Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 23 Höfundur bókar um bresku ríkisarfana; Viðurkennir að hafa aldrei rætt við Díönu ANDREW Morton, höfundur bókar um lífshlaup Díönu Bretaprins- essu, hélt því fram í gær að hún væri svo óhamingjusöm í hjóna- bandi að svo kynni að fara að hún drægi sig í hlé, hætti að koma fram opinberlega en einbeitti sér í staðinn að uppeldi sona þeirra Karls Bretaprins. Morton viðurkenndi að hann hefði aldrei rætt við Díönu meðan á vinnslu bókarinnar stóð, eins og útgefendur höfðu áður gefið í skyn, upplýsingar sínar kvaðst hann hafa frá vinum hennar og samstarfs- mönnum. Hann dró einnig í land varðandi þá fullyrðingu að prinsessan hefði fimm sinnum reynt að stytta sér aldur vegna ástleysis í hjónabandi þeirra Karls. Fall í stiga og skurður með sítrónuhníf hefðu verið tilraun- ir af hennar hálfu til að vekja at- hygli konungsfjölskyldunnar á óhamingju sinni. Á laugardag komu Díana og Karl fram á svölum Buckingham- hallar ásamt öðrum úr konungsfjöl- skyldunni er haldið var upp á af- mæli Bretadrottningar. Eftir því var tekið að þau stóðu hlið við hlið á svölunum, töluðu saman og stöku sinnum brá fyrir brosi. En þau virt-" ust þó vera þvinguð. Prinsessan sást einnig hlæja er hún átti í samræðum við Elísabetu II drottningu og Elísabetu drottn- ingarmóður er þær óku í opnum hestvagni til að fylgjast með ár- legri hersýningu lífvarðarsveita drottningarinnar við höllina á laug- ardag. Morton er fyrrum blaðamaður, starfaði á slúðurblöðum og hafði þann starfa að fylgjast með og flytja fréttir af konungsfjölskyld- unni. í þeim hópi blaðamanna var hann í svonefndu „lygagengi", þ.e. hópi blaðamanna sem þykja kæra sig kollótta um sannleiksgildi þess sem þeir setja á prent. Hann varði bók sína þó af hörku í gær og sagði hana byggða á samtölum við áreið- anlega heimildarmenn. í dag og á morgun verður Díana og konungsfjölskyldan í sviðsljósinu þegar árlegar veðreiðar sem kennd- ar eru við borgina Ascot fara fram. Eftir að Díana féll saman og grét við opinber skyldustörf sl. föstudag fékk Morton viðurnefnið Pólland: Deilan milli Walesa og Samstöðu, sem hann stjórnaði í baráttunni gegn kommúnistum á liðnum áratug, er mikið áfall fyrir forsetann og tor- veldar mjög tilraunir til að mynda nýja stjórn. Þing Samstöðu var haldið í Gdansk, þar sem hreyfingin var stofnuð, og samþykkt var með mikl- um meirihluta atkvæða ályktun þar sem látin var í ljós „andstyggð á því sem gerst hefur í Póllandi að undanförnu og þætti Walesa í at- burðunum". Bætt er við að Sam- staða hafni „tilraunum til að koma fyrrverandi kommúnistum til valda“. Walesa hvatti fyrr í mánuðinum til uppreisnar á pólska þinginu gegn Jan Olszewski, þáverandi forsætis- ráðherra og félaga í Samstöðu. For- setinn lagði til að Waldemar Pawl- ak, leiðtogi Bændaflokksins, yrði kjörinn forsætisráðherra í stað „Maðurinn sem fékk prinsessuna til að gráta“. Hann sagði í gær að sá grátur væri hjóm í samanburði við það táraflóð sem hún hefði fellt af óhamingjusemi í Buckingham- höllinni um d'agana. Morton sagðist af ásettu ráði ekki hafa sett allt í bók sína sem hann komst yfir, honum hefði sjálf- um blöskrað sumt sem honum var sagt. Karl Bretaprins lítur til konu sinnar, Díönu prinsessu, við opinbera athöfn í Windsorkastala í gær. Samstaða gagnrýnir Lech Walesa harðlega Varsjá. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI samstarfsmenn Lechs Walesa, forseta Póllands, í Samstöðu fordæmdu forsetann á þingi hreyfingarinnar um helgina og sögðust hafa „andstyggð" á stuðningi hans við stjórnarsamstarf við kommúnista. Olszewskis og það var samþykkt. Flokkurinn hafði samvinnu við kommúnista á valdatíma þeirra og er Pawlak fyrsti forsætisráðherra Póllands, sem ekki hefur verið félagi í Samstöðu, frá því kommúnistar misstu völdin. Á þinginu var ennfremur lögð fram tillaga um að Samstaða krefð- ist afsagnar Walesa en henni var hafnað eftir nokkrar umræður. Nokkrum klukkustundum síðar risu þátttakendur úr sætum og klöppuðu Olszewski lof í lófa. Walesa varði stuðning sinn við Pawlak og sagði að stjórn Olszewsk- is hefði undirbúið valdarán með hjálp hersins. Hann sagði að fyrrverandi kommúnistar væru næststærsta stjórnmálaaflið í Póllandi eftir þing- kosningarnar í október í fyrra og því væri óráðlegt að sniðganga þá við myndun nýrrar stjórnar. Þríréttaður kvöldverður frá 2.450 kr. umarmatseðil frá sunnudegi til fimmtudags á kvöldin í allt sumar. áforréttir Rækju- og silungamosaík með súrsætri sósu. Rjónríasúpa með sveppum og blómkáli. Sjávarfang á fersku salati. QOÍðalréttir Glóðarsteikt Gljáð nautalund Steikt önd með grísarifja Dijon engifer-rauðvínssósu 2.450 2.950 3.250 í verði fyrir aðalrétt er innifalinn forréttur og eftirréttur. ^ftirréttir Súkkulaðitruffle-terta með romm-rúsínu-ís Krapís í tveimur litum Einnig bjóðum við gestum að velja af hinum frábæra sjávarrétta- og sérréttamatseðli. Hafðu það fyrsta flokks. Það gerum við. m Borðapantanir í síma 25700. R e n a u 11 1 9 GTS-TXE Þú upplifir nýjan heim í sportlegum fjölskyldubíll Renault 19 býður af sér þokka, dirfsku í hönnun, inýkt í akstri og fágun í útliti. Hann geislar af glæsileik sem fáir aðrir bflar hafa. Renault 19 er fáanlegur 3ja, 4 og 5 dyra, búinn 80 eða 92 hestafla vél og 5 gíra beinskiptingu eða 4 þrepa sjálfskiptingu með rafstýrðu vali. Vökvastýri, litaðgler, fjarstýrðarsamlæsingar og rafdrifnar rúður er staðlaður búnaður í Renault 19. Glæsileg innrétting, sparneytin og kraftmikil vél, stórt farangursrými og niðurfellanlegt aftursæti gerir Renault 19 að góðum valkosti sem sportlegum fjölskyldubfl. Verð frá kr. 953.600,- ' Verð með ryðvörn og skráningu samkvæmt verðlista í maí 1992 (8 ára ryðvarnarábyrgð og 3 ára verksmiöjuábyrgð) Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633 Renault Fer á kostum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.