Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hugsanlega verður reynt að telja þig ofan af einhveiju sem þú vilt framkvæma. Kannski þú ættir að hlusta á röksemd- imar áður en þú ákveður að halda þínu striki. Naut (20. aprfl - 20. maí) Góður dagur til að sinna óhefðbundnum heimilisverk- um, til dæmis snyrta blómabeð eða mála húsþakið. Vinur kann að biðja þig um greiða. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Skapið er ekki með besta móti, en þú þarft sjálfur að gera þér lífið léttara. Hug- myndaflugið er mikið í dag, aðeins of mikið að mati sumra í fjölskyldunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HiiB Þér verður launað fyrir greið- vikni. Góður dagur til að sinna vinum og fjölskyldu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) I dag vildir þú að einhvað hefði gerst í gær. Ofurlítil þolinmæði myndi gera þig enn meira aðlaðandi. Kvöldið ætti að verða ánægjulegt. ,---------------------------- Meyja (23. ágúst - 22. september) Góður dagur til hvers kyns félagslífs. Líklegt er að þú hittir aðila sem þig hefur lengi langað að hitta. V°8 ^ (23. sept. - 22. október) Þeir sem eru einhleypir hitta hugsanlega skemmtilegan fé- laga þegar líða tekur á dag- inn. Góður dagur til að rækta vináttuna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Hafir þú ekki skemmt þér lengi, ættir þú að gera tilraun til þess í dag. Allt útlit er fyr- ir að kvöldið verði fjörugt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) )í?e Gamall vinur minnir á sig og þú ættir að nota tækifærið til að hafa samband við einhvern sem þú hefur ekki hitt lengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Útivera gæti gert þér gott ef þú ert þreyttur. Líklegt er að þú látir vinnuna ganga fyrir mikilvægari hlutum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þetta verður rólegur dagur og líklega langar þig ekki að inna af hendi verkefni áem þér hef- ur verið boðið. Berðu tilboðið undir þína nánustu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér leiðist fyrri hluta dagsins en getur bætt úr því með því að sinna áhugamálum. Fjár- málin eru í ágætu lagi. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi ■byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI ÉG t/£tTf i./F/E> fie FUt LT /tF~ 0t//€TWd 06 S*£MMr/LE6<JM ■ v fo/ \/ mssw ^ \ \ v LJÓSKA H/AO HEFuepu <sm/ET $E/H £<S X/EIT eKKIUMT>l i - rcrtuiiMMiv u \/ JL SMAFOLK Slepptu teppinu! Þegar þú sleppir kökunni! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spilari sem ekki kemur út í lit makkers á annaðhvort erfitt með að hlýða eða hugsar sjálf- stætt. Yfirleitt borgar sig að gera ráð fyrir síðamefnda mögu- leikanum. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á VG852 ♦ D106 ♦ ÁD1084 Suður ♦ DG109853 ▼ K ♦ - ♦ G752 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf 1 hjarta 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil laufsexa. Vestur færi varla að spila út laufi eftir þessar sagnir nema hafa til þess ríka ástæðu. Hann hlýtur að vera með einspil. Stunguhættan er því veruleg og við henni þarf að bregðast. En hvemig? Norður ♦ Á ▼ G852 ♦ D106 Vestur ♦ ÁD1084 Austur ♦ K62 ♦ 4 V963 II V ÁD1074 ♦ KG7542 ♦ Á983 ♦ 6 Suður ♦ K93 ♦ DG1098753 ♦ K ♦ - ♦ G752 Spilið fer beint niður ef suður drepur á laufás, spilar spaðaás, stingur tígul heim og sækir spaðakónginn. Austur kemst inn á hjartaás og vestur fær stung- una. Lausnin gengur út á það að klippa á samganginn í hjartanu. Sagnhafi spilar strax tígultíu og hendir hjartakóngnum í ef aust- ur lætur lítið. Annars trompar hann, fer inn á spaðaás og spil- ar tíguldrottningu og hendir hjartakóng. Þar með er hættan liðin hjá. (Nema þegar vestur tekur á laufkóng og gefur austri síðan stungu. Ef það gerist er vestur óvenjulega baldinn spil- ari.) SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Cuxhaven í Norður-Þýskalandi í vor kom þessi staða upp í viðureign ungverska stórmeistarans Gyuia Sax (2.600) og heimamannsins Ulrich Rohde (2.300), sem hafði svart og átti leik. Sax fómaði þremur peðum til að fá upp þessa stöðu, en hafði vanmetið gagnsóknarmöguleika andstæðingsins. 40. — Hxa4+!, 41. Kxa4 — b5+, 42. Kb3 (42. Ka3 væri svarað með 42. — Bg6) — c4+, 43. Kb2? - c3+, 44. Kbl - cxd2, 45. He8+ - Kf7, 46. Dxd2 - f4+, 47. Ka2 - Hc2+, 48. Dxc2 - Bxc2, 49. Dxc2 — Dxd7 og Sax gafst upp. Rússneski stórmeistar- inn Viktor Kúpreitsjik, sigurveg- arinn á Reykjavíkurskákmótinu 1980, varð efstur á mótinu. Hann hlaut 6 '/2 v. af 7 mögulegum. Næstir komu Vorotnikov og Movsziszian, Rússlandi, og Búlg- aramir Inkiov og Krum Georgiev með 6 v. Sax varð að láta sér nægja 27. sætið með 4'A v. og næststigahæsti keppandinn, Tékkinn Ftacnik var einnig fjarri sínu besta og hlaut 5 'h v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.