Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 37 systkinum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna, Elfar, Unnur og Bjarni. Það er erfitt að sætta sig við það að Matti stóri bróðir sé dáinn, en því verður ekki breytt. Þessi tíðindi komu sem þruma úr heiðskíru lofti. Eg og Matti vorum elstir fimm systkina. Mjög náin tengsl voru á milli okkar bræðra og stóðum við alltaf fast við hlið hvors annars. Gjafmildi, góðmennska og lítillæti eru það sem einkenndu Matta sem persónuleika. Hann var alltaf að gefa öðrum en átti erfitt með að þiggja sjálfur. Það var ekki til neitt illt í Matta. Ungir að árum byijuðum við að vinna fyrir okkur, þá fyrst með að selja blöð. Við stóðum saman í því og ekki leið á löngu þar til Matti var orðinn söluhæstur af strákun- um. Oftar en einu sinni þurftum við að veija sölustaðina okkar og reyndi þar á samheldni okkar. Þegar Matthías Þorbjöm Guð- mundsson var 13 ára fór hann að vinna í fiski í Bæjarútgerð Reykja- víkur hjá afa sínum og alnafna sem var búinn að vera verkstjóri þar í um 30 ár. Skömmu -síðar hóf ég þar störf. Við bræðurnir höfðum lítið um- gengist Matta afa þegar við hófum störf í Bæjarútgerðinni. En þar kom fljótt í ljós að Matti bróðir naut sín ekki eins þar og í blaðasölunni. Hann hafði þörf fyrir að vera fijáls. Þegar Matti var um 20 ára keypti hann billiardstofu í Hafnarfirði. Það var þar sem áhugamál og dugnaður Matta fengu notið sín og á stuttum tíma náði hann að eignast billiard- stofuna með gífurlegri vinnu og dugnaði. Sú mikla góðmennska og fóm- fýsi sem einkenndi Matta naut sín vel í starfi hans. Hann náði mjög vel til fólks og var alltaf til taks þegar krakkamir þurftu á stuðningi að halda. Það var jafnvel þannig að þeir hringdu í Matta um miðja nótt ef þeir þurftu á aðstoð hans að halda og alltaf var hann tilbúinn að hjálpa. Fyrir tæpu ári eignaðist ég son, ég gleymi því aldrei hve mikið það gladdi Matta bróður sem hafði sagt það allan tímann að konan mín gengi með strák. En nú er dvöl Matthíasar lokið meðal okkar og við verðum að sætta okkur við það þó erfitt sé. Með þessum orðum kveð ég Matta minn. Guðmundur Ragnar Guðmundsson. Okkur langar til að minnast þessa góða félaga sem við fengum tækifæri til að kynnast. Margar stundir sátum við og töluðum við Matta á Billiardstofunni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum og átti til að stríða okkur þangað til við roðnuðum en alltaf var það meira í gríni en alvöra. Matti fékk okkur gjarnan til að brosa. Hann var mjög sérstakur persónuleiki og veitti okkur mikla hlýju. Hann hjálpaði okkur í mörg- um vandræðum og við erum mjög þakklát. Dauða Matta bar skjótt að og við verðum lengi að sætta okkur við þá staðreynd að hann er horfinn úr þessum heimi. En við vitum að hann er hjá Guði þar sem honum líður betur og hefur fengið hvíld. Við viljum votta fjölskyldu hans t Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur vináttu og hlý- hug við andlát og útör eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, HERBERTS SVEINBJÖRNSSONAR, málara, Vfðilundi 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og til laekna og hjúkrunarfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Friðrika Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Hallgrímsson, Örn Herbertsson, Nanna Kristín Jósefsdóttir, Rafn Herbertsson, Svala Tómasdóttir, Hjörtur Herbertsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir, Sveinbjörn S. Herbertsson, Hansfna Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÓNS Þ. ÍSAKSSONAR, Beykihlíð 21. Þórunn Kristjónsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Olgeir Kristjónsson, Rut Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður og tengdasonar, MAGNÚSAR EINARSSONAR útibússtjóra, Selási 1, Egilsstöðum. Guðlaug Guttormsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Ellert Sigurður Magnússon, Guðriður Arney Magnúsdóttir, Droplaug Nanna Magnúsdóttir, Ragnar Egilsson, Guðríður Ólafsdóttir. okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að geyma þau í þessari niiklu sorg. Sigga Lísa og Bjarni Þór. Mér hefur aldrei liðið eins illa að innan eins og daginn þann er bróðir minn og mínum besta vini var svipt á brott frá mér. Mér fannst lífið svo ósanngjárnt og skrýtið. Alltaf er eitthvað gekk á hjá mér leitaði ég alltaf fyrst til Matta og hann hjálpaði mér alltaf eins og ekkert annað væri sjálfsagðara. Ég hef ekki tölu yfir þau skipti sem hann var alltaf til staðar fyrir mig og alla vini sína. Hann var svo sann- arlega sannur vinur. Matti var einnig hálfgerður verndarengillinn minn því hann fylgdi mér alltaf og ég efast ekki um að hann geri það enn. Alltaf þegar maður var í návist Matta var alltaf grín og mikil gleði. Oft ef eitthvað lá á hjarta hjá okkur báðum fórum við stundum út að borða og sátum uppi heilu næturnar og ræddum málin. Við áttum margar góðar stundir saman og minningarnar eru margar og góðar og munu þær ávallt geym- ast í mínu hjarta. Ég mun ávallt minnast hans með stolti og sóma, því Matti var besti vinur sem hugsast gat verið. Herra, mig heiman bú í hendur þínar, leið mig í lífsins trú um lífstíð mína. Allt hvað minn góði Guð gaf mér í heimi einn taki aftur við annist og geymi. Ég á mig ekki hér í veröldinni, Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni. (H. Pétursson.) Ægir bróðir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tegdaföður, afa og langafa MARÍSAR KRISTINS ARASONAR, Einholti 9, Reykjavík. Guðrún Guðbjartsdóttir, Elsa Marísdótir, Gunnar Tómasson, Magnús Marísson, Sigríður Sigurðardóttir, Björg Mari'sdóttir, Jónas Marteinsson, Hildur Marisdóttir, Þorvarður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar föðurbróður míns, OTTÓS WATHNE BJÖRNSSONAR, Bröttukinn 29, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Sólvangs fyrir hlýhug og góða umönnun. Gunnhildur B. Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa okkar og langafa, ÞORKELS GUÐMUNDSSONAR frá Jörfa, Akranesi. Snjólaugur Þorkelsson, Jónína Halldórsdóttir, Ása Valdimarsdóttir, Guðmundur Valdimarsson, Þorkell Valdimarsson, Valdís Valdimarsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Ástþór Snjólaugsson, Katrin Snjólaugsdóttir og barnabarnabörn Eyjólfur Harðarson, Rósa Mýrdal, Eygló Harðardóttir, Hjalti Njálsson, Jónína Óskarsdóttir, Eyrún Jensdóttir, HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS kt. 640169-0289 Suðurlandsbraut 24, Reykjavík HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOJKIvUR 1992 Heildarfjárhæð kr. 3.000.000.000.- Útgáfudagur 15. júní 1992 Láustími húsnæðisbréfa er 20 ár. Skuldabréfin eru með jöfnum greiðslum (annuitet) tvisvar á ári, 15.06. og 15.12. Greiðslur eru alls 39, sú fyrsta 15.06.1993. Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravisitölu. Grunnvísitala er 3210. Húsnæðisbréf bera 6,25% fasta vexti sem reiknast frá útgáfudegi. Húsnæðisbréf verða seld í allt að 7 mánaðarlegum áföngum, í fyrsta sinn þann 23. júní 1992. í hveijum áfanga er öllum heimilt að gera bindandi tilboð sem tilgreini ávöxtunarkröfu og nafnverð þeirra bréfa sem óskað er eftir. UMSJÓN: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VfB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.