Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 ©J991jJirrUJnfler/Distrjbuted by Universal Press Syndicate , /4sn'/rvt sá cim/x. -fann ekku s>í<jarettu - ki'éjkjqurOnn S/nn L ryicxcjun,." HÖGNI HREKKVÍSI PmpnMðMb BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Gjörnýting hins frjálsa framtaks Frá Sigvrði Guttormssyni: Ritfrelsið hefur löngum þótt höf- uðkostur tjáningarfrelsisns, jafnt hér á landi sem annars staðar. Þó er ekki því að neita, að fallið getur á dýrðarljómann þegar hreyft er and- mælum gegn lögbrotum þeirra, sem ráðandi embættismenn telja sér skylt að sjá í gegnum frngur við. Tvívegis hefi ég á undanfömum árum sent Velvakanda Morgunblaðs- ins mótmæli gegn umferðarlagabrot- um, sem átt hafa sér stað á Kapla- skjólsveginum í hvert sinn þá er KR hefur efnt til marktækra kappleika á vellinum norðan vegarins, en slíkt á sér stað margsinnis á hveiju sumri. Gerist þá jafnaðarlega tvennt í senn, að sjálfskipuð „umferðarlögregla" hefur hreiðrað um sig á viðkomustöð- um strætisvagnanna, og svo hitt, að fjöldi húseigenda er þarna innilokað- ur með ökutæki sín og væntanlegum gestum þeirra meinaðar heimsóknir. Er þetta óneitanlega dálítið skopleg útfærsla á hinu mjög svo rómaða frjálsa framtaki. Þeir sem hér í borg stjóma lög- reglu- og gatnamálum, sem og stað- setningu mannvirkja við gatnakerfíð, fá vafalítið, að starfsferli loknum, hástemmt lof og prís, fyrir einstæða samviskusemi við þau trúnaðarstörf, er þeim hafði verið á hendur falin, kannske líka heiðurskrossa. En þó nú að óværa þessi í íþróttalífmu hafí árum saman verið kunn að endemum hér um Vesturbæinn hefur þetta, svo vitað sé, aldrei borist að hlustum eða fyrir sjónir þeirra virðulegu fulltrúa, sem stjóma velferðarmálum borg- arbúa. Nú vill reyndar svo til, að í borgar- stjórn situr kona ein ágæt, sem um alllangt skeið hefur unnið að þvi að leiða mishæfa eða vanskólaða öku- menn inn á vegu dyggðarinnar, og með því vafalítið bjargað mörgum borgarbúanum frá slysi eða hrakföll- um. Þó tel ég víst að hennar vegsemd mundi enn aukast, ef hún við ákjós- anlegt tækifæri efndi til kennslu- stundar í umferðarmenningu á ám- innstri umferðaræð, sunnan KR-vall- arins, og tæki með sér tvo eða þijá lögregluþjóna, sem henni í slíkri stöðu ætti að vera innan handar að fá. Mundu þá þessir verðir laganna vafalaust gera það lýðum ljóst að þeir létu skylduræknina ráða gerðum sínum, en ekkert annað. Við kappleikinn hinn 23. maí gerð- ist reyndar sú nýlunda, að lögreglu- maður kom og varði viðkomustaði strætisvagnanna fyrir ásókn aðkom- andi bíla og hafði í nógu að snúast. Hins vegar hafði hópur bifreiða hreiðrað um sig allt í kringum nýupp- settan brunahana, sem telja verður hástig ósvífninnar, sem sumir kalla reyndar „að bíta hausinn af sköm- minni“. SIGURÐUR GUTTORMSSON Kaplaskjólsvegi 49, Reykjavík neitt. Alla vega hlýtur þetta að vera mjög vafasamur tími til þess að huga að þessum áformum og því eins gott fyrir Ríkisspítalana að leggja þessa tillögu á hilluna. Þegar betur árar má kannski taka slíka tillögu á dagskrá, enda gott fyrir Borgarspítalann að hafa sam- keppni. Hún hýtur að bæta þá þjón- ustu, sem þar er veitt. xxx Nú hefur birst skýrsla Alþjóða- fískveiðiráðsins um þorsk- stofnana við Island og ný svartsýn- isbylgja ríður yfir þjóðina, sem sér nánast ekkert ljós framundan og hver stjómmálamaðurinn á fætur öðrum og forsvarsmenn atvinnu- veganna kynda undir þessa svart- sýni. Væri nú ekki nær að stappa stálinu í þessa vesölu þjóð og telja henni trú um að hún komist yfir þessa svörtu framtíð? íslenzk þjóð hefur svo sannarlega áður átt dimma daga og hún hefur klórað sig út úr erfiðleikum áður. Menn ættu einmitt að telja henni trú um að hún getur tekizt á við erfiðleik- ana og sigrazt á þeim. Ef þjóðin trúir ekki á sjálfa sig, er vissulega allt glatað. Ökumenn! Yfírfarið bílinn áður en lagt er af stað. Víkið vel útaf vegi ef eitt- hvað bilar, svo þið aukið ekki slysahættu í mikilli umferð. Yíkveiji skrífar Frétt, sem Morgunblaðið birti á miðvikudag um spamaðar- hugmynd konu í mötuneyti Borgar- spítatans hefur vakið talsverða at- hygli og viðbrögð, því að nokkir aðilar hafa hringt á ritstjórn Morg- unblaðsins til þess að lýsa skoðun- um sínum á þessari frétt og því sem þar kemur fram. Bakari hringdi og kvað hugmynd konunnar góðra gjalda verða, en hins vegar hneykslaðist hann á því að um mörg ár, hafi mjólk verið hellt niður á Borgarspítalanum. Hann kvað þetta dæmigert um sóun hins opinbera á almannafé og hve litla virðingu stjórnendur í opinber- um rekstri bæru fyrir fjármunum skattborgaranna, sem sjálfir nytu t.d. lélegri lífeyriskjara, en opinber- ir starfsmenn. Bakarinn sagði, að jafnvel þótt mjólk súrnaði, væri hún nýtanlegt hráefni í bakstur og spít- ölunum, sem jafnvel rækju sitt eig- ið bakarí, ætti að vera í lófa lagið að nýta þessi verðmæti, fremur en hella þeim niður í klóakið. Þá vakti þessi frétt einnig við- brögð á Landspítalanum, þar sem starfsfólkið ræddi mikið um þetta fyrirkomulag á Borgarspítalanum. Einn aðili, sem þar vinnur, hringdi á ritstjórn Morgunblaðsins og kváð erfítt um vik á Landspítalanum að taka upp þessa sparnaðarhugmynd konunnar á Borgarspítalanum, ein- faldlega af þeirri ástæðu, að aldrei hefði einum einasta dropa af mjólk verið hellt þar niður. Hann kvað eina starfsstúlkuna hafa unnið þar í hátt í 40 ár og minntist hún ekki slíks atviks, að mjólk hefði verið hellt niður á Landspítalanum. Einn af starfsmönnum ritstjórn- ar Morgunblaðsins segir gjaman „margt er skrítið í kýr- hausnum“, þegar eitthvað ber á góma, sem óskiljanlegt er og þetta orðatiltæki kom upp í huga Vík- veija dagsins, er hann sá tillögur um nýja slysavarðstofu Landspítal- ans í vikunni. Skýtur ekki svolítið skökku við á öðrum eins sparnaðar- tímum í heilbrigðisgeiranum og raun ber vitni, að tillögur skuli koma um, að Landspítalinn opnaði slysadeild - eða hefur einhver heyrt þess getið, að slysadeild Borgarspít- alans anni ekki þeirri þjónustu, sem hún lætur í té? Menn segja að þetta þurfi ekki að verða til mikils kostnaðarauka fyrir spítalann, en enginn hefur haldið því fram að þetta kosti ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.