Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 47 MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA FRUMSÝNIR SPENNU-/GAMANMYNDINA TÖFRALÆKNIRINN SEAN CONNERY LORRAINE BRACCO Læknir finnur lyf við krabbameini en tapar formúlunni. \CAV\e. Myndin er gerð af leikstjóra „DIE HARD", „PREDATOR" og „THE HUNT FOR RED OCTOBER" John Mc Tierman. Stórleikarinn Scan Connery og Lorraine Bracco fara með aðalhlutvcrk. Myndin er tekin í rcgnskógum Mexíkó - myndatakan, leikurinn og umhverfið stórkostlegt. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★★★ PRESSAN ★ ★★ MBL. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. SP0TSW00D Hversdagsleg saga um tryggð, svik og girnd. Adalh.lv. Anthony Hopkins. Sýnd í C-sal kl. 5 og 7. FOLKIDUNDIR STIGANUM Spennutryllir Sýnd íC-sal kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Hraunréttin á Skóg- arhólum endurhlaðin Námskeið haldið í grjóthleðslu REGNBOGINN SIMI: 19000 Hestar Valdimar Kristinsson Ráðist verður í að endur- hlaða hraunréttina á Skógarhólum á næstu vik- um en hún hefur látið nokkuð á sjá á siðustu árum. Það er Skógarhóla- nefnd ■/ Landsambands hestamannaféiaga sem stendur fyrir hleðslunni en Tryggvi Gunnar Han- sen hleðslumeistari mun hafa yfirumsjón með verkinu. Samhliða endurhleðsl- unni verður haldið námskeið i hefðbundnum íslenskum gijóthleðsluaðferðum og mun Tryggvi Gunnar leið- beina væntanlegum þátt- takendu. Að sögn Sigurðar Þórhallssonar fram- kvæmdastjóra L.H. er þátt- takendum boðið upp á gist- ingu og fæði á staðnum, en námskeiðin standa yfir frá 14. til 16 júní og 22. til 28 júni. Sagði Sigurður að menn gætu komið og verið einn dag eða alla dagana og allt þar á milli. Taldi hann þetta gott tækifæri fyrir garðyrkjumenn eða garðeigendur að læra þessa gömlu list auk þess sem fólki gæfíst tækifæri á njóta útivistar í fögru umhverfí. Hraunréttin á Skógarhól-' um hefur verið mikið notuð af hestamönnum undanfar- in ár en nú verður sjálfri réttinni lokað fyrir hrossum en hinsvegar verður safn- hólfíð sem einnig er afmark- að af hlöðnum hraunvegg, áfram til notkunar fyrir hesta. Smíðuð hefur verið rétt við beitarhólfin þar sem hestamenn geta handsamað stygga hesta og kemur hún í stað hraunréttarinnar. í framtíðinni er gert ráð fyrir að hægt verði að tjalda inn í dilkunum. Sigurður taldi að slíkt gæfi gott skjól ef illa viðraði. Það er Land- samband hestamannafé- laga sem hefur umsjón með Skógarhólum og hefur rekið þar um árabil áningarstað fyrir hesta og menn. Fyrirlestur um endur- bætur á framdrifsbúnaði PRÓFESSOR Gonzalo Pérez Gómez heldur fyrirlestur um framdrifsbúnað fiskiskipa mánudaginn 15. júní kl. 20.30 í Nes salnum á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Prófessor Gómez er frá stæðna. Þetta er einstakt tækifæri fyrir skipstjórnar- menn og vélstjóra að auka þekkingu sína á þessu áhugaverða sviði og því eru þeir hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Úr kvikmyndinni Bugsy. Stjörnubíó sýnir Bugsy STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Bugsy, sem tilnefnd var til 10 Oscarsverðlauna og hlaut verðlaun bandarískra kvikmyndagagnrýnenda fyrir bestu myndina, besta leikstjórn og besta handrit. AðalhlutverkleikaWarren myndin um goðsögnina um Beatty, Annette Bening og glæpamanninn Bugsy Sieg- Harvey Keitel. Leikstjóri er el. Barry Lveinson og fjallar Háskólabíó sýnir „Á sekúndubroti“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „Á sek- úndubroti", sem er saga sem gerist árið 2008 í London, þegar gróðurhúsaáhrifanna er farið að gæta um allan heim með hækkandi hitastigi og aukinni úrkomu á norður- hveli jarðar. Aðalhlutverk leika Rutger manninn Stone, orðlagt Hauer, Kim Cattral, Neil hörkutól, morð á félaga hans Duncan og Michael J. Pollard. og ævintýrum, sem hann síð- Myndin fjallar um lögrglu- an lendir í. háskólanum í Madrid og er meðal fremstu sérfræðinga heims í skrúfubúnaði skipa. Hann mun fjalla um skrúfu- búnað og hagnýtar endur- bætur á honum með sér- stöku tilliti til íslenskra að- Úr kvikmyndinni „Á sekúndubroti". LIFIÐ ER MOKKASÍNUR Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Spotswood. Sýnd i Laugarásbíói. Leik- stjóri: Mark Joffe. Aðal- hlutverk: Anthony Hopkins og Ben Mend- elsohn. Myndin Spotswood dregur nafn sitt af smá- bænum sem hún gerist í en þar er skóverksmiðja einn helsti vinnuveitand- inn. Anthony Hopkins leikur starfsmann ráð- gjafafyrirtækis sem kall- aður er til þegar fyrirtæk- ið, frægt fyrir endingar- góðar mokkasínur, stefnir í gjaldþrot og þarf að gefa ráðleggingar sem kalla á önnur vinnubrögð, inn- flutning frekar en fram- leiðslu og það sem verst er, fækkun starfsfólks. Myndin er auðvitað ekki um fyrirtæki heldur fólk og sérstaklega Hopk- ins persónuna sem í byij- un er kaldur og fráhrind- andi vinnualki, sem virðist lítið láta sig varða hvaða afleiðingar ráðleggingar hans til fyrirtækja hafa á starsmenn og er álíka til- finningalaus gagnvart eiginkonu sinni og fjöl- skyldu. Þegar hann kynn- ist svo hinu nána sambýli verkamannanna í skó- verksmiðjunni betur tekur áhugi hans á afköstum og gróða að minnka en áhugi á mannlegum tilfinning- um að aukast. Spotswood er gaman- söm lítil smábæjarkóme- día sem inniheldur við- kunnanlega ádeilu á breskt verklag og boðskap sem á vel við í dag. Þótt myndin eigi að gerast fyr- ir meira en 30 árum á hún fullt erindi í nútímann þegar tilfínningaleysið virðist víkjandi fyrir stór- gróðasjónarmiðum og hinn mannlegi þáttur í fyrirtækjum minnkar. Myndin er einföld að allri gerð, skemmtilega látlaus og lágstemmd í húmor og framvindu. Bestu stundir hennar eru lýsingar á mannlífinu í smábænum þar sem allir þekkjast og hápunktur keppnistíma- bilsins eru úrslitin í kapp- akstri á leikfangabílum. Menn mega ekki gleyma því að Anthony Hopkins var einn af fremstu kvikmyndaleikur- um Bretlands löngu áður en hann sló eftirminnilega í gegn i Lömbunum þagna og Spotswood setur hann aftur í sitt fyrra horf ef svo má segja. Hopkins, alltaf sparsamur á tján- inguna og inní sig, lýsir ágætlega þeirri breytingu sem verður á ráðgjafanum eftir því sem hann kynnist betur lífinu í skóverk- smiðjunni og tekur að finna aftur samúð og sam- kennd með fólki sem áður voru honum aðeins tölur á blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.