Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIFTI/JCIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Bílar Benz ætlar að fækka um 10.000 manns í ár Aðallega vegna 5,8% launahækkunar fyrir skömmu Mercedes-Benz-bílaverksmiðj- urnar þýsku hafa ákveðið að fækka í starfsliðinu um allt að 10.000 manns á þessu ári. Verð- ur gripið til þessara ráða í Flug Bandaríska flugfélagið USAir, sem hefur tapað um 750 mil^. dollara á tveimur árum, hefur komist að samkomulagi við flug- menn um 55 millj. dollara niður- skurð í launum. Samkomulagið við flugmennina kemur raunar til með að spara USAir 100 millj. dollara á ári þegar sparnaðarskyni og aðallega vegna 5,8% launahækkunar, sem samið var um fyrir skemmstu. það kemur að fullu til framkvæmda og mun ekki af veita því að fyrir- tækið hefur átt í miklum kröggum þótt það hafi tekist að sigla fram- hjá gjaldþroti. Er stefnt að því að skera niður útgjöld um 400 millj. dollara. Almennt er búist við, að hagur bandarískra flugfélaga verði áfram erfiður á þessu ári. Werner Niefer, forseti Daimler- Benz, segir, að launahækkanirnar muni auka útgjöldin um nærri 22 milljarða ÍSK. og útilokað sé að velta þeim yfir á bílverðið. Kaup- endur muni einfaldlega kaupa aðra bíla. Sala Benz-bíla hefur að vísu aukist um 14% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en að undan- förnu hefur slaknað verulega á henni. Var aukningin heil 17% fyrstu þrjá mánuðina en mjög lítil í þeim fjórða. Niefer gerir sér í besta falli vonir um, að ástandið á alþjóðleg- um bílamarkaði verði svipað og í fyrra og vegna þess, að þýski markaðurinn er að jafna sig á uppganginum eftir sameininguna er búist við, að nýskráningar í Þýskalandi verði 9% færri en 1991. „Hóflegur uppgangur" í öðrum Vestur-Evrópuríkjum gæti vegið á móti samdrætti í Þýskalandi en . Niefer sagði, að Bandaríkjamark- aður lofaði góðu. Þar hefur sala í S-seríunni og bíla í milliflokki aukist um 18% en fyrir allar gerðir Benz-bíla um 2%. Eru þá Benz-vörubílar undan- skildir en salan í þeim vestra jókst um 9% á fyrstu fjórum mánuðun- um. Auk þess sem starfsmönnum verður fækkað um 10.000 á þessu ári er stefnt að því að fækka þeim um 20.000 á næstu árum. Kæmi það aðallega niður á þýsku starfs- mönnunum, sem eru 183.000 af 235.000 manns á launaskrá. \ Morgunblaðið/KGA STJÓRNENDURNIR — Stjórnendur Mölnlycke í Noregi komu í heimsókn til Mönduls í tilefni umboðsmannanámskeiðs á dögunum. Á myndinni eru frá vinstri talið Eyjólfur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Mönduls, Torgeir Sjöle, framkvæmdastjóri SABA- Mölnlycle í Noregi, Gréta Ingólfsdóttir, sölumaður og svæðisstjórnarn- ir Per Knutsen og Svein Ove Martisen. USAir lækkar launin jFT Kaunavoxtun sl. 3 mánuði EININGABREF 1 KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sttni 689080 í eigu Búnadarbanka íslands og sparisjóðanna Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt Bíldshöfða 12 - sími 680010 TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki Fyrirtæki Möndull hf. með umboð fyrir Tork pappírsvörur MÖNDULL hf., nýtt fyrirtæki sem tók til starfa um síðustu áramót, tók fyrir skömmu við umboðinu fyrir Mölnlycke á sölu á Tork-vörum hér á landi. Starfs- menn Mönduls eru fjórir, sem allir hafa langa reynslu af sölu þessa varnings, en þeir störfuðu áður þjá ASIACO. Tork-vörurnar frá Mölnlycke eru fyrst og fremst pappírsþurrkur af ýmsu tagi, en Möndull er nú að kynna sérstaka nýjung, sérhannað- ar þurrkur fyrir prentiðnaðinn, Off- set-Tork. Framkvæmdastjóri Möndulss hf. er Eyjólfur Karlsson. Hann segir að Mölnlycke kappkosti að vera stöðugt með nýjar og sér- hæfðar vörur fyrir hvert verkefni og sé Poler-Tork þurrkan fyrir bíla sennilega þekktust þeirra. Þá sé einnig kappkostað að þjálfa og sam- hæfa krafta starfsmanna og um- boðsmanna með reglulegum nám- skeiðum og sé eitt slík nýlega af- staðið. Auk pappírsvaranna selji Möndull olíuvörur frá Oil Center Research og ýmis konar sjálflím- andi efni. TIL LEIGU SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI í AUSTURSTRÆTI Til leigu í Austurstræti u. þ. b. 230 ferm. skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið skiptist í nokkur góð skrifstofuherbergi auk sameiginlegs rýmis í sal. Húsnæðið hentar vel fyrir lögmannsstofu o. þ. h. I sama húsnæði eru einnig til leigu stök skrifstofuherbergi með aðgang að sameiginlegu rými. Upplýsingar í síma 681915 kl. 8-16 virka daga. Tilkynning um útkoð á bankabréfum Veðdeildar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis 1. flokkur 1992 Útgáfudagur 5. júní 1992. Heildarfjárhæð: 60.000.000 Gjalddagar: 10.09.1995, 10.02.1996, 10.06.1996, 10.09.1996. Sölutímabil: 15.06.1992-15.06.1993. Grunnvísitala: 3210 Einingar bréfa: 50.000, 100.000, 250.000, 500.000. Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Ársávöxtun umfram verðtryggingu: 7,10% á fyrsta söludegi. Söluaðilar: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, og Kaupþing hf., Kringlunni 5. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. KAUPPING HF Kringlunni 5, 103 Reykjavík - Sími 91-689080, símbréf 91-812824

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.