Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 31 Mammon og jafn- rétti til náms 1 eftir Val Frey Einarsson Mammon og Bakkus eiga það . sameiginlegt að þeir leggjast á sinni manna. Með hjálp nútíma læknavís- inda hefur tekist að lækna margan sinnisveikan manninn sem blótað hefur Bakkus ótæpilega. Öðru máli gegnir með Mammon, enn hefur ekki fundist nein lækning við því þegar hann nær heljartaki á hugum manna og blindar þá, svo að siðferð- is-, jafnréttis- og réttiætiskennd hverfur með öllu úr fari þeirra og ekkert kemst að annað en auður og völd. Hvert okkar kannast ekki við ævintýri sem segja frá fégráð- ugum konungum sem fara flatt á eigin græðgi og valdníðslu. Við kennum börnum okkar ungum að hófsemi, kærleikur og bræðralag j séu einar af höfuðdyggðum manns- ins, og alltaf skuli þau leitast við að hafa þær að leiðarljósi. j Ekki veit ég hvemig uppeldi hef- ur verið háttað hjá þeim Ólafí G. | Einarssyni og Davíð Oddssyni. En ýmislegt má þó sjá um uppeldi og innrætingu manna er þeir segja frá bemskuminningum sem standa þeim hvað skýrast fyrir hugskots- sjónum. Það gerði Davíð Oddsson fyrir alþjóð á páskadag í sjónvarps- leikritinu „Allt gott“. Sögusviðið var lítið þorp úti á landi og í brenni- depii sögunnar vora tveir ungir sveinar sem öfunduðust heiftarlega út í auð og aðstöðu kaupmannsson- arins í þorpinu, sem hafði greiðan aðgang að öllum lystisemdum lífs- ins, að þeirra mati, og óréttlætið gekk svo langt að meira að segjá Guð gekk í lið með þeim ríku. Ekki veit ég hvort þessi bemskuminning Davíðs hefur lagst svo þungt á hug hans að hann hyggi enn á hefndir, það vona ég svo sannarlega ekki, auk þess tel ég víst að Davíð viti að það stoðar lítt að flengja öldurn- ar. Hvort það er bemskureiði eða bara óréttlát hönd Mammons sem afvegaleiðir stjómendur þessa lands er ekki vitað, en eitt er víst að reið- in bitnar á röngu fólki, sjúkir og námsmenn eiga hana ekki skilið. Við þekkjum öll vanhugsaðar aðgerðir heilbrigðisráðherra í heil- brigðiskerfinu fyrir skemmstu, þar sem lagt var á báðar hendur og tilviljun réði hver varð fýrir hverju sinni. Nú hefur heröxin verið reidd á loft að nýju og nú gegn náms- mönnum. Ólafur G. Einarsson, sem á að standa vörð um menningar- og menntamál í landinu, ræðst nú svo harkalega að námsmönnum að það lítur út fyrir að fjöldi fólks þurfí að hverfa frá námi, og stór hópur sem hugði á nám á hausti komanda muni ekki geta leyft sér þann munað. Þama er sérstaklega um að ræða bamafólk og þá sem hugðu á nám erlendis, í mörgum tilfellum eins- hverskonar listnám. í nýjum drög- um að úthlutunarreglum LÍN er ákvæði sem segir að nemendum verði ekki lánað fyrir skólagjöldum í erlenda háskóla í grunnnám, þ.e.a.s. ekki verður lánað í neitt nám erlendis sem gefur BA- eða BS-gráðu, þar á meðal er fjöldinn allur af fögum sem ekki er kenndur á íslandi. Ungu fólki er þar með gert ómögulegt að fara í nám til Englands, Bandaríkjanna og víðar, en í þessum löndum era einmitt margir virtustu og bestu háskólar I ------------------------------------ Þrúgur reiðinnar: Fjórar sýningar eftir ^ NÚ ERU aðeins fjórar sýningar eftir á sýningu Leikfélags Reykjavík- ur á Þrúgum reiðinnar en verkið hefur þegar verið leikið 57 sinnum fyrir troðfullu húsi og hlotið góðar undirtektir áhorfenda á öllum aldri. Skáldsaga John Steinbeck um þær miklu þjóðfélagslegu hræringar sem gengu yfír miðvesturríki Banda- ríkjanna í kjölfar þurrka og kreppu hefur verið vinsæl. Hún hefur selst upp í tveim stóram upplögum og hefur komið út í þriðju útgáfu sam- fara sýningu Leikfélags Reykjavíkur á þessu meistaraverki. Það var Kjartan Ragnarsson sem setti sýningun á svið en leikmynd og búninga vann Óskar Jónsson. Þáttur tónlistar KK í sýningunni er fyrirferðamikill. Rúmlega þrjátíu þúsund áhorf- endur hafa séð sýninguna og hefur ekkert lát verið á eftirspurn þó kom- ið sé fram á sumar. Nú era síðustu forvöð að tryggja sér miða á ein- hveija af þeim fjórum sýningum sem eftir era: fímmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld í þessari viku. Sýningum á Þrúgunum verður hætt nú í sumar og verkið ekki tekið aftur til sýninga að hausti. í stórum leikarahóp sem að Þrúg- um reiðinnar stendur má nefna: Þröst Leó Gunnarsson, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Sigurð Karlsson, Pétur Einarsson, Valdimar Öm Flygen- ring, Þóreyju Sigurþórsdóttur og Steindór Hjörleifsson. Sú breyting hefur orðið á uppranalegri hlutverk- askipan að Soffía Jakobsdóttir leikur nú ömmuna og þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Helga Þ. Stephen- Valur Freyr Einarsson „Að stjórnvöld skuli stuðla að því að ein- angra listnám við ís- land, hvort sem það er í leiklist, myndlist eða tónlist, eru vægast sagt voveifleg tíðindi og í meira lagi kaldhæðnis- leg.“ í heiminum og ekki síst í listgrein- um. Sál þjóðarinnar lifír í tungu henn- ar, listsköpun og menningararfí, við verðum að gera okkur grein fyrir því á þessum örlagaríku umbrota- og hættutímum að tilveruréttur þjóðarinnar byggist á andlegum verðmætum sem hún skapar og vinnur úr og engu öðra. Að stjórn- völd skuli stuðla að því að einangra listnám við ísiand, hvort sem það er í leiklist, myndlist eða tónlist, eru vægast sagt voveifleg tíðindi Þröstur Leó Gunnarsson í hlut- verki sínu. sen hafa tekið við smærri hlutverk- um í sýningunni. (Frcttatilkynning) og í meira lagi kaldhæðnisleg. Mér er gjörsamlega ofviða að skilja að slíkt geti gerst í lýðræðislegu sam- félagi árið 1992. Ólafur G. Einarsson segir í ávarpi sínu til Listahátíðar: „Hverri þjóð er hollt að gefa gaum að umhverfi sínu hveiju sinni. Það á ekki síst við í menningarmálum, þar sem hljómar, form, litir, hreyfing og frá- sögn era hið sameiginlega tungu- mál í samfélagi þjóðanna. Listsköp- un á íslandi er þannig ekki einangr- uð við ísland fremur en listsköpun annarra þjóða við þeirra heimaland. Það er mikilvægt að treysta sam- skipti íslenskra og erlendra lista- manna og opna íslendingum sýn á það besta sem samtíminn býður upp á í hverri listgrein, ekki síst nú á tímum þegar sambúðarform þjóða taka jafn öram breytingum." Þetta er hveiju orði sannara hjá Ólafí G. Einarssyni, og ég vona svo sannarlega að hann hafi kjark til að breyta eftir þessum orðum sínum og samvisku, þá er stór von til þess að hann beiti sér fyrir breytingum á nýbirtum úthlutunarreglum LÍN, og felli niður ákvæðið um að ekk- ert verði lánað til skólagjalda í grunnnám erlendis. „Það er mikil- vægt að treysta samskipti íslenskra og erlenda listamanna og opna ís- lendingum sýn á það besta sem samtíminn býður upp á í hverri list- grein." Það gefur augaleið að þetta markmið Ólafs og þjóðarinnar allrar næst ekki með því að koma í veg fyrir að ungt og efnilegt listafólk geti stundað nám á erlendri grandu. Aðgerðir núverandi ríkisstjómar í málefnum námsmanna hafa allar miðast að því að höggva á rætum- ar og stuðla að óþolandi óréttlæti. Ég bið ykkur lengstra orða að horfa til framtíðar, því skammtímaúr- lausnir með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir námsmenn verða ykkur skammgóður vermir. Forð- umst aðgerðir eins og þær sem seg- ir í ljóði Erichs Frieds: Áðgerðirnar Kálum Ietingjunum og heimurinn verður iðinn Kálum þeim ljótu og heimurinn verður fagur Kálum fíflunum og heimurinn verður vitur Kálum þeim sjúku og heimurinn verður hraustur Kálum syrgjendum og heimurinn verður glaður Kálum þeim gömiu Og heimurinn verður ungur Kálum óvininum og heimurinn verður Ijúfur Kálum þeim vondu og heimurinn verður góður Höfundur er aðstoðar- dagskrárgerðarmaður /yá sjónvarpinu og hefur stefnt að listnámi erlendis. Raflagnaeíhi s 1 sumarbústaðínn Í^RAFSÓL Skipholti 33 S.35600 HELGARNÁMSKEIÐ MEÐ 26.-28 júní íþróttahúsi Digranesskóla v/ Digranesveg Hefst föstudag kl. 19. ••••••••••••••••••••» Vertu meö - og njóttu þess alla cevi! ••••••••••••••••••••• Verb kr. 8.000,- (hjón kr. 14.000,-) Upplýsingar í síma 679181. HEIMSLJÓS Kripalujóga ó íslandi. BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFSTÖÐVAR > > K I > SACHS HÖGGDEYFAR - KÚPLINGAR - DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FftLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 S(MI 814670 ALLT AÐ 30% LÆ K K U N 0,67 kw 49.114 stgr. 1,90 kw 62.627 Stgr. 2,15 kw 55.456 stgr. 3,00 kw 80.741 stgr. 3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.