Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1992 21 Úrslit kosninga til flokks- forystu Alþýðuflokksins FORMAÐUR: Atkvæði % Jón Baldvin Hannibalsson 219 76,1 Guðmundur Árni Stefánsson 50 17,4 Jóhanna Sigurðardóttir 6 2,1 Magnús Á. Magnússon 1 0,3 Ámundi Ámundason 1 0,3 Auðir og ógildir 1 3,8 SAMTALS 288 100,0 VARAFORMAÐUR: Jóhanna Siqurðardóttir 215 74.9 Guðmundur Árni Stefánsson 11 3,8 Rannveig Guðmundsdóttir 6 2,1 Jón Sigurðsson 4 1,4 Grétar M. Hansson 3 1,0 Ámundi Ámundason 2 0,7 Össur Skarphéðinsson 2 0,7 Gísli Á. Gunnlaugsson 2 0,7 Hlín Daníelsdóttir 1 0,3 Sigurður Pétursson 1 0,3 Sighvatur Björgvinsson 1 0,3 Magnús Á Magnússon 1 0,3 Ólína Þorvarðardóttir 1 0,3 Egili Stefánsson 1 0,3 Ásthildur Ólafsdóttir 1 0,3 Auðir og ógildir 35 12,2 SAMTALS 287 100,0 RITARI: Rannveig Guðmundsdóttir 224 84,2 Guðmundur Árni Stefánsson 8 3,0 Hörður Zophaníasson 4 1,5 16 þingfulltrúar fengu færri en fjögur atkvæði SAMTALS 266 100,0 GJALDKERI: Sigurður Arnórsson 216 87,8 Gylfi Þ. Gíslason 18 7,3 Guðmundur Árni Stefánsson 5 2,0 9 fulltrúar fengu færri en fjögur atkvæði SAMTALS 246 100,0 Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður: Orkufyrirtækjum og Pósti og síma ekki breytt í hlutafélög JÓHANNA Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, segir að niðurstaða flokksþingsins sé skýr í meginatriðum sem hún hafi lagt áherslu á. Afdráttarlaust sé kveðið á um að forðast beri að auka umfang þjónustugjalda og skýrt sé tekið fram að lagst sé gegn inn- heimtu fæðisgjalda og innritunargjalda á sjúkrahúsum eða að ganga lengra í innheimtu skólagjalda. Hún segir ályktun fundarins fela í sér að ríkisfyrirtækjum og bönkum verði breytt í hlutafélög eftir markvissri áætlun eftir því sem aðstæður leyfi hveiju sinni. Mikil- vægt sé að gera úttekt varðandi þá breytingu og að ákvarðanir séu teknar í réttri röð. Hún segir að allur vafi hafi verið tekinn af um að Póstur og sími og orkufyrirtækin verði ekki einkavædd og seg- ist tejja að sú ályktun komi einnig í veg fyrir að þessum fyrirtækjum verði breytt í hlutafélög. „Ég er alveg sannfærð um að það er ekki meirihluti fyrir því að breyta þessum mikilvægu þjónustufyrirtækjum í hlutafélög," segir hún. „Flokkurinn tók skýra afstöðu í mörgum málum, meðal annars um að tekjuauki af fjármagnstekju- skatti verði ekki notaður til að lækka skatta á stóreignamönnum og fyrirtækjum og að til greina komi að skattleggja háar tekjur til að standa straum af kostnaði við velferðarþjónustuna. Það er líka kveðið á um að til að ná jafnvægi í rekstri ríkisins verði að líta á tekju- hliðina fremur en á þá útgjaldahlið fjárlaga sem kallar á niðurskurð í mennta-, heilbrigðis- og félagsmál- um,“ sagði hún. Hún benti einnig á að flokksþingið hefði lagst algerlega gegn því að unnt sé að kaupa forgang til þjón- ustu á sviði heilbrigðisþjónustunnar og að skýrt hefði komið fram að komið verði á'húsleigubótum og að byggðar verði 500 félagslegar íbúð- ir á ári næstu fjögur árin. „Um leið og banka verður breytt í hlutafélag er ekki vafi á því í mínum huga að strax kemur fram krafa um sölu á hluta úr honum. Eg geri ráð fyrir að það gerist strax á þessu ári en í niðurstöðum flokks- þings er lögð áhersla á að fram fari úttekt á ýmsum áhrifum þess að selja breyta bönkunum í hlutafé- lög,“ sagði hún. Deilur um breytingu ríkisfyrirtækja í hlutafélög og um einkavæðingu: Þingstörf lögðust niður meðan greitt var úr ágreiningsmálum MIKILL ágreiningur kom fram á flokksþinginu á laugardag um túlkun ályktunar í starfshópi um hlutafélög í ríkiseigu og sölu ríkis- fyrirtækja. Var harðast deilt um breytingu ríkisbanka í hlutafélög og umboð viðskiptaráðherra til að leggja fram frumvarp um það áður en sérstök úttekt hefði verið gerð. Agreiningur kom aftur upp á sunnudag um orðalag um þetta mál í sljórnmálaályktun sem varð til þess að önnur fundarstörf lögð- ust niður um hríð eftir hádegi á meðan reynt var að ná samkomu- lagi á lokuðum fundi nokkurra þingfulltrúa. Að lokum var failist á að formaður, varaformaður og ritari gengju frá endanlegu orða- lagi sem samþykkt var í þinglok. Þó er ljóst af samtölum við foryst- umenn að Jóhanna Sigurðardóttir túlkar þessa niðurstöðu á annan veg en Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson. Eftir miklar umræður í starfshópi um atvinnu- og sjávarútvegsmál á laugardag lögðu Jón Sigurðsson og Haukur Helgason fram breytingartil- lögu og sagði Jón að með henni hefði verið reynt að þætta saman ólík sjón- armið um einkavæðingu. í tillögunnj sem samþykkt var eftir talsverðar umræður segir m.a.: „Sala fyrirtækja og stofnana í eigu ríkisins sem starfa í samkeppni er tímabær og hefur lengi verið á stefnuskrá flokksins... Mikilvægt er að fylgt verði mark- vissri áætlun um að breyta ríkisfyrir- tækjum, lánastofnunum og öðrum fyrirtækjum, í hlutafélög eftir því sem við á og um sölu á þeim fyrir- tækjum sem ekki eiga heima í ríkis- rekstri til einstaklinga, fyrirtækja eða félaga. Þetta á við um öll fyrir- tæki sem búa við samkeppni... Sala ríkisbanka og hlutafjáreignar ríkis- sjóðs í sjóðum og lánastofnunum er annað mál sem ræðst af aðstæðum og almennum reglum um sölu ríkise- igna.“ Einnig kom fram svohljóðandi til- laga 36 flutningsmanna undir for- ystu Sigurðar Péturssonar formanns SUJ sem hafði ekki hlotið afgreiðslu í starfshópnum: „Vegna áforma rík- isstjórnarinnar um einkavæðingu og sölu ríkisfyrirtækja ályktar 46. flokksþing Alþýðuflokksins að ekki komi til greina að einkavæða þjón- ustufyrirtæki með einokunaraðstöðu eins og orkufyrirtækin og Póst og síma.“ Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður og fleiri lögðu fram viðbótart- illögu við tillögu Jóns og Hauks þar sem lagt var til að fram fari þjóð- hagsleg úttekt á einkavæðingu ríkis- banka og að fenginni þeirri úttekt verði tekin ákvörðun í flokksstjórn um hvort stofna eigi hlutafélög um báða eða annan ríkisbankanna og í framhaldi af því hvort selja eigi hlut ríkisins að einhveiju leyti. Tillaga Jóns og Hauks var borin undir atkvæði eftir all snarpar um- ræður og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða en einnig var samþykkt að vísa tillögu Gunnlaugs frá með 148 atkvæðum gegn 137. Tillaga Sigurðar Péturssonar o.fl. var aftur á móti samþykkt af meirihluta þingfulltrúa. Sá kafli sem að lokum var sam- þykktur síðdegis á sunnudag, eftir miklar deilur um orðalag í stjórn- málaályktun, en á þriðja tug forystu- manna reyndu fram eftir degi að ná samkomulagi, er svohljóðandi: „Flokksþingið telur að með því að reka ríkisfyrirtæki og lánastofnanir sem hlutafélög fáist skarpari að- „Flokksþingið hefur samþykkt þá stefnu sem meirihluti þing- flokksins hafði áður samþykkt, að það sé rétt að vinna að því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Ég er mjög ánægður með það. Eg mun í haust hyggja að nýju frumvarpi sem ég hafði áður kynnt um heimild til að breyta eða stofna hlutafélög um ríkisbanka," sagði Jón. „Við munum skoða þessar niður- stöður allar í samhengi við það greining á fjárhag fyrirtækjanna og ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera atvinnulífið hagkvæmara og árang- ursríkara. Ábyrgð ríkisins á rekstri Slíkra fyrirtækja verður betur skil- greind. Flokksþingið leggur áherslu á að þegar á þessu ári verði sett samkeppnislög, sem hamli gegn ein- okun og hringamyndun og samþjöpp- un efnahagslegs valds. Þessi löggjöf er meðal annars mikilvæg til þess að skapa rétt skilyrði fyrir sölu ríkis- fyrirtækja, sem er ein leið til þess að auka hagkvæmni í opinberum rekstri og afla fjárti! velferðarkerfis- ins. Mikilvægt er að fylgt verði vand- lega saminni áætlun í þessu efni og hún framkvæmd með gát þannig að markaðinum sé gefið tækifæri til að meta árangurinn af hveiju skrefi. Þess verði gætt við sölu ríkiseigna að eignaraðild verði sem dreifðust og salan stuðli að virkri samkeppni og lægra verði fyrir vöru og þjón- ustu. Flokksþingið áréttar að ekki komi til greina að einkavæða þjón- ustufyrirtæki með einokunaraðstöðu eins og orkufyrirtæki og Póst og síma.“ verkefni sem'Við höfum tekið að okkur í landsstjórninni. Það er ástæða til að hafa í huga að hér er óbreytt forysta kjörin, sem hafði ákveðið að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og því tel ég að þetta þing treysti forystu flokksins í sessi og þá stefnu sem tekin var að afstöðnum síðustu al- þingsiskosningum að ráðast í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- flokknum,“ sagði hann. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Skýrt umboð til að breyta ríkisbönkum í hlutafélög JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segist koma með fullt og skýrt umboð flokksþingsins um að breyta ríkisstofnunum í hlutafélög og um sölu ríkisfyrirtækja. „Hér eru alveg hreinar línur. Það var lögð tillaga fyrir þingið um þetta efni sem var samþykkt með þorra at- kvæða. í henni felst að flokkurinn samþykkir að rétt sé að breyta ríkisfyrirtækjum I samkeppni í hlutafélög og að farið verði fram með fullri gát. Það er tekið sérstaklega fram að þetta gildi um lána- stofnanir og hvernig staðið skuli að slíkri breytingu. Það þarf ekki að fletta neinum blöðum um þetta,“ sagði Jón í samtali við Morgun- blaðið að flokksþingi loknu. I’AMAIH IMZ.Zl I VHIK l.l'.IKINN! I'áðti þér |)i/.zu Irá Vv/./.n llut lyrir leikinn i sjomarpinu. Við simiiIiihi fritt lieim eða |ui keinur og borðar hjn okkur. y1 ^ 1 ; . i T trv SL. 4 4hit rrA m \ / | | É^'jðííÍSk ’ 'JkZÉ USm I I OLSKY l .l) L L I I K l l{ l’i/./.a llut íieluf 2ö() litla Intbolta t lilolni I.Mii|ntke[)|>itinitaf í knalts|)yfiiti. Kynnlti |>éf lji)lskyl<liitill>oðið og laktn jiatl i léttnin l'jolslvyltlnleiU i leiðinni.Pá gtMtif |ui unnið 1‘iz/ii llut l>olm. Pkæi -Huf Hótel Esju, sími 6808 0 9 • M j ó d d , sími 682208

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.