Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Guðrún Bergs- dóttír - Minning Fædd 4. desember 1915. Dáin 9. júní 1992. Tengdamóðir mín, Guðrún Bergsdóttir, er dáin. Löng veikindi eru að baki og kærkominn dauðinn hefur nú leyst hana úr viðjum og sléttað úr þjáningahrukkum. Hryggð yfir náttúrulegum gangi lífsins ieitar á. Guðrún bar stóra persónu og skilur eftir söknuð og tómleika hjá vinum sínum. Sannast hé hið fomkveðna „Þeir verða að missa sem eiga“. Guðrún var komin á efri ár þeg- ar ég kynntist henni. Mér féll strax ákaflega vel við hana. Hún var svip- sterk kona, stolt og fyrirmannleg. í vöggugjöf var henni úthlutað skarpri greind, sem hlúð var að í uppeldinu. Hún bjó yfir fjarlægð og yfírsýn á menn og málefni og var alltaf skemmtileg viðræðu. Guð- rún var skynsemistrúar, réttlát í dómum og mannúðarsinni í hveiju máli. Starfsvettvangur Guðrúnar var innan veggja heimilisins. Þjóðfé- lagsþátttaka var ekki á dagskrá hjá henni meðan hún hélt starfsþreki. Sá hún eftir því á efri árum, enda —tfékk hún engan veginn notið hæfí- leika sinna nægilega. Hins vegar hellti hún sér út í brids og varð ástríðuspilari og ansi sleip í þeirri grein er mér tjáð. Eins og margir af þessari kynslóð kunni Guðrún ógrynni ljóða utanað. Hún hafði mikla unun af ljóðum og fylgdist nokkuð vel með ís- lenskri ljóðagerð fram í andlátið. Hún var mikill bókaormur og hám- aði í sig jöfnum höndum góðbók- menntir og reyfara. Oft var hún - syfjuð að morgni dags eftir nótt með notalegri morðsögu. Klassísk íslensk kaldhæðni var áberandi í fari tengdamóður minnar. Hún þoldi ákaflega illa væmni og gat slegið allhranalega frá sér ef smekk hennar var misboð- ið. Hafði hún lúmskt gaman af því á viðkvæmum augnablikum bana- legunnar. Eftir eitt spjótalagið sagði hún glottandi við sjálfa sig: „Það er nú ennþá soldið grín eftir í mér“. í banalegunni sýndi hún hetju- lund og æðruleysi. Hún vissi hvert stefndi og gat talað jafn teprulaust um dauðann sem önnur fyrirbæri. Þannig kvaddi hún okkur, raunsæ, skynsöm, gráglettin og kjarkmikil. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Thoroddsen. Mig setti hljóða þegar Þorleifur hringdi til mín og tilkynnti mér lát Guðrúnar. Vissi þó að hún var hvfld- arinnar þurfí og tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði og trúði því að jarðlífíð væri aðeins hluti af tilverustigi okkar. í gegnum hugann streymdu minningar frá áratuga kunningsskap og síðan traustri vináttu. Minningar sem ylja hjartarætur. Ég mun sakna samræðna okkar um heima og geima yfír kaffíbolla. Það lá svo vel við að koma við á Grenimel, þar sem mér var ætíð tekið opnum örmum. Oftast spunn- ust umræðumar um „brids“, en spilamennska var eitt af áhugamál- um Guðrúnar. Spil og sagnvenjur voru ræddar fram og til baka, svín- ingar sem heppnuðust og blekki- sagnir sem runnu út í sandinn. Það var með ólíkindum hversu Guðrún var minnug á skemmtileg spil og spaugilegar uppákomur við spila- borðið. Við spilaborðið var Guðrún kappsfull og fylgin sér, naut þess þegar vel gekk en lét ekki deigan síga þótt á móti blési. Hún gat ver- ið létt og kímin og sá oftast það skoplega við hlutina, en á stundum nokkuð hvatvís en ætíð sanngjöm. Guðrún var virk og virt félags- kona í Bridsfélagi kvenna og Hjóna- klúbbnum meðan heilsan leyfði og jafnvel lengur. Hún sat í stjórn Hjónaklúbbsins um tíma. Leyfí ég mér fyrir hönd félaga að þakka áratuga kynni. Guðrún var frekar lágvaxin, björt yfirlitum og var þægilegt að vera í návist hennar. A yngri ámm var hún kvik og létt í spori en veikindi seinni ára gerðu henni erfitt um hreyfingar og var hún á stundum sárkvalin. En hún var lítið fyrir að kvarta og ef talið barst að heilsu hennar eyddi hún því við fyrsta tækifæri og sló á léttari strengi. Guðrún var stálminnug og víðles- in, vel menntuð, þótt ekki hefði hún Raflagnaeftii í miklu úrvali I^RAFSÓL Skipholti 33 S.35600 1^6% ...alltafþegar það er betra gengið hinn svokallaða menntaveg. Hún setti mál sitt fram á skipuleg- an hátt og færði rök fyrir málstað sínum með hógværð á kjarngóðri íslensku. Hún hafði yndi af góðri tónlist og leiklist, fylgdist vel með þjóðmálum, hafði þar ákveðnar skoðanir. Vildi sjá hlut okkar kvenna eflast og styrkjast á jafn- réttisgrundvelli þó, og hlutskipti lít- ilmagnans batna. Ætt og uppmna Guðrúnar læt ég aðra um að rekja, því að hinir persónulegu eiginleikar hennar em mér efst í huga. Fjölskyldu Guðrúnar og Þorleifí sendi ég samúðarkveðjur og bið almáttugan Guð að styrkja þau. Kristjana. í dag fer fram útför Guðrúnar Bergsdóttur, húsfrúar á Grenimel 4, Reykjavík. Guðrún var fædd á Siglufírði 4. desember 1915, dóttir hjónanna Bergs Sigurðssonar, kennara (f. 17. ágúst 1885, d. 13. maí 1922) og Rósu Sigríðar Egg- ertsdóttur (f. 12. júlí 1894, d. 2. júlí 1963). Bergur faðir Guðrúnar dmkknaði er hún var aðeins 6 ára gömul og fluttu mæðgurnar þá suð- ur að Laugardælum í Ámessýslu, en þar bjuggu foreldrar Rósu. Rósa giftist árið 1926 Bjama Jósefssyni, efnafræðingi, og eign- uðust þau tvö böm, Berg, hæsta- réttarlögmann, sem kvæntur er Guðrúnu Gísladsóttur, tannlækni og Onnu, sem gift er Frank Stefáns- syni, verkfræðingi, en þau hafa búið í Bandaríkjunum í tæp 40 ár. Eftir dvöl í Laugardælum og síð- ar í Reykjavík fór Guðrún 15 ára gömul til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í ein þijú ár hjá móður- systmm sínum sem giftar vora dönskum bræðmm. Þar lærði Guð- rún hárgreiðslu, sem hún starfaði við eftir að hún kom aftur til Reykjavíkur. En hugur hennar stóð til hjúkmnamáms og sem nemi í hjúkmn fór hún til Isafjarðar þar sem hún kynntist eftirlifandi eigin- manni sínum, Þorleifí Guðmunds- syni. Guðrún og Þorleifur giftust á ísafírði 4. júní 1938 og dvöldu þar ánægð og í vinfengi við marga fram til ársins 1952 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þau keyptu íbúð á Grenimel 4, þar sem þau hafa búið síðan í sérstaklega nánu sambýli við Óskar Eyjólfsson og Stefaníu Áskelsdóttur. Þorleifur, sem er fæddur á Hróa- stöðum í Axarfirði, missti föður sinn aðeins 6 ára gamall og við það flosnaði Qölskyldan upp. Þorleifur kom 19 ára gamall til Reykjavíkur og settist í Samvinnuskólann. Að því námi loknu hélt hann til ísa- flarðar þar sem hann tók að sér framkvæmdastjóm hjá Olíuverslun íslands á ísafirði, var umboðsmaður Skipaútgerðar ríkisins þar og síðar einn af stofnendum Loftleiða og umboðsmaður þess félags á Isafírði. Hann gerðist skrifstofustjóri hjá Áburðarverksmiðju ríkisins árið 1952. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri byggingarfé- lagsins Súðar hf. og að lokum var hann við verðbréfaverslun. Eins og sést af þessum upplýs- ingum var ytri rammi hjónabands þeirra Guðrúnar og Þorleifs traust- ur. þau eignuðust fjögur börn sem öll hafa komist vel til manns og bamabömin era orðin ijórtán og bamabamabömin tvö. Elst systkin- anna er Ema, félagsráðgjafí, gift Siguijóni Jóhannssyni, blaðamanni og leiðbeinanda, og eiga þau fjögur böm. Bergur, forstöðumaður fjár- mála- og stjórnunarsviðs Reykja- víkurhafnar, kvæntur Sigríði Skaft- fell, flugfreyju, og eiga þau þijú böm. Þórhildur, leikstjóri og fyrmm alþingismaður, er gift Amari Jóns- syni, leikara, og eiga þau fímm böm. Yngstur er Eggert, leikari, kvæntur Halldóra Thoroddsen, kennara, og eiga þau tvö böm. Eitt af sérkennum heimilislífsins á Grenimel 4 hin síðari ár vom kaffísamsætin á sunnudögum, nán- ast vikuleg ættarmót. Þar var oft glatt á hjalla, enda margir málhag- ir og fyndnir í fjölskyldunni. Ekki þarf að fara í grafgötur með hversu mikill styrkur það var yngstu kyn- slóðinni að eiga fastan og skemmti- legan punkt í tilvemnni og skynja þama gildi góðra fjölskyldubanda og andlegrar samstöðu. Á þessum stundum naut Guðrún sín mjög vel og leit oftar en ekki með ánægju- svip yfír allan hópinn sinn og sagði reyndar nokkmm sinnum að sér fyndist skemmtilegast af öllu að umgangast sína nánustu. Nú að leiðarlokum leikur enginn vafí á að Guðrún er kvödd af sér- staklega hlýjum hug af sínum nán- ustu. Guðrún var sterkur persónu- leiki, gat á stundum verið hijúf á yfírborðinu, en það fór henni oftast vel því þetta var hluti af heilsteypt- um persónuleika hennar sem var margslunginn og ætíð áhugaverður. Guðrún var skarpgreind, minnug og vel lesin. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og sagði umbúðalaust meiningu sína ef henni fannst ástæða til. Guðrún kunni vel til húsverka, bjó til góðan mat og var hög við sauma. En það nægði henni ekki til lífsfyllingar. Hún hefur eflaust blessað þann dag sem hún kynntist bridgeíþróttinni, sem hún stundaði lengi á síðari hluta ævinnar af ósviknum áhuga. Þess á milli las hún mikið á dönsku og ensku en fylgdist jafnframt náið með íslensk- um skáldskap; hafði gott vit á bók- menntum og skáldum og kunni mikið af góðum kveðskap. En hún hafði líka miklar mætur á Agöthu Christie, þeim snjalla spennuhöf- undi. Guðrún hafði skarpt innsæi og þurfti oftast lítið að segja til að gera meiningu sína ljósa. Hún hafði óvenjulegan skilning á hinum flókn- ari sviðum mannlegs tilfínningalífs og þótti öllum, sem þekktu hana vel, gott að leita til hennar með sín vandamál. Það vinnur enginn sitt dauðastríð er sagt, en það skiptir miklu máli hvemig lúin og veikburða mann- eskja fær að kveðja þennan heim. Því hljóta þessi minningarorð að enda á sérstökum þakklætiskveðj- um frá eiginmanni og börnum til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir frábæra umönnun. Siguijón Jóhannsson. Þegar ég frétti að hún amma mín væri að deyja var mér bmgðið þrátt fyrir að ég vissi að hún ætti ekki langt eftir. Áður en ég fór til Þýskalands, þar sem ég er nú að vinna, fór ég að kveðja ömmu og við vissum báðar að við sæjumst ekki aftur. Það síðasta sem amma sagði við mig var að hún skyldi vaka yfír mér, það veitti ekki af, annar eins hrakfallabálkur og ég er. Amma hræddist ekki dauðann, það sagði hún mér margoft í löng- um samtölum sem við áttum um allt milli himins og jarðar. Hún sagði að þetta væri eðlilegur gang- ur lífsins og auðvitað veit ég það en samt sem áður er missirinn óend- anlega mikill. Amma var fyrir mér miklu meira en „bara“ amma því við vorum líka góðar vinkonur. Þegar ég var yngri bjó ég oft á Grenimelnum hjá afa og ömmu er foreldrar mínir voru fjarverandi og þó ég byggi ekki þar fannst mér eitt það skemmtilegasta í heiminum að gista þar nótt og nótt. Á morgnana þegar ég vaknaði skreið ég uppí til ömmu og þar lág- um við í heimspekilegum samræð- um, að mér fannst, þar til afí kom með heitt kakó og fransbrauð með smjöri og marmelaði fyrir okkur. Fransbrauð var nefnilega ekki keypt á mínu heimili og var þess vegna auðvitað það besta sem ég fékk. í minningunni em þessir morgnar himneskir, ekki bara vegna fransbrauðsins, heldur vegna notalegheitanna og nærverunnar við ömmu og afa. Eftir að ég eltist hélt ég áfram að fara á Grenimelinn, bjó þar jafn- vel mánuð og mánuð, enda gat ég alltaf rætt við ömmu um það sem mér lá þyngst á hjarta. Þó ég skriði ekki undir sæng til hennar vom samræður okkar engu ómerkari. Hjá ömmu fannst mér ég alltaf geta fundið ró enda hafði hún yfír- leitt nógan tíma til að hlusta og segja sjálf frá. Stundum gleymdi ég því jafnvel að ammna væri næst- um sex áratugum eldri en ég, svo auðvelt áttum við með að tala sam- an. Amma var gædd ríkri kímni- gáfu og það fór ekki framhjá nein- um er við hana töluðu að hún var vitur kona, vel lesin og hafði skoð- anir á öllu milli himins og jarðar, sem hún miðlaði mér og ég gat lært af. Með sámm söknuði og tómleika í hjartanu kveð ég ömmu mína sem reyndist mér svo vel, kenndi mér svo_ margt og var mér svo góð. Ég veit hún vakir yfír mér. Sólveig Arnarsdóttir. GunnvörBraga Signrð- ardóttir — Kveðja Elsku amma er dáin. Mig langar til að skrifa nokkur orð um hana. Þegar mér var sagt að amma mín væri dáin, var ég ekki viss hvort ég átti að vera hrygg yfír að hún væri dáin eða glöð yfir að nú þyrfti hún ekki að beijast lengur við veik- indi sín. Ég man alltaf atvik er átti sér stað fyrir tæpum 8 ámm. Mamma var í Reykjavík að bíða þess að fæða bam. Pabbi, Braga systir mín og ég fórum saman til ömmu og afa í Kópavoginum þar sem við áttum að vera meðan pabbi færi til mömmu á fæðingardeildina. Þegar við komum suður og ætluðum að fara að læsa bílnum, átti pabbi svo erfitt með að læsa og það tók lengri tíma, það var mikið basl. Amma tók á móti okkur rennandi blaut í náttslopp einum fata. Það hafði verið haft samband frá deild- WÍIPfl O N^> íslensk bók um Word 2.0 f. Windows eftir Brynjólf Þorvarðarson, tölvufræðing. WW Fæst í flestum bókabúðum. Sendum í póstkröfu. Sími 91-687590. Tölvuskóli Reykjavíkur. inni og sagt að barnið væri að koma. Pabbi fór strax af stað. Við vomm spenntar og vel vakandi þó komin væri nótt, og amma tók okkur bara ofan í baðið og lét okkur slaka á , en hún hafði verið í baðinu þegar við komum. Skömmu síðar hringdi pabbi og sagði að fædd væri fjórða stelpan. Svona var hún amma alla tíð svo góð við okkur. Hún hlustaði á okkur og okkar málefni án þess að leggja dóm á hvað væri rétt og rangt. Amma sagði að það væri heimska að dæma fólk eftir útlitinu einu saman. Elsku afi minn Guð gefí þér styrk til að halda merki hennar á lofti. Öllum sem þekktu ömmu mína votta ég samúð. Helga Björk Jónsdóttir Ólafsvík. Vegna mistaka við vinnslu þessarar greinar, birtist Iiún aftur. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.