Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 r Davíð tæmir sjóðina: verðjöfnunarsjóður í gær, fiskveiðasjóður á morgun eftir Steingrím J. Sigfússon Eitt af síðustu verkum Alþingis áður en það lauk störfum á dögun- um var að breyta lögum um verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins til að gera mögulega útgreiðslu þess skylduspamaðar greinarinnar sem þar hafði myndast nánast í einu lagi. Það skal tekið fram að undir- ritaður studdi þá aðgerð og átti þátt í samkomulagi um að drífa málið í gegn á síðustu dögum þings- ins. Ég studdi þetta ekki vegna þess að það væri góður kostur að tæma þannig á einu bretti spari- sjóðsbók greinarinnar og vissulega er sá hluti málsins sem snýr að sjó- mönnum stórgallaður, en eitthvað varð að gera og þetta virtist vera það eina sem stjómin gat komið sér saman um. Verst er auðvitað að hér er um hreinan biðleik að ræða sem lagfærir ekki afkomuna frekar en það hækkar kaupið manns að taka út af bókinni. Ég spurði for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, af því tilefni hvemig það félli að heimsmynd hans um sjóðasukk og vondan viðskilnað fyrri ríkisstjóma að geta nú vegna forsjálni og ráð- deildar frá tímabili þegar betur ár- aði gengið að þriggja milljarða varasjóði og notað til að halda sjá- varútveginum gangandi um sinn a.m.k. Þegar hans eigin ríkisstjóm stæði ráðþrota frammi fyrir vanda sjávarútvegsins yrði henni helst til bjargar að tæma sjóði frá tíð fyrri ríkisstjómar. Það varð af einhveij- um ástæðum venju fremur fátt um svör. Riddarinn, sem með miklum fyrirgangi hélt innreið sína í íslensk stjómmál á landsvísu vordagana 1991 og felldi stóra dóma um óráðs- íu og sukk stjómmálamanna fyrr og síðar sem nálægt landsstjóminni höfðu komið á undan honum, þessi riddari var nú hljóðari til muna. Mér hefur orðið hugsað til baka nú þessa dagana þegar hinar kostu- legu orðahnippingar forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra, for- manns og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, um fjármuni fiskveiðasjóðs em forsíðuefni blaða. En því miður er alvara málsins of mikil, vandi sjávarútvegsins of nær- tækur og hrikalegur til þess að lengi sé hægt að dvelja við kærleiksrík skoðanaskipti þeirra Davíðs og Þor- steins í íjölmiðlum. Sama verður að segja um burtreið Davíðs inná svið íslenskra landsmála undir for- merkjum fortíðarvanda, sjóðasukks og annarrar óráðsíu. Það er löngu ljóst að keisari skopparakringlu og ráðhúss sem nú gengur í hvern sjóð- inn af öðmm frá tíð fyrri ríkisstjóm- ar og ríkisstjórna er ekki í neinu. í þessu greinarkorni vil ég hins vegar reyna að varpa nokkm ljósi á hina alvarlegu stöðu sjávarút- vegsins, en það virðist nokkuð falla í skuggann af nýjum ótíðindum um frekari samdrátt í veiðum, að vand- inn var ærinn fyrir. Einkavæðingarnefndin frá Mars Það er auðvitað hinn argasti fár- ánleiki að einmitt við þessar að- stæður skuli einkavæðingamefnd ríkisstjómarinnar, gegnum tals- mann sinn, aðstoðarmann forsætis- ráðherra, boða það sem vænlegan áfanga á sigurgöngu einkavæðing- arinnar að gera umtalsverðan hluta af eigin fé fiskveiðasjóðs upptækan í ríkissjóð. Manni verður á að spyija hvort nefndarmenn hafi skyndilega stigið niður á Jörðina eftir dvöl á annarri plánetu og það skýri hið algera sambandsleysi þeirra við aðstæður líðandi stundar í íslensk- um sjávarútvegi. Nefndarmenn vita væntaniega ekki: — að heildarskuldir útvegsins em taldar um 95 milljarðar, sem er talsvert umfram verðmæti árs- framleiðslunnar, — að fiskvinnslan er rekin með um það bil 10% tapi sem þýðir ná- lægt 4 milljarðar á ári, — að það er nýbúið að leggja á fiskveiðasjóð skattgreiðslur sem auka útgjöld sjóðsins/sjávarút- vegsins um 250 milljónir króna, — að eigið fé fískveiðasjóðs er að- eins 4 milljarðar eða jafnt og tap botnfiskvinnslunnar á árinu og aðeins 4,2% af heildarskuldum útvegsins. — Og nefndarmenn vita væntan- lega ekki að þeirra eigin ríkis- stjóm hefur þrátt fyrir allt grip- ið til þess gamalkunna ráðs að fresta afborgunum og skuld- breyta lánum sjávarútvegsins og fiskveiðasjóði er ætluð þátttaka í því. Nei, er nema von að frammi fyr- ir þvílíkri ráðgátu og tillögur einka- væðingamefndarinnar em leiti maður óhefðbundinna skýringa og spyiji sig hvort það hafi þrátt fyrir allt verið líf á Mars. MiHjarðar í nýjar álögnr á sj á varút veginn Rétt er að riija það upp að til viðbótar erfiðu árferði, aflasam- drætti og lækkandi verði, glímir sjávarútvegurinn nú við versnandi starfsskilyrði vegna ákvarðana ríkisstjómarinnar. Þar ber auðvitað hæst hátt raun- gengi krónunnar og vaxtahækkan- imar sem ríkisstjómin hafði for- göngu um vorið 1991 og þarf ekki að fjölyrða um hvaða áhrif nálægt tveggja prósentustiga hækkun raunvaxta hefur haft á skuldsettan útveginn, samanber upplýsingar hér að ofan. Um vaxtaokrið hefur okkuð verið rætt en hitt hefur farið furðu hljóðlega að ríkisstjómin lagði sjávarútveginn og sjómenn í einelti að kalla má við afgreiðslu fjárlaga, bandorms og fleiri mála á þingi í vetur. í grófum dráttum lít- ur listinn yfir nýjar álögur á sjávar- útveginn og sjómenn þannig út: Sala á veiðiheimildum Hagræð- ingasjóðs 525 millj. Tvöföldun veiðieftirlitsgjalds 40,5 millj. Steingrímur J. Sigfússon „Um það er ekki deilt að ríkið er hinn skráði vörsluaðili eða „eig- andi“ fiskveiðasjóðs, en hitt er jafn ljóst að sjáv- arútvegurinn sjálfur hefur lagt mest af mörkum við að byggja hann upp og það við- horf hefur verið ríly’- andi gegnum tíðina að sjóðurinn tilheyrði greininni og deildi með henni örlögum með svipuðum hætti og stofnlánadeildin land- búnaðinum o.s.frv.“ Sérstakar gjaldskrárhækkanir af ýmsu tagi hjá þjónustustofnunum sjávarútvegsins, Rannsóknastofnun fískiðnaðarins, Ríkismati o.s.frv., u.þ.b. 20 millj. Hlutdeild sjávarútvegsins í nýj- um iðgjaldagreiðslum ábyrgðasjóðs launa við gjaldþrot, áætl. 50 millj. Hlutdeild sjávarútvegs í sérstöku álagi á hafnargjöld, áætl. 40 millj. Skerðing sjómannafrádráttar 200 millj. Skattlagning fiskveiðasjóðs 250 millj. Þetta gera 925 eða 1.125 milljón- ir króna eftir því hvort skerðing sjómannafrádráttar er talin með og ætti að duga til að sýna að hinar nýju álögur eru svo ekki verður um deilt í nágrenni við einn milljarð króna. Staða fiskveiðasjóðs Umræðan um fiskveiðasjóð nú hefur því miður að nokkru leyti snúist um formsatriðin varðandi „eign“ sjóðsins. Sú deila er ekki ný af nálinni og alls ekki aðalatriði málsins heldur hitt hvort það sé skynsamleg og réttlætanleg ráð- - stöfun þó svo að í ljós komi að hún stæðist lagalega að rýra eigið fé fískveiðasjóðs um 'h milljarð króna eða svo. Um það er ekki deilt að ríkið er hinn skráði vörsluaðili eða „eig- andi“ fískveiðasjóðs, en hitt er jafn ljóst að sjávarútvegurinn sjálfur hefur lagt mest af mörkum við að byggja hann upp og það viðhorf hefur verið ríkjandi gegnum tíðina að sjóðurinn tilheyrði greininni og deildi með henni örlögum með svip- uðum hætti og stofnlánadeildin landbúnaðinum o.s.frv. Fiskveiðasjóður nýtur ekki ríkis- . ábyrgðar á lántökum sínum erlend- is og 1. mars sl. tóku gildi ný laga- ákvæði sem tóku af tvímæli um að ríkisábyrgð gildir ekki gagnvart innlendum skuldbindingum heldur. Þessi ákvæði gera það að verkum að staða sjóðsins gagnvart erlend- um lánamörkuðum og lánskjörum þar er ekki sambærileg við venjuleg ríkisfyrirtæki eða ríkisbanka. I fyrstu umferð er það eigið fé sjóðs- ins, styrkur hans sjálfs, sem er trygging erlendra viðskiptavina og fullyrðingar um að leggja megi fisk- veiðasjóð að þessu leyti að jöfnu við ríkisbanka eða ríkissjóð Iýsa þekkingarleysi eða þaðan af verri hlutum. í öllum lánssamningum fisk- veiðasjóðs við erlenda lánardrottna eru gjaldfellingarákvæði ef veruleg breyting verður á högum sjóðsins. Nú . hefur það tvennt þegar gerst með skömmu millibili að lögum hefur verið breytt og ábyrgð ríkis- ins á innlendum skuldbindingum afnumin og lagðir hafa verið nýir skattar á sjóðinn svo nemur um 250 milljónum á ári. Fréttir af miklum rekstrarerfið- leikum og gríðarlegum skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna sem skulda sjóðnum eru daglegt brauð og nú blasir við ofan í kaupið áfram- haldandi og stórfelldur samdráttur LAQER SKÓMARKAÐUR í QLÆSIBÆ FRÁBÆR SUMARMARKAÐUR Á SKÓM FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUMA ÓTRÚLEGT VERÐ DÖMUSKÓR, HERRASKÓR, BARHASKÓR SPARISKÓR, QÖTUSKÓR, IHHISKÓR, ÍÞRÓTTASKÓR, ÖRYQQISKÓR VERÐFRÁ KR. 695 TIL KR. 3.900 OPIÐ FRÁ 12 TIL 19 10 TIL 16 LAUGARDAGA GLÆSISKORINN, GLÆSIBÆ (VIÐ HLIÐ ÍSLANDSBANKA) SAMSKIPADEILD: VALUR - FRAM í KVÖLD KL. 20.00 í kvöld eru þoð Framarar sem eru gestir Vuls ú Hliðurendu í Samskipudeildinni. Miðuverði er stillt í hóf, kr. 600 fyrir fullorðna og kr. 250 fyrir börn. Frítt fyrir börn í fylgd með f ullorðnum. Komið og sjóið þessa erkifjendur leiða saman hesta sína. AEG « VFimN o Ertu landsbyggöarvalsari? Langar þig til að gerast félagi í Val? Gegn hóflegu félagsgjaldi getur þú öðlast aðild að Knattspyrnu- félaginu Val. Þannig getur þú fylgst með því sem er að gerast í félaginu, í gegnum fréttabréf félagsins, hið árlega Valsblað o.fl. Þetta er einkum hentugt fyrir þá fjölmörgu á landsbyggðinni sem styðja félagið en hafa ekki aðstöðu til að sækja leiki vegna fjar- lægðar. Hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 91-12187 (opin frá kl. 9-12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.