Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Metal Bulletin: Enn langt í að álver verið reist BOND EVANS, aðalforstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax, sem ásamt Hoogovens og Gránges myndar Atlantsálhópinn, segir i tímarit- inu Metal Bulletin að fyrirtækið þurfi á fyrirhugaðri álbræðslu á ís- landi að halda vegna markaða sinna í Evrópu. Hann segir að sam- starfsfyrirtækin séu þó sammála um að bíða með að hefja framkvæmd- ir hér á landi þar til álmarkaðurinn hafí rétt úr kútnum. { sömu grein segir að áform um að reisa 200 þúsund tonna ál- bræðslu virðist þó vera langa vegu frá því að verða hrint í framkvæmd. Af því verði ekki á meðan áli frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sé dælt inn á markaði. „Við teljum að þetta verkefni sé jákvætt fyrir okk- ur, við þurfum á því að halda vegna viðskipta við Evrópu," er haft eftir Evans. Önnur ástæða þess að Evans telur að fyrirtækin þurfi að fara sér hægt í framkvæmdum á íslandi er að taf- ir geti orðið á því í nokkur ár, eða allt til ársins 1997, að ísland fái óheftan aðgang að mörkuðum Evr- ópubandalagsins í gegnum aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu. Ein helsta ástæðan fyrir byggingu ál- bræðslu á íslandi hafí alltaf verið sú að Atlantsálhópurinn hafí ætlað sér að flytja álið beint á markaði í Rotterdam, sem er aðeins í þriggja daga sjóleið frá íslandi, án þess að kalla yfír sig tolla Evrópubandalags- ins á áli. Sveitarstjórinn í Garði um kvóta Steindórs GK: Geymsla kvótans hefur mikil áhrif á atvinnuástand SIGURÐUR Jónsson, sveitarsljóri í Garði, segist ekki trúa öðru en að sjávarútvegsráðuneytið endurskoði þá afstöðu sína að banna Njáli hf. nýtingu kvóta Steindórs GK, sem fórst í febrúar í fyrra. Hann segir að bannið geti haft veruleg áhrif á atvinnuástand i Garði og nágrannabyggðarlögum, enda sé um tæplega 700 tonn að ræða. Sjávarútvegsráðuneytið bannaði kaupsamningsins, þar sem þeir töldu nýtingu kvótans vegna deilna um eignarrétt á honum. Fyrirtækið Njáil hf. í Garði keypti bátinn af Eiliða hf. í Þorlákshöfn um áramótin 1990/1991 og afhenti það 19. jan- úar 1991. Skipið fórst hins vegar við Krísuvíkurberg 20. febrúar það ár. Forsvarsmenn Elliða fóru skömmu síðar í riftunarmál vegna Brotist inn í sumarbústaði BROTIST var inn í fimm sumar- bústaði við Hafravatn um helgina. Litlu var stolið en þeim mun meira rótað til og eyðilagt. Útvarpi var stolið úr einum bú- staðanna, en annars virtust þeir sem þama voru að verki hafa mesta ánægju af sóðalegri umgengni og skemmdarverkum. Þannig var t.d. kaffikorgi dreift um allt í einum bústaðnum og gluggatjöldin eyði- lögð. að kaupendumir hefðu gerst sekir um vanefndir á samningnum. Undir- réttur taldi að vanskil nægðu ekki til riftunar en málið er nú fyrir Hæstarétti. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði, segir að fólk í byggðarlaginu sé uggandi vegna þessa máls. Njáll hf. sé öflugasta fyrirtækið í sjávar- útvegi þar og ef því verði meinað að nýta kvóta Steindórs muni það hafa veruleg áhrif á atvinnuástand- ið. „Það myndi ekki bara hafa áhrif hér,“ segir Sigurður, „heldur víðar á Suðumesjum, því hjá fyrirtækinu vinnur fólk frá öllu svæðinu." Sigurður segir að forsvarsmenn Gerðahrepps hafi að undanförnu rætt við þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls. Hann segist ekki vita enn hvemig það fari, en hann trúi hins vegar ekki öðru en að leyfi fáist til að nýta kvótann, enda sé engum til hagsbóta að láta hann liggja ónotað- an. Morgunblaðið/ Ólafur K. Magnússon Sjávardýrasýning Reykjavikurhöfn á afmæli um þessar mundir og því voru sýndir ýmsir fiskar og sjávardýr í fiskikerum á bryggjunni framan við Hafnarhúsið á sjómannadaginn. Þessi ungi Reykvíkingur virðir fyrir sér sjávardýrin og pabbinn heldur á krabba, svo að sonurinn geti virt hann betur fyrir sér. Alþýðuflokkurinn: Lög um LÍN verði end- urskoðuð „LÖG UM Lánasjóð íslenskra námsmanna skulu endurskoðuð strax og þing kemur aftur saman. Athuga þarf ákvæði sjöttu grein- ar laganna sem fjallar um eftirá- greiðslur námsaðstoðar. Einnig þarf að endurskoða end- urgreiðsluhlutfall lána sjóðsins,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fíokksþingi Alþýðuflokksins. Níu greiddu atkvæði á móti álykt- uninni þ. á m. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins. í ályktunum þingsins segir einnig að sjóðurinn skuli greiða lánshæfum námsmönnum framfærslueyri jafn- óðum á námstíma. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að þing- flokkurinn hlyti að taka mark á þess- um niðurstöðum. » ♦ ♦ Maður slasað- ist í bílveltu FULLORÐINN maður slasaðist í bílveltu í Mývatnssveit um hádegi í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Húsavíkur og þaðan með flugvél til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bílsins missti stjóm á hon- um í lausamöl í beygju við brúna yfír Laxá, skammt frá bænum Am- arvatni. Bíllinn valt og hafnaði á hlið utan vegar. Fjórir menn voru í bflnum og sluppu þrír ómeiddir, en sá fjórði, farþegi í aftursæti, slasað- ist á hálsi. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Fímm deildum lokað á Landakoti í sumar FIMM deildir af níu á Landakotsspítala verða lokaðar um lengri eða skemmri tíma í sumar, flestar vegna sumarleyfa starfsfólks en ein vegna breytinga sem verið er að gera á deildinni. Augn- lækningadeild 1B, lyflækningadeild 2A, barnadeild 3A og Hafnar- búðir verða hins vegar opnar í allt sumar. Þær deildir sem lokaðar verða vegna sumarleyfa starfsfólks eru skurðdeild 3B sem lokuð verður til haustsins, skurðdeild 2B sem lokuð verður frá 19. júlí til 12. ágúst, dagdeild 3C sem lokuð verður frá 29. júní til 9. ágúst og gjörgæsla sem lokuð verður frá 29. júní til 9. ágúst. Lyflækningadeild 1A hefur ver- ið lokuð frá 1. maí og verður lok- uð til hausts vegna breytinga en Rússnesk-íslenska viðskiptaskrifstofan: Hefur milligöngu um vörusölu frá Rússum, jafnvel hluti í orrustuþotur „ÉG ER sannfærður um að það eru miklir möguleikar ónýttir í viðskiptum íslendinga og fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna einkum hvað varðar sðlu sjávarafurða,“ segir Vladímír Verbenko, einn af stofnendum rússnesk-íslensku viðskiptaskrifstofunnar. Skrif- stofan, sem stofnuð var fyrir skemmstu, tekur að sér að hafa milligöngu um kaup og sölu ýmissar vöru og þjónustu til og frá Rússlandi og samveldisríkjunum. Hún veitir aðilum á Vesturlönd- um upplýsingar um hvert eigi að leita hvort sem tilefnið er það að útgerðarmaður á íslandi vilji selja togara eða ríkisstjórn í Suður-Ameríku eigi erfitt með að útvega varahluti í rússneskætt- uðu hergögnin sín. „Á meðan ekki er um eiturlyf eða aðra ólög- Iega vöru að ræða þá tek ég að mér að koma slíkum viðskiptum í kring,“ segir Verbenko. „Það eru miklir möguleikar sem nú eru að opnast einkum varðandi samvinnufyrirtæki rússneskra og erlendra aðila.“ Verbenko var áður forstöðu- Verbenko í félagi við Sverri Öm maður AfW-fréttastofunnar á ís- Sigurjónsson Rússnesk-íslensku landi. Fréttastofan var lögð niður viðskiptaskrifstofuna sem ber al- um síðustu áramót. Þá stofnaði þjóðaheitið Nord-Ost Int. Ltd., information, consulting, dealmak- ing, export, import. Verbenko segist stunda milligöngu um alls kyns viðskipti við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna. Stærstur hluti þeirra fyrirspuma sem fyrirtæk- inu berist varði samvinnufyrirtæki rússneskra og erlendra aðila. Nord-Ost hefur nýverið borist fyrirspurn frá flugher í Suður- Ameríku um ýmsa varahluti í sovéskar orrustuþotur, herþyrlur og skriðdreka. Verbenko segist ekki vita nákvæmlega hver hinn hugsanlegi kaupandi er. Slík til- boð gangi fram og aftur um heim- inn og í þessu tilfelli hafí hann fengið fyrirspumina frá virtum manni í íslensku viðskiptalífí. Seg- ir Verbenko að hann hafí ekki áður komið á viðskiptum af þessu tagi og því sé um mjög veigalítinn hluta af starfsemi Nord-Ost að ræða. Aðspurður um framkvæmd svo nýstárlegra viðskipta í augum ís- lendinga sagði Verbenko að tengi- Iiður Nord-Ost í Moskvu myndi líklega hafa samband við hátt- setta aðila í hernum eða stjórn- kerfínu sem hefðu til þess laga- lega heimild að útvega áður- nefnda varahluti. Þegar og ef selj- andi væri fundinn myndi Nord- Ost veita upplýsingar um hvernig . koma mætti á fundi seljanda og kaupanda. Þar með væri hlutverki Nord-Ost Iokið. Starfsemi þess fælist eingöngu í að veita upplýs- ingar. þar er um þessar mundir verið að setja upp hjúkrunardeild. Að sögn Loga Guðbrandssonar framkvæmdastjóra Landakots- spítala er ekki meira um lokanir á deildum nú en verið hefur undan- farin sumur. Fleiri deildum er hins vegar lokað í einu í skemmri tíma en áður. „Þegar við vorum með bráða- vaktimar áttum við mjög erfitt með að loka starfseminni vegna þess að við gátum engu ráðið um það hve mikið kom hér af sjúkling- um og það varð að vera viðbúnað- ur til að taka við þeim. Nú er hins vegar hægt að hafa stjóm á því hversu mikið af sjúklingum kemur inn. Við getum því lokað fleiri deildum í einu í skemmri tíma og klárað öll sumarfrí á sex vikum. Áður var minna lokað í einu en í lengri tíma, 3 til 4 mánuði,“ segir Logi. ------» ♦ ♦------ 4 ára barn fór upp á þak FJÖGURRA ára barn kleif upp á þak fjölbýlishúss í Breiðholti á laugardagskvöld og kom sér niður af sjálfsdáðum áður en lögreglan kom á staðinn. Lögreglan fékk tilkynningu um klifrarann rétt fyrir kl. 23 um kvöldið. Utan á húsinu eru vinnu- pallar og hafði bamið farið upp þá til að komast á þakið. Áður en lögreglan kom á staðinn hafði bamið komið sér niður á ný og varð því ekkert meint af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.