Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 29 Sandspyrna á sunnudag ÍSLANDSMÓTINU í sandspyrnu verður fram haldið á sunnudag, 14. júní. Þetta er önnur keppni sumars- ins, en keppt verður á nýrri braut í Jósefsdal, en þar er góð aðstaða m.a. fyrir áhorfendur sem keppend- ur. Keppnin hefst klukkan 14 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16. Gítartónleik- ar Arnalds Amaldssonar ARNALDUR Arnaldsson gít- arleikari heldur tónleika í Askirkju á vegum Listahátíð- ar sunnudaginn 14. júní og hefjast þeir klukkan 17. Amaldur sigraði nú nýverið í keppni gítarleikara á Ítalíu, sem kennd er við tónskáldið Fernando Sor. Þetta er í fyrsta sinni, sem íslenskur gítarleikari sigrar í skíkri keppni, segir í frétt frá Listahátíð. Morgunblaðið/Sverrir Leirlistakonurnar Margrét og Sigrún Gunnarsdætur setja upp verk sín fyrir myndlistarsýningu í Garðalundi í Garðabæ, sem opnar í dag. Fremst sést málverk eftir Árna Elfar. Garðabær: Fímmtán listamenn sýna í Garðalundi Menningarmálanefnd Garða- bæjar stendur fyrir myndlistar- sýningu í Garðalundi í Garðaskóla í tengslum við norrænt vinabæja- mót, sem þar verður haldið í síð- Sjö millj. kr. tap á tón- leikum Iron Maiden Breskur aðstandandi hyggnr á mikil umsvif í skemmtanahaldi hér á landi TAP af tónleikum bresku þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden nemur um sjö milljónum króna, að sögn forsvarsmanna tónleika- haldara hér á landi. Breski athafnamaðurinn Howard Kruger stóð fyrir tónleikunum og ber því tapið, en hann hyggur á frekari umsvif í íslensku skemmtanalífi. Ekki keyptu nema um 2.000 sig inn á tónleikana föstudaginn 5. júní sl., en kostnaður við tónleika- haldið fór og nokkuð úr böndunum vegna kostnaðar við að flytja hljóð- og ljósakerfi hingað til lands. Umboðsaðili Howards Krugers, sem á og rekur TKO fyrirtækin, hér á landi er Tónkó hf. Þeir Rik- hard Eyfeld, framkvæmdastjóri Tónkó, og Gísli Gíslason Iögmaður, sögðu að Howard hefði tekið tap- inu létt og sagst líta á það sem fjárfestingu, en hann hyggur á rekstur umboðsfyrirtækis hér á landi, sem myndi standa fyrir ýmsum uppákomum og þannig hafa upp í tapið. Fyrirtæki Howards Krugers, TKO Entertainment Group, er umsvifamikið fjölþjóðafyrirtæki sem teygir anga sína víða um heim og stendur fyrir íþróttamótum og -sýningum, tónleikum og ýmsum uppákomum, auk þess sem innan vébanda þess er hljómplötufyrir- tæki. Meðal þeirra listamanna sem TKO hefur á sínum snærum má nefna Julio Iglesias, Placido Domingo, Rudolf Nureyev og ýms- ar popp- og rokkstjömur. Að sögn Gísla og Rikhards seg- ir Howard milljónirnar sjö sem hann tapaði á tónleikum Iron Maid- en nauðsynlegan herkostnað til að vinna tiltrú tónleikagesta hér á landi eftir hremmingar undanfar- inna missera, en hann hyggur á ámóta tónleika strax í haust. Þeir Meðal þess sem er í farvatninu er að halda hér á landi árlega keppni sterkustu manna heims, því að mati Howards hentar ísland sérstaklega vel undir slíka keppni og auðvelt að leggja áherslu á að sterkustu menn heims komi yfir- leitt- frá íslandi. Þættirnir yrðu teknir upp hér á landi í ágúst ár hvert og síðan seldir sem sjón- varpsefni um allan heim, en samn- ingar standa yfir við breska ríkis- sjónvarpið um sýningu á besta tíma yfir jólin á þætti sem gerður verður í ágúst næstkomandi. ustu viku júnímánaðar. Á sýning- unni, sem opnuð verður í dag, sýna verk sín 15 myndlistarmenn, sem búa í bænum, auk tveggja arkitekta, sem búsettir eru annars staðar. Á sýningunni í Garðalundi eru málverk, verk unnin úr leir, textíl- verk og skúlptúrar. Höfundar þeirra eru Pétur Bjarnason, Ragnheiður Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir, Gísli Sigurðsson, Haukur Clausen, Pétur Friðrik, Árni Elfar, Sigrún Gunnars- dóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Garðar Jökulsson, Bryndís Þórarinsdóttir, Greta Hák- ansson og Ingibjörg Styrgerður Har- aldsdóttir. Auk þess verða á sýning- unni sýnd verk arkitektanna Ingi- mundar Sveinssonar og Skúla Norðdahls. Við opnun sýningarinnar verður í fyrsta sinn úthlutað starfslaunum til listamanns í Garðabæ. Hér er um að ræða 3 mánaða starfslaun og er hugmyndin að bæði geti listamenn- irnir sjálfir sótt um styrkinn og einn- ig aðrir komið ábendingum á fram- færi við menningarmálanefndina. Sýningin í Garðalundi stendur til 28. júní og er efnt til hennar í tengsl- um við norrænt vinabæjamót, sem haldið verður í Garðabæ 25. til 28. júnl. Þá koma til bæjarins gestir frá Birkerod í Danmörku, Asker í Nor- egi, Eslöv í Svíþjóð, Jakobsstad í Finnlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Ragnheiður Elín Clausen. * Olympíuskákmótið: íslendingar í 8. sæti eftir fjórar iimferðir Skák Bragi Kristjánsson ÍSLENDINGAR töpuðu U/2- 2Vi fyrir sveit frá hinni stríðs- hrjáðu Bosniu-Herzegóvínu í fjórðu umferð Ólympíuskák- mótsins í fyrradag. Jóhann og Helgi töpuðu með svörtu, Margeir vann og Jón L. gerði jafntefli. Bosníumenn voru fyrir mótið með fimmtu stiga- hæstu sveitina, þannig að ekki getur það talist afhroð að tapa fyrir þeim með minnsta mun, þótt menn eigi aldrei að vera ánægðir með ósigur. Margeir Pétursson vann stór- meistarann, ívan Sókólov, á öðru borði í skemmtilegri skák. Bosníumaðurinn, sem með 2.630 ELO- skákstig er meðal sterkustu skákmanna heims, tefldi byijunina glannalega og náði aldrei að jafna taflið. Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: í. Sókólov (Bosníu-H.) Enskur leikur. 1. c4 - e5, 2. Rc3 - Bb4, 3. Rd5 - Ba5!?, 4. b4 - c6, 5. bxa5 — cxd5, 6. cxd5 — Dxa5, 7. Db3 - d6. Trúlega hefur Sókólov ekki líkað 7. — Rf6, 8. Rf3 (eða jafn- vel 8. d6!?), 8. - e4, 9. Rd4 - Dxd5, 10. Dxd5 — Rxd5, 11. Ba3 - Rc6, 12. Rb5 - Rcb4, 13. Hcl o.s.frv., en hann hlýtur að hafa undirbúið þessa glanna- legu byijun „við eldhúsborðið heima“. 8. Ba3 - Rf6, 9. Bxd6 - Rbd7, 10. Rf3 - e4, 11. Rd4 - Rb6. Eftir 11. - Dxd5, 12. Rb5 - Dxb3, 13. Rc7+ - Kd8, 14. axb3 — Hb8, 15. Hxa7 ásamt 16. Rb5 með vinningsstöðu fyr- ir hvítan. 12. Rb5 - Rbxd5, 13. Ba3 - Be6, 14. Rd6+ - Kd7, 15. Rxb7 - Db6, 16. Rc5+ - Kd8, 17. e3 — Dxb3, 18. axb3 - Rb6, 19. Rxe6+ — fxe6, 20. Ba6. Margeir hefur náð mun betri stöðu. Hann hótar m.a. Ba3-d6, ásamt Ba6-b7. Biskupamir njóta sín vel á opnu borði og svörtu peðin á a7, e6 og e4 eru veik. 20. - Rc8, 21. Ke2 - Hb8, 22. Hhcl - Kd7, 23. Hc4. Önnur góð leið er hér 23. — Bb2 (hótunin 24. Be5), t.d. 23. - Hxb3, 24. Bxf6 - gxf6, 25. Bxc8+ — Hxc8, 26. Hxa7n------ Kd8, 27. Hxc8+ - Kxc8, 28. Hxh7 og hvítur ætti að vinna endataflið. 23. - Hxb3, 24. Hd4+. Hvítur fær mjög hagstætt endatafl eftir 24. Bxc8+ — Hxc8, 25. Hxc8 — Kxc8, 26. Bf8 o.s.frv. 24. - Kc7, 25. Bc5 - e5, 26. Hc4 - Rb6, 27. Hc2 - Kd7, 28. Bc4 - Rxc4, 29. Hxa7+ — Ke6, 30. Hxc4. Margeir á unnið tafl, peði meira og mun virkari stöðu. 30. - Hc8, 31. Hb4 - Hd3. Eða 31. - Hxb4, 32. Bxb4 - Rd5, 33. Ba3 o.s.frv. ætti að leiða til sömu niðurstöðu. 32. Hb6+ - Kf5. 33. Hxg7! - Hxc5, 34. Hf 7 — Hcc2, 35. Hbxf6+ — Kg5, 36. f4+! - exf4 eða 36. — exf3+, 37. Kxd3 - fxg2, 38. Hf2! - glD, 39. Hg7+ ásamt 40. Hxgl og hvítur vinnur létt. 37. exf4+ - Kg4, 38. Hg7+ og Sókólov gafst upp, því hann verður mát eftir 38. — Kh5, 39. g4+ - Kh4, 40. Hh6+ mát. Sýnum ábvrað. flokkum sorp og notum gámastöðvar sögðu að menn veltu nú fyrir sér hentugasta fyrirkomulagi slíkra tónleika til að allir sem keyptu sér miða gætu verið öruggir um að af tónleikunum yrði eða þeir fengju endurgreitt ella. Væntanlegur er hingað til lands í næstu viku útsendari TKO sem á að skrá hvað til er af tækjabún- aði og hvaða staðir henta fyrir tónleikahald, en hann hyggur á stofnun dótturfyrirtækis hér, sem myndi koma sér upp ljósa- og hljóð- búnaði til að draga verulega úr kostnaði og lækka miðaverð við tónleikahald og stórskemmtanir. Timbur • málmar • garðaúrgangur • pappír • spilliefni • grjót Gámastöðin þín er í næsta nágrenni: • Mosfellsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Við Sævarhöfða. • Hafnarfjörður, Garöabær og Bessastaðahreppur: Miðhrauni 20, Garðabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Viö Dalveg. • Breiðholt: Við Jafnasel. • Grafarvogur: Við Gylfaflöt. f------------------------■ •—-—-------------------- Stöðvarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00. Tekið er á móti förmum allt að tveimur rúmmetrum. S©RFA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.