Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JUNI 1992 9 Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu og hlýhug á nírœðisafmœli mínu þann 22. maí síðastliðinn. Jón Ólafsson frá Holti. Fyrir börnin Full búð af fallegum fötum fyrir 17. júní. Komið og gerið góð kaup. Staðgreiðslu-, ömmu- og afaafsláttur. Opið laugardag kl. 10-16. x & z barnafataverslun, Skólavörðustíg 6b, gegnt Iðnaðarhúsinu, sími 62 16 82. Póstsendum. Litir: rautt og blátt rúskinn. Borgarkringlan, sími 677267. Supp SKÓVERSLUN Kyrrstaða í ritstjómargrein í Iðn- aðinum, málgagni Lands- sambands iðnaðar- manna, sem ber fyrir- sögnina „Islenzk inn- kaupastefna — íslenzkur metnaður" segir m.a.: „Efnahagslif íslend- inga hefur undanfarin ár einkennst af kyrrstöðu og jafnvel afturför. Helstu ástæður þessa hafa verið aflasamdrátt- ur og þar af leiðandi al- mennur tekjus:imdráttur í atvinnulifinu. A sama tíma héldu ríkisútgjöld áfram að vaxa og hafa m.a. þrýst upp raunvöxt- um, þannig að erfiðleikar hafa verið í rekstri fyrir- taekja í flestum greinum. Staðan í þjóðarbúinu er því vægast sagt þröng til þess að takast á við frek- ari áföll vegna þess afla- samdráttar sem allar lík- ur em á að verði. Þessir erfiðleikar í efnahagslíf- inu endurspeglast í stöðu flestra greina islensks iðnaðar og er það mikið áhyggjuefni að á síðustu 4-5 árom hefur mannafli og framleiðsla í iðnaði ekkert vaxið, og raunar dregist saman i einstök- um greinum. Einnig sjást merki vaxandi samdrátt- ar og erfiðleika í bygg- ingariðnaði og öðrum atvinnugreinum, enda hefur að undanfömu nokkuð borið á atvinnu- leysi eins og öllum er kunnugt. Einhliða at- vinnustefna Það verður að vara við því að litið sé á stöðnum atvinnulífsins eingönguc sem tímabundið vanda- Átak til eflingar iðnaði Mikið átak stjórnvalda, atvinnufyrirtækja og samtaka þeirra þarf til að hrinda af stað fjölbreyttri atvinuuupþbyggingu. Fátt er vænlegra en metnaður fyrir því sem íslenzkt er og allir þurfa að beina viðskiptum að íslenzkri framleiðslu. Þetta segir í nýjasta tölublaði Iðnaðarins. mál vegna aflasamdrátt- ar. Erfiðleikamir em alls ekki síður afleiðing af því að stefnan í atvinnu- málum þjóðarinnar hefur verið alltof einhliða. Vegna þeirrar takmörk- unar, sem fiskstofnar setja, geta fiskveiðar ekki vaxið í bráð og þurfa raunar að dragast saman að minnsta kosti fyrst um sinn. Möguleik- ar sjávarútvegsins til þess að auka útflutnings- tekjur liggja því annars veg;ir í því að sækja í vannýtta fiskistofna (sem sjávarútvegurinn hefur engan veginn gert nógu mikið af) svo og í því að auka verðmæti þess afla, sem veiddur er. Til lengri tíma litið em þessir möguleikar vonandi um- talsverðir en þó án efa ekki nægjanlegir til þess að geta verið helsti grundvöllur vaxtar og velmegunar þjóðarinnar á komandi árum. Ef ekki koma til einhveijar breytingar í efnahags- og atvinnumálum bendir margt til þess, að at- vinnuleysi hér á landi geti orðið varanlegt eins og í mörgum öðmm lönd- um. Jákvæðir þættir Þótt horfur í efnahags- og atvinnumálum séu nú á margan hátt dökkar má einnig greina ýmsa möguleika og jákvæða þætti. Má þar einkum nefna að meiri stöðug- leiki í verðlags- og launa- málum skapar betri að- stæður til atvinnuupp- byggingar. Samningar um evrópskt efnaliags- svæði munu einnig smám saman skapa bætt skil- yrði og nýjan möguleika, einkum fyrir þær at- vinnugreinar sem búið hafa við erlenda óhefta samkeppni. Þessar bættu aðstæður munu þó alls ekki leiða sjálfkrafa til aukins hagvaxtar, heldur þarf til þess að koma mikið átak stjórnvaldíi, atvinnufyrirtækja og samtaka þeirra, til þess að koma í stað mun fjöl- breyttari atvinnuupp- byggingu en við höfum hingað til ástundað. Við þessar aðstæður er fátt vænlegra til árangurs en að þjóðin öll, neytendur, opinberir innkaupaaðilar og fyrirtækin sjálf, standi saman og efli með sér metnað fyrir þvi sem íslenskt er. Það ætti eng- inn að fara i grafgötur um að með því að beina viðskiptum til íslenskra aðila erum við að efla eigin framleiðslu. Því miður vill þetta allt of oft gleymast. Það er t.d. sárgrætilegt til þess að hugsa, að í fjölmörgum tilvikum hefur reynst erfítt að fá opinbera inn- kaupaaðila til þess að standa eðlilega að útboð- um og bera saman á sanngjarnan hátt verð og gæði innlendrar og er- lendrar framleiðslu." Y Stœrðir 50 -100 mm. Lengd í rúllu 50-200 mfr. 4 * * Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. VATNSVIRKINN HF. ÁRMULA 21 SIMAR 686455 - 685966 FAX 91-687748 X XJöfóar til XXfólks í öllum starfsgreinum! MAN-B&W dísilvélar sf___________________ BARÓNSSTÍG 5 - SÍMAR 11280 OG 11281 - 121 REYKJAVÍK -zAlpha PROPULSION SYSTEMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.