Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 39 Nýtt frá SENSODYNE SENSODYNE SEARCH 4 TANNBURSTINN. ÁVÖXTUR SAMSTARFS VIÐ TANNLÆKNA. SVEIGÐUR Á SAMA HÁTT OG TANN- LÆKNAÁHÖLD SEM AUÐVELDAR BURSTUN TANNANNA. FER ÞÆGILEGA í HENDI. HAFNARFJÖRÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS KEFLAVÍK: BÓKABÚÐ KEFLAVlKUR AKRANES: BÓKASKEMMAN MONT BLANC VERSLANIR REYKJAVÍK: LEONARD BORGARKRINGLUNNI MÁL OG MENNING StÐUMÚLA 7-9 MÁL OG MENNING LAUGAVEGI 18 SKÁKHÚSIÐ LAUGAVEGI 116 ÍSAFJÖRÐUR: BÓKHLAÐAN SAUÐÁRKRÓKUR: BÓKABÚÐ BRYNJARS AKUREYRI: TÖLVUTÆKI-BÓKVAL VESTMANNAEYJAR: BÓKABÚÐIN HEIÐARVEGI 9 SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLEGT (HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KIMIKMlA Hörgatúni 2, Garðabæ Sími 40719 Meistarinn frá mont blanc meisterstOck MONT° BLANC SAMNINGAR Valsmenn ínýja búninga Valsmenn hafa gert samning við Ástund hf. um að knattspyrn- ulið félagsins klæðist Umbro bún- ingum og leiki í Diadora skóm næstu þijú keppnistímabil. Á af- mælisdegi Vals 11. maí sl. var einn- ig undirritaður nýr samstarfs- og auglýsingasamningur milli knatt- spyrnudeildar Vals og Bræðranna Ormsson hf. um auglýsingar á bún- ingum karlaflokka félagsins næstu þijú árin. Allir flokkar Vals munu leika í Umbro og meistaraflokkarnir í Diadora skóm. Þess má til gamans geta að á sama tíma og Valsmenn undirrituðu samninginn við Ástund hér heima þá var Manchester Un- ited að undirrita samning í Eng- landi um að leika í Umbro. Auglýsingasamningurinn er framhaldssamningur frá fyrra ári. I skoðanakönnun nýlega kom fram að merkið AEG frá Bræðrunum Ormsson hf. er meðal fimm þekkt- ustu vörumerkja á íslandi í dag. SÝNINGAR Vel heppn- að vor í Vestmanna- eyjum Vestmannaeyjum. Atvinnu- og þjónustukynningin Vor í Eyjum fór fram í Iþróttmiðstöðinni í Vestmannaeyj- um fyrir skömmu. Fjöldi fyrirtækja kynnti þar vöru sína og þjónustu og mikill fjöldi Eyjamanna lagði leið sína í Iþróttamiðstöðina til að líta á sýninguna. Sýningin hófst með setningarat- höfn á föstudagskvöldið. Þorsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri sýningarinnar flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Hann sagði mikla vinnu liggja að baki svona sýningu og væri bróðurpartur þeirrar vinnu unnin í sjálfboðavinnu, en Hand- knattleiksdeild ÍBV sá um sýning- una. Þorsteinn sagði að sýning þessi væri hugarsmíð eins manns í Handknattleiksráði, Stefáns Jónassonar, sem hefði fengið hug- myndina og síðan fylgt henni eftir þar til hún varð að veruleika. Að loknu ávarpi Þorsteins flutti Ólafur Lárusson formaður atvinnumála- nefndar bæjarins ávarp en síðan ávarpaði Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri sýningargesti. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hélt síðan ávarp og opnaði sýninguna formlega. Á sýningunni kynntu um 40 fyrirtæki, úr Eyjum og annars staðar frá, vöru sína og þjónustu. Var þar margt að sjá. Handverk- færi ýmiskonar, byggingavörur, matvæli og margt fleira. Ýmsar uppákomur voru á sýn- ingunni. Tískusýningar, glerblást- ur og ýmislegt fleira og á laugar- dag lék hljómsveitin Sálin hans Jóns míns nokkur lög við góðar undirtektir sýningargesta. Mikill fjöldi Eyjamanna lagði leið sína á sýninguna og er talið að bróðurpartur Eyjabúa hafi séð hana. Sýnendrfr voru mjög ánægð- ir og sögðu sýninguna hafa farið fram úr björtustu vonum enda allt skipulag og undirbúningur til fyrir- myndar. Eins og áður sagði stóð Hand- knattleiksráð ÍBV fyrir sýningunni sem var sett upp til fjáröflunar fyrir handboltann. Grímur Frá sýningunni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Guðmundur Kjartansson, formaður knattspyrnudeildar Vals, og Snorri Ingason, markaðssljóri hjá Bræðrunum Ormsson hf., undir- rita samninginn. Guðmundur Arnarsson frá Ástund og Þorsteinn Ólafs frá knatt- spyrnudeild Vals undirrita samninginn að viðstöddum knattspyrnu- mönnum úr Val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.