Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 19 ÍSALstyrkir umhverfis- rannsóknir ÍSLENSKA álfélagið hefur á undanförnum árum styrkt um- hverfisrannsóknir á vegum Líf- fræðistofnunar Háskólans við Mývatn og á Suðurlandi. í ár veitir ÍSAL styrk til rann- sókna á urriðanum í Laxá í S-Þing- eyjarsýslu og til áframhaldandi rannsókna á mýrum á Suðurlandi. Urriðarannsóknirnar beinast að almennri líffræði urriðans og þró- un aðferða til að vakta stofninn og ástand hans í framtíðinni. í mýrarannsóknunum er athuguð útbreiðsla mýra á Suðurlandi, hve mikið af þeim er enn óraskað og lífsamfélög þeirra. Styrkveitingar íslenska ál- félagsins bera vott um lofsverða framsýni og skilning og umhverf- isvandamálum samtímans og áhuga fyrirtækisins á grunnrann- sóknum, segir í fréttatilkynningu frá Líffræðistofnun Háskóla Is- lands. Melkorka, * smasagna- safn eftir Ragnhildi Ólafsdóttur Dr. Christian Roth, forstjóri (í miðið), með styrkþegum íslenska álfé- lagsins, dr. Gísla Má Gislasyni prófessor og dr. Þóru Ellen Þórhalls- dóttur dósent. Dómkirkjukór Gauta- borgar heldur tónleika DÓMKÓRINN í Gautaborg heldur tónleika í Landakotskirkju sunnu- daginn 14. júní kl. 17.00. Laugardaginn 20. júní kl. 13.30 mun kór- inn syngja í Skálholtskirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru ný og gömul verk, m.a. eftir Maurice Duruflé, Knut Nystedt, Sven David Sandström o.fl. Einnig verða sung- in þjóðlög frá Svíþjóð og íslandi. Stjórnandi kórsins er Ann Mari Rydberg Femlund, en hún hefur getið sér gott orð fyrir ötult kóra- starf og einnig fyrir rannsóknir sínar á gamalli tónlist. Dómkórinn í Gautaborg er þekkt nafn í kóraheimi Svía og hefur hann gerst víðförull. Á síðustu árum hefur kórinn sótt heim tón- listarunnendur Austurríkis og Ungveijalands. í ár eru það ís- lenskir tónleikagestir sem eiga þess kost að hlýða á þenna víð- förla kór. (Fréttatilkynning) Undanfarin þrjú ár hefur Bóka- útgáfan Stokken starfað á Vestur- Sjálandi í Danmörku. Eigandi fyr- irtækisins er íslensk kona, Inga Birna Jónsdóttir, sem fluttist til Danmerkur árið 1977. Velkomm íMörkim Nafn sitt dregur útgáfan af því félagsbúi sem Inga Birna hefur ásamt öðrum byggt upp á Norð- vestur-Sjálandi, í nágrenni Stokkebj- erg. Nú er útgáfustarfsemin flutt í stærra húsnæði á Vedbygaard, Ruds Vedby. Hingað til hefur útgáfan miðast við að gefa út eigin bækur Ingu Bimu, ljóð og barnasögur. En nýlega hefur Bókaútgáfan Stokken gefið út smásagnasafn Ragnhildar Ólafs- dóttur sem einnig er fædd á ís- landi, en fluttist ung til Danmerkur. Bók Ragnhildar heitir Melkorka, „Den stumme" á dönsku. í bókinni eru sex sögur, bæði á íslensku og dönsku. í tilkynningu frá útgáfunni segir: „Sögur Ragnhildar fjalla um atburði daglega lífsins og þær hetjudáðir sem þar em unnar án þess að alþjóð viti. Söguhetjur Ragnhildar hafa þor til að takast á við vanda lífsins og sigra.“ Tvær bækur hafa komið út áður eftir Ragnhildi Ólafsdóttur: Forfald, 1974, og Audur, 1976. Nýja bókin er 314 bls. Útgáfan er styrkt af Norræna þýðingasjóðnum. Hraustar og faUegar plöntur eru aðalsmerki okkar: Tré, runnar, fjölærar plöntur og sumarblóm í blómstrandi og spennandi úrvali Gerum ræktunarsamning við smærri og stærri aðila Sendum plöntur hvert á land sem er Veitum ráðgjöf um plöntuval > Gefum vandaðan garðræktarbækling með • plöntulista veggsW 750 m viö ú' skum1 Vcrö kr- Sumarið er hjá okkur GRÓDRARSTÖDIN STJÖRNUGRÓF 18 stMI 814288 (INNST I FOSSVOGI, EKIÐ FRÁ BÚSTAÐAVEG ) Hfg&NÚ ALiaÝSgOiSTOA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.