Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 35 Minning: OlafurH. Einarsson fyrrv. héraðslæknir Fæddur 9. desember 1895 Dáinn 8. júní 1992 Svo er um ævi öldungmanna sem um sumar- sól fram runna; hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Vaka þá og skína á vonarhimni alskærar stjömur, anda leiðtogar: traust og trú og tryggrar speki augað ólypa, og andamir lifa! Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinna; fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp ranninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson) Mér koma þessar hendingar Jón- asar Hallgrímssonar í hug við and- lát og útför föðurbróður míns, Ól- afs H. Einarssonar, sem lést í hárri elli aðfaranótt mánudagsins 8. júní á 97. aldursári. Ólafur var næstelstur fimm barna hjónanna Sigriðar Pálma- dóttur og Einars Guðmundssonar á Svalbarða í Miðdölum Dalasýslu. Elsta barn þeirra, Anna, dó 24 ára, ógift heima á Svalbarða og yngsti sonurinn, Jósef, lést ungur stúdent í Kaupmannahöfn á 26. aldursári úr berklum. Eftir lifðu bræðurnir þrír, Óiafur, Pálmi, síðar landnáms- stjóri og faðir minn, Kristján, raf- virkjameistari í Reykjavík. Bræð- urnir Pálmi og Kristján létust með skömmu millibili sumarið 1985 á 89. og 86. aldursári. Nú á dögum þykir sjálfsagt að ungt fólk á íslandi njóti menntun- ar. Pjöldi stúdenta í hverjum ár- gangi á vori hveiju er til vitnis þar um. Það var fátítt í byrjun þessarar aldar að synir og dætur frá efnalitl- um alþýðuheimilum gengju menntaveginn. Til þess þurfti áræði, þrautseigju, dugnað og góð- ar gáfur sem bræðurnir frá Sval- barða höfðu allir til að bera þó skólaganga þeirra yrði mislöng. Að loknu stúdentsprófi hóf Ólafur nám í læknisfræði við Háskóla íslands og lauk embættisprófi 1929. Næstu árin fram til 1932 stundaði hann framhaldsnám með hléum erlendis en gegndi jafnframt embætti hér- aðslæknis í Flateyjarhéraði 1930- 1932 og í Grímsneshéraði 1932- 1947 með aðsetri í Laugarási í Bisk- upstungum. Frá 1947 til 1966 gegndi Ólafur stöðu héraðslæknis í Hafnarfirði eða þar til hann lét af embætti fyrir aldurssakir. Þá rak hann eigin læknisstofu í Hafnarfirði í rúman áratug eða fram til ársins 1979. Eiginkona Ólafs var sæmdar- konan Sigurlaug Einarsdóttir frá Brimnesi í Skagafírði, en hún lést árið 1985. Þeim hjónum varð sex bama auðið, fímm sona og einnar dóttur. Þau eru: Einar, íþróttakenn- ari, Jósef, læknir í Hafnarfirði, Grétar, yfirlæknir í Reykjavík, Sig- ríður, frú í Reykjavík, Sigurður við- skiptafræðingur og Hilmar arki- tekt, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Ég minnist Ólafs föðurbróður míns ungur drengur er hann kom að vitja okkar systkinanna þegar umgangspestir heijuðu í Reykjavík. Hann kom mér fyrir sjónir sem eldri ráðsettur maður, virðulegur í fasi og framkomu. Mér eru í minni heimsóknir okkar systkina á heim- ili Ólafs og Sigurlaugar við Mið- stræti í Reykjavík. Hjá þeim bjó þá amma mín, Sigríður, móðir Öl- afs, í hárri elli, en afí minn, Einar á Svalbarða, lést 1947. Eftir að þau hjón brugðu búi vestur í Dölum 1938 bjuggu þau í skjóli Ólafs og Sigurlaugar, fyrst í Laugarási og síðar í Reykjavík. Það er ungum börnum hollt að umgangast og læra að virða elstu kynslóðina. Heim- sóknirnar til ömmu í Miðstræti eru mér ógleymanlegar, en þar bjó þá einnig tengdamóðir Ólafs, Margrét Símonardóttir frá Brimnesi, tíguleg og sköruleg eldri kona sem ekki var síður skemmtilegt að heimsækja og skrafa við en Sigríði ömmu. Seint á sjötta áratugnum byggði Ólafur ásamt dóttur sinni og tengd- asyni húsið að Ölduslóð 46 í Hafnar- firði enda var starfsvettvangur hans þar í bæ. Ólafur réði föður minn, Kristján, til þess að leggja rafmagn í húsið og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, þá stálpaður strákur, að hjálpa pabba að draga í eins og það heitir á máli rafvirkja. Ekki grunaði mig þá að ég, tveimur ára- tugum síðar, ætti eftir að búa ásamt konu minni og börnum í því sama húsi, en 1978 tók ég, þá nýkominn frá námi erlendis, íbúðina á efri hæð hússins á leigu fyrir milligöngu Ólafs, en hún var þá i eigu Sigurð- ar sonar hans. Árin tvö á Ölduslóð 46 voru hamingjurík. Þar fæddist sonur okkar, Kristján, og eldri dótt- irin. Karólína, undi sér vel í Hafnar- fírði þar sem hún eignaðist vinkon- ur og leikfélaga, þar á meðal Sigur- laugu dóttur Sigríðar frænku minnar sem oftsinnis heimsótti for- eldra sína í Hafnarfirði. Það var mér og fjölskyldu minni sönn gleði og ánægja að umgangast þau sæmdarhjón Ólaf og Sigurlaugu og nábýlið við þau gaf foreldrum mín- um og þeim oftar tækifæri til að hittast og rifja upp gamalar sam- verustundir og gaman var að hlýða á samræður þeirra bræðra um menn og rnálefni vestur í Dölum. Ég sá Ólaf föðurbróður minn sjaldan hin síðari ár, síðast við jarð- arför Pálma, bróður hans, fyrir tæpum sjö árum. Nú eru bræðurnir frá Svalbarða allir gengnir. Ólafur var þeirra elstur og með honum hverfur heil kynslóð af sjónarsvið- inu_ í föðurætt minni. Ólafur var ern til hinstu stundar þó kominn væri hátt á tíræðisaldur. Fyrir skömmu kom hann í sumar- hús sitt í Laugarási þar sem hann undi sér ásamt fyölskyldu sinni á sumrin allt frá því hún flutti þaðan til Reykjavíkur 1947. Sunnudaginn 7. júní, síðasta dag- inn sem Ólafur lifði, birtist í Morg- unblaðinu grein með ljósmyndum um sauðburðinn nú í vor. Blaðamað- ur var staddur á Kringlu í Miðdölum næsta bæ við jörðina Svalbarða sem nú er í eyði og undir Kringlu. Á myndunum má kenna hlíðina sem æskuheimili Ólafs, Svalbarði, stóð undir, fjöllin og umhverfi allt. Hann hafði á orði við dóttur sína, sem hjá honum var, að gaman væri að sjá myndir af æskuslóðum í blað- inu. Ólafur var heima í huganum á hinsta degi - hver vegur að heiman er vegurinn heim. Einar Kristjánsson. Langri ævi og langri glímu við elli kerlingu er lokið. Faðir minn, Ólafur H. Einarsson fyrrum héraðs- læknir í Hafnarfírði og þar áður í Laugaráslæknishéraði er þá hét Grímsneshérað, er allur, 96 ára að aldri. Hann var fæddur 9. desember 1895 á Svalbarða í Miðdölum, lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923, cand. med. Há- skóla Islands 1929, stundaði fram- haldsnám í áföngum á næstu árum í Þýskalandi og Danmörku, skipað- ur héraðslæknir í Flatey á Breiða- fírði í 2 ár, en síðan héraðslæknir í Grímsneshéraði 1932 til 1947 og í Hafnarfjarðarlæknishéraði 1947 til 1966, en var starfandi læknir þar áfram á annan áratug. Hann kvæntist Sigurlaugu Ein- arsdóttur frá Brimnesi í Viðvíkur- sveit 1927, hún lést 1985. Eignuð- ust þau sex börn: Einar, Jósef, Grétar, Sigríði, Hilmar og Sigurð. Fimm eru á lífi, Hilmar lést 1986. Föður mínum var gefið frábært minni og var hann ósáttur er elli kerling tók frá honum nærminnið síðari árin, en við önnur líkamleg vandamál, svo sem langvinna slit- gigt í mjöðmum og við að þjálfa sig upp eftir tvö hjartaáföll eftir 1978, beitti hann hörkunni, sem hann hafði komist svo langt á fram- an af lífinu. Þrátt fyrir gleymni á líðandi stund mundi hann gamla tímann vel og hresstist alltaf þegar um hann var rætt. Gegnum hugann líða svipmyndir frá ferli hans. Þótt ekki þyki horfa vél um hagi landsmanna nú um skeið þá hefur rás framfara verið ótrúleg á hans ævi og hans kynslóð eigum við meira að þakka en margur æsku- maðurinn gerir sér grein fyrir. Hann var elstur af fimm systkin- um, en síðastur þeirra nú yfir móð- una miklu. Tvö dóu ung, urðu hvíta dauðanum (berklum) að bráð. Anna, ung í föðurgarði, Jósef við nám í Danmörku. Foreldrar hans voru fátækt bændafólk, bærinn hét Svalbarði í Miðdölum, þar er nú gróið tún sem áður stóð lágreistur bær. Athyglis- vert er að þrátt fyrir að foreldram- ir hafí lítt getað stutt við bakið á börnum sínum eftir að þau uxu úr grasi fóru synirnir allir til náms, hver á sínu sviði. Jósef dó við nám í sálfræði í Danmörku, Pálmi nam búfræði bæði hérlendis og erlendis og var landnámsstjóri ríkisins, Kristján rafvirkjameistari og faðir minn lauk læknisfræðinámi. Ekki er langt síðan að við rifjuð- um upp saman atriði úr námssögu hans. Han fór til dæmis í upphafí skólagöngunnar ríðandi á hesti til Akureyrar, er hann hugðist selja þar til að kosta upphaf náms síns þá um veturinn að loknu inntöku- prófi í gagnfæðaskótann, þetta gekk allt upp. Kafla í náminu las hann utan skóla og vann þar á milli fyrir náms- kostnaði til dæmis við sjósókn og landvinnu á Suðurnesjum, við fisk- verkun og hleðslu á hafnargarði í Vestmannaeyjum, svo eitthvað sé nefnt. Leiðin suður var þá gengin yfír fjöll og byggðir með pokann sinn á bakinu. Að vonum var faðir minn nokkru eldri en samferðamenn hans gegn- um læknisfræðina, þótt hann hverfí nú síðastur þeirra á braut. Á náms- árunum kynntist hann móður minni, Sigurlaugu, og fæddust þeim tveir elstu synirnir áður en námi lauk, sá þriðji í Flatey milli námsáfang- anna erlendis og 1932 lá leiðin í Laugarás í Grímsneshérað, sem það hét þá og náði yfir Biskups- tungna-, Skeiða-, Hrunamanna- og Gnúpveija-, Laugardals- og Grímsneshreppa auk Grafnings. I upphafi allt ferðast á hestum, en bifreiðaöldin hélt innreið síðan og vegir smáteygðust um byggðir, en allan hans tíma í Laugarási eða Grímsneshéraði var yfir Hvítá að fara á feiju á tveimur stöðum, við Iðu og Auðsholt og ferðir á hestum að mestu leyti í Skeið og Hreppa. Vegna slitgigtar í mjöðmum átti hann í vaxandi erfiðleikum með slík ferðalög, því lá leiðin til Hafnar- fjarðar 1947. Brennandi áhugamál föður míns var alla tíð ræktun og var hann þá vel í sveit settur í Laugarási hvað ylrækt varðaði, en hærra bar þó áhugamálið um skóg- og tijárækt og í raun fór hann aldrei að fullu frá Laugarási því að þar í erfðafest- ulandi, er hann fékk á leigu við brottförina 1947, byggði hann fjöl- skyldunni sumarhús og klæddi landið skógi, sem um ókomin ár mun minna á trú á landinu og at- orku hans. Þar dvaldi hugur hans Iöngum og hann sjálfur í öllum frí- stundum. Þar sem áður voru berir móar, múli og mýri, vagga nú stolt- ar Alaska aspir í vindinum, hæstar tijáa, um 20 metrar þær hæstu og afkomendur þeirra er víða að fínna í ylræktarþéttbýlinu, sem er í Laug- arási. Sitkagrenið er og vöxtulegt, sett í jörð við sitt hæfi, sem og önnur tré eins og birki, ættað úr fegurstu skógum íslands að ógleymdum reyni, sem sáð var til frá beijum reynitijánna hafnfírsku fyrir utan glugga lækningastofunn- ar í Gunnarssundi 8. Langri, farsælli ævi er lokið. Ég sem þetta rita kom í kjölfar föður míns til starfs hingað til Hafnar- fjarðar. Hér hef ég ætíð fundið mikinn hlýhug fyrrum sjúklinga hans og samferðamanna í hans garð og hef ég borið honum kveðjur þeirra allt fram til síðustu daga. Jósef Ólafsson. REYKJRJÍKURHÖFN ii 11 II 11 HAFNARDAGURí SUNDAHÖFN Laugardaginn 20. júní frá kl. 10:00 til 17:00 í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafnar býður höfnin og mörg fyrirtæki á Sundahafnar- svæðinu almenningi að skoða mannvirki, starfsemi og fyrirtæki á þessum degi. Sundahafnarsvæðið, frá Húsasmiðju í suðri og Olís í vestri, verður fánum skreytt. Strætisvagnar aka um svæðið eftir sérstakri Sundahafnaráætlun allan daginn. Gestum gefst kostur á að skoða sfárfsemi skipafélaganna Eimskip og Samskip, sem verða með fjölbreytfá dagskrá allan dagirm. 01 ís, Tollvörugeymslan og Kassagerðin munu sýna sfárfsemi sfna og fóðurblöndufyrirtækin eru œstum opin. Smásöluverslanirá svæðinu verða opnar. 1 tilefni dagsins efnir Félag íslenskra stórkaupmanna til getraunaleiks og mörg heildsölufyrirtæki munu kynna sfárfsemi sfna. e£o # REYKJAVÍKURHÖFN HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17 ''101 REYKJAVlK SÍMI (91)28211 II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.