Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 48
/ Stíí^mm^slMBRÉF^mlah^PÓSTHÓLF^^^AKVÍtEYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bardagar blossuðu upp fyrirvaralaust Islensku hjúkrunarfræðingarnir fegn- ir að vera komnir heim frá Kabúl HÁLFS árs starfi íslensku iyúkrunarfræðinganna Elínar Guð- mundsdóttur og Maríönnu CsiUag á vegum Rauða krossins í Kabúl í Afganistan er nú lokið. Þar störfuðu þær ásamt Jóni Karlssyni, sem skotinn var til bana 22. apríl. Elín og Maríanna segja skot- bardaga hafa blossað upp fyrir- varalaust. Þær segjast hafa unnið nokkurn veginn sleitulaust á sjúkrahúsinu þrátt fyrir tíðar skot- og sprengjuárásir í næsta nágrenni við það. „Skurðstofuliðið vann til að mynda 20 tíma á dag. Allt voru þetta skotsár og sprengjuflísar sem við vorum að fást við á þessum tíma — ljót sár og ljót tilfelli, því mörg fómarlambanna voru böm,“ segir Maríanna. Aðspurð segir Elín að henni hafi liðið einna verst þegar verið var að sprengja og skjóta fyrir utan húsið þar sem hún bjó. „Mað- ur vissi ekki hvað myndi gerast á næstu mínútu. Myndu þeir sprengja húsið eða ráðast inn á okkur eða myndi sprengja falla á íslensku hjúkrunarfræðingarnir Elín Guðmundsdóttir og Maríanna Csillag við sandbyrgi í Kabúl í Afganistan, þar sem þær störfuðu í hálft ár. húsið og sprengja okkur í tætlur þótt við værum niðri í kjallara," segir hún. Þær segja það einskæra heppni að spítalinn skyldi sleppa þegar skæruliðar Hekmatyars gerðu eldflaugaárás á borgina 4. maí. Sjá nánar á miðopnu. Leggja til heldur meiri afla en Alþjóða hafrannsóknaráðið Hafrannsóknastofnun gerir i dag opinberar tillögur sínar um hæfilegan fiskafla á næsta fisk- veiðiári. Tillögumar verða jafn- framt kynntar á ríkisstjómar- fundi í dag og fyrir hagsmunaað- ilum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu fiskifræð- ingar stofnunarinnar leggja til að þorskafli á næstu ámm verði svip- aður, en þó eitthvað meiri, en ráðgjafamefnd Alþjóða hafrann- sóknaráðsins lagði til fyrir nokkm, en nefndin lagði til 40% niðurskurð. Hafrannsóknastofnun kynnir að venju hvaða áhrif ákveðin veiði hafi á stærð hrygningarstofns og veiði- stofns. Þar sem Hafrannsóknastofn- un leggur til afla miðað við fískveiði- árið, en Alþjóða hafrannsóknaráðið miðar við almanaksárið, er saman- burður við næstu misseri erfíður. Hafrannsóknastofnun lagði tillögur sínar um fískafla næsta árs fyrir sjávarútvegsráðherra í gær, en þær hafa enn ekki verið gerðar opinberar. Alþjóða hafrannsóknaráðið lagði á sínum tíma til að þorskveiðar Islend- Brotist inn í íbúðarhús Morgunblaðið/Emilía Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar koma af fundi sínum með sjáv- arútvegsráðherra í gærmorgun, þar sem þeir kynntu tillögur stofnun- arinnar um fiskafla á næsta ári. Taldir frá vinstri em fiskifræðingarn- ir Hrafnkell Eiríksson, Ólafur S. Ástþórsson og Björn Æ. Steinarsson, þá Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Gunnar Stefánsson töl- fræðingur. inga yrðu skornar niður um 40%, en það þýddi um 150.000 tonna árlegan afla og myndu þjóðartekjur af þeim sökum geta minnkað um allt að 15 milljarða króna. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í ræðu sinni við há- tíðahöldin á sjómannadaginn að sú spuming væri áleitin, hvort ekki væri bezt að taka þann kost að tak- marka þorskveiðamar á næsta ári svo mikið, að þorskstofninn gæti stækkað. Ráðherrann sagði að óbreytt veiði kæmi ekki til greina og sá kostur að halda stærð stofns- ins óbreyttri hefði ekki gefíð nógu góða raun. Hann sagðist þeirrar skoðunar að ef litið væri til lengri tíma myndi uppbygging þorskstofns- ins skila meiri samanlögðum hagnaði á næstu fímm ámm en sú leið að miða við óbreytta stofnstærð. Sjá frétt á bls. 25. Framhalds- námí HI líklega fellt niður VIÐBÓTAR- og framhaldsnám í hagfræði, hjúkrunarfræði og flest framhaldsfög í félagsvís- indadeild verða væntanlega ekki kennd í Háskóla íslands næsta vetur. Gunnlaugur H. Jónsson, fjármálastjóri í Há- skólanum, segir að það muni hins vegar ekki duga til að ná endum saman en skera þurfi niður um allt að 15 til 20 milljón- ir í einstökum deildum. Á næstu vikum munu deildirnar ákveða hvernig þær hyggjast skera nið- ur. Meistaranám í hagfræði, fram- haldsmenntun í hjúkrunarfræði og hagnýt fjölmiðlun, námsráðgjöf og félagsráðgjöf innan félagsvísinda- deildar verða væntanlega ekki kennd næsta skólaár. Gunnlaugur segir að vegna mikilvægis kenn- aramenntunar í framhaldsskólum verði kennsla í uppeldis- og kennslufræði hins vegar ekki felld niður. Hann segir að einnig hafi kom- ið til umræðu að hækka lágmarks- fjölda í valfögum en hingað til hefur þeirri reglu verið fylgt að minnst fimm séu í hveiju valfagi til að kennsla geti farið fram. Þá segir hann að dregið verði verulega úr verklegum æfíngum og dæmatímum. „Frá 1988 hefur nemendum fjölgað um 1.000, kennurum hefur flölgað og komið hafa inn nýjar námsgreinar en ijárveitingar eru hins vegar þær sömu að raungildi og þá. Samkvæmt lögum verðum við að taka inn alla nemendur sem sækja um skólavist. Þetta gengur hins vegar einfaldlega ekki upp. Menn verða að fara að velja um hvort fækka eigi námsgreinum og nemendum eða auka fjárveiting- ar,“ segir Gunnlaugur. Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins: Einkaréttur Aðalverktaka afnuminn ekki síðar en 1995 Yerkefni á Keflavíkurflugvelli fyrir 3,5 milljarða sam- þykkt en beðið eftir heimild til að hefja framkvæmdir Fjárveitinganefnd mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins hefur samþykkt framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli að upphæð 3,5 millj- arða króna, sem beðið hafa staðfestingar hjá nefndinni í um það bil ár. Jafnframt hafa íslensk stjórnvöld fallist á að einkaréttur ís- lenskra aðalverktaka á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli verði afnuminn ekki síðar en 1. apríl 1995 og er þetta eitt af skilyrðum sem fjárveitinganefnd mannvirkjasjóðsins setur fyrir afgreiðslu á frekari verkefnum á íslandi. KROTIST var inn í fjölda íbúðar- húsa í Reykjavík um helgina og virtist litlu skipta hvort íbúarnir voru heima eða ekki. Aðallega var stolið hljómflutningstækjum, sjón- vörpum, myndbandstækjum og skartgripum. í einu tilfellanna vaknaði íbúi við umgang þjófanna, sem stukku á brott. Þeir höfðu hins vegar náð að fjarlægja myndbandstæki, geislaspil- ara og skartgripi. Þeir munu hafa komist inn í húsið um svaladyr með lélegri læsingu. Ekki var brotist inn í hús í einu hverfí borgarinnar fremur en öðrum. Þannig var farið inn í hús allt vestur frá Eiðsgranda og upp í Krumma- hóla. Oft dregur úr innbrotum þegar nætumar verða bjartari, en nú virð- ast þjófar ekki setja það fyrir sig. Helst er leitað eftir auðseldum hlut- um, eins og hljómtækjum og skart- gripum. Þrátt fyrir að mannvirkjasjóður- inn hafí samþykkt þessi verk ligg- ur ekki fyrir heimild til fram- kvæmda þar sem tímabundið al- mennt bann við nýjum fram- kvæmdum er nú í gildi innan NATO meðan fjárhagsstaða mannvirkjasjóðsins er tekin út. Að sögn Róberts Trausta Áma- sonar skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins er þó vonast til að framkvæmda- heimildir fáist fyrir miðjan júlí en það gæti þó dregist fram á haust. Þau verk sem fjárveitinganefnd mannvirkjasjóðsins hefur nú sam- þykkt eru tvö flugskýli fyrir kaf- bátaleitarflugvélar og eldsneytis- dreifíngarkerfí á Keflavíkurflug- velli, sem er hluti af uppbyggingu olíuhafnarinnar í Helguvík. Alls kosta þessi verk að jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna og er gert ráð fyrir að verktími verði nær þijú ár. Talsverð andstaða hefur verið innan mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins, einkum hjá Bretum og Norðmönnum, gegn því fyrirkomulagi sem verið hefur á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli samvæmt samningum íslenskra og banda- rískra stjórnvalda. Meginreglan innan mannvirkjasjóðsins er að verk séu boðin út á alþjóðlegum vettvangi en sjóðurinn hefur samt greitt fyrir framkvæmdir á ís- landi. Ríkisstjómin samþykkti í vetur að verktaka fyrir varnarliðið verði á kjörtimabilinu aðlöguð venjulegum háttum innan Atlants- hafsbandalagsins. Að sögn Gunnars Þ. Gunn- arssonar forstjóra íslenskra aðal- verktaka er þetta verk og sú upp- hæð sem Mannvirkjasjóður hefur ákveðið að greiða í samræmi samninga sem gerðir voru í fyrra. Hann telur líklegt að fram- kvæmdaheimildir fáist og af fram- kvæmdunum verði þar sem þörf sé fyrir þessi mannvirki. Gert hef- ur verið ráð fyrir uppsögnum hjá fyrirtækinu með haustinu en það á eftir að taka það til frekari at- hugunar. Gunnar segir að á þessu stigi geri hann sér ekki grein fyr- ir hver hlutur íslenskra aðalverk- taka sé af þessum þremur og hálf- um milljarði en a.m.k. þriðjungur þeirrar upphæðar fari í efniskostn- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.