Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 -2-7 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Afturhvarf til fortíðar Alþýðuflokkurinn hefur stært sig af því um árabil að vera flokkur nútímavinnubragða, op- inn flokkur, þar sem öllum stuðn- ingsmönnum sé frjálst að fylgjast með og taka þátt í ákvarðana- töku. Innan Alþýðuflokksins hef- ur meira að segja verið gælt við þá hugmynd að heimila öllum fullgildum félögum að sækja flokksþing og taka þar þátt í umræðum og afgreiðslu mála með fullum réttindum. Svo róttækum breytingum hefur þó ekki verið hrint í framkvæmd ennþá, fyrst og fremst af þeim ástæðum að sögn, að flokksfélagar á því svæði, þar sem þingið er háð hveiju sinni, myndu fá óeðlilega mikil áhrif í krafti nálægðar við fundarstaðinn. Forustumenn Alþýðuflokksins hafa básúnað það um allar jarðir, að þeir hafi verið fyrstir allra til að opna flokksþingin fyrir fyöl- miðlum, enda hafí flokkurinn ekk- ert að fela og nauðsynlegt sé í upplýstu þjóðfélagi, að allur al- menningur fylgist með stefnu- mótun og ákvarðanatöku, sem snertir hann sjálfan. Þetta sjónar- mið Alþýðuflokksmanna hefur sannarlega verið í takt við þá öld upplýsinga og fjölmiðlunar, sem við lifum nú. Hræringar miklar hafa verið í Alþýðuflokknum í allan vetur vegna afstöðu ýmissa flokks- manna til stjómarþátttöku flokksins og stefnu ríkisstjórnar- innar. Inn í þær hafa blandast deilur um forustuna og af fjölmið- laumræðunni hefði mátt ráða, að fyrir dyrum stæði uppgjör. Allt frá því að formaður flokksins til- kynnti um flokksþingið nú í júni hefur mikil spenna verið byggð upp í tengslum við það. Fréttir hafa verið endalausar í fjölmiðlum um yfirvofandi uppgjör um stefn- una í velferðarmálum, stjórnarað- ildina og flokksforustuna. Þar hafa sérstaklega komið við sögu varaformaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, og bæjarstjórinn í Hafnar- fírði, Guðmundur Ámi Stefáns- son. Landsmenn fylgdust því af talsverðri eftirvæntingu með upp- hafí flokksþingsins, þar sem loks- ins fengist botn í deilumar um flokksforustuna og ágreininginn um stefnuna í þeim miklu vanda- málum, sem steðja að íslenzku þjóðfélagi. Það kom því eins og þmma úr heiðskíru lofti, þegar flokksþingið samþykkti með 89 atkvæðum gegn 65 að loka því fyrir fjölmiðlum á meðan á al- mennum umræðum stæði. Þessi ákvörðun er óskiljanleg í ljósi þeirrar opnu umræðu um stjóm- mál, sem Alþýðuflokkurinn hefur talið sig standa fyrir, og hún er fráleit miðað við þær kröfur, sem gerðar era um almenna þjóðfé- lagsumræðu nú á tímum. Formaður flokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, sagði eftir at- kvæðagreiðsluna, að margir flokksmenn vildu einfaldlega fá að ræða sín innri flokksmál fjarri ljósi fjölmiðlanna. Þetta er fjarri lagi, því almennar umræður hljóta að snerta alla þá, sem flokkurinn leitar eftir stuðningi hjá, að ekki sé talað um venjulega flokks- menn, sem vilja vita um afstöðu fulltrúanna, sem þeir hafa veitt umboð fyrir sína hönd. í ljósi þeirrar spennu, sem byggð hefur verið upp í kring um flokksþing- ið, eru almennu umræðurnar sá dagskrárliður, sem flestir hljóta að hafa áhuga á. Það er liðin tíð að hægt sé að taka allar mikilvægar ákvarðanir í nafni þúsunda manna í reykfyllt- um bakherbergjum. Almennir fé- lagar í stjórnmálaflokkum, eins og reyndar allur almenningur, á fullan rétt á því að fylgjast með umræðum og deilum um stefnu- mótun í þeim málaflokkum, sem snerta alla þjóðfélagsþegna. Eng- in ástæða er til þess nú til dags að halda, að beinskeyttar umræð- ur og átök um málefni skaði við- komandi flokk. Nauðsynlegt sé að flagga samstöðu og einingu út á við. Það sé merki um að allt sé slétt og fellt. Þvert á móti. Það er einmitt merki um líflegt flokks- starf 'að tekist sé á um leiðir, menn og málefni. Ekkert er nauð- synlegra stjórnmálaflokki en að hann sé vettvangur skoðana- skipta og það er merki um styrk- leika að tekist sé á um mál. Flokksmenn geta svo að þingi Ioknu sameinast um að standa að baki þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið með lýðræðis- legum hætti. Það er mikill misskilningur hjá þeim, sem greiddu því atkvæði að loka flokksþingi Alþýðuflokks- ins, að með þeim hætti losni þeir við fjölmiðlaumræðu um það sem fram fer. Engar „einkaumræður í trúnaði“ geta farið fram þar sem 3-400 manns eru saman komnir. I fyrsta lagi eru ætíð einhveijir, sem telja það sinn hag að umræð- urnar spyijist út, og í öðru lagi verða „leynilegar“ umræður enn- þá meira aðdráttarafl fyrir fjöl- miðla en að öðru jöfnu. Loks taka menn áhættuna af því, að þeir, sem upplýsingarnar veita, túlki þær í samræmi við eigin hags- muni án þess að unnt sé að sann- reyna þær. Þá er verr farið en heima setið. Alþýðuflokksmenn hafa mjög háft á orði síðustu misseri, að við mikinn fortíðarvanda sé að stríða við lausn þjóðfélagsmála. Nú hafa þeir sjálfir gefíð á sér þann högg- stað að vera ásakaðir um aftur- hvarf til fortíðar. Rætur o g vængir Verk Þórarins skólameistara gefin út eftir Gísla Jónsson „Það er einn meginvandi allrar lífslistar að breyta erfíðleikum i ávinning. Það er það, sem skáldið gerir, þegar það breytir þjáningum sínum og raunum í fögur ljóð. Og þannig þurfum við öll að yrkja í líf- inu, að snúa erfíðleikum í sigur- söng. Megi sú verða gæfa Mennta- skólans á Akureyri og nemenda hans í vanda komandi vetrar." Mér er í minni, þegar Þórarinn Björnsson flutti þessi orð á Sal í síðustu skólasetningarræðu sinni. Ef það þykir máli skipta, var þetta árið 1967. Öll orð eru mælt við eitt- hvert tækifæri, en aðeins sum orð eru gædd því lagi og þeirri efnis- auðgi, að þau verða sígild. Mætti nú margur hugleiða þessi orð og önnur fleiri sem saman standa í hinni nýju bók er geymir orð Þórar- ins Björnssonar. Rætur hans stóðu djúpt í ís- lenskri mold, mold íslenskra sveita. Hann átti mikið af tryggð og íhalds- semi sveitamannsins, en var ungur snortinn af mörgu því besta í menn- ingu samtímans — og klassískri fommenningu. Veturinn 1960-1961 varð sú nýlunda í Menntaskólanum á Akur- eyri, að nokkrir búfræðingar, sem bjuggu sig undir nám í framhalds- deild bændaskólans á Hvanneyri, fengu hluta framhaldsmenntunar sinnar fyrir norðan. Þórarinn gladd- ist yfir því að geta orðið við ósk skólastjórans á Hvanneyri um þetta. Honum rann blóðið til skyldunnar og þótti sem hann væri að gjalda nokkra þakkarskuld. Hann sagði í skólaskýrslu: „Vildi skólinn gjarna verða við þeirri ósk, svo marga mæta nemendur sem bændastétt landsins hefur sent þessum skóla frá upphafi.“ Þórarni Bjömssyni þótti vænt um íslenska bændur og íslenskar sveit- ir. Þar lágu ræturnar, og Þórarinn var maður ræktarsamur. Alþýða manna átti samúð hans og virðingu. Hann sagði í skólaslitaræðu 1963: „Við eignumst ekki sjálf okkur nema með því að gefa sjálf okkur. Það er hér, sem öll menning á ræt- ur sínar, og þess vegna er oft að finna sanna menningu hjá óbreyttu og tiltölulega fátæku alþýðufólki, af því að það hefir ekkert að gefa nema sjálft sig.“ Þórarinn komst til Parísar ungur stúdent, þótt fátækur væri að þessa heims gæðum. Hin öra listamanns- lund hans átti gott í þeirri háborg menningarinnar. Þar var við hæfi að lyfta vængjum anda síns á flug. Aldrei kom þó annað til álita en hverfa aftur til íslands og láta föð- urlandið njóta þess sem hæfileikarn- ir höfðu áunnið erlendis. Ekki tafð- ist hann við óreglu eða eyðslusemi. Honum var sparsemi bóndans runn- in í merg og breyttist aldrei að því leyti. Sigurður skólameistari átti þátt í námsvali Þórarins. Menntaskólinn á Akureyri skyldi frá afburðakenn- ara í frönsku og latínu — og fékk hann. Ef þetta hefði ekki orðið, ætlaði Þórarinn að fást við íslensk fræði. Mér hefur oft orðið til þess hugsað, hvers þau fræði fóru á mis, er Þórarinn hvarf að öðru. Honum var gefíð ákaflega næmt málskyn. Honum „var málsins glóð í minni brennd, máttur orðs og hugar veg- inn“, svo sem Einar Benediktsson sagði um Snorra. Skyn Þórarins á íslenska tungu þroskaðist við hag- stæð skilyrði heima á Víkingavatni í Kelduhverfi. Það er enn sama sag- an, þegar greint er frá orðsnilling- um. Að þeirra eigin vitnisburði, námu þeir málið af gamla fólkinu heima, einkum gömlu konunum. Þórarinn sagði frá því, að þá hugs- aði hann með sér hvernig gömlu konurnar heima hefðu að orði kom- ist, er honum sjálfum var helst orðs vant um dagana. Og við þetta leyst- ist vandinn. Lausnin fannst, og þráður hinna erfiðustu þýðinga í Jóhanni Kristófer og Litla prinsinum rann áfram snurðulaus og fínspunn- inn. Þórarinn var afskaplega mál- vandur. Hann vissi að hvað eina er mikilvægt, ekki aðeins það sem stórt er kallað. Hann vissi um hættur þess að láta undan í litlu. Það er svo þægilegt að slaka á og láta berast með straumnum. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd móður- málsins. Hann flutti auðvitað fjölmargar ræður, en hversu mjög sem hann átti annríkt, og það var oft furðu mikið, þá vandaði hann mjög ræður sínar og undirbjó vel, eins og Jón lærði í Hítardal sagði um nafna sinn Vídalín. Þegar Þórarinn svo flutti ræður sínar, voru þær gæddar því- líku lífí listar og tilfinningar, að enginn, sem á hlýddi, getur gleymt. Varð ýmsum gjamt til viðkvæmra geðshræringa undir orðum hans, er saman fór hiti skapsins og fágað orðalag, þar sem ekkert varð af til- viljun. Við skólaslit 1954: „Agi, hæfílegur agi, er nauðsyn- legur, agi, sem temur án þess að kúga, sem beinir orkunni braut án þess að stöðva hana. Kraftarnir þurfa viðnáms til þess að breytast í fijóa orku, líkt og beisla verður villiorku vatnsins, til þess að hún verði að vermandi ljósi. Frelsi og agi verða að haldast í hendur, frels- ið til þess að veita möguleikana, aginn til að gera eitthvað úr þeim. Frelsið eitt elur formleysi, þ.e. menningarleysi, og aginn einn lamar og deyðir. Sameinað skapar það lif- andi menningu." Mikill fengur er að því að hafa ræðusafn Þórarins á bók, og verða þó ræður hans prentaðar aldrei slík- ar sem talaðar, þeir voru persónu- töfrar hans og lífsmáttur, þegar hann flutti þær. Á móti kemur það, að margt er í bókinni annað en ræður hans, og hefur sitthvað hvorki heyrst né sést opinberlega áður, allt frá skólastílum að hugdettum og minnisgreinum frá fullorðinsárun- um, margt af því vængjuð orð og fleyg, eins og títt er í vekum Þórar- ins, athugasemdir sem leiftra af þeim gáfum sem að erlendum hætti nefnast inntellígéns. Hjörtur Pálsson, umsjónarmaður verksins, hefur verið fundvís og enga fyrirhöfn sparað í leitinni. Hugsun Þórarins og lífsvisku hefur hér verið haldið til skila með mikilli sæmd. Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 hafa staðið fyrir þessari útgáfu. Hún er gerð í þakk- lætisskyni, og ekki bara frá þeim, heldur má líta á þessa ágætu tveggja binda bók sem þakklætis- vott allra þeirra sem nutu kennslu og skólastjórnar Þóarins, og reyndar miklu fleiri, því að löngu fyrir dauða sinn var Þórarinn orðinn þjóðkunnur maður af verki sínu og mannkost- um. Átti hann trúnað og þökk margra er fengu honum börn sín til náms og þroskaleitar. Var fjöldi bréfa til marks um það. Um afburði Þórarins í kennara- stól hef ég engan heyrt efast og er svo heppinn að geta sjálfur um þá borið. I kennslu naut hann sín, að ég held, allra best. Þar var öllu á einn veg farið: fullkomið vald á efn- inu, lifandi og logandi áhugi, skyldu- rækni og meðfædd náðargáfa sem ekki er auðvelt að lýsa. Menn lærðu hjá honum og vildu standa sig, enda tók hann því hvorki þegjandi né hljóðalaust, ef menn komu ólesnir í tíma, svo skapbráður og tilfínninga- næmur sem hann var. Það léku menn ekki tvisvar. Hitt var þó meira, að menn minnkuðust sín fyr- ir að standa sig illa hjá svo góðum kennara, og þar að auki var mönn- um hlýtt til hans. En mest miklaðist mér sá hæfíleiki Þórarins sem fólg- inn var í því að glæða skilning, opna nýja sýn og efla með mönnum mátt- arkennd gagnvart viðfangsefninu. Hann vissi manna best að menn hafa gaman af því sem þeir geta. Ég gleymi aldrei hvernig hann opn- aði mér víðáttur setningafræðinnar yfír Sesari og Síseró í fímmta bekk. Þórarinn kunni líka þá list að gera nám og starf að leik og keppni og kom því til skila hjá okkur. Hann var gæddur framúrskarandi leik- gleði og keppniskrafti, hafði og mik- ið yndi af því að leysa snúnar þraut- ir, svo með höndum sem höfði. Hann barðist stundum hart málstaðarins vegna, einkum ef honum þótti skóla- sæmd við liggja, en ég held að hann hefði getað barist baráttunnar vegna. Mjög er ég þakklátur fyrir að örsjaldan sannreyndi ég hversu Þórarinn Björnsson, skólameistari, í ræðustól á Möðruvöllum í Hörgárdal haustið 1955 er 75 ár voru liðin frá upphafi skólahalds þar. Sjöttubekkingar í boði hjá skólameistarahjónunum í vetrarbyijun 1960. Frú Margrét Eiríksdóttir leikur á flygilinn. Menntaskólinn á Akureyri. erfíður andstæðingur hann gat ver- ið. En það var ekki dónalegt að spila við hann. Þá var ekkert gert með hangandi hendi eða sagt með linmæltri tungu. Þegar Þórarinn Björnsson tók við starfí skólameistara, var hann á besta aldri, 42 ára gamall. Einhvern tíma sagði hann, að ef hann hefði ekki gerst skólamaður, hefði hann viljað verða fjárhirðir. Honum var annt um hvem einstakling hjarðar- innar, og glöggskyggni smalans frá Víkingavatni fylgdi honum alla tíð. Hann var svo mannglöggur, að til stórundra má telja. Hann gat engum gleymt og gerði sér far um að fylgj- ast með nemendum, afskiptasamur og eftirlitsríkur út í æsar. Þótti sum- um nóg um, en fáir munu hafa ver- ið ósnortnir af góðvild hans. Hún var að allra dómi, sem þekktu hann best, sterkasti þátturinn í skóla- stjóm hans. Um það vitna mörg bréf sem fram komu frá nemendum hans, þegar saga Menntaskólans á Akureyri var í smíðum. Mjög undr- aðist ég stundum, um slíkan afburð- amann, og vammlausan, hversu mikinn skilning hann hafði á mann- legum breyskleika og takmörkunum mannlegrar getu. Stúdentum frá M.A. var tamt að tala um föðurlega umhyggju hans, ekki síst þeim er breyskir voru. Öllum ber saman um að gott væri til hans að leita. Hann vildi hvers manns vandræði leysa, eins og Njáll. Mér eru ógleymanleg- ir bréfakaflar eins og þessir: „Eg held að Þórarinn Bjömsson sé hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst um dagana. Samúð hans með hinum kvalda var svo rík. Hafí einhver kennt mér að bera virðingu fyrir lífínu, þá var það Þórarinn.“ Og: „Kannski mat ég hann mest fyrir bamið sem hann varðveitti með sjálfum sér,“ og enn: „Hann var nemendum sínum allt að óaðfínnan- legur lærifaðir, vemdari og vinur. Ég er almættinu þakklátur fyrir að njóta forsjár hans.“ Þórarinn veitti þannig nemendum sínum fagurt for- dæmi á margan hátt, og þá ekki síst með dugnaði, ósérhlífni og grandvarleik. Hann var sannarlega „integer vitae, scelerisque purus“ á klassískri tungu Hórasar, „vamm- laus og vítalaus" á máli Gríms Thomsens. Hann lagði sig allan fram, gaf sjálfan sig, eins og hann sjálfur komst að orði. Fyrir það öðl- aðist hann þá hamingju sem er fólg- in í því að vera sáttur við sinn innri og besta mann, sjá hugsjónir sínar rætast í gæfu fjölda annarra manna og verða þjóðkunnur af góðum verk- um sínum. Hann fékk líka að deyja óhrömaður, þannig að enginn man hann nema svo sem hann væri, að slepptum sjúkdómi, enn í fullu fjöri. Og enginn getur fórnað meira en lífí sínu, en Þórami varð oft hugsað og vitnað til orða Einars skálds í Hnattasundi: Skammvinna ævi, þú verst í vök, þitt verðmæti gegnum iífíð er fómin, en til þess veit eilífðin alein rök. Ég vil svo að lokum þakka þessa bók. Hún á áreiðanlega eftir að verða mörgum að gleði og gagni, og þó ekki væri annað en orðin sem ég vitnaði til í upphafi þessa grein- arkoms. Prentsmiðjan Oddi hefur innt starf sitt af höndum, svo sem þjóðkunnugt er, en einstaka menn, sem að verkinu hafa komið, ætla ég ekki að nefna að svo stöddu, nema áðurgreindan Hjört Pálsson, sem unnið hefur umsjónarverk sitt af vandvirkni og smekkvísi og skrif- að að auki góðan eftirmála. Höfundur var menntaskólakennari. l Umhverfisráðstefnan í Ríó: Okkur má ekki mistakast að virkja orð til athafna - sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í ræðu sinni VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt ræðu á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro í gær þar sem hún fagnaði þeim skrefum sem tekin hafa verin þar í átt til vemdunar hafanna. Hún sagði að leiðtogarnir sem væru samankomnir í Ríó yrðu að efla trú manna á það verkefni sem framundan væri í um- hverfismálum. Enginn árangur næðist án þátttöku almennings, en skógræktarátak íslendinga sýndi að það væri gerlegt að snúa vöm í sokn. Vigdís sagði að maðurinn hefði fjarlægst náttúruna, hann hefði reynt að gera hana að ambátt sinni í stað þess að vinna með henni. En á sama hátt og maðurinn gæti umbreytt náttúrunni gæti hann einnig nýtt sér gáfur sínar til orðs og æðis til að leysa vandann í um- hverfismálum. „Ef okkur mistekst á hinn bóginn að virkja orð okkar til árangursríkra athafna um alla jörð munum við missa traust heims- ins á heilindum okkar og hæfni til að leysa vandann. Það er skylda okkar að gera ekki aðeins áætlanir, heldur að efla trú manna á verkefn- ið og setja gott fordæmi.“ Mengun er vandamál allra, sagði forsetinn. John Donne hefði sagt að enginn maður væri eyland og í umhverfísmálum mætti segja að engin eyja væri eyland. íslendingar, sem lifðu á hafínu og hefðu gerst talsmenn verndunar auðlinda þess á alþjóðavettvangi, fögnuðu þeim árangri sem hefði náðst í þeim efn- um í Ríó, sem varðaði losun lífræns og geislavirks úrgangs og verndun lifandi auðlinda. Það væri sama hvað ráðstefna eins og þessi gerði, enginn varanleg- ur árangur næðist án þátttöku al- mennings um allan heim. Skref í þá átt hefði verið stofnun svokall- aðra „grænna fjölskyldna" í nokkr- um borgum á Norðurlöndum á Ári Umhverfísins á síðasta ári. Mikil- vægi þátttöku almennings sæist á íslandi, þar sem 4 milljón tré væru gróðursett á ári, eða 16 á hvert mannsbam. „ímyndið ýkkur þetta vera gert um alla jörð - 80 milljarð- ar nýrra tijáa á ári. Það myndi ekki taka langan tíma fyrir loft- fírrða jörðina okkar að bytja heil- brigða öndun á ný ef slíkt yrði gert. Við erum að breyta uppblásinni eyð- imörk við heimskautsbaug í grænt land á ný.“ Vigdís vitnaði í stjómspekinginn Edmund Burke, sem sagði: „enginn gerir stærri mistök en sá sem hefst ekkert að vegna þess að hann hefði getað gert lítið.“ Við þyrftum að varast sjálfshól, því ekki væri til hróss að vinna, heldur að afstýra sakfellingu barna okkar og barna- barna, sem fengju jörðina í arf. Til að minna á þetta hefði víkingaskip- Frú Vigdís Finnbogadóttir ið Gaia komið til Ríó með bók innan- borðs, sem hefði að geyma skilaboð barna heimsins til ráðstefnugesta. Vigdís lauk ræðu sinni með því að vitna í Völuspá: Sér hún upp koma öðra sinni jörð úr ægi iðjagræna. Falla fossar, flýgur örn yfír sá er á fjalli fiska veiðir. „Aldrei hefur þessi sýn úr fortíð- inni verið slíkt leiðarljós fyrir fram- jtíðina," sagði forsetinn í lokaorðum. Akranesbær 50 ára: ‘ Notaleg fjarlægð frá borginni — segir Gísli Gíslason bæjarstjóri GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að hátíðardagskrá í tilefni af 50 ára afmæli Akraneskaupstaðar hafí farið mjög vel af stað með opnun glæsilegrar myndlistarsýningar í gær. Hann segir að sérstaklega verði höfðað til bæjarbúa og brottfluttra Skagamanna á afmælinu. Börn og unglingar fá ókeypis með Akraborginni til Akraness meðan á hátíðardagskránni stendur, 12.-21. júní. Gísli sagði að undirbúningur fyrir afmælið hefði hafist í sept- ember á síðasta ári. „Við byijuð- um svo að fylla upp í dagskrána eftir áramót. 26. janúar var hér stórhátíð í tilefni af fyrsta bæjar- stjórnarfundinum 1942. Við höf- um tekið í notkun heilsugæslustöð og tónlistarskóla. Tónlistarvika var í mars og skólamir, fjölbraut- askólinn, grunnskólamir og leik- skólarnir tóku að sér dagskrá. Hápunktur afmælisins er hins vegar afmælisvikan, sem nú stendur yfír, og í júlí verður veg- leg uppákoma þegar forsetinn sækir okkur heim,“ sagði Gísli þegar spurst var fyrir um afmæl- ið en gert er ráð fyrir smærri uppákomum út afmælisárið. Þegar Gísli var beðinn um að nefna sérstaklega athyglisverð dagskráratriði í afmælisvikunni sagði hann að dagskrár í tilefni af sjómannadegi og þjóðhátíð yrðu óvenju glæsilegar. „Til við- bótar erum við með mjög veglega kvennadagskrá 19. júní, í tilefni þess dags og afmælisins, og síðan er boðið upp á gönguferðir um bæinn undir leiðsögn Valdimars Indriðasonar. Þær geta að mínu mati orðið mjög áhugaverðar fyr- ir alla bæjarbúa," sagði hann. Farið verður í gönguferðirnar á mánudag og fimmtudag. Vilþjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, óskar Gísla Gísla- syni, bæjarsljóra á Akranesi, til hamingju með afmæli bæjarins. Akranes hefur verið mjög vax- andi bær síðastliðin 50 ár að sögn Gísla. „Síðasta áratug hefur verið stöðug og jöfn aukning. Hins veg- ar má segja að um þessar mundir hafi verið nokkur kyrrstaða svip- að og annars staðar á landsbyggð- inni. Menn eru samt bjartsýnir á að hér séu allar forsendur fyrir áframhaldandi aukingu,“ sagði Gísli. Aðspurður sagðist hann ekki halda að staðsetning bæjarins svo stutt frá höfuðborginni háði hon- um. „Nei við höldum einmitt að það geti verið kostur. Við erum svona í útjaðrinum og köllum það að vera í notalegari fjarlægð frá höfuðborginni." „Við eram með dagskrána fyrst og fremst fyrir bæjarbúa og höf- um reynt að gera bæði ungum og öldnum til hæfis. Ekki er búist við sérstaklega mörgum utanað- komandi en að sjálfsögðu reiknum við með að gamlir og góðir Skaga- menn sem era brottfluttir eigi fullt erindi hingað til að riíja upp góðar og gamlar minningar," sagði Gísli og minnti á að ókeyp- is væri með Akraborginni fyrir börn og unglinga á meðan á af- mælishátíðinni stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.