Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 45
M- 45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Mýs og menn - um ginseng Frá Kristínu Ingólfsdóttur: Örn Svavarsson, innflytjandi „Gericornplex" og „Ginsana G-115“ skrifar í Morgunblaðið 7. júní og gerir athugasemdir við viðtal sem Morgunblaðið átti við mig og birtist 21. maí. í viðtalinu er fjallað al- mennt um ginseng og það helsta sem vísindamenn telja sig vita um verkanir þess, aukaverkanir og víxl- verkanir við lyf. Örn telur mig fara með rangt mál þegar ég segi að rannsóknir á ginseng hafl ekki leitt til afdráttar- lausrar niðurstöðu um verkanir þess á mannslíkamann. Máli sínu til stuðnings nefnir Örn m.a. rannsókn sem hann segir að hafi sýnt að mýs sem fengu ginseng í fæðu hafi get- að synt lengur en viðmiðunarhópur sem ekki fékk ginseng. Þótt mýs séu notaðar sem tilraunadýr við frumrannsóknir til vísbendingar um verkanir/aukaverkanir efna á mannslíkamann, er af augljósum ástæðum talið hæpið að heimfæra niðurstöður úr músátilraunum á menn án frekari athugana. Ekki veit ég hvort Erni er þetta kunnugt eða hvort honum þætti jafn eðlilegt að líkja mönnum við mýs ef ég benti honum á „heilsuvöru" sem hann selur í verslunum sínum og veldur krabbameini í músum. Annað dæmi nefnir Örn af sænskri rannsókn sem gaf til kynna að menn sem neyttu „Gericomplex" þyldu betur álag vegna hjólreiða en viðmiðunarhópur. „Gericomplex“ er vara sem inni- heldur fjölda vítamína, málm- og steinefna auk ginsengs. Vísinda- mennirnir sem gerðu þessa rann- sókn segja sjálfir1 að ekki sé hægt að fullyrða að jákvæðu áhrifin sem þeir töldu koma fram megi rekja til ginsengs. Þessu til viðbótar má nefna að aðrir vísindamenn hafa deilt á framkvæmd þessarar rann- sóknar2. Niðurstöðumar eru því ekki afdráttarlausar. IDAGSINS ONN Hagsmunaaðilar „Gericomplex" og „Ginsana G 115“ erlendis vitna oft í rannsókn á íþróttamönnum sem þótti benda til aukins þols hlaupara eftir ginsengtöku3. Þeir láta þess jafnan ógetið að tveimur árum eftir að rannsóknin var gerð kom í Ijós að alvarlegir annmarkar höfðu verið á rannsókninni. Við endurskoðun kom í ljós4 að þeir sem ekki tóku ginseng höfðu sýnt betri árangur en hinir sem tóku ginseng. Einnig kom í ljós að styrkur ensíms- ins kreatín kínasa í blóði þeirra sem tóku ginseng var meira en tvisvar sinnum hærri en í viðmiðunarhópn- um. Þetta ensím losnar við niður- brot á vöðvum, og því hafa vaknað spurningar um það hvort ginseng geti haft óæskileg áhrif á vöðva- starf þeirra sem stunda mikla lík- amsþjálfun. Ég fæ ekki betur séð en dæmi þau sem Öm Svavarsson tiltekur staðfesti það sem ég sagði í um- ræddu viðtali, að afdráttarlausar niðurstöður um verkanir ginsengs hafa ekki fengist. Á vísindalegum grundvelli er í dag hvorki hægt að mæla með ginseng né afskrifa það. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það tekur ginseng. Hins vegar er rétt að ítreka, að ýmis svokölluð „heilsu- bótarefni" geta haft aukaverkanir í för með sér. Eins og fram kom í fyrmefndu viðtali em ákveðnir hóp- ar fólks (þungaðar konur, þeir sem þjást af sykursýki, háþrýstingi, svefnleysi o.fl.) sem ættu að fara varlega í neyslu ginsengs. Sannað mál Frá Þorsteini Guðjónssyni: „Ágiskanir eða staðreyndir?“ spyr Þorsteinn Óskarsson eðlis- fræðingur (í „Bréfum til blaðsins“, Morgunblaðið 10. maí ’92) í tilefni af frétt um fornan steingerving, sem fundist hafði í jarðlögum. „Ef til vill getur sérfróður maður frætt mig um hve mikið er búið að sanna varðandi þróun lífsins," segir Þ.Ó. og vona ég að þau orð þurfi ekki að taka þannig, að hann telji lítið vera sannað í því efni. Ég er ekki sérfróður um þau efni, alls alls ekki, og þó ... hvað er í koti karls? Vegna þeirra, sem rengja kenningu Lam- arcks og Darwins um framþróunina — en þeir eru vissulega til enn — skal þetta sagt: Kenningin um framþróun teg- undanna er söguleg, varðar sögu lífsins og uppruna þess, og verður því aldrei metin á mælikvarða hinn- ar endurtakanlegu tilraunar, því síður (eða eingöngu aukalega) stærðfræðilegrar sönnunar, en hún tengist sögu jarðarinnar (jarðfræði) og sögu stjörnugeimsins annars vegar, en sögu mannkynsins hins vegar. í báða þessa „enda“ eru sannanirnar, hin sögulegu rök, óyggjandi. Það er óhugsandi, að þróunarkenningunni verði hrundið, meðan nokkur skynsemi og mennt- un helst við á þessari jörð. Jafnvel þótt undirstöðusinnar (fundamen- talistar) kæmu sér upp hundrað háskólum vestra, þar sem bannað væri að segja frá þróuninni, yrðu alltaf einhver ráð til að benda á mótsagnir þeirra, sem þar standa að. Eðli lífsins er geislun frá stjörn- unum. „Lífið er neisti frá efni stjarnanna," sagði vitringurinn Herakleitos fyrir 2500 árum. En Pýþagóras, - sem uppi var um líkt leyti orðaði þetta öðruvísi. „Sálir manna og dýra eru komnar frá stjörnunum,“ sagði hann. Og í kristilegum latínusálmi sem heyrð- ist sunginn „í lofti“ á hlaðinu á Skálholti árið 1133 var þetta: Svo endurgafst sálin hinum heiðu himinstjömum. Lambert biskup taldi, að menn færu eftir dauðann til annarra stjarna. Orðalag og skáldlist hins ágæta biskups sagði jafnvel meira en hann gat á þeim tíma hafa gert sér fulla grein fyrir. Er ég kominn of langt frá spum- ingunni um þróunarkenninguna? Ekki fínnst mér það. Þráðurinn er óslitinn, varðandi sögu og eðli lífs- ins. Ég vona að þetta skýri málin fyrir þeim, sem horfa opnum hugar- augum fram á veginn. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON Rauðalæk 14, Reykjavík Hvítagrills- armband tapaðist fyrra p 1 Hvítagullsarmband tapaðist í lok apríl í fyrra. Armbandið er erfðagripur, sett hvítum og rauðum steinum og hefur mikið tilfinningagildi fyrir eigandann. Finnandinn er vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 24398 og er góðum fundarlaun- um heitið. 1. P.Tesch o.fl. Lakartidningen 84, 4326 (1987. 2. B.Ekblom. Lakartidningen 85, 311 (1988). 3. M.Le Faou. Sport Med., Spec. Issue 41, 34 (1985). 4. B. Ekblom. Lakartidningen 85, 1409 (1988). 5. N.H.Choulis. Side Effects of Drugs Annual 13 (Dukes og Beeley, ritstj.), 1989. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR, dósent í lyfjafræði við Háskóla íslands. Pennavinir Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum, söng, íþrótt- um og tónlist: Misugi Yoshida, 4-2-13-106 Nagayoshi-naga- haranishi, Hirano-ku, Osaka, 547 Japan. LEIÐRÉTTINGAR Um nuddara Vegna fréttar í Morgunbiaðinu um brautskráningu nemenda frá Nudd- skóla Hrafns Geirdals, hefur skólinn beðið um að tekið sé fram eftirfar- andi: „Þeir, sem hafa lokið prófi í öllum tilskyldum fögum teljast vera svein- ar og hafa rétt til verknáms. Verk- námið er 1.800 klukkusdundir eða jafngildi eins árs á almennum vinnumarkaði. Verknámið fer fram innan skólans, í sundlaugum, íþróttahúsum og heilsuræktum og hjá meisturum á nuddstofum. Þeir, sem ljúka verknámsári fá viður- kenningu (diploma) sem vottar að þeir teljast vera nuddfræðingar. Þeir hafa með því rétt til sjálf- stæðra starfa." I. ------- Brekkubæjar- skóli í Morgunblaðinu á föstudag, í frétt á bls. 4, er skýrt frá því að opnuð hefur verið sýning á verkum nem- enda'Brekkuskóla á Akranesi, sem nemendumir hafa gert í tilefni 50 ára afmælis kaupstaðarins. Farið var rangt með heiti skólans, sem er Brekkubæjarskóli. Leiðréttist þetta hér með. VínnÍFXJstóSur laugardaglnn 1. puis- 4al5« 3. 4al5 FJÖUJI VINNINGSHAFA 207 8.069 UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 12.757.027 158.700 9.257 554 Heildarvinningsupphæð þessaviku: 20.254.352 kr. upplýsingar:SImsvari91 -681511 lukkulína991002 BRÆÐURNIR DIORMSSQNHF BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafvlðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði k. A GARÐASTAL Þykkara og endingarbetra = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 KREM KREMANNAFRÁ JEAN D'AVÉZE Jouvence kremið, best Jean d’Aveze, er orAið 30 ára gamalt og sýnir alis engín aldurseinkenni. • Mjög virk formúla inniheldur jurtaefnið Perretol, sem stuðlar að jafnvægi, eykur endurnýjun frumanna og dregur úr ellimörkum ásamt öðrum húðgöllum og lýtum eins og örum. Krem sem konurvilja í dag. • Notist sem næturkrem og/eða dagkrem ef húðin er mjög þurr, hefur græðandi og róandi áhrif. • Jouvence kremið hentar öllum húðtegundum og öllum aldurshóp- um. Óumdeilanlegur sigurvegari, sem mun áfram láta til sín taka. Jouvence línan er einföld og Innlheldur allt sem þú þarft fyrlr virka húömeðferð. Fyrir utan Jouvence kremið er boð- ið upp á: Mjög milda hrelnslmjólk, andlitsvatn með og án alkóhóls, þunnfljótandi rakakrem, verndandl dagkrem og sórkrem eins og hálskrem og andlltsmaska. Útsölustaðir: Reykjavíkog nágrenni: Andorra, Ársól, Bylgjan, Evita, Snyrtistofan Jóna, Mikligarður v/Holtaveg, Sigurbog- Inn, Snyrtivöruverslunin Glœsibœ, Top Class. Landsbyggðin: Apótek Ólafsvíkur, Bjarg, Akranesi, Grindavíkurapótek, Lyfsalan Vopnafirði, Stykkis- hólmsapótek, Smart, Keflavfk, Vörusalan, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.