Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 KÚPLINGS —LEGUR ■DISKAR, —PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR BORGARTÚNI 26 SlMI 62 22 62 Fraktflug Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 E) SNARA FÁNASTENGUR • Ur glasfiber • Með öllum búnaði • Lengdir 6-7-8-10 metrar SNARI SÍMI 72502 Methagnaður hjá Cargolux í fyrra Fær afhentar tvær nýjar Boeing 747-400F vélar á næsta ári FLUGFÉLAGIÐ Cargolux í Lúxemborg skilaði sinni bestu afkomu á sl. ári frá upphafi þegar hagnaður varð alls um 21 milljón dollara (1.200 m.kr.). Þetta er tvöfalt hærri hagnaður en árið áður. Heildar- tekjur námu alls um 292 milljónum dollara (16,9 milljörðum kr.) og jukust um 9,6% milli ára. Flutti félagið alls 123.230 tonn á árinu 1991 samanborið við 116.559 tonn árið áður. Þetta kom fram á blaða- mannafundi 21. maí sl. þar sem Sten Grotenfelt, forstjóri Cargolux, tilkynnti um afkomu fyrirtækisins. Félagið er nú 15. stærsta fyrir- tæki í fraktflutningum í heiminum miðað við flutningsmagn á hvern floginn kílómetra. Eins og undanfarin ár einbeitti félagið sér að alhliða fraktflutn- ingaþjónustu en einnig varð góður árangur af rekstri viðhaldsdeilda sem annast viðhald fyrir önnur flug- félög. Cargolux var stofnað árið 1970 af Luxair, skipafélaginu Salen, Loftleiðum og nokkrum einstakl- ingum í Lúxemborg. Hlutur Flug- leiða var seldur fyrir nokkrum árum og eiga nú bankar í Lúxemborg um 45% hlutafjárins, Luxair á 24,5% og Lufthansa 24,5%. íslendingar hafa auk eignaraðildar haft ýmis önnur tengsl við félagið gegnum árin og hefur það annast viðhald fyrir Flugleiðir um árabil. Þar hefur starfað fjöldi íslendinga ojg eru þeir nú 58 talsins auk 15 Islendinga með ríkisborgararétt í Lúxemborg. Endurnýjun flugflotans Meðal íslenskra starfsmanna er Jóhannes Einarsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs, en undir hann heyrir m.a. endumýjun flugflota félagsins sem nú stendur ýfir. Cargolux undirritaði samning við Boeing-verksmiðjurnar í desember árið 1990 um kaup á þremur Bo- eing 747-400 flugvélum og kaup- rétt á þremur til viðbótar. Er gert ráð fyrir að tvær fyrstu vélamar verði afhentar í nóvember og des- ember árið 1993. Nýju vélarnar em viðbót við fimm Boeing 747-200F véla sem samtals hafa 525 tonna burðargetu. „Boeing 747-400 vélarnar hafa mun meiri burðargetu en aðrar fá- anlegar vélar,“ segir Jóhannes Ein- arsson. „Hámarksburðargeta þeirra er 125 tonn en þær hafa einnig mikla burðargetu á lengri leiðum en 3.500 mílum. Þetta þýðir fyrir Cargolux að unnt er að fljúga án þess að millilenda frá vesturströnd Bandaríkjanna til Evrópu með yfir 100 tonna frakt og þannig spara háan millilendingarkostnað. Einnig er unnt að fljúga frá Evrópu til Austurlanda fjær með 85 tonn án millilendingar. Boeing 747-400 eyð- ir einnig um 15% minna eldsneyti og býður upp á meira rými fýrir fraktina en eldri vélar." Cargolux fór aðra leið við end- umýjun flugflotans en mörg önnur flugfélög sem flytja eingöngu frakt. Mikil eftirspum eftir fraktvélum hefur leitt til þess að eldri farþega- vélum hefur í stómm stíl verið breytt fyrir fraktflutninga. T.d. hefur 39 Boeing 747-100 vélum verið breytt á þennan hátt, 143 Boeing 727 vélum og 95 DC-8 vél- um. Jóhannes bendir á að kostnað- urinn við breytingu á Boeing 747-200 geti verið yfir 20 milljónir dollara (tæplega 1.200 m.kr.) og breyting á DC-8 kosti a.m.k. 4 milljónir dollara. Þetta geti verið óskynsamleg leið þegar eingöngu sé litið á kostnaðinn og ekki tekið tillit til annarra þátta. Að frátoldum kostnaðinum geti breytingamar tekið allt að 6 mánuði, vélarnar séu eyðslufrekari á eldsneyti, krefjist meira viðhalds og hafi minni burð- argetu. Þetta segir Jóhannes að hafí m.a. ráðið úrslitum um að Cargolux ákvað að ráðast í fjárfest- ingu á nýjum vélum. Vegna starfsemi Cargolux hafa fraktflutningar orðið mikilvægir fyrir flugvöllinn í Lúxemborg en um hann fóru árið 1990 158 þúsund tonn af frakt. „Við teljum okkur hafa gegnt lykilhlutverki í því að byggja upp fraktflutningamiðstöð í Lúxemborg sem nú er ein sú mikil- vægasta í Evrópu.“ Herflugvellir gætu nýst fyrir fraktflugvélar Jóhannes telur að þróun frakt- flugs í heiminum muni á þessum áratug ráðast af því hvernig tekst að mæta vaxandi umferð um flug- CARGOLUX —Jóhann- es Einarsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Cargolux telur að fraktflug eigi eftir að fara vax- andi og að fraktflutningavélar muni vera með um helming af þeirri aukningu. velli og þannig uppfylla aukaeftir- spurn. „A sumum flugvöllum verða byggðar upp sérstakar fraktmið- stöðvar eins og í Lúxemborg. Því munu mörg flugfélög þurfa að skipta yfír í stærri flugvélar. Önnur lausn kann að vera sú að nýta her- flugvelli eingöngu fýrir fraktflug- vélar. Cargolux notast við Ricken- backer Air Force í Bandaríkjunum. Það eru a.m.k. sautján herflugvellir í Bandaríkjunum sem mætti opna fyrir fragflugvélar og einnig eru margir herflugvellir í Evrópu, t.d. í Þýskalandi." Jóhannes bendir á að flutningar með fraktflugvélum séu aðeins 0,1% af heildarflutningum í heiminum. Skipaflutningar séu algjörlega yfir- gnæfandi. „Skipafélög og frakt- flugfélög hafa hins vegar nýlega hafið samvinnu um að bjóða t.d. flutninga frá Japan til Los Angeles eða Seattle í Bandaríkjunum þaðan sem varan er flutt til Evrópu með flugvélum. Ég tel einnig að frakt- flug eigi eftir að fara vaxandi og að fraktflutningavélar muni vera með um helming af þessari aukn- ingu. Markaðurinn fyrir fraktflug mun hins vegar halda áfram að stjórnast af fraktrými í farþega- flugvélum. Farþegaflugvélar flytja megnið af flugfraktinni innan Évr- ópu og eru með yfir 60% af heild- arfraktflutningum í heiminum eða „Combi“-vélum. Þannig skilar fraktflug um 16% af heildartekjum flugfélaganna en búist er við að þessi tala eigi eftir að hækka í 20% á næstu fímm árum,“ sagði Jóhann- es Einarsson. Flug Áströlsk ríkisflugfélög sameinuð og einkavædd Verkamannaflokksstjórnin í Ástralíu hefur tilkynnt um áætl- un um að sameina tvö flugfélög í ríkiseigu og selja síðan allt hlutafé í nýja fyrirtækinu til ein- staklinga, fyrirtækja og erlendra flugfélaga. Er um að ræða Qant- as, sem flýgur á alþjóðlegum flugleiðum, og Australian Airlin- es en það hefur eingöngu verið i innanlandsfluginu. Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, segir, að 35% hlutafjár : nýja félaginu verði seld erlendum flugfélögum en 65% eintaklingum og fyrirtækjum í Ástralíu. Eru Brit- (auglýsing) Mikill verðmunur milli ish Airways, Singapore Airlines og Japan Airlines talin líkleg til að berjast um bitann. Keating býst við, að salan muni færa ríkissjóði einn milljarð Ástralíudollara en nýja fyrirtækið er metið á allt að þrjá milljarða. Hér er því um að ræða mestu einkavæðingaráform, sem um getur í Ástralíu, og miklu meiri en þegar ríkið seldi í fyrra 30% hlut í Commonwealth Bank. Keating skýrði einnig frá því, að sett yrði á fót óháð nefnd til að skipta alþjóðlegum flugleiðum á milli nýja félagsins og Ansett Austr- alia en það er flugfélag í einkaeigu. Hefur það aðeins verið í innanlands- flugi en vill nú þreifa fyrir sér á alþjóðamarkaðnum. Salan á öllu hlutafé nýja flugfé- lagsins brýtur raunar í bága við stefnuskrá Verkamannaflokksins og því þarf að staðfesta hana á sérstöku flokksþingi. Hún hefur þegar verið samþykkt í þingflokkn- um. Hugbúnaður Ný útgáfa Vaskhuga komin út ljósmyndastofa Samkvæmt könnun verölagsstofnunará veröi hjá 16 ljósmyndastofum á höfuöborgarsvæðinu og tveim á Akureyri, sem birtist í Morgunblaöinu 28. marz s.l. er 72 % verömunur á stækkun í stæröinni 24 x 30 cm. í könnuninni sem birt var í Ódýrust var viðkomandi stækkun á Morgunblaðinu 28. marz s.l. Ljósmyndastofunum 3. ódýrastir, kom í ljós að stækkun í en það eru ljósmyndastofumar: ofangreindri stærð kostaði kr. ljósmyndastofa Kópavogs, Ljós- 6.700,00 þar sem hún var myndastofan Bama og fjölskyldul dýmst, en kr. 3.900,00 þar sem jósmyndir og Ljósmyndastofan hún var ódýmst þama skakkar Mynd Hafnarfirði. 72 % á verði Þessi mikli verðmunur ætti að verða fólki hvatning til að gera nákvæma könnun, áður en það pantar myndatöku eða stækkanir, besta og ömggusta könnunin er sú sem fólk gerir sjálft, þar sem það getur borið saman verð á myndatökum, og hvað er innifalið í þeim, sama máli gegnir með eftiipantanir, fólk ætti að kynna sér nákvæmlega hvað sú stærð mynda sem það óskar sér, kostar á hveijum stað, áður en pantað er. Besta verðlagseftirlitið er það sem byggist á könnun sem kaupandinn gerir sjálfur. NÝ og endurbætt útgáfa af forritinu Vaskhugi er komin á markað. Vaskhugi er fjárhags-, viðskiptamanna- og birgðabókhald ásamt verkefnabókhaldi og sölukerfi. Nú hafa töluverðar breytingar verið gerðar á forritinu sem hentar því einnig hvers kyns félaga- og eftir- litsstarfsemi þar sem við bættist félaga-, vitjana-, pantana- og ávísana- kerfi auk margvíslegra annarra breytinga. í fréttatilkynningu frá Vaskhuga hf. sem sér um dreifingu forritsins á íslandi, segir að forritið henti þeim sem stundi atvinnurekstur eða sjái um bókhald fyrir félagastarf- semi. Það sé einfalt í notkun og geri flóknar aðgerðir sjálfvirkt. Forritið færi t.d. tvíhliða bókhald frá gögnum sem innihaldi tekjur og gjöld sem notandinn hafí skráð. A meðal nýjunga í Vaskhuga má nefna vitjanabókhald en þeir sem sjá um reglulegt eftirlit, t.d. með lyftum og öryggisbúnaði eða stunda sölumennsku, geta nú prent- að út nákvæma skýrslu um hvað skuli gera á ákveðnu tímabili. Með- al nýrra skýrslna í forritinu eru yfírlit yfír sölu vörutegunda og þjónustu, sem auðveldar eftirlit með birgðum og sölu vöru. Meðal þess sem Vaskhugi gerir er að reikna út stöðu á ávísana- hefti. Færslurnar flytjast sjálfvirkt inn og út af heftinu þegar tekjur og gjöld eru skráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.