Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gatnafræsing og malbikun tefur umferðina Vinna við malbikun og gatnafræsingu hefur tafið umferð á helstu umferðargötum Reykjavíkur síðustu daga. Samkvæmt upplýsingum frá gatnamálastjóra hefur gengið nokkuð vel að fræsa götumar en erfiðara hefur verið að halda áætlun um malbikun í rigningunni að undanfömu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi fram í ágúst en þá taka smáviðgerðir við. Áhugi St. Louis Colddrawn á verksmiðju Stálfélagsins: Rætt við Landsvirkjun um orku og tæknilega ráðgjöf BANDARÍSKA fyrirtækið St. Louis Colddrawn, sem hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir þrotabús íslenska stálfélagsins, hefur átt viðræð- ur við Landsvirkjun um orkukaup. íslenska stálfélagið keypti ótryggða orku á verði sem nemur 7 mill, framreiknað til þessa dags. Þá hefur St. Louis Colddrawn fengið tæknilega ráðgjöf Landsvirkjun- ar um þær breytingar, sem nauðsynlegt er að gera á verksmiðju Islenska stálfélagsins, svo starfsemi hennar valdi ekki truflunum á orkudreifingu í Hafnarfirði, eins og komið hefur ítrekað fyrir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingarfulltrúi Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samkvæmt samningi íslenska stálfélagsins við Landsvirkjun hefði uppsett afl verið ákveðið 16 mega- vött og áætluð orkunotkun allt að 14 gígavattstundir á ári. „Þessi orka var á hagstæðum kjömm, enda ótryggð, sem þýðir að Lands- virkjun gat hvenær sem er skorið niður eða rofið um ótiltekinn tíma og sér að skaðlausu afhendingu á rafmagni, væri þess talin þörf. í árslok 1990 greiddi stálfélagið 6 mill, sem framreiknað til þessa dags er rétt um 7 mill. Ef bandaríska fyrirtækið kaupir eignir þrotabúsins þarf að gera nýjan samning og það er ekki Ijóst á hvaða nótum hann yrði, til dæmis hvort Colddrawn gerir sér ótryggt rafmagn að góðu. Miðað við fyrstu viðræður, sem hafa verið mjög óformlegar, virðist sem svo sé.“ Þorsteinn sagði að vegna starf- semi verksmiðjunnar hefði verið flökt á spennu rafmagns og það valdið truflunum og kvörtunum, aðallega frá Hafnfirðingum. „Úr þessu verður að bæta með því að endumýja búnað verksmiðjunnar. Það getur verið nokkur dýr fram- kvæmd og Colddrawn hefur óskað tæknilegra upplýsinga frá okkur um það. Einn möguleiki í því er að Landsvirkjun sjái um þær endur- bætur, gegn því að Colddrawn greiði hærra orkuverð." Þorsteinn sagði að önnur fyrir- tæki, sem talað hefði verið um að hefðu áhuga á að kaupa eignir þrotabúsins, hefðu ekki haft sam- band við Landsvirkjun. Tíminn vinnur með ís- lendingum í orkumálum VEÐUR HetmlkJ: Veðurstola fstanas (Byggt á veflurspá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 13. JUNI YFIRLIT: Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 993 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPA: Vestlæg og suðvestlæg átt, gola eða kaldi um sunnanvert landið og é Austurlandi, norðaustangola eða kaldi á Vestfjörðum en breytileg átt norðanlands og við Breiöafjörð. Bjart veður á Austurlandi, en skúrir um landið vestanvert og austur með suðurströndinni. Hiti 7—15 stig, hlýjast austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Vestlæg eða breytileg átt og skúrir víða um land, einkum líklega um norðan- og vestanvert landið. HKi 7—13 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg vestlæg átt. SkÚrir um vestan- vert landið, einkum síðdegis en bjart veður um landið austanvert. Hiti 8—17 stig, hlýjast austanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 980600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * f * r r * r r r r r * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka itig-. FÆRÐA VEGUM: *.»*><*« Allir helstu þjóðvegir iandsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla sem lokaðir eru vegna aurbleytu og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatak- markanir af þessum sökum. Þessum takmörkunum hefur nú verið létt af öllum vegum i Þingeyjarsýslum. Brúin yfir Hjaltadalsá á Siglufjarðar- vegi verður lokuð vegna viðgerða frá ki. 20.00 á laugardag og fram á sunnudag. Klæðingaflokkar eru n ú að steörfum víða um landið og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkan- ir til þess að forða tjoni af völdum steinkasts. Opnað hefur verið fyrir umferð í Öskju. Allir aðrir hólendisvegir landsins eru lokaðir vegna aur- bleytu og snjóa. Vegagerðin. * H VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyrí 13 skýjoö Reykjavík 11 alskýjað Bergen n léttskýjað Helsinki 25 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq 8 léttskýjað Nuuk 0 þokafgrennd Ósló 17 skýjaö Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 18 léttskýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 10 hálfskýjað Barcelona 20 þokumóða Berlfn 15 rigning Chicago 17 skýjað Feneyjar 20 skýjað Frankfurt 18 hélfskýjað ’ Glasgow 23 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað London 23 léttskýjað LosAngeles 16 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Madríd 20 alskýjað Malaga 23 skúr Mallorca 22 alskýjað Montreal 18 alskýjað NewYork 20 heiðskírt Oriando 26 léttskýjað Parls 19 skúr Madeira 20 skýjað Róm 19 skýjað Vín 19 skýjað Washington 19 léttskýjað Winnlpeg 13 skýjað - segir Guðmundur Magnússon prófessor GUÐMUNDUR Magnússon prófessor segir enga gagnrýni hafa kom- ið fram á erindi sem hann hélt á ráðstefnu um hagkvæmustu við; skipti með orku á Norðurlöndum i Hankö í Noregi nú í vikunni. í erindinu kom fram að arðbærara sé að flytja álverksmiðjur Norð- manna til íslands og sejja þá orku sem þar losnar á markaðnum í Noregi eða annars staðar í Evrópu en að flylja raforku frá íslandi eftir sæstreng til Bretlandseyja. Guðmundur segir það mat sitt eftir ráðstefnuna að timinn vinni með íslendingum í þessum efnum. „Það kom engin gagnrýni fram á að vitlaust væri reiknað eða rangar forsendur notaðar í erindinu á ráð- stefnunni. Þar að auki var allt verð sem þama var notað staðfest af öðrum fyrirlesurum," segir Guð- mundur. Hann segir að norskur fyrirlesari hafi sýnt fram á að að það sé mis- skilningur að niðurgreidd orka til stóriðju í Noregi bæti samkeppnis- stöðu Norðmanna í útflutningi og sé þeim reyndar til óþurftar. „Þá nefndi sænskur fyrirlesari frá fyrirtækinu Sigkraft í Svíþjóð, sem nú er að leggja sæstreng frá Svíþjóð til Þýskalands, að það væri hag- kvæmt að flytja orkufrekan iðnað frá Noregi og selja orkuna sem spar- ast til nágrannalandanna. í því sam- bandi nefndi hann ísland sérstak- lega,“ segir Guðmundur. Hann segir það mat sitt eftir ráð- stefnuna að tíminn vinni með íslend- ingum og það hratt því verið sé að einkavæða orkuiðnaðinn og opna fyrir viðskipti með grunnorku á milli landa. „Það kom til dæmis fram að norska þingið hefur nú í fyrsta skipti samþykkt útflutning á fjórum TWst af grunnorku til fimm ára en við- skipti með afgangsorku á milli hinna Norðurlandanna hafa tíðkast lengi. Þetta er álíka og öll raforkufram- leiðsla okkar íslendinga og mjög mikilvægt þar sem þama kemur markaðsverðið upp á borðið og niðurgreiðslumar verða augljósar svo þetta verður meira hitamál í Noregi,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvernig hægt sé að hraða þessari þróun fyrir okkur seg- ir Guðmundur að norskir stjóm- málamenn og norsku orkufyrirtækin sem semja þurfí við hafi þetta í hendi sér. „Ein leiðin væri til dæm- is að norskir stjórnmálamenn gæfu fyrirtækjunum leyfi til að selja þessa orku sem þeir hafa samið um á markaðsverði í tiltekinn tíma því að þá myndi framleiðslan flytjast út og aðlagast því. Pyrirtækin em varla svo óviðskiptalega sinnuð að þau myndu fórna 200% hærra verði fyrir orkuna en þau fá fyrir hana í eigin framleiðslu. Þá verður að hafa í huga að sum þessi fyrirtæki fram- leiða eigin orku og nota í sínum verksmiðjum en gætu selt á 200% hærra verði inn á norræna kerfið eða til Evrópu," segir Guðmundur. Ný ljóðabók eftir Sigfús Daðason BÓKAÚTGÁFAN Goðorð hefur gefíð út nýja Ijóðabók eftir Sig- fús Daðason og hcitir hún Pro- vence í endursýn. I fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Að ytra formi er hér að ræða nokkurskonar ferðapistla, upprifjun á gamalkunnu en næstum gleymdu landslagi, hálfvegis eins og í samtali við gamlan kunningja sem nú er horfinn, en tveir ljóða- meistarar frakkneskir sem höfund- ur kversins hefur lengi trúað á, og voru báðir tengdir Provence í Suður-Frakklandi, eru ákallaðir hvor í sínu ljóði. Höfundur dvaldist sjálfur um skeið í Provence í æsku sinni, en hefur síðán ekkert staðið þar við að heitið geti fyrr en sumar- ið 1991. Sigfús er meðal þekktustu nútím- askálda þjóðarinnar og sætir tíðind- um fyrir ljóðvini þegar hann sendir frá sér nýja bók. Bókin er ekki löng, flokkur 12 ljóða, enda er höfundur Sigfús Daðason þekktur að öðru en orðskrúði." Bókin er 32 blaðsíður, prentuð í Odda. \ ) i i ) \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.