Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 25 lotbar- islegt Isdóttir. Morgunblaðið/Bjami árás á borgina 4. maí,“ sagði Mar- íanna. „Það var einskær heppni að spítalinn skyldi sleppa. Það nötraði allt og skalf og það flugu sprengjuflísar út um allt. „Það greip um sig nokkur hræðsla meðal starfsfólksins þegar Jón var drepinn á svo hryllilegan hátt, og fimm eða sex hjúkrunar- konur fóru heim,“ sagði Maríanna. „Svo varð allt snarvitlaust að gera, og við fengum á einum degi 85 sjúklinga og 60 daginn eftir. Mað- ur hugsaði ekki um annað en að Daníelsdóttir sendi Guðmundi Þor- steinssyni, dómprófasti Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra, þar sem hún fer þess á leit fyrir hönd sóknar- nefndar að aðalsafnaðarfundi fáist frestað fram í september. í bréfínu, sem dagsett er 19. maí segir m.a. ..væri það afar óhentugt að halda aðalsafnaðarfund fyrir 1. júní. Það er næsta víst, að ef aðalsafnaðar- fundur yrði haldinn nú fyrir mánaða- mót muni andstæðingar kirkjubygg- ingarinnar fjölmenna á fundinn og jafnvel ná þar fram samþykkt í krafti meirihluta fundarmanna sem yrði til að ónýta alla þá vinnu, alla þá alúð og fórnfýsi sem lögð hefur verið í að gera að veruleika nær eins og hálfs áratugar samþykkt aðalsafnað- arfundar um að leita eftir heimild bæjaryfirvalda til kirkjubyggingar." Gylfi sagði að tekist hefði með hjálp lögfræðings Víghólasamtak- anna að fá afrit af þessu bréfi Þor- bjargar svo og svari Guðmundar Þorsteinssonar, dómjprófasts, frá prófastsembættinu. I svari Guð- mundar er vísað í heimildarákvæði í lögum um að fresta megi safnaðar- fundi fram yfir 1. júní, vegna drátt- ar á að skila inn reikningum ef sér- staklega stendur á. í bréfinu, sem dagsett er 25. maí, segir m.a. „í Ijósi þessa heimildarákvæðis ... og á grundvelli þess rökstuðnings sóknar- nefndar Digranessafnaðar, er með frestunarbeiðninni fylgir er hér með veittur umbeðinn frestur til þess að skila reikningum Digranessafnað- ar...“ Gylfi benti á að í bréfi Þorbjargar væri hvergi skírskotað til reikninga safnaðarins, og frestun á safnaðar- fundi væri sennilega einvörðungu til þess ætluð að koma í veg fyrir að andstæðingar kirkjubyggingarinnar næðu málstað sinum fram á fundin- um. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um takmörkun þorskafla: Álitlegasti kosturinn að stækka þorskstofninn Fiskveiðistjórnun verði áfram með óbreyttum hætti Morgunblaðið/KGA Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Ingibjörg Rafnar kona hans við hátíðahöld sjómannadagsins við Reykjavíkurhöfn. vinna og samviskan leyfir ekki að snúa við og fara heim. Maður fer í upphafi með þá vitneskju að allt geti gerst, en maður veit ekki hvernig maður sjálfur mun bregð- ast við.“ „Kokkurinn henti mér inn í húsið og kom sjálfur á eftir“ „Það gátu blossað upp skotbar- dagar fyrirvaralaust,“ sagði Mar- íanna. „Eg var til dæmis að bíða eftir að vera sótt í vinnuna - það hefði reyndar aðeins tekið mig örfáar mínútur að ganga - og var að tala við kokkinn okkar sem var að bíða þarna með mér. Kemur þá allt í einu jeppi á fleygiferð framhjá húsinu og um leið byrjaði mikill skotbardagi. Kokkurinn henti mér inn í næsta hús og kom sjálfur á eftir. Við vorum heppip að lenda ekki í eldlínunni.“ Fólkið yndislegt þrátt fyrir hörmungarnar „Það jákvæða var hins vegar að vinna með þessu yndislega fólki og þessum yndislegu börnum. Það bjargaði oft hjá okkur deginum að geta hlegið og skemmt okkur með þeim. í raun eru þetta miklar hörm- ungar sem ganga yfir þarna - þetta fólk þarf margt að horfa upp á foreldra sína eða systkin drep- in,“ sagði Elín. „Það er svo skrýtið að sjá þetta. Afghanarnir sem eru að vinna með manni hugsa nákvæmlega eins um skæruliða og óbreytta borgara, þótt þeir blóti þeim fyrmefndu í sand og ösku í huganum. En það sést aldrei á þeim,“ segir Mar- íanna. „Það er yndislegt að vera komin heim í súldina," sagði Maríanna aðspurð. Elín kvaðst vera sammála því. „I raun gerir maður sér ekki grein fyrir hversu mikið álag þetta var fyrr en eftirá. Nú er það bara að koma sér niður á jörðina og njóta sumarsins hérna á íslandi,“ sagði hún. Maríanna kvaðst hins vegar ætla til Ungverjalands í langt frí. „Ég ætla að borða þar svínakjöt. Það hef ég ekki bragðað í hálft ár,“ sagði hún hlæjandi. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að við ákvörðun þorskafla fyrir næsta ár komi sá kostur helzt til greina, sem tryggi að hrygningarstofn þorsks stækki, en standi ekki í stað eða minnki. Ráðherra vill jafnframt festa nú- verandi kvótakerfi í sessi og ekki hrófla við því. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins, sem hann flutti við hátiðahöld í tilefni sjómannadags- ins í Reykjavík. „Sumir segja að fískveiðistjómunin hafi brugðizt. Framhjá því verður vissulega ekki litið að kerfið var meira og minna götótt allt fram til þess að gildandi lög [um fiskveiðistjórnun] komu til framkvæmda á síðasta ári,“ sagði sjávarútvegsráðherra er hann ræddi um kvótamálin í ræðu sinni. „Nýju lögin hafa á hinn bóginn sýnt að með þeim hefur í fyrsta skipti tek- izt að halda veiðunum innan ákveð- inna marka. Það væri því hið mesta óráð að bijóta grundvöll kerfísins nið- ur þá loksins að við höfum skapað kerfi sem gert hefur kleift að ná sett- um verndunarmarkmiðum. Slík hátt- semi væri i hæsta máta óábyrg. Sú óvissa, sem hlytist af átökum um nýtt grundvallarskipulag við fiskveiði- stjómun, myndi enn auka á vanda þeirra byggðarlaga og þess fólks, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum." Þorsteinn gagnrýndi þá, sem efuð- ust um gildi vísindanna varðandi fisk- veiðistjómun. Það væri rétt að vísind- in væru hvergi nærri fullkomin, en sú alkunna staðreynd mætti ekki verða til að grafa undan trúnaði og trausti vísindamanna, sem leituðu þekkingar í almannaþágu. „Þó að þekkingin sé ekki fullkomin er betra og traustara hald í þeirri vitneskju, sem við höfum, en óvissunni," sagði ráðherra. Hann sagði að varðandi niðurskurð á þorskafla á næsta ári, sem fiskveiði- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur lagt til, stæðu menn frammi fyrir þremur kostum. Í fyrsta lagi væri hægt að halda áfram óbreyttri veiði, sem líklega myndi leiða af sér verulega minnkun eða endanlegt hrun þorskstofsins. Annar kostur væri sá að ákveða veiðina með það að markmiði að viðhalda óbreyttri stofn- stærð. „Þetta er sú viðmiðun, sem að jafnaði hefur verið höfð til hliðsjónar, en frávikin hafa ávallt verið á einn veg. Fyrir þá sök hefur hún ekki gef- ið nógu góða raun. Og með því að stofninn er nú minni en áður er áhætt- an að sama skapi rneiri," sagði Þor- steinn. Þriðji kosturinn, sagði sjávarút- vegsráðherra, er að takmarka veiðam- ar það mikið að stofninn byggist upp. „Við höfum sannarlega ekki algjöra vissu fyrir því að það takist, en líkum- ar era verulegar. Alitaefnið er á hinn bóginn hvort þetta valdi of miklum þrengingum til þess að það sé unnt eða gerlegt," sagði Þorsteinn. Hann sagði að ef aðeins væri litið til næsta árs, væri ljóst að sérhver skerðing á þorskafla þýddi tekjutap. En málið liti öðra vísi út ef menn horfðu fáein ár fram í tímann. Þá myndi óbreytt veiði hafa gengið svo á stofninn að tekjusamdráttur yrði bæði óumflýjanlegur og ófyrirsjáan- lega mikill. „Á hinn bóginn má færa fyrir því góð og gild rök að samanlagð- ur hagnaður okkar á næstu fimm áram verði meiri ef sú leið er valin er miðast við uppbyggingu stofnsins og horfið verði um sinn frá jafnstöðu- leiðinni," sagði Þorsteinn. „Ýmislegt bendir til að sú leið skilaði þegar upp verður staðið mun betri ávöxtun en nokkur banki býður um þessar mund- ir. Við höfum aldrei reynt þennan kost í botnfískveiðum. En nú stöndum við frammi fyrir þeirri áleitnu spum- ingu, hvort það er ekki eftir allt álit- legasti kosturinn við ríkjandi aðstæð- ur.“ Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins: Samþykkt að veita 3,5 milljörðum til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli Einkaréttur Aðalverktaka afnuminn 1. apríl 1995 Fjárveitinganefnd mannvirkja- sjóðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur samþykkt að leggja að jafnvirði 3,5 milljarða íslenskra króna til framkvæmda á tveimur flugskýlum fyrir kafbátaleitarvél- ar og eldsneytisdreifingarkerfi á Keflavikurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verktími verði nær þijú ár. Ekki liggur þó fyrir heimild til að hefja framkvæmdir þar sem al- mennt bann við nýjum framkvæmd- um er í gildi innan NATO á meðan beðið er niðurstöðu úttektar á fjár- hagsstöðu mannvirkjasjóðsins en varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins vonast til að fram- kvæmdaheimildir fáist fyrir miðjan júlí. Framkvæmdir á vcgum mannvirkj- asjóðs NATO á íslandi hafa verið til endurskoðunar innan bandalagsins vegna krafna um að verk verði boðin út í samræmi við reglur sjóðsins en íslenskir aðalverktakar sf. hafa haft einkarétt á verkum fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli í áratugi. Róbert Trausti Árnason, skrifstofustjóri vam- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, sagði við Morgunblaðið að efa- semdir hefðu verið um hvort þetta fyrirkomulag væri það hagstæðasta sem NATO ætti völ á, einkum af hálfu Breta og Norðmanna. Af hálfu Íslands hefði verið reynt að útskýra að þrátt fyrir allt væri þetta fyrirkomulag ekki svo óhagstætt NATO og nú hefði loks náðst samkomulag um málið þar sem tekið hefði verið tillit til ýmissa athug- asemda aðildarríkja mannvirkjasjóðs- ins. Á fundi fjárveitinganefndar mann- virkjasjóðsins hinn 11. júní var sam- þykkt að leggja fram fé til tveggja flugskýla og eldsneytisdreifingarkerf- is á Keflavíkurflugvelli sem er hluti af uppbyggingu olíuhafnarinnar í Helguvík. Er verkupphæðin rúmlega 52 milljónir Bandarikjadala eða um 3,5 milljarðar íslenskra króna. ís- lenskir aðalverktakar og bandarísk stjórnvöld sömdu sín á milli um þessi verk og hafa þau síðan beðið staðfest- ingar fjárveitinganefndarinnar. Róbert Trausti Árnason sagði að vonast væri til að samkomulag næðist um að heimila aftur nýjar fram- kvæmdir innan NATO ekki síðar en um miðjan júlí þegar framkvæmda- nefnd mannvirkjasjóðsins gerir funda- hlé, en þá í síðasta lagi í haust. Fjárveitinganefndin samþykkti jafnframt með hvaða skilyrðum hún myndi afgreiða mannvirkjasjóðsverk- efni á íslandi í framtíðinni. Er þar gengið út frá því að einkaréttur ís- lenskra aðalverktaka verði afnuminn ekki síðar en 1. apríl 1995. Róbert Trausti Ámason sagði að þegar Jón Baldvir. Hannibalsson utanríkisráð- herra hefði árið 1990 gert samkomu- lag við íslenska aðalverktaka um auk- inn hlut ríkisins í fyrirtækinu hefði verið byggt á þeirri fyrirætlan að gera það að almenningshlutafélagi og bijóta upp sérstöðu þess. Aðalverktök- um hefði þá verið veittur fimm ára aðlögunarfrestur en kröfur hefðu ver- ið um það í mannvirkjasjóðnum að sá frestur yrði styttur. „í þeim viðræðum hefur staðið frá í maí í fyrra, að reyna að tryggja verktöku og atvinnu þeirra sem vinna hjá fyrirtækinu en jafnframt að koma til móts við þær þjóðir innan NATO sem gert hafa hvað ákveðnastar at- hugasemdir við þetta fyrirkomulag, Norðmenn og Breta,“ sagði Róbert Trausti. Hann sagði að nauðsynlegt hefði verið að semja um ákveðna dag- setningu í þessu sambandi þar sem krafist hefði verið haldbærra yfirlýs- inga frá íslendingum um að breytinga væri von. íslenska ríkisstjórnin samþykkti í febrúar sl. að verktaka á Keflavíkur- flugvelli skyldi á yfirstandandi kjör- tímabili aðlöguð venjulegum háttum innan NATO, á aðlögunartímanum yrði tekin upp undirverktaka á sam- keppnisgrundvelli og erlend efniskaup yrðu boðin út á alþjóðlegum markaði. Einnig var samþykkt að endurskoða hagnaðarhlutfall Aðalverktaka af verkum á Keflavíkurflugvelli. Róbert Trausti sagði að þessi samþykkt hefði verið nauðsynlegur grundvöllur þeirra samningaviðræðna sem staðið hefðu undanfarið við mannvirkjasjóðinn. Fjárveitinganefnd mannvirkjasjóðs- ms setti það sem skilyrði fyrir fjárveit- ingum til framtíðarverkefna á íslandi að fram að þeim tíma sem einkaréttur Islenskra aðalverktaka verði afnum- inn verði samið við fyrirtækið um verk á vegum NATO en að undirverk- taka á grundvelli innlendrar sam- keppni verði aukin í þeim verkþáttum sem fyrirtækið annast ekki sjálft. Jafnframt var samþykkt að heimila undanþágu frá skilyrðum um undir- verktöku ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Loks var samþykkt að hvað varði framkvæmdir í framtíðinni, sem mannvirkjasjóður greiði, verði gerð krafa af hálfu sjóðsins um að hagn- aðarforsendur í samningnum taki mið af eignaraðild ríkisins í íslenskum aðalverktökum til lækkunar. Þetta skilyrði taki þó ekki til þeirra verka sem þegar hefur verið samið um. Róbert Trausti sagði að vegna þess að verk fyrir varnarliðið væra ekki boðin út væri samið um allt þeim tengdum, þar á meðal hagnað Áðal- verktaka af verkunum en það hlutfall hefði verið á bilinu 4-10% af verkupp- hæð. Ríkið á nú 52% í fyrirtækinu og því þýðir þessi krafa að ef hagnaðar- hlutfall sé 10% lækki það í 4,8%. Róbert Trausti sagði að hlutur Aðal- verktaka í nýframkvæmdum fyrir varnarliðið hefði verið um 16% af heildarverkinu að jafnaði, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það hlutfall eitthvað hærra í þeim verkum sem nú liggja fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.