Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JUNI1992 NÚER ÞREFALDUR 1. VINNINGUR Skipa á hóp skipsljóra sem ráðgjafa um hámarksafla eftirÁrna Johnsen Fiskifræðin sem vísindagrein býr við marga óvissuþætti, enda er hún ung grein og þótt vísinda- menn hafi getað skotið gervihnött- um til annarra stjarna með aðeins þúsund metra fráviki þá eru djúp úthafanna og lífíð þar þröskuldur dyra sem vísindamenn hafa í raun aðeins getað gægst inn um. •Það er erfítt að meta hvort fisk- veiðistjómun á íslandi hefur verið jákvæð undanfarin 8 ár, við vitum hvað við höfum haft út úr henni, en við vitum ekki hvað við hefðum haft ef einhver önnur leið hefði verið valin. Óvissuþættirnir eru miklir og spurningarnar stórar eft- ir því. Það er full ástæða til þess að taka starf vísindamannanna alvarlega og það er vel að núver- andi sjávarútvegsráðherra leggur mikla áherslu á auknar rannsóknir í hafínu kringum ísland, það var kominn tími til. Það blasir hins vegar við okkur sú staðreynd að leyfður afli hefur farið síminnkandi um árabil, en um leið hafa rekstr- arkostnaður og fjárfesting í sjávar- útvegi farið hækkandi. Allt ber því að sama brunni, það þarf hærra verð fyrir hvert kíló sem á land berst, eða aukinn afl. Það hefur lengi verið skoðun mín að sérfræðingaveldið á Islandi hafí gengið of langt bæði vegna þess hve dýrt það er, en ekki síst vegna þess hve margt er þar ein- hæft og oft byggt á líkönum án þess að venjulegt brjóstvit og reynsla komi við sögu í úrlausnum, en reynsla er auðvitað dýrmætasta fjárfestingin í öllum þáttum at- vinnulífsins. í fyrravetur varð sérstakur trún- aðarbrestur milli sjómanna og fiskifræðinga hvað varðar mat á loðnumagni við landið, því sjómenn komust í tæri við loðnugöngur sem fiskifræðingar sáu ekki og þar með eru þær ekki til á kortum Hafrann- sóknastofnunar, sem lögð eru til grundvallar á mati og niðurstöðu vísindamanna varðandi loðnuveið- ar. Um árabil hef ég haldið því fram að það sé ekki aðeins brýn nauðsyn að stórefla verkmenntakennslu á íslandi, heldur sækja einnig í rík- ari mæli til almennrar reynslu jafn- hliða sérfræði þegar smíðuð eru lög eða reglur fyrir þjóðfélag okkar. Ég tel til dæmis að við ákvörðun á hámarksafla á íslandsmiðum eigi að virkja reynslu skipstjóranna meira en gert hefur verið. Veiði- menn hafa önnur sjónarmið en fiskifræðingarnir, en þau gefa líka skólun. Þegar þrengir að er enn meiri ástæða til þess að leysa vand- amál á sem ásættanlegastan hátt fyrir fleta landsmenn og þó ekki væri nema þess vegna er fyllsta ástæða til þess að dreifa ábyrgð- inni þgar safnað er saman upplýs- ingum til þess að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Það er að mínu mati nauðsyn- legt og hyggilegt að sjávarútvegs- ráðherra skipi 20-30 manna vinnu- hóp reyndra skipstjóra frá öllum landshlutum og hlutverk þeirra væri að tjá sig um stöðu og stefnu í fiskveiðum Islendinga, setja fram gagnrýni, koma með tillögur til Árni Johnsen „Það er að mínu mati nauðsynlegt og hyggi- legt að sjávarútvegs- ráðherra skipi 20-30 manna vinnuhóp reyndra skipstjóra frá öllum landshlutum og hlutverk þeirra væri að tjá sig um stöðu og stefnu í fiskveiðum ís- lendinga, selja fram gagnrýni, koma með til- lögur til úrbóta og svo framvegis...“ úrbóta og svo framvegis og til að mynda gæti meginúrvinnsla úr þessum hópi verið í höndum 5 manna nefndar innan hópsins. Með þessu móti kæmist beint samband á milli ráðuneytis, sjómanna og fískifræðinga og er nú mál að eitt- hvað betra komi til í þeim efnum en hið mislukkaða togararall eða veiðieftirlit sem er meira og minna sýndarmennska. Það væri síðan sjávarútvegsráðherra að meta niðurstöðurnar og hvort niðurstöð- ur reyndu fískimannanna myndu vigta 20, 30, 40 eða 50% á við fískifræðingana skal ég ekkert segja um, en almenn skynsemi mælir með þessari leið og lengst höfum við komist á henni hingað til í þessu landi. Þegar fjöregg þjóðarinnar er að verða eins konar örverpi verða menn að bijóta odd af olæti sínu, vísindin og reynslan í baráttunni fyrir daglega brauðinu verða að haldast í hendur og leita sameiginlega lausnar. Höfundur er 3. þingmaður Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. -----♦ ♦ ♦ Biskup íslands við vígslu Kaupmanna- hafnarbiskups NÆSTKOMANDI sunnudag, 14. júní verður Erik Norman Svendsen prófastur vígður til embættis Kaup- mannahafnarbiskups. Hann tekur við embætti af Ole Bertelsen, sem lætur af störfum vegna aldurs. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, tekur þátt í vígsluathöfn- inni í Frúarkirkju í Kaupmanna- höfn, ásamt höfuðbiskupum Norð- urlandanna, og biskupar víðar að úr Evrópu verða viðstaddir. Velkomin í Veiðimanninn í yfir fimmtíu ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum og öðrum unnendum útiveru. Hjá okkuf fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, ásamt íyrirtaks veiðifatnaði á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd vörumerki. Opið mánud. - fimmtud.kl. 09 - 19, föstud.kl. 09 - 20, laugard. kl.lO - 16, sunnud. Ifá kl.ll - 16. Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.