Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ. 1992 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I SVIÞJOÐ Heppnin var með Þjóðveijum Rudi Völler, fyrirliði Þjóðverja, handleggsbrotnaði ífyrri hálfleik og leikur ekki meira með ■ TOLL VERÐIR í Trelleborg í Svíþjóð gerðu í gær upptæka nærri þúsund lítra af bjór, 100 lítra af víni og 15 þúsund sígaettur, sem reynt var að smygla til landsins frá Póllandi. Tollverðir eru á því að veigarnar hafí átt að selja fótboltaá- hugamönnum í Málmey. ■ ENGLENDINGUM hefur verið neitað um að hleypa Tony Adams inn í landsliðshópinn í stað Marks Wright, sem er meiddur. Forsvars- menn UEFA sögðu eftir nákvæma rannsókn á Wright, að meiðsli hans væru í samhengi við fyrri meiðsli og hann hefði ekki hlotið þau í síð- asta leik Englendinga fyrir keppn- ina. ■ MEIÐSLI halda áfram að hijá ensku landsliðsmennina. Miðju- mennimir Paul Merson og Carlton Palmer, og vamarmaðurinn Mart- in Keown eiga allir við meiðsli að stríða, og verða í umsjá lækna og sjúkraþjálfara enska landsliðsins fram að leik Englendinga og Frakka á morgun. ■ GARY Lineker, fyrirliði enska landsliðsins, hefur ekki skorað mark í síðustu ijórum leikjum sínum með landsliðinu. Hann vantar að- eins eitt mark upp á, til að jafna landsleikjamarkamet Bobby Charltons, sem er 49 mörk. Line- ker brenndi af víti gegn Brasilíu í síðasta mánuði og velta menn því fyrir sér hvort nálægðin við marka- met Charlton hafí einhver áhrif á fyrirliðann. ■ TÖLFRÆÐILEGA á Lineker að skora tæplega tvö mörk í hveij- um þremur leikjum sem hann leikur með landsliðinu. „Samkvæmt því er kominn tími á mark frá mér í næsta leik,“ sagði Lineker í gær. Síðasta mark hans fyrir enska landsliðið var í leik gegn SSR 29. apríl sl. ■ SÓKNARMAÐURINN franski, Eric Cantona, meiddist á hné í leiknum á móti Svíum og hefur ekki getað æft eftir það. Landsliðsþjálfarinn Michel Platini býst þó við að hann verði búinn að ná sér á morgun. ■ MICHEL Platini segir að lið eins og enska landsliðið, sem trey- sti á að skora úr fyrirfram æfðum aðstæðum, s.s. aukaspymum og homspyrnum, í stað þess að skapa sér marktækifæri með spili og hug- ■ myndaríkum leik, geti eyðilegt knattspymuna. ■ PLATINI segir að ef fram haldi sem horfí, þá fari knattspyma æ meir að líkjast amerískum fótbolta eða körfubolta, þar sem fátt komi á óvart og nær allt sé fyrirfram æft. HEIMSMEISTARAR Þjóðverja náðu á síðustu stundu að knýja fram 1:1 jafntef li í fyrstu viður- eign sinni i úrslitum Evrópu- keppni landsliða, gegn liði Samveldis sjálfstæðra ríkja í Norrköping í gærkvöldi. Heppnin var með Þjóðverjum á síðustu mínútu leiksins, en hún hafði 45 mínútum áður snúið rækilega við þeim bakinu, þeg- ar fyrirliði þeirra, Rudi Völler, varð að fara af leikvelli hand- leggsbrotinn. Hann leikur af skiljanlegum ástæðum ekki meira með í keppninni. Leikurinn var jafn allan tímann, og sýndu liðin oft á tíðum ágæta knattspymu. Þjóðveijar ráða yfír geipilegum hraða sem hleypti oft lífí í leikinn, en góð tækni Sam- veldismanna gladdi gjarnan augað. Fátt markvert gerðist þó lengi framan af. Á 63. mínútu braut Stef- an Reuter á Igor Dobrovolsky í víta- teig Þjóðveija og dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu. Dobrovol- sky skoraði sjálfur úr spymunni, skaut í hægra hornið meðan Bodo Ilgner fleygði sér í það vinstra. Þjóðveijar fóru að sækja eftir markið og reyndu mikið til að jafna. Það tókst ekki fyrr en á 90. mín- útu, síðustu mínútu venjulegs leik- tíma. Þjóðveijar fengu aukaspyrnu við vítateigslínuna beint fyrir fram- an markið. Thomas Hássler tók spymuna og skoraði glæsilega efst í hægra homið „Eg er meira en ánægður með að við náðum jafntefli," sagði Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðveija eftir leikinn. „Ég var ánægður með hvemig lið mitt lék í síðari hálfleik, en ég var ekki alveg eins ánægður með þann fyrri. Þá voru þeir ein- faldlega ekki nógu grimmir," sagði Vogts. Anatoly Byhovets, þjálfari SSR, sagði að sigurinn hefði verið rifínn úr greipum þeirra á síðustu stundu. „Aðal vandamálið er að á síðustu tveimur mánuðum hef ég þurft að byggja liðið upp frá grunni. Ég er með leikmenn sem leika í sjö lönd- um og það er sálfræðilega mjög erfítt að halda þeim saman,“ sagði Byhovets. Rudi Völler meiddist á 22. mín- útu þegar hann lenti í samstuði við vamarmanninn Oleg Kuznetsov. Hann lék þó áfram þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og var ná- lægt því að skora 5 mínútum fyrir leikhlé. Umbðtanefnd ÍSf í kvennaípróttum Ibrottavike kvenna 16.- 22. júni 1992 Dagskrá: Staður Tími 16. júní Meistarokeppni kvenna í knattspyrnu 16. júní Tenniskynning fyrir konur Víkinni 18-20.00 16. júní Miðnaeturskemmtimót fyrir konur í tennis Þrótfarvelli 22.00 17. júní Gucci GR parakeppni Grafarholti 20.00 18. júní Fimmtudagsmóf Golfklúbbs Ness Seltjarnarnesi 13.00 18. júní Tenniskynning fyrir konur Foldaskóla 16—18.00 18. júní Meistaraleikur kvenna í körfuknottleik Haukar—ÍBK Keflnvík 20.00 19. júní Miðnæturmót IR Varmó 21.00 19. júní Fimleikasýning Lækjartorgi 16.00 19. júní Golfmót, „Konur í gamni og alvöru" Akranesi 18.00 19. júní Sundmót, „Ægir International" Laugardalslaug 17.30 20. júní - Kvennahlaup ÍSÍ - ólóstöðum á landinu 20. júní Opið öldungamót í golfi Flúðum 10.00 20. júní „Ægir International"- Laugardalslaug 13.30 21. júní „Ægir lnternational“ Laugardalslaug 10.00 21. júní Golfmót, „Afram stelpur" Selfossi 11.00 21. júní Tenniskynning fyrir konur Þróttarvelli 13-15.00 22. júní Tenniskynning fyrir konur Kópavogsskóla 17-19.00 22. júní Landsleikur kvenna í knattspyrnu Ísland/Skotland Akranesi 19.00 Þjóðverjinn Thomas Doll í baráttu við Andre Tsjemíshov í leiknum í gærkvöldi. Reuter Einsogéghafi veriðrændur - sagði Andy Roxburgh, þjálfari Skota HOLLENDINGAR sigruðu Skota með einu marki gegn engu í fyrsta leiknum í 2. riðli Evrópukeppninnar sem fram fór í Gautaborg ígær. Hollend- ingar sóttu mun meira í leikn- um og sköpuðu sér nokkur færi, en sigur þeirra var engu að sfður ekki ýkja sannfær- andi. Þjálfari Skota, Andy Rox- burgh, var að vonum vonsvik- inn að leikslokum, en hann hafði skipað sínum mönnum að leika upp á jafntefli. „Mér líður eins og ég hafi verið rændur," sagði Roxburgh. Hollendingar fengu flest færin í leiknum, en náðu einungis að skora eitt mark. Þar var Dennis Bergkamp að verki á 77. mínútu, en félagamir þrír úr AC-Milan sáu um undirbúninginn. Marco van Basten fékk sendingu frá Ruud Gullit, Basten skallaði aftur fyrir sig á Frank Rijkaard, sem skallaði á Bergkamp og átti hann í engum vandræðum með að afgreiða bolt- ann í netið af stuttu færi. Skotar fóru aldrei dult með að þeir stefndu Reuter Dennls Bergkamp fagnar hér marki sínu gegn Skotum í gær. að því að ná jafntefli gegn Hollend- ingum. Það virtist og ætla að ganga upp allt þar til 13 mínútur voru til leiksloka. Þeir vörðust vel, áttu nokkrar skyndisóknir og hefðu með örlítilli heppni geta gengið af velli með eitt stig í farteskinu. GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS i,s e—m- 1 x 2 Hér er tippað á 144 raða opin seðil, þar sem sjö leikir eru fastir, fjórir tvítryggðir og tveir þrítryggðir. Seðill sem jaessi kostar 1.440 Frakkland - England 1 Svíþjóð - Svíþjóð 1 Lulea - IFK Sundsvall X Spanga - Kiruna 1 2 krónur. Sparvagen - Hammarby 2 Degerfors - Eskllstuna X Enköping - Forward 1 X Gefle - Vasalund 1 X 2 Oddevold - Hacken 1 2 Tidaholm - Motala 1 Helsingborg - Halmstad 1 X 2 Hassleholm - Landskrona 1 i Mjallby - Kalmar X 2 Um helgina Knattspyrna Laugardagur 1. deild karla: Akureyrarvöllur: KA - KR......kl. 14 2. deild kvenna: Sandgerðisvöllur: Reynir-Týr....kl. 16 3. deild karla: Siglufjarðarvöllur: KS- Haukar ....kl. 14 Neskaupstaðarv.: Þróttur-Ægir..kl. 14 4. deild: Ólafsvíkurv.: Víkingur - Hafnir ....kl. 14 Gervigras: Árvakur - Reynir S.kl. 14 Gervigras: Léttir - Fjölnir...kl. 17 Stykkishólfsv.: Snæfell - Víkveiji .kl. 14 Laugavöllun HSÞ-b - Kormákur...kl. 14 Sauðárkróksv.: Þrymur - SM....kl. 14 Seyðisfjörðun Huginn - Neisti D...kl. 14 FáskrúðsQörður: Leiknir- Sindri...kl.l4 Vopnaijörður: Einheiji -Höttur....kl. 14 Egilsstaðir: Huginn F. - Austri.kl. 14 Sunnudagur 1. deild karlæ Víkingsvöllur: Víkingur - FH ...kl. 20.30 1. deild kvenna: Neskaupstaður: Þróttur - KR....kl. 14 2. deild kvenna: Þorlákshöfn: Ægir - BÍ.........kl. 14 4. deild karla: Kópavogsvöllur: HK - Bolungarv. .kl. 14 Mánudagur 1. deild karla: Kópavogsvöllur: UBK - ÍA..kl. 20.30 Vestmannaeyjar: ÍBV - Þór.kl. 20.30 2. deild kvenna: Ólafsfjörður: Leiftur - Tindastóll ..kl. 20 KA-völlur: KA - Dalvík.......kl. 18 Frjálsíþróttir Meistaramót Islands, fyrri hluti, fer fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið hefst kl. 13.00 í dag, laugardag og verður framhaldið á morgun kl. 12. Konur keppa í sjö- þraut báða dagana og karlar í tug- þraut. Auk þess keppa konur í 3 x 800 m boðhlaupi fyrri daginn og 5.000 m hlaupi seinni daginn. Karlamir keppa í 4 x 800 m boðhlaupi í dag og 4 x 1500 m á morgun. Seinni hluti mótsins fer fram 4. - 6. júlí á Varmár- velli. Golf ■Opið Boss-mót fer fram um helgina hjá GR í Grafarholti. Keppnin í ár er tvíþætt, annarsvegar er keppt í opnum forgjafarflokki og hinsvegar stigamót til landsliðs í karla- og kvennaflokki. Stigamótið verður laugar- og sunnu- dag, en opna mótið á sunnudag. Skráning í opna mótið er til kl. 14 í dag í síma 682215. ■Opið unglingamót í golfi, Mitsu- hipa, verður haldið í dag, laugardag, á Hvaleyrarvelli á vegum Golfklúbbs- ins Keilis. Keppt veður f tveimur flokkum 15-18 ára og 14 ára og yngri. Ræst verður út frá kl. 08.00. ■ LEK-mót verður haldið á Hellu um helgina og verður ræst út frá kl. 08.00. Siglingar Sjómannajagsmót í flokki kjölbáta fer fram á yfri höfninni í Reykjavík á morgun kl. 13. Þá fer fram mót í flokki kæna og seglbretta kl. 10 á Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.