Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Reuter Gulliver á Spáni Stytta af aðalpersónunni í „Ferðum Gullivers“ eftir Jonathan | verður til sýnis á heimssýningunni þar í borg í sumar. írski Swift flýtur hér á Guadalqivir-fljóti í Sevilla á Spáni. Styttan I myndhöggvarinn Macnas gerði styttuna fyrir fjórum árum. Nýinnflytj- endalögí Danmörku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun fréttaritara Morgunblaðsins. DANIR reyna nú að stððva straum innflytjenda til Danmerk- ur með setningu nýrra innflytj- endalaga. I þeim eru skilyrði fyrir innflytjendaleyfi hert mjög og ýmis vafaákvæði afnumin sem innflytjendur frá fátækum lönd- um hafa notfært sér óspart. I nýju lögunum er þess meðal annars krafist að innflytjandi þurfi að hafa búið að minnsta kosti í fimm ár í Danmörku áður en hann getur farið fram á, að foreldrar hans fái einnig að flytjast þangað. Innflytj- endaleyfi fyrir foreldrana verður aðeins veitt ef þeir eiga engin böm að í heimalandinu og einnig verður bam eða börn þeirra í Danmörku að skuldbinda sig til að framfleyta þeim þar. Mikil brögð hafa verið að því í Danmörku, að foreldrar innflytjenda frá ýmsum fátækum löndum hafa komið til landsins við starfslok og eytt ellinni þar, á eftir- launum frá danska ríkinu, en talið er að hin nýju lög muni draga úr slíku. Einnig er reynt að stemma stigu við því að unglingar fái að flytjast til landsins undir því yfirskini að þeir séu trúlofaðir einhveijum úr fjölskyldu, sem þegar er komin þangað. I lögunum er kveðið á um átján ára aldurstakmark vegna slíkra „barnahjónabanda." Svíþjóð: Noregur: Indverjar segjast ekki hafa fengið þungavatn Norska stjórnin segir viðbrögðin óviðunandi NORSKA stjórnin er óánægð með viðbrögð indverskra stjórn- valda við upplýsingum sem hafa komið fram um að norskt þunga- vatn sem var selt til Rúmeníu árið 1986 hafi verið flutt til Ind- lands, að sögn norska dagblaðs- Líbýa: Minnast ekki á hermdar- verkamennina Tripoli. Reuter. DAGBLÖÐ í Líbýu héldu áfram að gefa til kynna á fimmtudag að í vændum væri kúvending í stefnu þarlendra stjórnvalda í utanríkismálum. Þar kom þó ekkert fram sem bendir til að Libýumenn verði við kröfum vestrænna stjórnvalda um að framselja tvo líbýska hryðju- verkamenn. Dagblaðið al-Jamahiriya birti nokkrar greinar þar sem látin voru í ljós vonbrigði með að Líbýumenn skyldu hafa fómað olíuauði sínum í 23 ár í þágu arabískrar einingar á sama tíma og önnur arabaríki hefðu vingast við Vesturlönd. Stjórnarerindrekar telja að dag- blaðið sé að búa almenning undir að þing landsins ákveði að stefna að bættum samskiptum við Vestur- lönd er það kemur saman á laugar- dag. Þeir segja ennfremur að blaðið hafí birt greinarnar að undirlagi Muammars Gaddafls, forseta Líbýu, sem hafi jafnvel skrifað nokkrar þeirra sjálfur. ins Aftenposten. Hér er um alls 27,5 tonn að ræða og Norðmenn óttast að Indveijar hafi notað þungavatnið til að framleiða kjarnorkuvopn. Indverska stjómin vísaði því á bug að norskt þungavatn hafi verið flutt til Indlands. „Við ætlum að hafa samband við indversku stjórnina aftur,“ hafði Aftenposten eftir Thorvald Stolten- berg, utanríkisráðherra Noregs. „Við höfum ítarlegar sannanir í þungavatnsmálinu. Svör Indveija eru óviðunandi." Ráðherrann bætti við að viðbrögð Indveija væru „óviturleg" og „kær- uleysisleg". Norska stjórnin hyggst því fylgja þessu máli eftir, bæði í Indlandi og á alþjóðavettvangi. Kaci Kullmann Five, leiðtogi Hægriflokksins, hefur krafist þess að afstöðu Indveija í þungavetnis- málinu verði svarað með því að draga enn frekar úr þróunaraðstoð við þá. Aftenposten tekur undir þessa kröfu í forystugrein og segir að mörg ríki hafi meiri þörf fyrir aðstoðina en Indverjar. Stoltenberg vill hins vegar ekki beita þessu „vopni“ strax þótt hann segi að slíkt kunni að koma til greina síðar. Thorvald -Stoltenberg Hægrimenn tapa fylgi Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. BORGARAFLOKKARNIR í Sví- þjóð myndu tapa fylgi en jafnað- armenn bættu við sig ef kosið yrði nú, samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun. Fylgisaukningin myndi þó ekki nægja vinstri mönnum til að mynda meirihluta- stjórn þar sem Vinstri flokkurinn félli út af þingi. Samkvæmt könnuninni fengju jafnaðarmenn 46% atkvæða ef kos- ið yrði nú en það er aukning um 8,3 prósentustig frá kosningunum í september síðastliðnum. Nýtt lýð- ræði fengi 9,6% atkvæða og bætti við sig 2,9 prósentustigum. Hver borgaraflokkanna tapaði hins vegar um tveimur prósentustigum af fylgi sínu. í könnuninni fengu núverandi stjórnarflokkar, ásamt Nýju lýð- ræði, um 48% atkvæða en jafnaðar- menn og Vinstri flokkurinn um 49%. Kólaskagi: Norðmenn og Finnar uggandi vegna aukins vígbúnaðar Rússa Orrustu- og sprengjuþotum fjölgað og fjórfalt fleiri árásarþyrlur RÚSSAR hafa aukið vígbúnað sinn á Kólaskaga að undan- förnu. Fjöldi orrustusprengjuþotna og tvær sveitir sprengju- flugvéla hafa verið fluttar til herflugvalla á skaganum og nú berast fregnir af því að Rússar ætli að fjórfalda tölu árásar- þyrlna á svæðinu. Norsk og finnsk stjórnvöld eru uggandi vegna þessara auknu hernaðarumsvifa. Vamarmálaráðherra Noregs, hefðbunda heri til baka frá Mið- Johan Jörgen Holst, hefur lýst yfír áhyggjum sínum vegna þess- arar þróunar og segir hann í norska dagblaðinu Aftenposten, að á meðan Rússar séu að draga Evrópu, standi hernaðarstyrkur þeirra á norðurslóðum í stað og aukist jafnvel. Utanríkisráðherra Norðmanna, Thorvald Stolten- berg, hefur mótmælt auknum hernaðarumsvifum Rússa á Kól- askaga og telur þær afar óviðeig- andi. Norðmenn vona þó að þetta sé aðeins tímabundið ástand og hefur Holst meðal annars bent á að á næstu árum minnki styrkur hins öfluga rússneska norður- flota til muna vegna úreldingar hans og ekkert bendi til þess nú að Rússar ætli sér, eða hafi efni á, að halda honum við. Varnarmálaráðherra Finna, Elisabeth Rehn, hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum vegna auk- inna hernaðarumsvifa á Kóla- skaga. Á síðasta ári tjáði varnar- málaráðherra Sovétríkjanna Rehn, að þetta væri „millibils- ástand“ en hún óttast hve lengi það kunni að vara. Rehn hefur boðið rússneska varnarmálaráð- herranum til Finnlands til við- ræðna um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.