðir af hagleiksmanninum Hall- dóri Sigurðssyni frá Miðhúsum. Með veitingu landgræðsluverð- launanna vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fómfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna að land- græðslumálum og jafnframt hvetja fleiri til dáða. er einn af kennurunum á norræna rannsóknamámskeiðinu í Skálholti sem staðið hefur síðan 7. júní um mótun kynbundinnar sjálfsímyndar við mismunandi sögulegar og félagslegar aðstæður og er fyrir- lesturinn síðsta atriðið á þeirri ráð- stefnu. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. Fyrirlestur um kvennasögu BÍLASÝNINGIDAG KL. 10-14 Komiö og skoðió 1992 árgerðirnar af MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.