Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 DNG út úr viðræðum um kaup á Slippstöðimú Morgunblaðið/Helgi Fyrsta skóflustungan að nýju safnaðarheimili fyrir Raufarhafnar- kirlgu var tekin fyrir nokkru. Raufarhöfn: Raufarhöfn. A hvítasunnudag eftir messu var tekin skóflustunga að bygg- ingn safnaðarheimilis á Raufar- höfn sem rísa á á kirkjulóðinni í sumar. Heimilið á að standa þar sem gamla prestshúsið, Kirkjuból, stóð áður. Húsið verður um fjörutíu fer- metrar að grunnfleti. Raufarhafnarkirkja var byggð 1929 eftir teikningum hins lands- kunna meistara, Guðjóns Samúels- sonar, en í henni er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir dagleg störf prests eða safnaðarstarfa utan hefðbundinna messustarfa. Nýja safnaðarheimilið kemur til með að leysa þann vanda. Skóflustunguna tók Hallur Þor- steinsson, hringjari Raufarhafnar- kirkju, en því starfi hefur hann gegnt í yfir 20 ár. Eftir að skóflu- stungan hafði verið tekin, blessaði séra Jan Hagbarður, sóknarprestur á Raufarhöfn, lóð væntanlegs safn- aðarheimilis og bað því og starfsemi Rafeindafyrirtækið DNG hefur dregið sig út úr viðræðum um kaup á stórum hluta í Slippstöðinni og segir stjórnarformaður stöðv- arinnar að nú sé málið nánast komið á byrjunarreit að nýju. Fram- haldsaðalfundur Slippstöðvarinnar verður haldin á föstudag, en fyr- ir þann tíma átti að reyna til þrautar að fá nýja aðila inn í rekstur- inn. Fleiri aðilar voru í viðræðum um kaup á hlutafé í Slippstöðinni og hefjast þær viðræður að nýju eftir næstu helgi. Safnaðarheimili byggt þess Guðs blessunar. J.J.R. trésmiðir hf. á Raufarhöfn mun sjá um byggingu safnaðar- heimilisins. _ He, j Kristján E. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri DNG, sagði að fyrir- tækið hefði dregið sig í hlé í þeim viðræðum sem áttu sér stað. Við nánari skoðun á rekstri fyrirtækis- ins hefði verið ljóst að hann væri afar viðkvæmur og mætti ekki við mikilli röskun. Skuldir þess væru um 500 milljónir króna og því ljóst að ekki mætti mikið út af bregða. Þá hefðu fréttir um tillögur að 40% niðurskurði á þorskkvóta á næsta kvótaár ekki hjálpað til. „Niðurstað- an varð því sú af okkar hálfu að málið var sett í biðstöðu," sagði Kristján. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson stjórnarformaður Slippstöðvarinnar sagði að þessi tíðindi værU vissulega mikil vonbrigði og nú yrðu menn að byija nánast upp á nýtt. Aðrir aðilar hefðu einnig verið inni í myndinni og yrði eftir framhalds- aðalfund á föstudag haldið áfram að ræða við þá, en á allt öðrum forsendum. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar sem haldin var síðast í maí var stjórn veitt heimild til að auka hlut- afé um allt að 100 milljónir króna, hlutafé var lækkað úr 108 milljón- um í 21,7 milljónir og þá kom einn- ig fram að eigið fé stöðvarinnar er komið niður í 2 milljónir króna. Tap á rekstrinum nam 237 milljónum króna, en eignir voru skrifaðar nið- ur um 185 milljónir. Halli á rekstr- inum á liðnu ári er einkum til kom- in vegna nýsmíðaskipa. „Eftir að DNG-menn ákváðu að setja það í biðstöðu að þeir kæmu inn sem stórir eignaraðilar erum við svo til komnir á byrjunarreit að nýju. Hugmyndin var sú að reyna til þrautar að fá inn nýja aðila fyr- ir framhaldsaðalfundinn en það tókst ekki, en við vorum í viðræðum við fleiri en DNG og eftir að ný stjóm verður kosin á föstudag verð- ur væntanlega byrjað á viðræðum með breyttum áherslum og öðrum forsendum eftir næstu helgi,“ sagði Hólmsteinn. Húsabrekka: Nýtt tjaldsvæði opnað Brauðgerð Kristjáns Jónssonar: Víkurbakarí tekið á leigu BRAUÐGERÐ Kristjáns Jónsson- ar á Akureyri hefur tekið á leigu rekstur Víkurbakarís á Dalvík, en það varð gjaldþrota nýlega. Birgir Snorrason, einn eigenda Brauðgerðar Kristjáns Jónssonar, sagði að gerður hefði verið leigu- samningur sem gilti til 1. september næstkomandi. Óljóst væri hvað gert yrði í framhaldi þess, hvort um áframhaldandi leigu yrði að ræða eða hvort til kaupa kæmi. Hann sagði að allur bakstur í bakaríinu yrði lagð- ur niður, en brauði og kökum ekið frá bakaríi fyrirtækisins á Akureyri til Dalvíkur og selt í verslun sem þar er. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar mun því reka fimm brauðbúðir, en fyrir eru §órar brauðbúðir á Akur- eyri. HJÓNIN Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Haraldur Guðmunds- son hafa opnað nýtt tjaldstæði, Húsa- brekku, en það er á móts við Akureyri, eða um 6 kílómetra leið frá miðbænum. Á tjaldstæðinu er pláss fyrir um 80 tjöld, en einnig er lögð sér- stök áhersla á að búa vel að fólki sem er á ferð á húsbílum, m.a. er þar til staðar raf- magn í bílana og losunarbúnaður fyrir ferðasalerni. Söluskáli hefur verið byggður á svæðinu, þar sem m.a. verða seldar nauðsynjavörur og einnig allt er tilheyrir grillinu, matur, kol og fleira. Ferðafólk getur brugði sér í sturtu og einnig er þvottavél og þurrkari á svæðinu. Góð aðstaða er fyrir hreyfihamlað fólk á þessu tjaldsvæði. Bílastæði eru rúmgóð og tjald- svæðið er í skjóli við skóg með útsýni yfir til Akureyrar. Góðar gönguleiðir eru í námunda við tjaldsvæðið og á næstunni verða sett þar upp leiktæki, en þau Sigur- björg og Haraldur telja svæðið henta fjölskyldufólki einkar vel. „Við höfum verið að velta þessu Hjónin Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Harald- ur Guðmundsson með soninn Guðmund Helga. fyrir okkur síðustu sjö árin, en lét- um verða af því nú í haust að taka ákvörðun. Við byrjuðum að vinna að þessu í janúar, en þá gerðum við bílastæðin og síðan var hafist handa við að reisa ferðamannaað- stöðuna um páskana. Þetta hefur verið geysilega mikil vinna, en það hefur aðallega verið íjölskyldan sem lagt hefur hana fram,“ sagði Haraldur. Húsabrekka var formlega opnuð um síðustu helgi, en gestir voru þegar byijaðir að streyma að áður og sagði Haraldur að gestir hefðu látið vel af dvölinni og flestir hefðu dvalið í nokkrar nætur á svæðinu, þó þeir hafi upphaflega ætlað að vera aðeins eina. Stóðhestar til sölu Eftirtaldir ungfolar frá Litla-Dal í Eyjafirði eru til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Bjartur 88165101, rauðbles., glóf. F: Léttir, 84151002 - 1. v. M: Bjóla 3655 - 1. v. Dalur 88165104, bleikálóttur. F: Ófeigur 882 - 1. v. afkv. M: Salía 81265014 - 1. v. Leiknir 90165107, jarpur. F: Hósías 86162001 - 1. v. M: Rós 67265001 - 1. v. afkv. Nánari upplýsingar gefa Jónas og Kristín í síma 96-61739 eða Aida hf., ferðaþjónusta, í síma 96-31267 Morgunblaðið/Rúnar Þór Brautskráning var frá Háskólanum á Akureyri á laugardag, en athöfnin fór fram í Akureyrarkirkju. 25 brautskráðir frá Háskólanum BRAUTSKRÁNING var frá Háskólanum á Akureyri siðastliðinn laug- ardag, en þá voru brautskráðir 9 hjúkrunarfræðingar með BS-próf úr heilbrigðisdeild og 16 iðnrekstrar- og rekstrarfræðingar úr rekstr- ardeild. Athöfnin fór fram í Akureyrarkirkju að viðstöddu fjöl- menni, en síðan var efnt til kaffisamsætis í Hótel KEA. Nokkrar viðurkenningar voru dóttir. Þá fékk Páll Erland Landry veittar í heilbrigðisdeild, en flestar viðurkenningu fyrir góðan náms- þeirra fékk Hildigunnur Svavars- árangur í rekstrardeild. Um 160 manns voru við nám í Háskólanum á Akureyri á liðnum vetri og sagði Ólafur Búi Gunn- laugsson skrifstofustjóri að fjöldi innritaðra nýnema fyrir næsta vetur væri svipaður og verið hefur, en á milli 70 og 75 nýnemar hafa skráð sig til náms við skólann næsta vet-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.