Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1992 19 Laufey Steingrímsdóttir, skrif- stofustjóri hjá Manneldisráði ís- lands, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem íslendingar væru þing- haldarar fyrir þing norrænna nær- ingarfræðinga. Hún sagði að ný- lunda væri á þessu þingi að fjallað yrði um næringarfræðirannsóknir í þróunarlöndum og hefði af því tilefni verið boðið fyrirlesara frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Wenche Barth Eide. Hún er norsk en Norð- menn standa framarlega í rann- sóknum á næringu í þróunarlönd- um. Laufey sagði að Wenche Barth Eide mundi fjalla um hvaða hagsmunum væri þjónað í nær- ingafræðilegum rannsóknum í þróunarlöndum. Walter Willet, þekktur banda- rískur næringarfræðingur, er einnig gestafyrirlesari á þinginu. Hann hefur gert víðtæka neyslu- könnun á 100.000 bandarískum hjúkrunarfræðingum sem hann hefur fylgst með í rúm 10 ár. Rannsókn hans hefur m.a. sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu kvenna og bijóstakrabbameins. Jafnframt hefur þessi rannsókn sýnt fram á að ein tegund ómett- aðrar fitu sem finnst t.d. í ólífuol- íu verndar gegn slíku krabbameini. SKINMAGIC BY TUVENA ^ OF SWII2ERIAND SKINMAGIC er stórfengleg nýjung fyrir umhirðu húðarinnar. Gegnsæ „MAGIC PIGMENTS" mynda ósýnilega himnu á húðinni, draga úr fínum hrukkum og jafna litarhátt. Náttúrulegur húðlit- ur þinn frískast og yfírbragð húðarinnar verður töfrandi og heilbrigt. Ólympíuskákmótið í Manila; íslendingar í 6.-10. sæti eftir sigur á Kírgístan jafntefli með hvítu á öðru og fjórða borði. Jóhann vann Jurtaév örygg- lega í 41. leik á fyrsta borði, en Margeir fékk heldur lakari stöðu úr byijuninni gegn Kautsler á öðru borði og þáði því jafnteflisboð eft- ir 23 leiki. Á þriðja borði virtist Helgi fá gott tafl gegn Zilbermann og var um tíma tveimur peðum yfir en þegar skákin fór í bið var ljóst að vinningsmöguleikar voru engir og Helgi bauð jafntefli. Hannes og Umanalíév tefldu fjögurra riddara tafl á fjórða borði og eftir mikil uppskipti var samið um jafntefli í 20. leik. í 7. umferð vakti viðureign Rússa og Bandaríkjamanna mesta athygli en þar áttust við á fyrsta borði Garríj Kasparov og Gata Kamsky. Kamsky hefur margoft lýst því yfir að hann hafi á sínum tíma fiúið frá Sovétríkjunum vegna þess að Kasparov hafi ítrek- að reynt að bregða fyrir sig fæti af ótta við samkeppni og það and- aði því köldu á milli þeirra í Man- ila. Kamsky varð svo að lýsa sig sigraðan eftir 41 leik og rauk út úr skáksalnum án þess að yrða á Kasparov eða taka í hönd hans. Rússar unnu Bandaríkjamenn síðan 3 '/2—V2 og hafa 22'/2 vinning. Hollendingar eru í 2. sæti með 19 vinninga, í 3.-5. sæti eru Georgíu- menn, Uzbekar og Úkraínumenn með 18*/2, og í 6.-10. sæti eru íslendingar, Armenar, Tékkar, Englendingar og Ungveijar með 18 vinninga. Seirawan sem hann hefur aldrei tapað fyrir. Fyrstu leikir skákar- innar voru þeir sömu og hjá Jó- hanni og Kamsky en Jón valdi sjaldséð framhald og veikti kóngs- stöðu sína nokkuð. Seirawan gerði þó enga tilraun til að notfæra sér það, og bauð jafntefli eftir rúma 20 leiki. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi við Christiansen sem beitti sjaldséðu afbrigði í Sikileyjarvörn sem Hannes þekkti lítið. Hannes blés til sóknar en varnir Christ- iansens héldu og hann náði yfir- höndinni og skipti í hróksendatafl þar sem hann hafði peði meira. En Hannes varðist vel og Christ- iansen sættist á jafntefli eftir rúma 60 leiki. ísland tefldi við fyrrum Sovét- ríkið Kírgístan í 7. umferð en flest- ir liðsmenn þess, eins og annarra fyrrum Sovétlýðvelda, eru lítt þekktir á Vesturlöndum og stig- alágir en hafa teflt af miklum krafti á mótinu. Það kom því á óvart að Kírgístar tefldu upp á TILBOÐ IVÖNDUÐ TEPPl MIKIÐ ÚRVAL BETRA VERÐ TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFENI9 SÍMI: 68 62 66 ÍSLENDINGAR eru í 6.-10. sæti á Ólympíumótinu í Manila eftir 7 umferðir af 14. ísland vann Kírgístan, 2Vi-1Vi, í 7. umferð mótsins í gær en tapaði IV2-2V2 fyrir Bandaríkjamönnum í 6. umferð á sunnudag. ísland er með 18 vinninga en Rússar hafa 22V2 og örugga forustu eftir stórsigur á Bandaríkjamönnum í 7. umferð. íslendingar hófu viðureignina við Bandaríkjamenn með því hug- arfari að sigra en þegar líða tók á skákirnar fór að halla mjög á Islendinga. Jóhann Hjartarson hafði svart á fyrsta borði gegn Gata Kamsky og fékk þrönga stöðu úr byijuninni. Hann virtist síðan ekki finna haldbæra áætlun gegn kóngssókn Kamskys en skyndilega fataðist Bandaríkja- manninum í útfærslunni og Jó- hann náði jafntefli eftir 60 leiki. Margeir Pétursson virtist fá væn- lega stöðu gagn Yermolinsky á öðru borði en Yermolinsky náði að jafna taflið og í tímahraki lék Margeir af sér og gafst upp skömmu eftir 40. leik. Jón L. Árnason hafði svart gegn Þing nörrænna næringarfræðinga: Fundað í fyrsta skipti á Islandi FIMMTA þing norrænna næringarfræðinga var sett í Reykjavík sunnudaginn 14. júní sl., en því lýkur miðvikudaginn 17. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem þing norrænna næringarfræðinga er haldið hérlendis, en rannsóknir í næringarfræði hafa leitt í ljós athygliverð afyiði um tengsl sjúkdóma og matarvenja. Það eru Manneldisráð íslands og heilbrigðisráðuneytið sem standa að þing- inu. Um 270 norrænir næringarfræðingar og læknar eru þátttak- endur. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkium verður lífið léttarai Traustir umboðsmenn okkar • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf„ Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. eru víðs vegar um landið! • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöilur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.