Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 18
r 39.200 kr* ... OG E 1(1(1 SPILLIR VERÐIÐ GLEÐINNI! PARKC3RT PIP MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JUNI 1992 Cala d'Or á Mallorca og Benidorm á „Hvítu strönd“ Spánar eru tveir af alvinsaelustu sólskinsstöðum íslendinga og margir eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. Til að létta þeim lífið bjóðum við nú 17 daga ferð 22. júní þar sem tækifæri gefst til að njóta beggja staðanna á hreint ótrúlegu verði! Við dveljum fyrst í 10 daga á Cala d'Or þar sem við njótum alls þess sem þessi frábæra ferðamannaparadís hefur upp á að bjóða. Að þeim tíma liönum hleypum við tilbreytingu í sólarlíf okkar og bregðum okkur til Benidorm þar sem við dveljum í eina viku. *2 fullorðnir og 2 börn saman í íbúð: 39.200 kr. á mann. 2 fullorðnir saman í íbúð: 55.700 kr. á mann. Við þetta verð bætast flugvallargjöld og skattar 3.450 kr. fyrir fullorðna og 2.225 kr. fyrir börn. í einni 17 dagaferð! - 62 24 60 Mallorca og Benidorm RÉTT VERÐ - SamviiwiiferúirLandsj/n Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Sfmbréf 91 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Slmbréf 96 - 2 40 87 Reykjavíkurhöfn: Miðbakki og Austur- bakki færðir fram í AUSTURHÖFNINNI í Reykjavík eru hafnar framkvæmdir við fyrsta áfanga við Austurbakka og Miðbakka en þar verður hafn- arbakkinn fluttur fram og höfnin dýpkuð. Áætlaður kostnaður er um 300 milljónir, að sögn Jóns Þorvaldssonar forstöðumanns tækni- deildar. arframkvæmdir lagningar Geirsgötu „Þetta er stórt verkefni sem er að fara í gang þessa daganna," sagði Jón. Með því að færa gömlu hafnar- bakkanna fram skapast landrými fyrir Geirsgötu um leið og gömul mannvirki eru endurnýjuð. „Nýju bakkamir eru miðaðir við að þar geti lagst að stærri skip til dæmis frystitogarar en þeir rista um og yfir sjö metra,“ sagði Jón. „Stærstu erlendu skipin sem hingað hafa kom- ið eru grænlenskir frystitogarar, sem rista um átta metra. Við reikn- um með að í framtíðinni muni þeir sækja í auknum mæli inn í Austúr- Rofnina en þeir hafa nær eingöngu verið í Sundahöfn. Við verðum með átta metra dýpi við Miðbakkann og þangað verður hægt að taka mikið af þeim skemmtiferðaskipum sem koma í Sundahöfn þegar innsiglingin og Austurhöfnin hefur verið dýpkuð en það er framtíðarverkefni. Arlega koma milli 25 til 30 skemmtiferða- skip til landsins og ætti um helming- ur þeirra að geta lagst að við Mið- bakkann þegar hann verður til- búinn.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um við 1. áfanga verði lokið í des- Fer inn á lang flest heimili landsins! ember 1992 og að þá taki 2. áfangi við en honum á að ljúka um mitt sumar 1993. Mun Reykjavíkurhöfn standa að framkvæmdum við hafn- arbakkanna og er kostnaður við þann hluta áætlaður um 300 millj- ónir. Lagning götunnar er á vegum gatnamálastjóra og á þeirri fram- kvæmd að vera lokið haustið 1993. Míro setur aðsóknarmet SÝNINGAR Kjarvalsstaða á verkum Míró og Kjarvals á Lista- hátíð, sem staðið hafa yfir í tvær vikur, hafa verið afar fjölsóttar, jafnvel svo að stefnir í nýtt að- sóknarmet. Eldra metið var sett á sýningu á verkum Errós í sept- ember 1989. • Á meðan á sýningunni á verkum Míró stendur hafa Kjarvalsstaðir breytt opnunartíma sínum þannig, að opið er alla daga vikunnar frá kl. 10-19 nema á miðvikudögum, þá er opið frá kl. 10-22. Safnaleið- sögn fyrir almenning er um sýning- arnar á sunnudögum kl. 16 og á miðvikudagskvöldum kl. 20. (Úr fréttatilkynningu) Eureka-samstarfið: Arteljari reyndur í þremur laxveiðiám VAKI-fiskeldiskerfi hf., nýlegt íslenskt fyrirtæki, hefur þróað í sam- starfi við dótturfyrirtæki Unilever, rafeindabúnað til að mæla stærð, þunga, fjölda eldisfiska í kvíum. Ennfremur nýtist þessi tækni til mælinga í veiðám og verður „árteljari" reyndur í þrem íslenskum ám í sumar. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson og Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Rannsóknarráðs ríkisins kynntu fjölmiðlum hið evrópska Eureka-tæknisamstarf í vikunni. Fjölmiðlamönnum var gerð grein fyrir ýmsum tækniverkefnum sem íslensk fyrirtæki vinna að undir ægishjálmi þessarar áætiunar. Hermann Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Vaka hf. kynnti tæknibúnað sem fyrirtækið hefur unnið að. Það er fiskeldisfyrirtækj- um mikilvægt að vita fjölda og stærð þeirra fiska sem eru í eldi. Ofmat leiðir til þess að fiskunum er gefið meira fóður en þeir torga. Óétið fóð- ur er tapað fé og mengunarvaldur. Vanmat leiðir hins vegar til vaneldis og rýrari afurða. Fýrirtækið hefur m.a. sérhæft sig íframleiðslu á fiskteljurum. í tengsl- um við uppsetningu á teljurnum fyr- ir skorska laxeldisfyrirtækið Marine harvest sem er dótturfyrirtæki al- þjóðafyrirtækisins Unilever varð sammæli að þróa tæknibúnað til að ákvarða lífmassa, þ.e. heildarþunga í eldiskvíum neðan sjávar- eða vatns- borðs sem nákvæmast. Hugmyndin var sú að þróa nokk- urs konar ramma sem fiskurinn synti í gegnum og væri um leið mældur. Niðurstöðurnar yrðu síðar sendar til tölvu og unnið úr þeim upplýsingum og viðeigandi ályktanir dregnar. Hermann sagði fyrstu eintökin af þessu nýja tæki „kvíómass" yrðu afhent kaupendum í Skotlandi í sept- ember í haust. Hann vænti þess á 10-15 stykki yrðu seld í ár. Og væri kaupverðið 1.300.000 kr, hvert eintak. „Kvíómass" hefur getið af sér hliðarafurð; „árteljara". Rammann tölvutenga má setja við laxveiðiár og fylgjast með ástandi þeirra fiska sem þar fara í gegn. Hvenær þeir synda þar um, og hve þungir þeir væru. Það hefði komið fram gífur- legur áhugi á þessu tæki erlendis. Nú væri gerðar sívaxandi kröfur m.a. til rafveitna um sannanir fyrir því að stíflur og laxastigar yllu ekki neikvæðum áhrifum á lífríki ánna. Árteljarinn verður reyndur í þrem ám á íslandi í sumar, Elliðaánum, í Blöndu og við Búðafoss í þjórsá. Þetta væri að flestu leyti öðruvísi markaður og aðstæður. Sala á ártelj- arnum færi því tæpast í gang fyrr en á næsta ári. Hermann Kristjáns- son sagði verð á þessum útbúnaði ekki vera fullákveðið en hátt þriðju milljón hefði verið nefnd í sambandi við ákveðna útfærslu erlendis. Hermann sagði mikla möguleika vera á markaði fyrirtækisins en þær ætluðu að fara hægt af stað og ekki gleypa heiminn í einum bita, - kannski tveim. - Þátttaka í Eureka- samstarfinu hefði reynst mjög já- kvæð bæði til kynningar á tækni fyrirtækisins og væri góður vett- vangur til að afla samstarfsaðila um frekari tækniþróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.