Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 UMHVERFISRÁÐSTEFNAN í RÍÓ Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lokið; Baráttan fyrir lífríki jarð- arinnar er rétt að hefjast Rio de Janeiro. The Daily Telegraph, Reuter. Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk á sunnudag þegar leiðtogar 178 þjóða undirrituðu Agenda 21 en það er framkvæmdaá- ætlun á 800 blaðsíðum um verndun náttúrufars og náttúruauðlinda. Ríkir almenn ánægja með ráðstefnuna þótt margir hafi orðið til að minna át að baráttan fyrir lífríkinu og betra umhverfi væri rétt að hefjast. í meginatriðum náðist samkomulag um helstu málin, vernd- un andrúmsloftsins og líffræðilegs fjölbreytileika, það er að segja vemdun dýra og jurta, og einnig tókst að koma í veg fyrir, að ráð- stefnan leystist upp í togstreitu milli norðurs og suðurs. Andi Ríóráðstefnunnar eins og hann birtist í Ríóyfírlýsingunni um sjálfbæra þróun á að vera vegvísir nýrrar nefndar, sem allsheijarþing SÞ ætlar að setja á fót í haust, en hún á að leggja að og hvetja ríkis- stjómir til að gera áætlun um út- rýmingu fátæktar, um baráttu gegn mengun og offjölgun mannfólksins. Þá verður einnig gengið eftir því, að rýrnunar eða stöðu endurnýjan- legra auðlinda verði ávallt getið í ríkisreikningum þjóðanna. Munu 50 menn frá flestum heimshomum sitja í nefndinni og að auki fulltrúar Alþjóðabankans, GATT og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Sáttmálinn um verndun and- rúmsloftsins var samþykktur af fulltrúum 150 ríkja og sáttmálinn Vill fella Havel í for- setakjörinu Prag. The Daily Telegraph. VLADIMIR Meciar, leiðtogi Hreyfingar fyrir lýðræðis- legri Slóvakíu (MFDS), kvaðst á sunnudag hafa fyrirskipað þingmönnum flokksins að fella Vaclav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, í fyrirhuguðu forsetakjöri á þingi landsins. Hann krafðist þess einnig að lög Tékkóslóvakíu yrðu felld úr gildi í Slóvakíu. Hreyfing fyrir lýðræðislegri Slóvakíu er stærsti flokkur lýð- veldisins og getur komið í veg fyrir endurkjör Havels þótt þing- menn allra annarra flokka greiði atkvæði með honum. Meciar sagði að Havel væri ekki rétti maðurinn í forsetaembættið. Hann vill að Tékkar og Slóvakar kjósi eigin forseta, sem skiptist á um að gegna forsetaembætti laustengds sambands sjálf- stæðra ríkja. Tékkóslóvakía verði aðeins efnahags- og varn- arbandalag Tékka og Slóvaka. Havel sagði að Tékkar og Slóvakar hefðu aðeins fjóra kosti: laustengt ríkjasamband, áframhaldandi ringulreið, frið- samlega upplausn Tékkóslóvak- íu eða stríð líkt og í Júgóslavíu. um líffræðilegan fjölbreytileika af fulltrúum 152 ríkja og vemdun skóga og rétt nýting þeirra verður forgangsverkefni nefndarinnar lu. Hart hefur verið deilt um efni frumvarpsins í þinginu síðastliðna tuttugu mánuði. Framvarpið var samþykkt með 329 atkvæðum gegn 17 í neðri deild þingsins en 166 nýju. Þá var einnig ákveðið af efna til alþjóðaráðstefnu um ástand físk- stofna í heimshöfunum. Eitt af síðustu verkum ráðstefn- unnar var að hvetja iðnríkin og auðugar þjóðir til að veija 0,7% af þjóðarframleiðslunni til þróunar- og umhverfíshjálpar og á því marki að vera náð um aldamótin. Hér er þó aðeins um áskorun að ræða og fjár- framlögin verða miklu minni en þeir 70smilljarðar dollara, sem sum- ir höfðu gert sér vonir um fyrir ráðstefnuna. þingmenn sátu hjá eða voru fjarver- andi. Sósíalistar sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna og í hörðum deil- um fyrir hana hótuðu þeir að segja af sér ef það yrði að veruleika. Til að gefa nokkra hugmynd um það, sem við er að glíma í umhverf- ismálum í heiminum, fara hér á eftir upplýsingar um eyðinguna aðeins þá 12 daga, sem Ríóráð- stefnan stóð: • 600-900 jurta- og dýrategundir urðu útdauðar. • 197.256 hektarar ræktarlands breyttust í eyðimerkur. • Mannfjöldinn jókst um 3,3 millj- ónir. • 534.000 hektarar í regnskógun- um vora raddir. Formaður Sósíalistaflokksins, Ma- koto Tanabe, sagði eftir lagasetn- inguna að hún væri svartur blettur á Japönum. Leiðtogar nokkurra Asíuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna lagasetningarinnar og óttast þeir að hún sé aðeins upphafið að nýrri vígvæðingu og íhlutun Japana í málefni annarra þjóða. Meðal þeirra eru leiðtogar Kína, Tævans, Singapore, og Norður- og Suður- Kóreu en öll þessi lönd voru herset- in af Japönum í Seinni heimsstyij- öldinni. Mótmælagöngur gegn laga- framvarpinu hafa verið farnar í Hong Kong, Manilla og Seoul. Forsætisráðherra Japans, Kiichi Miyazawa, vísaði gagnrýni and- stæðinga hinna nýju laga á bug eftir atkvæðagreiðsluna í gær og sagði að loksins gætu Japanir lagt sitt af mörkum til friðar í heiminum með því að manna friðargæslusveit- ir SÞ. Með nýju lögunum er ríkisstjórn- inni heimilað að senda allt að 2.000 hermenn til friðargæslu á óróa- svæðum í umboði SÞ. Búist er við því að stjórnin muni nýta þessa heimild bráðlega til að taka þátt í friðargæslu SÞ í Kambódíu. Litháar vilja herinn burt Vilnius. Reuter. LITHÁAR samþykktu með rúmlega níu af hveijum 10 at- kvæðum að sveitir fyrrum sov- éthersins fari frá landi þeirra fyrir árslok og Rússar borgi skaðabætur fyrir veru sveit- anna í Litháen. Um 75% gjald- gengra kjósenda greiddu at- kvæði í þjóðaratkvæðinu á sunnudag og greiddu aðeins 7,2% atkvæði gegn brottför heijanna en 68,6% sögðu já. Til þess að úrslit þjóðaratkvæð- is verði bindandi þurfa 50% þeirra sem á kjörskrá eru og einn til viðbótar að greiða mál- staðnum atkvæði. Atkvæða- greiðslan hefur fyrst og fremst táknrænt gildi því stjórnvöld í Kreml segjast ekki getað hafið brottflutning sveitanna fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi vegn skorts á íbúðarhúsnæði í Rúss- landi. Minnsta barnið andar sjálft MINNSTA barn heims, 15 sentimetra og 312 gramma þungt sveinbarn, gat andað hjálparlaust í gær, að sögn lækna á sjúkrahúsi í Notting- ham í Englandi. Barnið, Tyler Davidson, fæddist í síðustu viku og er tvíburi. Bróðir hans Ste- ven vó eitt kíló við fæðingu. Talsmaður Guinness-metabók- arinnar staaðfesti í gær að Tyler væri minnsta lifandi barnið sem sögur færa af en þá er miðað við þyngd. 420.000 sprengjur ónýtar Alþjóðlegri sveit sprengjus- érfræðinga hefur tekist að gera 420.000 jarðsprengjur óvirkar og eyða 45.000 tonnum af sprengjum og skotfærum í Kúveit eftir lok Persaflóastríðs- ins. Yfirmaður verkfræðideild- ar kúveiska hersins telur að það muni taka um tvö ár í viðbót að fullhreinsa Kúveit af jarð- sprengjum og skotfærum sem írakar skildu þar eftir sig er hersveitir bandamanna sigraðu innrásarlið þeirra. Við sprengj- uleitina starfa sveitir manna frá Bandaríkjunum,. Bretlandi, Frakklandi, Egyptalandi, Bangladesh, Pakistan og Tyrk- landi. Hafa 29 menn úr þessum sveitum beðið bana við sprengj- uleitina og 43 særst. Dauðarefsing gegn mafíunni RÚMLEGA helmingur ítala vill að dauðarefsing verði tekin upp í baráttunni gegn skipulegri glæpastarfsemi en 85% ítala telur þjóðfélaginu stafa hætta af starfsemi mafíunnar, sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar virtrar stofnunar, ISPES, sem birtar voru í gær. Könnunin var gerð fyrir morðið á dómaranum Giovanni Falcone og sögðu talsmenn ISPES að gera mætti ráð fyrir að mun fleiri hefðu stutt dauðarefsingu ef könnunin hefði átt sér stað eftir morðið. Ársávöxtun umfrani vcrðbólgu s.l. ?> nián. Almennur lífeyrissjóður VIB starfar sem séreignarsjóður. Framlög sjóðsfélaga eru því séreign hans og inneign erfist. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármula 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Reuter Mótmæli fóru fram við japanska sendiráðið í Seoul í Suður-Kóreu í gær gegn þeirri samþykkt jap- anska þingsins að heimila ríkissljórninni að senda hersveitir úr landi til friðargæslustarfa. Japan: Stjórninni heimilað að taka þátt í friðargæslu SÞ Tókýó. Reuter. JAPANSKA þingið samþykkti í gær lagafrumvarp, sem heimilar ríkisstjórninni að senda japanskar hersveitir úr landi í fyrsta sinn eftir lok seinni heimsstyijaldarinnar. í hinum nýju lögum er þó skýrt tekið fram að slíkir leiðangrar takmarkist við friðargæslustörf á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Búist er við því að heimildin verði nýtt bráðlega með því að senda japanska friðargæsluliða til Kambód-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.