Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 H % LOFTA PLÖTUR OGLÍM Nýkomín sending m EINKAUMBOÐ ?§ Þ.ÞORGRIMSSON Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Blaðió sem þú vaknar við! í dag koma út ný frímerki tileinkuð útflutningsverslun og viðskiptum Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. POOTHIL PÓSTUR OG SÍMI Pórthólf 8445, 128 Reykjavik Látið Landsbóka- safnið í friði! eftir Einar Braga Fyrír nokkru skrifaði Þórarinn Eldjám rithöfundur grein í Morgun- blaðið um áráttu sem hann taldi sig hafa greint í fari íslendinga; að hamast af eldmóði gegn húsum sem reist em í sérstöku augnamiði en hefjast á loft af fögnuði sé gömlum húsum fengið nýtt hlutverk óskylt hinu upphaflega; íshúsi breytt í listasafn, kjötmiðstöð í listaháskóla, banka í dómhús. í framhaldi þess- ara hugleiðinga mælti hann með að Ámastofnun yrði flutt í húsa- kynni Landsbókasafnsins af því að þau hefðu frá byijun verið hugsuð sem safnahús. Ég veit ekki hvort hér er á ferð uppgötvun atferlislögmáls sem öll þjóðin lýtur. Þó óttast ég svo muni vera, því ég fæ ekki annað séð en sjálfur kenningarsmiðurinn sé gegn vilja sínum ofurseldur þessum ógæfulega lesti. Ekki er ýkja langt síðan við vomm saman á fundi þar sem hann mælti með því að þreyttu pakkhúsi yrði breytt í vistarvem fyrir rithöfunda. Sök sér ef því hefði verið ætlað að hýsa eitthvert pakk, en hvers vegna skáldin, kæri kolleka: skjöld, sverð og sóma þjóð- arinnar? Og nú leggur hann til að Árnastofnun flytji úr byggingu sem gagngert var reist yfir hana í hús sem henni var aldrei ætlað. Ég á ekki krónu. Annars vakti alls ekki fyrir mér að elta ólar við veilur í atferlisfræði Þórarins Eldjáms því fátt kemur mér minna við. En ég vildi þótt seint sé mótmæla því gerræði sem lengi hefur verið að stefnt; að hrekja Landsbókasafn úr húsi sínu í svokallaða Þjóðarbókhlöðu. (Hví- líkt nafn!) Gmnnhugmyndin að baki Þjóðar- bókhlöðu (sameining Lands- og Háskólabókasafns) var frá bytjun ónothæf og veldur því minna tjóni sem fyrr verður frá henni horfið. Háskólabókasafn og Landsbóka- safn gegna svo gjörólíkum hlut- verkum að þau verða ekki sameinuð nema með harmkvælum. Ég leyfi mér að efa að Háskólabókasafni veiti nokkuð af rauða húsinu á Melavelli. En komist Ámastofnun ekki lengur fyrir í húsi sínu og sé nægilegt pláss í rauða húsinu fyrir hana líka væri þó nær að hún og Háskólabókasafn byggju undir sama þaki. Ámagarð mætti þá taka til annarra nota háskólans. En hvað um Landsbókasafn? Það er hvergi betur komið en þar sem það er og hefur alla tíð verið frá því er húsið var reist. Þegar Þjóð- , skjalasafn flyst í ný húsakynni flytj- um við handritadeild Landsbóka- Einar Bragi „En ég vildi þótt seint sé mótmæla því ger- ræði sem lengi hefur verið að stefnt; að hrekja Landsbókasafn úr húsi sínu í svokallaða Þjóðarbókhlöðu. (Hví- líkt nafn!).“ safns í vesturendann. Núverandi lestrarsal handritadeildar má nýta fyrir námsfólk til að létta á lestrar- salnum uppi. Engin nauðsyn er að viðgerða- og bókbandsstofur séu í sama húsi og safnið né heldur vinnustofur aðrar en skrifstofa GBC-Skírteini/barmmerki fyrlr: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrlrtœkja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Kvennahlaup ÍSÍ1992 eftir Stefán Snæ Konráðsson Þér líður ekki alveg nógu vel. Þú ert ekki ánægð með þyngdina, þér finnst þú hafa þyngst fullmikið frá því að þú varst upp á þitt besta. Þú ert andlaus, þig vantar kraft, þig vantar neistann og galsann sem einkenndi þig héma einu sinni. Þitt hlutskipti nú til dags er aðallega að vera heima og sjá um heimilið, börnin, matargerð og þrif. Hús- bóndinn iðkar íþróttir, fer í sund og spilar fótbolta með félögunum. Krakkamir eru á kafi í íþróttum og ýmiskonar félagsstarfi eins og gengur og gerist. Svona er þetta og hefur verið lengi hjá þér og þinni fjölskyldu. En heyrðu mig nú, þetta gengur ekki lengur! Þú átt líka rétt á þínum frítíma og tómstundum. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 20. júní nk. á 16 stöðum á Iandinu. Aðalhlaupið er í Garðabæ. Kvenna- hlaup ÍSI var fyrst haldið 1990 á Íþróttahátíð ÍSI. Hlaupið tókst í alla staði vel, svo vel að hlaupið er orðið að árlegum og föstum við- burði á íþróttasviðinu. í ár væntum KVENNAHLAUP ISI GARÐABÆ 20.JÚNÍ við þess að enn fleiri konur drífi sig til þátttöku í hlaupinu. Markmið íþróttasambands ís- lands með hlaupinu er þríþætt: 1. Að gefa konum kost á þáttöku í íþróttaviðburði sem höfðar sér- staklega til þeirra. 2. Að stuðla að íþróttaímynd kvenna, laða fram vilja og áhuga þeirra á íþróttum/heilsurækt og örva þær til þátttöku. 3. Að efla frumkvæði og samstöðu kvenna í íþróttastarfi og mótun (þeirra) eigin íþjóttamenningar. Kvennahlaup ÍSÍ er fyrir þig. Nú mætir fjölskyldan og hvetur þig til dáða. Þú ert búin að hvetja fjöl- skyldumeðlimi til dáða í leik og starfi í mörg ár og kominn tími til að þú fáir að njóta þín. Kvenna- hlaupið veitir samkennd með konum og íþróttaiðkun. Þar koma saman byijendur og lengra komnir og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.