Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 21 MorgunDiaoio/ övemr Helgi Sigurðsson safnvörður og Ólafía Jónsdóttir, ekkja Guðmundar Þorsteinssonar, í gullsmíðaverk- stæði Guðmundar. Arbæjarsafn: Gullsmíðaverkstæði sett upp ÞESSA dagana er verið að sefja upp gullsmíðaverkstæði í Árbæjarsafni í samvinnu safnsins og Félags íslenskra gullsmiða. Hefur því verið fundinn staður i húsinu sem áður stóð við Suðurgötu 7. Uppistaða í verkstæðinu verður verkstæði Guðmundar Þorsteinssonar gullsmiðs sem lengi starfaði í Bankastræti 12. Verkstæði Guðmundar stendur enn óhreyft með tilheyrandi tækjabúnaði. Guðmundur var fjölhæfur maður í sinni iðn. Búnaður á verkstæðinu er því af margvíslegu tagi. Einnig fylgir því fjöldi smiðisgripa á ýmsum vinnslustigum. Á verkstæði Árbæjarsafn verða einnig ágætir munir sem aðrir gull- smiðir hafa gefið. Má þar nefna Bjöm Halldórsson, Dóru Jónsdótt- ur, Óskar Pétursson, Paul Odd- geirsson, Reyni Guðlaugsson, Ás- geir Reynisson og Þorberg Hall- dórsson. Guðmundur Þorsteinsson fæddist 19. ágúst 1897 að Blönduhlíð í Hörðudal í Dalasýslu. Um 17 ára aldur fluttist hann til Reykjavíkur og hóf gullsmíðanám. Guðmundur lærði hjá Jóni Levy í tæp tvö ár. Hjá Jóni Sigmyndssyni vann hann 1917-1920. Guðmundur byijaði snemma með sitt eigið verkstæði og rak lengi verslun i Bankastræti 12, eða til ársins 1979. Verkstæðið var í sama húsnæði fram til 1950 þegar það fluttist á Vífilsgötu 17 í kjallara íbúðarhúss Guðmundar og Olafíu konu hans, þar sem það var ætíð síðan og er enn óhreyft í sinni upprunalegu mynd. Þar vann Guð- mundur til dauðadags, 1989. Ekkja Guðmundar, Ólafía Jóns- dóttir, fæddist 1904 í Flóanum en fluttist til Reykjavíkur sjö ára göm- ul. Ólafía sá ætíð um verslunar- reksturinn og hafði á tímabili tvær stúlkur í vinnu. Framan af, þegar minna var að gera í versluninni, vann hún með manni sínum á verk- stæðinu við smíðar. Þegar verslunin var seld, árið 1979, þá keypti hana Ólafur Guð- mun'dur Jósepsson gullsmiður og rekur hann hana enn. Hann er skírður í höfuðið á Ólafi og Guð- mundi fyrir sakir vinskapar foreldra hans við þau. Ólafur er formlegur gefandi verkstæðisins. „Hvað væri Reykja- vík án hafnar?“ „HVAÐ væri Reykjavík án hafnar?“, spurði Knud Zimsen, fyrrum borgarsljóri Reykjavíkur i bók sinni „Ur bæ I borg“ og svaraði sjálf- ur: „Sennilega ekki höfuðstaður landsins, líklega lítið kotþorp og fremd þess við það eitt bundið, að Ingólfur setti sig þar niður í öndverðu og innréttingar Skúla fógeta lentu þar.“ A þessu ári er þess minnst á margvíslegan hátt að Reykjavíkurhöfn er 75 ára og nú á Sjómannadaginn, sunnudaginn 14. júní nk., verður opnuð sögusýn- ing í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. A sýningunni verður uppbygging og þróun þessara umfangs- og af- kastamiklu mannvirkja sýnd með sögulegum myndum, kortum og munum sem tengjast ýmsum skeið- um í sögu Reykjavíkurhafnar. Tek- ist hefur t.d. að safna saman fróð- legum ljósmyndum allt frá því að Reykjavík var „hafnlaus bær“ og öll skip urðu að liggja úti á sund- um. Á sýningunni verður mikil veggmynd sem Gylfi Gíslason, myndlistarmaður, hefur gert af Reykjvíkurhöfn, eins og hún mun hugsanlega líta út árið 2017. Einn- ig verða sýnd líkön af mörgum þekktum skipum landsmanna, sem sett hafa svip sinn á litríkt hafnar- lífið í gegnum tíðina. Sögusýningin er á annarri hæð í Hafnarhúsinu, sem stendur á upp- fyllingu milli Tryggvagötu og Geirs- götu. Það var fullgert árið 1932 og var lengi eitt stærsta skrifstofu- og vörugeymsluhús landsmanna. Enn þánn dag í dag setur það sterkan svip á umhverfi miðbæjarins og gömlu hafnarinnar. Reykjavíkurhöfn er helsta vöru- flutningamiðstöð landsmanna, en um hana fer 65% alls innflutnings og um 35% heildarútflutnings þjóð- arinnar. Árið 1991 fóru tæplega 3,2 milljónir tonna af vörum, fiski, olíu og steinefnum um höfnina og als komu 2.500 skip í höfnina. Á hafnarsvæðinu starfa á þriðja þús- und manns, en starfsmenn Reykja- víkurhafnar eru 70. Reykjavíkur- höfn er í eigu Reykjavíkurborgar, en hún hefur sjálfstæðan fjárhag og ijármagnar rekstur og uppbygg- ingu með eigin aflafé ein íslenska hafna. í tilefni sýningarinnar hefur höfnin látið gefa út veglegan bækl- ing um 75 ára sögu hennar, sem heitir „Hvað væri Reykjavík á hafn- ar?“ Sýningin verður opin daglega frá kl. 13.00 til 18.00 fram til hausts. Uppsetning og umsjón sýn- ingarinnar er í höndum Ragnhildar Vigfúsdóttur, sagnfræðings, Vignis Albertssonar, byggingafræðings, Ágústar Ágústssonar, hagfræð- ings, Jóns Þorvaldssonar, tækni- -----»-■■».♦... Handavinnu sýningar á Hrafnistunum Á SJÓMANNADAGINN, 14. júní, verður sala og sýning á handa- vinnu heimilisfólks á Hrafnistu, dvalarheimilum aldraðra sjó- manna í Reykjavík og Hafnar- firði frá kl. 13.30-17.00. Á sýningunni í Reykjavík verður m.a. sýnd tóvinna. Einnig verður kaffisala á báðum heimilunum frá kl. 14.30-17.00 og rennur ágóðinn til velferðarmála heimilisfólksins. VlESTtelN Heimildarkvikmynd ífjórum hlutum um sögu útgerðar og sjávarútvegs íslendinga frá árabátaöld fram á okkar daga. Sýningar í Háskólabíói: Laugardag 13. júní og sunnudag 14. júní, Sjómannadaginn. Aðgangur ókeypis. Ath! Allra síðustu sýningar. 1. hluti - Frá árabátum til véla (-1918) kl. 14:00 2. hluti - Bygging nýs íslands (1920 -1950) kl. 15:15 3. hluti - Baráttan um fiskinn (1950 -1989) kl. 16:30 4. hluti — Ár í útgerð (1989) kl. 17:45 Umsagnir um myndina: "Verstöðin ísland flokkast umsvifalaust undir það besta, sem við höfum gert í kvikmyndagerð yfir höfuð. Stórbrotið, skemmtilegt og vandvirknislegt verk sem á sér aðeins eina hliðstæðu í öðru meistarastykki, íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar." SV, Mbl. 16/5 '92 "Saman mynda hlutamir fjórir skemmtilegasta, ítarlegasta og heilsteyptasta upplýsingabanka um íslenskan sjávarútveg sem Víkverji minnist að hafa litið augum - ekki þurrar hagtölur heldur upplifun í myndum og máli..." Víkverji, Mbl. 8/5 '92 "Með þessari framkvæmd hefur LÍÚ reist sér óbrotgjaman minnisvarða, með því að bjarga frá glötun sögulegum verðmætum um íslenskan sjávarútveg frá upphafi árabátaútgerðar í verstöðvum á útnesjum til nútíma vélvæddra úthafsveiða." Hjámar R. Bárðarson Mbl. 28/5 '92 "Þetta er mynd sem hverjum íslendingi ber eiginlega skylda til að sjá, ef hann ætlar að botna hætis hót í lífinu á þessari eyju okkar. Og það á stóru kvikmyndatjaldi. Á litlum sjónvarpsskermi verður hún eins og listaverk á frímerki." E. Pá. Gárur, Mbl. 17/5 '92 "Hér hafa verið sköpuð ómetanleg menningarverðmæti." SV, Mbl. 16/5 '92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.