Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 13
S' MOR4t^BLA®l5)!IA3öeÁiRÐA(í®Ri' ÍÖÍMJÚNÍ ‘1992 :íli3 Cremation. Ijósmynd/Björg Sveinsdóttir Klúbbur Listahátíðar; Blús o g útitónleik- ar á Lækjartorgi Æskuteikningar Sig urjóns Olafssonar ÚTITÓNLEIKAR verða á vegum Klúbbs Listahátíðar á Lælqar- torgi í dag og koma þar fram unglingahyómsveitir. Tónleik- arnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 20, en um kvöldið verða síðan blústónleikar í Hressó. í Klúbbi Listahátíðar í Hressó hafa undanfarið leikið fjölmargar hljómsveitir aukinheldur sem þar hafa komið fram íjölmargir aðrir listamenn. Tónleikamir í dag eru hugsaðir fyrir þau ungmenni sem ekki hafa átt þess kost að sækja klúbbinn, en einnig til að gefa ung- hljómsveitum tækifæri á að spreyta sig á vegum Listahátíðar. Eins og áður sagði heíjast Lækj- artorgst- ónleikarnir kl. 15, en fram koma Sororicide, Kolrassa krókríðandi, In Memor- iam, Gor, Cremation, Cranium, Ectermin-^ ation, ís- lenskir tón- ar og Lipstick Lovers. Um kvöldið leika svo þeir félagar Pinetop Perk- ins og Chicago Beau með vinum Dóra í Hressó._ Samantekt: Árni Matthíasson Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er mikið um að vera í Laugarnesi á meðan Listahátíð stendur yfir að þessu sinni. Þar standa Arbæjarsafn og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar sameiginlega að fjölskylduhátíð, þar sem leikir og listir takast í hendur í fjöl- breyttri dagskrá. Af þessu tilefni hefur verið reist mikið og stórt tjald í nesinu, sem vegfarendur um norð- urströnd Reykjavíkur komast vart hjá að taka eftir. Á efri hæð Listasafns Siguijóns Ólafssonar hefur verið komið fyrir nokkuð óvenjulegri sýningu þar sem höggmyndir hafa oftast verið í önd- vegi; hér er á ferðinni sýning á nokkru úrvali af æskuteikningum listamannsins, sem safninu hafa borist að gjöf. Siguijón Ólafsson hefur ekki ver- ið þekktur fýrir verk sín á þessu sviði, og raunar vitað, að hann gerði lítið af því að gera vel útfærðar undirbúningsteikningar af verkum sínum; það voru helst lítilvægar skissur á bakhliðar reikninga, um- slög og annað tilfallandi bréfsefni. Honum lék betur að vinna nær beint í efnið; að höggva steininn eða skera tréð þar til hann var sáttur við þau form, sem hann hafði leyst úr læðingi og tengt saman í rým- inu. Teikning eða önnur vinna á tvi-víðum fleti var ekki hans svið, og raunar hefur ekkert af slíku efni varðveist frá námsárum hans, svo dæmi sé tekið. En líkt og flest börn hefur hann byijað að feta sig áfram í listinni með því að teikna með blýanti og þeim litum, sem hann komst yfir á Eyrarbakka, þar sem hann ólst ■ upp. Hann var hvattur áfram, og fór síðan til náms til Reykjavíkur, þar sem hann m.a. lærði teikningu í Iðnskólanum hjá Birni Björnssyni, sem Siguijón hrósaði ætíð fyrir kennsluna. Og með réttu; það var á grundvelli þeirra teikninga sem hann lagði fram, að Siguijón komst á Listakademíið í Kaupmannahöfn, í myndhöggvaradeild, án frekara undirbúningsnáms. Á sýningunni getur að líta ýmis byijendaverk bamsins, þar sem hugmyndir eru sóttar í ævintýra- heima sögubóka, og jafnvel líkt eft- ir myndskreytingum þeirra. Svanir á tjörn, náttúrumyndir, bardagalýs- ingar, fornhetjur og kappar eru hveijum dreng nærtæk viðfangs- efni. Elstu myndirnar eru skiljan- lega stífar og bera byijendabraginn með sér, en unglingurinn hefur ver- ið fljótur að þroskast. Myndaflokkur um Dauðann og Stýrimanninn er sennilega frá því Siguijón var á fimmtánda ári, og ber með sér lið- lega teikningu og gott skynbragð á mótun og hlutfall í persónum, þótt myndimar séu aðeins skissur. Fleiri myndir em síðan frá þeim tíma sem Siguijón stundaði nám í Iðnskólanum og sótti tíma í teikn- ingu; þarna em m.a. á ferðinni módelteikningar, unnar með rauðk- rít, sem eru klassísk dæmi um það nám, sem listnemar þurftu að fara í gegnum til að ná valdi á hlutföllum og óþvinguðu handbragði í verkum sínum. Sýningargestir taka þó enn frekar eftir lítilli blýantsteikningu Sigurjón Ólafsson: Sjálfsmynd. frá þessum ámm, sjálfsmynd lista- mannsins með derhúfu; listamenn á öllum aldri gætu verið fullsáttir við verk af þessu tagi. Siguijón teiknaði einnig um- hverfi sitt á Eyrarbakka, svo og fólkið þar. Eina mynd, sem safninu barst að gjöf 1988, keypti lækn- isfrúin á staðnum fýrir tvær krónur af hinum upprennandi listamanni þrettán ára gömlum skömmu fyrir jól 1920; ætla má að það hafi verið fýrsta listaverkið sem hann seldi fyrir peninga. Þessi teikning er góður inngangur að sýningunni. Er rétt að hvetja sem flesta til að skreppa í Laugarnesið og njóta umhverfisins og dagskrár fjöl- skyldudaga með börnunum; sýning- in á æskuverkum Siguijóns ðlafss- onar er síðan ánægjuleg viðbót við það úrval á myndlistarsviðinu, sem landsmönnum stendur nú til boða á Listahátíð, en hún stendur til 16. júní. Pinetop Perkins. SJOMANNADAGURINN1992 DAGSKRÁ 55. SJÓMANNADAGSINS í REYKJAVÍK, 14. JÚNÍ1992 Kl. 08.00: Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 11.00: Minningarguðþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Dómkirkjuprestur, sr. Hjalti Guðmundsson, minnist drukknaðra sjómanna og þjónarfyriraltari. Flutt verður m.a. „Þakkargjörð" eftirSigfús Halldórsson, tónskáld. Dómkórinn syngur undirstjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista. Sjómenn aðstoða viðmessuna. Einnig verður sjómannamessa í Bústaðakirkju og þarverðureinnig flutt „Þakkargjörð" eftirSigfús Halldórsson. Prestur sr. Pálmi Matthíasson og organisti Guðni Þ. Guðmundsson. ÚTIHÁTÍÐARHÖLD VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Kl. 13.00: Skemmtisiglingar með skipum Hafrannsóknastofn- unar, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um sundin við Reykjavík. Þar gefst fólki kostur á að fylgj- ast með störfum vísindamanna Hafrannsóknastofn- unarinnar. Fólki skal bent á að klæða sig eftir veðri. Síðasta ferð kl. 16.00. Kl. 13.30: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög. Stjórnandi Eiríkur Stephensen. Kl. 14.00: Samkoman sett. Þulur og kynnir Harald Holsvík, framkvæmdastjóri Öldunnar. ÁVÖRP: A. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. B. Fulltrúi útgerðarmanna, Sigurður Einarsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum. C. Fulltrúi sjómanna, Ragnar G.D. Hermannsson, formaður Skipstj.- og stýrimannafélagsins Öldunnar. D. Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs, heiðrar aldraða sjómenn með heiðursmerki sjómannadagsins. Kl. 15.00: Kappróður á Reykjavíkurhöfn. Keppt verður í karla- og kvennasveitum. Félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík, í samvinnu við áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, verða með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn. Félagar úr sportbátaklúbbnum Snarfara verða með báta sína í Reykjavíkurhöfn. Stefnt er að því að útihátíðarhöldunum verði lokið kl. 17.00. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins verða til sölu á svæðinu. Athygli almennings skal vakin á sögusýningu Reykjavíkurhafnar ítilefni af 75 ára afmæli hafnarinnar. Sýningin er á 2. hæð í vesturenda Hafnarhússins. HRAFNISTUHEIMILIN Kl. 13.30: Handavinnusýning og sala verður opnuð í „Súð- inni“, 4. hæð, E-álmu. Kaffisala í borð- og skemmtisal frá kl. 14.30-17.00. Allir velkomnir. Ágóði rennurtil velferðarmála heimil- ismanna á Hrafnistu í Reykjavík. Kl. 10.30: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur sjómannalög við Hrafnistu í Hafnarfirði. Kl. 14.00- kl. 17.00: Handavinnusýning og sala verður opin í vinnusal. Kaffisala verður ívinnu- og skemmtisal. Allirvel- komnir. Ágóði rennurtil velferðarmála heimilis- manna Hrafnistu í Hafnarfirði. Sjómannahóf verður að kvöldi sjómannadagsins á Hótel íslandi. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi kl. 13.00-17.00 daglega. Sjómannadagurinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.