Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 46. FLOKKSÞING ALÞYÐUFLOKKSINS Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins: Viljum skapa sem víð- tækasta samstöðu um sjávarútvegsstefnuna Að lokinni stjórnarkosningn takast Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir í hendur. JÓN BALDVIN Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að að velferðarmál hefðu verið eitt af heitustu málum þingsins en hann væri sáttur við niðurstöðuna. í upphaflegri ályktun starfshóps hefði verið harkalegt orðalag um að ekki mætti auka umfang þjón- ustugjalda en niðurstaðan hefði orðið að því þaki hefði verið lyft. Velferðarmál og ríkisfjármál: Samkomulag náðist á lokuðum fundi Jóns Baldvins og Jóhönnu MIKLAR deilur urðu á flokksþinginu á laugardag um ályktun flokksins í velferðar- og ríkisfjármálum. í drögum að ályktun var gert ráð fyrir að umfang þjónustugjalda á einstaklinga verði ekki aukið og naut hún m.a. stuðnings Jóhönnu Sigurðardóttur varaformanns. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, lagði hins vegar til í starfshópi að það yrði fellt út úr ályktuninni en varð undir í atkvæðagreiðslu um málið með 25 atkvæðum gegn 45. Varð að fresta afgreiðslu málsins á þinginu og gera hlé á fundum á meðan Jón Baldvin og Jóhanna náðu loks samkomulagi um breytingatillögu á lokuðum fundi. Var það síðan samþykkt á sunnudag við afgreiðslu ályktunar flokksins um velferðar- mál og ríkisfjármál. Jón Baldvin staðfesti í samtali við Morgunblaðið að niðurstaða þessa máls hefði getað haft áhrif á hvort hann gæfi áfram kost á sér til formanns eða ekki. „Ég gerði mönnum grein fyrir því að ég myndi ekki una því, ef þær stefnuáherslur sem ég hef verið að boða innan flokksins að undanfömu og lagði ríka áherslu á í setningarræðu minni, ættu ekki að ná fram að ganga, þá hlytu aðrir að taka við að framfylgja þeirri stefnu sem ætti að koma í stað- inn. Ég var þess fullviss að mikill meirihluti flokksmanna er sammála mér um þessar stefnuáherslur, eins og fram kom á þinginu, þannig að á einhverja slíka hótun reyndi út af fyrir sig ekki,“ sagði Jón Baldvin. Hið endanlega samkomulag um þjónustugjöldin er svohljóðandi: „Það er stefna jafnaðarmanna að velferð- arþjónustu eigi í aðalatriðum að fjár- magna með almennri skattheimtu og að notendagjöld megi aldrei verða aðalfjármögnunarleið í velferðar- þjónustu. Þjónustugjöld eru hins veg- ar aðferð til þess að beita kostnaðar- aðhaldi og auka kostnaðarvitund og koma í veg fyrir sóun. Þjónustugjöld eru til þess fallin að fólk geri sér grein fyrir því að þjónusta velferðar- kerfisins er kostnaðarsöm og það eru mikil verðmæti sem velferðarkerfið býður fólki upp á. Reynslan sýnir að takmörkuð þjónustugjöld vinna gegn sóun í opinberum rekstri. Tilfærsla fjármuna fyrir tilstuðlan velferðarkerfisins á að vera frá hin- um efnameiri til hinna efnaminni. Öll þjónustugjöld í velferðarkerfínu þurfa að hafa kostnaðarhámark, sem tryggja að þau séu engum ofviða, og að þeir, sem mest þurfa á aðstoð velferðarkerfisins að halda, fái ávallt notið þess. Þannig eigi allir fijálsan aðgangsrétt, óháð efnahag. Ákvörð- un um þjónustugjöld verður ætíð að taka mið af siðferðilegum sjónarmið- um. Forðast ber að auka umfang þjónustugjalda. Þannig fellst flokks- þing Alþýðuflokksins á þá afstöðu þingflokksins að ekki sé rétt að inn- heimta fæðisgjöld eða innritunar- gjöld á sjúkrahúsum né ganga lengra í innheimtu skólagjalda en þegar hefur verið ákveðið.“ I kaflas um ríkisfjármál er lögð áhersla á að skattlagning fjármagns- tekna verði samþykkt fyrir árslok, þannig að breikkun eignarskatts- stofns geti komið til framkvæmda á næsta ári og fjármagnstekjuskattur í ársbyijun 1994. í stjórnmálaálykt- un sem þingið samþykkti á sunnudag segir að til greina komi að afmarka sérstakan skatt eða hluta skatts til fjármögnunar heilbrigðisþjónustunn- ar. í ályktun um velferðar- og ríkis- flármál er einnig lagt til að framselt tap milli fyrirtækja verði ekki frá- dráttarbært frá skattstofni kaupanda og að í virðisaukaskattskerfinu beri að fækka undanþágum svo svigrúm skapist til að lækka skattprósentuna. Þá var samþykkt að leigjendur skuli njóta sambærilegrar fyrir- greiðslu ríkisins og íbúðareigendur með því að komið verði nú þegar á húsaleigubótum. Ekki verði byggðar færri en 2.000 félagslegar íbúðir næstu fjögur ár og lánshlutfall hús- bréfa verði hækkað til þeirra sem byggja eða kaupa sitt fyrsta íbúðar- húsnæði úr 65% í 75% kostnaðar- verðs í ársbyijun 1993. Hann sagði afgreiðslu varðandi breytingn ríkisfyrirtækja og lána- stofnana í hlutafélög skýra. „Ríkis- sljórnin hafði þegar ákveðið að selja hlut í slíkum fyrirtækjum og ég geri ráð fyrir að á grundvelli þessarar samþykktar fylgjum við fram slíkri stefnu," sagði hann. Sagðist Jón Baldvin líta svo á að viðskiptaráðherra hefði fengið fullt umboð flokksin til að leggja fram frumvörp um breytingu rík- isbanka í hlutafélög þegar í haust. „Sjávarútvegsstefnan var eitt af meginmálunum varðandi skipulag og starfshætti atvinnuveganna. Ég dreg enga dul á að það voru skiptar skoðanir þegar kom að þýðingarmikl- um útfærsluatriðum. Við náðum sam- eiginlegum niðurstöðum og áréttuð- um grundvallaratriðin í þeirri stefnu sem Alþýðuflokkurinn mótaði sér á seinasta flokksþingi og fyrir seinustu kosningar. Auk þess sem að loknum þessum umræðum höfum við skýrari hugmyndir um hvernig við viljum halda á samningum við aðra aðila að því er varðar þessar breytingar. Við höfum skilgreint þau mörk og framtíðarmarkmiðið er ljóst. Við vit- um að við þurfum að leita samninga við samstarfsflokk okkar og aðra og viljum skapa sem víðtækasta sam- stöðu um niðurstöðumar en sú mál- amiðlun þarf að minnsta kosti að stefna í rétta átt,“ sagði Jón Baldvin. Hann benti á að velferðarþjónustan væri fjármögnuð í aðalatriðum með sköttum en einnig væri viðurkennt að þjónustugjöld ættu rétt á sér. Aðspurður hvort ekki skyti skökku við að samþykkja tillögur sem fælu í sér útgjaldaaukningu ríkisins á sama tíma og unnið væri að sparnaði við fjárlagagerð sagði hann að tillög- ur þingsins um aukin ríkisútgjöld væru ekki tímasettar. „Hér er flokks- þingið að marka Alþýðuflokknum stefnu en framkvæmd hennar hlýtur að ráðast af fjárhagslegum forsend- um,“ sagði hann. Ályktanir flokksþings um sjávarútvegsmál og sljórnun fiskveiða: Gjörbreyta þarf núverandi kvótakerfi Milliþinganefnd kosin til að vera flokksfulltrúum í ríkis- stjórnarnefnd til ráðuneytis við mótun sjávarútvegsstefnu FLOKKSÞING Alþýðuflokksins samþykkti í sljórnmálaályktun að gjör- breyta þurfi núverandi kvótakerfi sem þurfi að taka mið af þörfum fólksins í sjávarbyggðunum og koma í veg fyrir óeðlilega samþjöppun veiðiheimilda og óeðlileg viðskipti með þær. Telur þingið nauðsynlegt að nýta kosti samkeppninnar í fisksölu til útflutnings og því sé nú tíma- bært að afnema öll sérleyfi á útflutningi sjávarfangs. Þingið ákvað að kjósa sérstaka milliþinganefnd um sjávarútvegsmál þar sem yrði einn fulltrúi úr hveiju kjördæmi sem yrðu flokksforystu og fulltrúum flokks- ins í sjávarútvegsnefnd sfjórnarflokkanna til ráðuneytis við mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu. Skal nefndin undirbúa sérstakan flokks- sýórnarfund um málið fyrir haustið. Fer sá hluti stjórnmálaályktunar- innar sem fjallar um sjávarútvegsmál orðréttur hér á eftir: „Flokksþingið bendir á að horfur að þeir sem fá rétt til að nýta tak- um þverrandi þorskafla eru enn ein ábendingin um nauðsyn þess að end- urskoða fiskveiðistjómunina. Ráð- gjöf um nýtingu fiskistofnanna verð- ur að byggja á traustum þekkingar- grunni. Nú er nauðsyn að beina sókn fiskiskipaflotans að öðrum fiskistofn- um en þorskinum, ekki síst að stofn- um sem lítt eða ekki hafa verið nýtt- ir til þessa. Hvetja þarf útgerðir öflugustp skipanna til að sækja á djúpslóð og fjarlæg mið. Leita þarf eftir veiðiheimildum fyrir íslensk skip í lögsögu annarra rííg'a. Þá þarf að leita eftir Töndun á afla erlendra skipa til vinnslu hér á landi. Flokksþingið telur að fækka þurfi skipum, sem sækja í hefðbundna stofna á heimamiðum og að hvetja þurfi til samstarfs og sameiningar fiskvinnslufyrirtækja. Alþýðuflokk- urinn ítrekar það grundvajlaratriði, markaðar auyðlindir sjávar, greiði eiganda þeirra, þjóðinni allri, afgjald fyrir afnotin. Við ríkjandi aðstæður er enn nauðsynlegra en fyrr að gera það fýsilegt að skila öllum afla á land og herða viðurlög við því að fiski sé fleygt á miðunum. Sérstak- lega þarf að bæta hlut smábátaút- gerðar í fiskveiðunum svo kostir hennar fái að njóta sín. í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um ástand hvalastofna við Island virðist rétt að huga að stórhvalaveiðum og leýfa hrefnuveiðar að nýju. Fiskveiðistjórnun. Flokksþingið telur að gjörbreyta þurfí núverandi kvótakerfi, sem er bæði ósanngjarnt og óhagkvæmt. Breytingarnar sem gera þarf eiga að taka mið af þörfum fólksins í sjáv- arbyggðunum og koma í veg fyrir óeðlilega samþjöppun veiðiheimilda og óeðlileg viðskipti með þær. Flokksþingið telur brýnt, að við nýsköpun atinnulífsins verði úr- vinnsla sjávarfangs forgangsverk- efni og að dregið verði úr útflutningi á óunnum fiski. Það er ennfremur mikilægara en nokkru sinni fyrr að bæta samkeppnisstöðu fískvinnsl- unnar. Markmiðið er að auka verð- mætasköpun hér á landi og tryggja atvinnu f sjávarbyggðum. Knýjandi nauðsyn er að auka fræðslu og kynn- ingu á meðferð hráefnis. Efla þarf hlutverk fískmarkaðanna og kanna rækilega, hvort taka eigi upp upp- boðsskyldu á afla af Islandsmiðum á innlendum fískmörkuðum. Sölusam- tök fiskvinnslunnar hafa árum sam- an unnið gott starf við markaðssetn- ingu á íslenskum físki og reynsla þeirra er ómetanleg. Nauðsynlegt er að nýta kosti samkeppninnar í físk- sölu til útflutnings og því er nú tíma- bært að afnema öll sérleyfi á útflutn- ingi sjávarfangs." Ályktun um sjávar- útvegsstefnu í sérstakri ályktun þingsins um atvinnumál og sjávarútvegsstefnu segir m.a. að markmið endurskoðun- ar laga um stjóm fískveiða eigi að vera: „Nýtt fyrirkomulag við stjóm fiskveiða tryggi 'að hámarksafrakst- ur af auðlindinni náist við eðlilegar aðstæður jafnframt því sem viðgang- ur fískistofnanna sé tryggður. Stjómarfyrirkomulagið stuðli að var- anlegum og stöðugum gmndvelli fyr- ir hagkvæman rekstur útgerðarfyrir- tækja og skynsamlega flárfestingu í sjávarútvegi. Endurskoðun laganna miði að sem víðtækastri sátt með þjóðinni um fyrirkomulag fískveiði- stjómunar. Stefna sem stríðir gegn réttlætistilfinningu og siðferðiskennd þjóðarinnar stenst ekki til lengdar. Við mótun nýrrar stefnu um fískveið- istjórnun verður að leggja áherslu á breytingar sem stefna að öllum þess- um þremur markmiðum," segir í ályktuninni. Áhersla er lögð á að bæta hlut smábátaútgerðar í fiskveiðum og að gerður verði samanburður á þjóð- hagslegri hagkvæmni önglaveiða og annarra veiða, þar sem erlendur til- kostnaður verði m.a. metinn. „Það er grundvallaratriði að þeir sem fá rétt til að nýta auðlindir sjáv- ar í umboði eigenda þeirra, þjóðar- innar, greiði afgjald fyrir afnotin. Þannig verði tryggt að sanngjarn hluti arðs af fiskimiðunum skili sér til almannaþarfa auk þess sem slíkt leiguígildi stuðlar að hagkvæmari útvegi og jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Upphæð aflagjalds gæti að hluta ráðist af heildarafkomu sjávarút- vegsins á hveijum tíma. Með þessu er ekki stefnt að því að auka álögur á útgerðina og kemur vel til greina að afgjaldið verði tiltölulega lágt í fyrstu en hækki síðan í áföngum eftir því sem nýtt fyrirkomulag físk- veiðistjómunar skilar árangri í bættri afkomu. Upptaka afgjalds fyrir veiði- réttinn verður að hafa nokkurn að- draganda. Mikilvægt er að kanna reynslu þeirra þjóða sem reynt hafa slík kerfi við fiskveiðistjómun. Al- þýðuflokkurinn er reiðubúinn að skoða ýmiskonar fyrirkomulag slíks afnotagjalds og valkosti um ráðstöf- un tekna af því. Fyrst um sinn skal hluta gjaldsins varið til að auðvelda þá hagræðingu í veiðum og vinnslu sem óhjákvæmileg er. Rétt er að sjávarbyggðirnar njóti góðs af gjald- inu, m.a. til að standa undir þjónustu við útgerð og vinnslu." „Það er lífsspursmál að fískveiði- stjórnin sé í sátt við fólkið í landinu. Það þarf að verða eftirsóknarvert að koma með allan afla að landi. Herða þarf viðurlög við því að fiski sé fleygt á miðunum. Til greina kemur að svipta þá veiðiheimildum sem staðnir em að alvarlegum brotum í þessu efni,“ segir einnig í ályktuninni. í kafla um fiskvinnslustefnu segir m.a. að með EES-samningum verði tollar á unnum físki felldir niður að mestu leyti sem muni rétta mjög hlut vinnslunnar. Brýnt sé að við nýsköpun atvinnulífs verði full- vinnsla sjávarfangs forgangsverk- efni og þurfi stjórnvöld að gera sér- stakt átak á því sviði. Ennfremur sé nauðsynlegt að efla hlutverk físk- markaða og kanna rækilega hvort ekki sé rétt að taka upp skyldusölu á afla af Islandsmiðum á þessum mörkuðum. Loks þurfí stjórnvöld að jafna aðstöðu sjóvinnslu og land- vinnslu og beina þurfi öflugustu skip- unum, ekki síst vinnsluskipunum, að vannýttum tegundum, m.a. á djúp- slóð og að til álita komi að veija hluta veiðigjalds í þessu skyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.