Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Skar stúlku á höndum með fiskihníf UNGUR maður var handtekinn á iaugardagsmorgun, eftir að hann hafði lagt til stúlku með hnífi og skorið hana á höndum. Maðurinn hélt því fram, að um sjálfsvörn hefði verið að ræða, en stúlkan var óvopnuð. Þegar lögreglan kom á vettvang í Hafnarstrætinu kl. rúmlega 7 á laugardagsmorgun var þar fyrir sextán ára stúlka, alblóðug um hendur. Hún vísaði lögreglu á 22 ára mann, sem kunningi hennar hélt föstum skammt frá. Maðurinn, sem var með fiskihníf á sér, var handtekinn og færður á lögreglu- stöðina. Maðurinn mun hafa talið sig eiga eitthvað sökótt við vinkonu stúlk- unnar. Hún gekk hins vegar á milli þeirra og lagði hann þá með hnífn- um til hennar. Stúlkan bar fyrir sig hendurnar og skarst töluvert. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni hélt maðurinn því fram, að hann hefði verið í sjálfsvörn. Hann var mjög ölvaður og svaf úr sér vímuna í fangageymslum. Gert var að sárum stúlkunnar á slysadeild. -----»-»-♦----- Trúður að tjaldabaki fjölleikahúsið Arena frá Danmörku tók til starfa í Laugardal í Reykja- vík sl. sunnudag og verður þar margt til skemmtunar fyrir unga jafnt sem aldna. Meðal annars verða þar til sýnis sæljón sem leika listir sínar, auk hefðbundinna atriða fjöl- leikahúsa, svo sem skrípalæti trúða, línudans, hjóla- og boltalistir og aðrar jafnvægiskúnstir. Myndin var tekin þegar einn trúður fjölleika- hússins var að undirbúa sig fyrir sýningu. MAZDA 323 ODYRASTUR í REKSTRI! Þyrla sótti vélsleðamann ájökulinn ÞYRLA Landhelgisgæslunnar náði í slasaðan vélsleðamann upp á Vatnajökul í gærmorgun. Mað- urinn reyndist lítið slasaður. Þoku létti yfir slysstaðnum rétt á meðan áhöfn þyrlunnar var að athafna sig. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð um kl. 1.30 í fyrrinótt, frá hópi fólks sem staddur var á Grímsfjalli, 1.700 metra háum tindi á jöklinum. Vélsleðamaður hafði orðið fyrir óhappi og slasast, en sleði hans skemmst töluvert. Vegna mikillar þoku og snjókomu á jöklin- um gat þyrlan ekki farið í loftið fyrr en kl. 7 í gærmorgun. Þegar hún kom yfir jökulinn var enn svartaþoka, en skyndilega rofaði til yfir slysstaðnum og höfðu Land- helgisgæslumenn á orði að einhver vélsleðamannanna hlyti að vera í nánu sambandi við almættið. Greið- lega gekk að ná vélsleðamanninum upp í þyrluna og var komið með hann til Reykjavíkur um kl. 9.30. Hann mun ekki vera mikið slasaður. --------» » »-- Oskemmtileg aðkoma í ráðhúsinu EINHVER taldi ástæðu til að úða úr tveimur slökkvitækjum í bíla- geymslu ráðhússins um helgina og var aðkoman fremur óskemmtileg. Tölva, sem skráir umgang um húsið, gerði engar athugasemdir við mannaferðir þessa nótt og er því talið að viðkomandi hafi annað hvort komist inn með lykli eða laumast inn um leið og einhver með lyklavöld gekk um. ----» ♦ ♦--- 127 spraut- ur fundust 127 EINNOTA sprautur fundust við fjölbýlishús við Háaleitis- braut á föstudag. Finnandinn kom sprautunum til lögreglu. Sprauturnar voru í plastpoka sem hafði verið falinn í steypuröri á bíla- stæði við húsið. Þær höfðu ekki verið notaðar. Ekki er vitað hver kom þeim fyrir þarna. Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað allra þeirra bíla, sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn, einn sagði m.a.: „Ánægðari getur maður ekki verið!“ Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4 mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og mengunarvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir fást nú með ALDRIFI. MAZDA 323 kostar frá 885 þúsund krónum. (3 dyra hlaðbakur LXi, staðgreiðsluverð með ryðvöm og skráningu.) MAZDA endist iengur! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50 Almenno auglýsingaslofan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.