Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 40
Wt^AR©AiGWft aa.a.ýNíí..l-ö»2 áO Minning: Gunnvör Braga Sigurðardóttir Fædd 13. júlí 1927 Dáin 1 júní 1992 Gunnvör Braga Sigurðardóttir er látin. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með henni og undir hennar stjóm síðastliðin ár og á fyrri árum í styttri áföngum. Gunnvör Braga kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu eftir að nefnd skipuð af útvarpsráði í byrjun 8. áratugarins hafði fjallað um efni ætlað bömum og unglingum. Að framleiða efni í útvarpi ætiað bömum til þess að mennta þau, skemmta þeim og kenna þeim að hlusta á útvarp þótti eðlilegt á þeim tíma. Það þótti líka eðlilegt að fram- kvæmdastjóm slíkra þátta væri í höndum einnar manneskju. Gunnvör byggði upp starfsemi sem náði til allra barna landsins og ól þar að auki upp marga út- varpsmenn og -konur sem nú starfa við annars konar þáttagerð. Gunn- vör gerði sér grein fyrir því að vanda varð til efnis sem ætlað var bömum og það yrði að hljóta við- undandi sess í dagskrá. Gunnvör Braga var mjög sérstök kona. Hún helgaði líf sitt bamamenningu. Ekki aðeins átti hún níu börn sjálf, heldur vom henni engin málefni bama óviðkomandi. Gunnvör Braga vildi gera útvarp- ið að miðli sem böm gætu átt, ekki aðeins til afþreyingar, heldur einnig til örvunar, menntunar, skemmtun- ar og jafnvel huggunar. Áhuga- og afstöðuleysi eru hugtök sem voru ekki til í orðaforða Gunnvarar. Þegar við samstarfsfólk hennar fengum að vita um sjúkdóminn sem henni var gert að berjast við og bíða lægri hlut fyrir, sagði hún við mig orðrétt: „Vertu ekki hrygg, elskan, það sem ég er að fást við er lífið sjálft.“ Það var einmitt lífið sjálft. Það virtist aldrei hellast yfír hana myrkur eða uppgjöf, hún var alltaf örvandi. Marga hef ég átt samstarfsmenn og yfirmenn en aldrei þekkt neina manneskju sem gat dansað svo léttilega á bámm samskipta og gefíð starfsfólki sínu jafnmikið frelsi til þess að þróast sjálft í sínu starfí. Vegna sjúkdóms Gunnvarar kom það í minn hlut að sitja þing nor- rænna bamaþáttaframleiðenda fyr- ir íslands hönd nýverið. Á þeim vettvangi minntust allir norrænu vinimir Gunnvarar sem „lífskúnstn- ers“ og fmmmóður. Gunnvör Braga hefði fengið Pollýönnu sjálfa til þess að fölna, því þótt oft blési á móti átti hún þann stórkostlega eig- inleika að fínna alltaf einhveija já- kvæða lausn á öllum málum. Miklar skipulagsbreytingar RÚV á undan- fömum ámm urðu til þess að bama- og unglingadeild, sem Gunnvör byggði upp af mikilli elju, var nær öll skorin niður. Gunnvör tók þetta vitaskuld nærri sér, en lét þó aldrei bugast, heldur barðist ótrauð fyrir sínum málaflokki. Gunnvör sagði oft eftir langa fundi umn eilífan niðurskurð sem bitnaði á bömum og unglingum: „Jæja, botninum er náð. Nú er aðeins hægt að vinna uppávið og framávið". Vinna uppávið og framávið í anda Gunn- varar skulum við gera! Það verða aðrir til þess að rekja ættir hennar og æviferil en ég vil aðeins með þessum örfáum orðum þakka fyrir þann tíma sem við unn- um saman og kveðja eldhuga og „lífskúnstner" sem skilur eftir mik- ið tómarúm, en um leið litríkar minningar og orðið JÁ með stómm stöfum. Bömum Gunnvarar og eigin- manni hennar Bimi sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um mikla konu lifír! Elísabet Brekkan. Á björtum og heitum sumardegi í Uppsölum berst mér andlátsfregn Gunnvarar Braga. Mér varð hugsað til annars sólríks sumardags í Kópa- vogi fyrir tæpum fimm ámm þegar Gunnvör fagnaði sextugsafmæli sínu í fjölmennum hópi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Hún var þá eins og lengstum endranær geislandi af gleði og þrótti. Ekki hafði ég ætlað annað en ég myndi heilsa henni með þvílíku yfírbragði þegar ég kæmi aftur heim eftir all- langa útivist. En nú fer á aðra lund. Og í svip fínnst mér stór hluti af sál Útvarpsins, eins og ég hef þekkt þar til innan dyra um margra ára skeið, sé þaðan á braut. Á flölmennum vinnustað kynnist fólk yfírleitt takmarkað. Það á sam- skipti í starfínu, oftast sem betur fer þægileg og misfellulítil, en þar er sjaldnast um andlegt samneyti í eiginlegum skilningi að ræða. Fá- einir samstarfsmenn skera sig þó úr. Þetta fólk hefur þann persónu- leika og gefur svo mikið af sjálfu sér, að okkur fínnst við þekkja það mun betur og nánar en aðra sam- verkamenn sem við umgöngumst álíka mikið. Svo var um Gunnvöru Braga. Fáir menn sem ég kynntist í starfí hjá Ríkisútvarpinu hafa orð- ið mér svo hugstæðir sem hún. Leiðir okkar lágu saman á Skúla- götu 4 fyrir tæpum átján árum, haustið 1974. Hún hafði þá ekki alls fyrir löngu tekið við starfí dag- skrárfulltrúa sem hafði umsjón bama- og unglingsefnis á sinni könnu. Var hún fyrsti starfsmaður Útvarpsins sem ráðinn var gagn- gert til að sinna þeirri mikilsverðri grein dagskrárinnar. Áður höfðu starfsmenn séð um bamaefnið ásamt öðm, lengst af til að leysa Hjört Pálsson dagskrárstjóra af í ársleyfi hans. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að ræða við Gunnvöm til að kynna mér stöðu mála á henn- ar vettvangi. Æ síðan töluðum við mikið saman. Við höfðum bæði mikinn áhuga á því að flytja bömum listrænar og þroskavænlegar sögur + Innilegar þakkir sendum viS öllum þeim, er sýndu okkur samúft, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, ÞÓREYJAR HELGU EINARSDÓTTUR, Kleppsvegi 136. Einar Ingi Hjálmtýsson, Kristín Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR SIGHVATSDÓTTUR frá Ragnheiðarstöðum. Kjartan Guðmundssson, Guðmundur Kjartansson, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Sighvatur Kjartansson, Denice Baker og barnabörn. í dagskránni. Gunnvör • skildi vel nauðsyn þess að bjóða ungum hlust- endum ekki upp á annað en sögur sem að allri gerð stæðust strangar kröfur, vel samdar, í vönduðum þýðingum og góðum flutningi. Svo fór að barnadeildin undir hennar stjórn varð sá aðili sem mest og best kom eiginlegum bamabók- menntum, einkum þýddum úrvals- sögum, á framfæri við íslenskan almenning. Með örfáum undantekn- ingum sinntu bókaforlög því hlut- verki lítið en nú svo komið að að- eins eitt forlag í landinu leggur nokkra rækt við það. Framlag Rík- isútvarpsins á þessu sviði hefur því verið mjög þungt á metunum. Síðasta bréf mitt til Gunnvarar varðaði einmitt þetta atriði. Og ég hét henni því að hafa augun opin hér í Svíþjóð gagnvart góðum bama- og unglingasögum sem kynnu að henta í dagskrána. Úr þeirri athugun hefur að vísu ekki komið neitt ennþá, en mér fínnst ég skulda minningu hennar það að standa við fyrirheitið. Vonandi mun forráðamenn hjá Ríkisútvarpinu í framtíðinni hvorki skorta áhuga né metnað á þessu sviði og halda svo áfram því ræktunarstarfí sem Gunnvör sinnti svo vel. Ég þekki lítt til æviferils Gunn- varar Braga í einstökum þáttum. Ég vissi að sjálfsögðu strax að hún var dóttir hins gáfaða mælsku- manns og skálds, Sigurðar Einars- sonar. Hjá honum hefur hún numið virðingu fyrir orðsins list, svipmikið tungutak og f ærni í meðferð móður- málsins sem einkenndi hana. Sig- urður var einn af fyrstu starfs- mönnum Ríkisútvarpsins, annálað- ur fréttamaður og fyrirlesari sem náði athygli þjóðarinnar flestum betur. Honum kynntist ég aldrei persónulega, en er í minni seið- magnaður flutningur hans í útvarp- inu á seinni árum sínum, erindi, sögur og eigin kvæði. Vera má að tengsl föðurins við Ríkisútvarpið hafí orðið til þess að Gunnvör sótti þangað á miðjum aldri. Hún átti þá mikla sögu að baki og hafði áreiðanlega reynt ýmis boðaföll í lífí sínu. Hún átti stóra fjölskyldu sem engum duldist að var henni einkar kær. Öll reynsla hennar, gleðistundir og andstreymi, mannþekking og samúð með hinum veika reyr — allt gerði þetta henni auðvelt að fínna leiðina til barna í starfí sínu. Hún safnaði um sig ungu fólki til dagskrárgerðar, var því í senn leiðbeinandi, félagi og móðir. Hún hafði bersýnilega mjög gaman af að lifa og lét ekkert spilla lífsgleði sinni. Þegar á móti blés vildi hún helst hverfa til þess sem gladdi lundina og hressti andann og una samvistum við þá sem henni þótti vænst um. í skammdeginu þótti henni gott að taka sér frí og hverfa með manni sínum til suð- rænna stranda. Það er oft sagt að maður kom í manns stað. Þá er átt við að hlut- verki einstaklingsins í þjóðfélaginu verði sinnt af einhvequm öðrum þótt hann sjálfur hverfi. Þetta ligg- ur í hlutarins eðli. En örlát, hlý og skemmtileg manneskja sem maður kynnist í starfí sínu er gjöf sem enginn og ekkert getur komið í staðinn fyrir. Það verður vissulega allt snauðara í Efstaleiti þegar ég kem þangað næst og sæti Gunnvar- ar stendur autt. En það sem var lifír áfram innra áfram með okkur. Gunnvör Braga þurfti ekki að þola þungbæra elli. Við getum minnst hennar eins og hún var svo oft, hress og glöð í hópi vina sinna. Sú minning verður aldrei frá okkur tekin. Gunnar Stefánsson. Ég ætla að þakka mömmu ást- samlega fyrir allar stundir með henni. Klukkan er rúmlega sex að morgni, ég er hjá pabba í Voga- tungunni húsið og íbúar þess sofa^ það er eitthvað sem vekur mig. I dag er ijórði júní og ég veit þegar ég rýni á móti dagsbirtunni að í þetta sinn er það ekki mamma, nú er hún dáin. Hún lést á Borgarspít- alanum fyrsta júní 1992. Undanfama mánuði hef ég átt yndislegar stundir í litla húsinu í Vogatungu 61 Kópavogi. Þetta vom stundir baráttu upp á líf og dauða. Það var sterk kona sem barðist við sjúkdóm sem bar sama nafn og það stjömumerki sem hún var fæddi í „Krabbi". Hinn 13. júli 1927 fædd- ist hún í Flatey á Breiðafirði, þar bjuggu foreldrar hennar Guðný Jónsdóttir hjúkrunarkona og Sig- urður Einarsson skáld og prestur. Kona vestur í Ólafsvík sagði mér að móðir mín hefði verið fallegt bam og amma mín Guðný mjög sérstök kona. í þá daga voru böm oft mjög mikið veik í marga mán- uði, þannig var með þessa öldruðu vinkonu mína, en þá hafði amma mín borið hann að húsinu er þau bjuggu í og leyft henni að sjá barn- ið Gunnvöra Braga inn um glugga. Amma mín hafði fært þessari konu, þá litlu bami, perlufesti og armband að gjöf meðan hún var veik. Eg man hvað mér þóttu pabbi og mamma alltaf fallegust af öllum þegar þau vora að fara eitthvað prúðbúin. Þau vora svo glöð og samtaka. Ekki að allar stundir væra alltaf jafngóðar, heldur gáfu þau mér vegarnesti út í lífíð þar sem hlátur, grátur, gleði og sorg ferðuðust jafnhliða og deildu með sér verkum þannig að þokkalegt jafnvægi næðist. Ég bjó hjá þeim á Meltröðinni fyrsta árið eftir að Gunnvör Braga dóttir mín fæddist. Óráðin var ég um fratíðina eins og svo mörg önn- ur ungmenni. Ég hafði ekki lokið við að læra neitt. Hún var ákveðin hún móðir mín að menntunarlaus færi ég ekki að heiman. Margir skólar komu til greina en úr varð að ég fór í Sjúkraliðaskóla íslands og lauk þaðan prófí með hennar hjálp og nöfnu hennar, ég þakka elsku mömmu minni fyrir það. Leiklist og söngur hefur verið mitt áhugamál, ég er áhugaleikari og alltaf hefur mamma stutt mig og hvatt þegar ég hef verið að stúss- ast í leik, nú síðast horfðum við saman á upptöku af leikriti sem ég lék í. Hún var ánægð að sjá hvað mér gekk vel, ekkert var henni kærara en framlag okkar til ís- lenskrar menningar og tungu. Við eram stór hópur systkinin frá Mel- tröð 8 í Kópavogi og hópurinn af bamabömum orðinn íjölmennur. Ykkur öllum við ég þakka alla hjálp við foreldra mína. Mamma sagði að Guð mundi hjálpa þeim sem hjálpuðu öðram, munum það. Óllu starfsfólki Heimahjúkranar Kópavogs og stúlkunum í heimilis- hjálpinni bið ég blessunar. Heima- hlynning Krabbameinsfélagsins, starfsfólk deildar A7 Borgarspítal- anum og Geisladeildar Landsspítal- ans megi Guð gefa ykkur kjark til áframhaldandi starfa. Kjarkur elskulegrar mömmu minnar kennir mér að takast á við lífíð og lífsdansinn, takk fyrir alla hjálp og vináttu. Elsku Bói minn án þín hefði þetta verið erfiðara. Guð styrki þig og systkini þín. Pabbi minn þú hefur misst mest, en það er huggun harmi gegn, öll bömin þín tengdabömin og bamabama- hópurinn stóri. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Ólafsvík. Ég var ekki há í loftinu þegar ég man mig að skottast á milli hæða í útvarpinu við Skúlagötu. Ég fékk að koma í þulastofu og fylgjast með þeim kynna dag- skrána, Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdarstjóri útvarpsins, bauð mér ævinlega Pez og fylgdi því bros hans og vingjarnlegt augna- ráð, síðan endaði útvarpsferðin inni hjá Gunnvöra Braga, þar sem ég sat lengi, stgndum með bamabók í hönd, eða við sátum bara og horfð- um á litadýrð Esjunnar, á meðan ég sagði henni drauma mína sem yfirleitt tengdust útvarpi. Gunnvör kunni að hlusta og hún gat látið drauma rætast. Ég var 19 ára þeg- ar hún gaf mér fresíur eftir fyrstu útsendinguna, hjarta mitt hló, ég átti heiminn og hún gaf mér hann. Þegar bama- og unglingadeild var stofnuð við Ríkisútvarpið fékk ég að vera í áhöfn. Við vorum ekki bara samstarfsmenn, milli okkar óx vinátta, Gunnvör tók þátt í lífi mínu og draumum, hvatti mig alltaf í starfi, iíka þegar mér mistókst. * Ég sit hér í Flórens og söknuður- inn er mikill, hana ætlaði ég að hitta fyrsta þegar ég kæmi í út- varpshúsið í haust. Drengurinn minn litli, Freyr, fær ekki að kynn- ast Gunnvöra og þeirri elsku er hún sýndi mér, en minningarnar ljúfu skulu einnig verða hans þegar ég tíunda honum gamlar gleðistundir sem merla í minningunni. Elsku Björn og þið öll, við Torfí og Freyr litli sendum ykkur hlýjar hugsanir og loga frá kerti sem tendrað var í kirkjunni sem stendur í hliðinni fyrir ofan húsið okkar. Sigurlaug M. Jónasdóttir. Það era tíu ár síðan ég kom með bók Hans Hansens — Plim — á Bama- og unglingadeild Ríkisút- varpsins og sýndi Gunnvöra Braga. Henni leist vel á og þýddi ég bókina og las sem framhaldssögu. Þetta varð til þess að Gunnvör bað mig að taka að mér Hrímgrund, útvarp bamanna, einu sinni í mánuði. Ég hafði ekki unnið annað fyrir útvarp en djassþætti og þótti viðfangsefnið spennandi og eins heillaði hugsjón- areldur Gunnvarar mig. Hvað leiddi af öðra og sumarið 1985 hætti ég kennslu og réðist í fullt starf við Bamaútvarpið, sem Gunnvör hafði komið á laggirnar árinu áður. Það var samhentur hópur sem vann að Bamaútvarpinu og eldmóður Gunn- varar hvatti okkur til dáða. Hún vildi að við væram öðruvísi útvarp, spennandi, skemmtilegt, frumlegt, gagnrýnið, óþægilegt, elskulegt en frekt og fyrst og fremst málsvari bamanna og tæki sér ætíð stöðu með þeim. I Barnaútvarpi var aldr- ei talað niður til bama og þau áttu alltaf fulltrúa í ritstjórninni og rödd á öldum ljósvakans. Gunnvöra á ég mikið að þakka og eitt af sameiginlegum áhuga- málum okkar var að búa íslendinga- sögunum þann útvarpsbúning að þær næðu til bama og unglinga. Barna og unglingadeild fékk styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til þessa verks og fól Gunnvör mér að skrifa handrit og stjórna upptökum. Sjálf fylgdist hún með af áhuga og gaf mér óteljandi ráð og lék Rann- veigu, móður Gunnars á Hlíðar- enda, í Njáluþáttunum. Gunnvör hafði víða kynnt sér útvarpsefni fyrir börn og þá sér í lagi á Norðurlöndum þar sem hún var virt og dáð af kollegum sínum. Þegar hún kom á Norræn útvarps- þing vakti málflutningur hennar alltaf athygli. „Hún er stórbrotin kona,“ sagði Bente Kroman hjá danska útvarpinu og það vora orð að sönnu. Það var mikið áfall fyrir Gunn- vöra — eins og alla áhugamenn um íslenska bamamenningu — þegar Bama- og unglingadeild Ríkisút- varpsins var lögð niður og Bamaút- varpið • og Útvarp unga fólksins hættu göngu sinni. Minningu Gunn- varar er þá fyrst sýndur fullur sómi er íslensk börn og unglingar eiga að nýju sama aðgang að Ríkisút- varpinu og þegar hún var deildar- stjóri Bama- og unglingadeildar. Bimi, bömum hennar og ástvin- um sendi ég samúðarkveðjur. Öll höfum við misst mikið en þau þó mest. Vemharður Linnet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.