Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Stétt og vegghleðsl- ur Reykj avíkurbæj - ar undir Aðalstræti - segir Þorleifur Einarsson ÞORLEIFUR Einarsson jarðfræðingnr hefur harðlega gagnrýnt framkvæmdir sem nú standa yfir í Aðalstræti og Kirkjustræti í miðbæ Reykjavíkur. Hann telur að fornminjum og mannvistarleifum hafi verið spillt. Talsmenn borgarinnar og Árbæjarsafns hafa hins vegar visað þessu á bug og segja að ekki hafi verið hróflað við jarðlögum sem hefði verið hlíft við síðari tima framkvæmdum. Gengið verði þannig frá götum og öðrum mannvirkjum að þær mannvistarleifar sem þarna væru undir varðveittust ósnortnar til rannsóknar í framtíðinni. Þorleifur er ekki ánægður með þessi svör, hann segir að fornmiiyar hafi farið forgörðum og svo sé mokað yfir mikilvægar vísbendingar íslandssögunnar að órannsökuðu máli. Þorleifur sagði í samtali við blaðið að hann teldi borgaryfir- völdin hafa farið offari við þessar framkvæmdir á helgum reit ís- landssögunnar. Mikilvægar mann- vistarleifar hefðu farið forgörðum vegna þekkingarskorts og óvark- ámi. Á þessum slóðum væri upp- haf íslandsbyggðar, upphaf þjóð- arsögunnar. Þorleifur benti á að fomleifa- rannsóknir á svæðinu á árunum 1971-75,’ hefðu leitt í ljós skála og mannvistarleifar frá upphafi íslandsbyggðar og væri ágætlega gerð grein fyrir þessu í bók sænska fornleifafræðingsins Else Nordahl sem stjómaði rannsóknunum. Þorleifur nefndi þessu til yiðbót- ar að á svæðinu allt frá Aðal- stræti 7, rétt norðan við Ingólfs- bmnn, og að lóðunum Tjamargötu 4 og Suðurgötu 3 og 5, hefðu fund- ist fomar mannvistarleifar. Á homi Gijótagötu og Aðalstrætis hefðu fundist við uppgröftinn 1972 veggleifar frá 10. öld, gerðar úr reiðtorfi; tyrfingsstreng. En upp að þessum veggleifum leggst landnámsöskulagið frá 898 e.Kr. Við þær framkvæmdir sem nú stæðu yfir hefðu komið fram veggjaleifar úr streng, austanvert við Aðalstræti, móts við sundið milli húsanna númer 7 og 9. Þor- leifur sagði hugsanlegt að þessar leifar gætu verið hluti af sama mannvirki, kannski vegg úr skála Ingólfs Amarsonar. Á lóðinni Aðalstræti 18 hefðu fundist leifar af skála frá 10. öld. Á lóðunum Tjarnargötu 4 og Suð- urgötu 3 og 5 hefðu fundist leifar af langhúsi og skála, tveimur frek- ar en einum, líklega frá síðari hluta 10. aldar. Þama voru og smiðja, sofnhús og fleiri smáhús og sum þeirra staðið enn á þrettándu öld, en engin hús eftir að öskulagið frá Kötlu féll 1485-1500. Yngri bygg- ingarleifar á þessu svæði væru frá tímum Innréttinganna, eða yngri en frá 1752. Þorleifur benti á að ekki væri kunnugt um hvar gamli Reykjavík- urbærinn hefði staðið eftir alda- mótin 1,000. Þegar Innréttingarnar voru byggðar voru gömlu bæjar- húsin notuð sem íveruhús en þau voru svo rifin, líklega 1753. Bæjarstétt eða ræsi? „Menn hljóta að láta sig varða hvar þessi gamli Reykjavíkurbær hefur verið. En menn eiga ekki að grafast fyrir um það með stór- virkum vinnutækjum," sagði Þor- leifur. Hann benti á að við þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld- in stæðu nú fyrir hefði komið í ljós gijótstétt í Aðalstræti austan- verðu, frá norðanverðu Kirkju- Morgunblaðið/KGA Þorleifur Einarsson jarðfræðingur bendir á hleðslur í miðju Aðal- stræti. Hleðslur sem hann telur hugsanlega vera úr þeim bæjar- húsum sem voru líklega rifin 1753. stræti og norður undir Miðbæjar- markaðinn. Þessi stétt væri um einn metri á breidd. „Hvaða tilgangi þjónaði þessi stétt?“ spurði Þorleifur Einarsson. „Það er álit þeirra fornleifafræð- inga á vegum Árbæjarsafns sem hér hafa starfað að þetta séu leif- ar af gömlu ræsi frá 19. öld. Það er skoðun mín að hvemig sem þessi stétt var notuð á 19. öldinni, þá sé hér um síðustu bæjarstétt við Reykjavíkurbæ að ræða. Kenningin er sú að þetta sé bæjarstéttin hjá þeim Reykjavík- urbæ sem stóð fram til 1753. Stétt- in hafí legið milli bæjarhúsanna og vesturveggs gamla kirkjugarðs- ins. Þar er mjög sennilegt er að bæjarhúsin hafi staðið á móti kirkj- unni sem þama var fram til 1798. Af þessu leiðir að Reykjavíkurbær- inn hefur verið rétt austan við Aðalstræti 16. En þar er nú búið að raska öllu illilega. Samt ekki öllu.“ Þorleifur Einarsson leiddi Morg- unblaðsmenn á staðinn og þar mátti sjá nokkuð af steinum, hlöðnum hveijum ofan á annan. Þorleifur sagði að sumum þætti kannski ekki mikið til um gijót- hleðslu, þá væru þetta fomminjar. Veggjaleifar sem væru nú óðum að hverfa í sand- og malarfylling- ar. Það væri hugsanlegt að við byggingu Innréttinganna 1752 og næstu ár á eftir hafi verið tekið tillit til legu Reykjavíkurbæjar og húsalínunnar, Aðalstræti 10 (Fó- getinn), 12, 14, 16 og 18 (Uppsal- ir), enda vom bæjarhúsin notuð sem íveruhús fyrir starfsmenn við smiði Innréttinganna. Þetta væri skýringin á því hvers vegna engar yngri bæjarleifar en frá 11. öld hefðu fundist. „Öllum vélagreftri við þessar framkvæmdir er vonandi lokið,“ sagði Þorleifur. „Og ég vænti þess að þau menningarverðmæti sem enn eru í jörðu verði er tímar líða grafin upp með handverkværum, þ.e. skóflu, múrskeið og bursta, en ekki stórvirkum vinnuvélum. Það er von mín að borgarstjóm Reykjavíkur sjái sig um hönd og friði það sem eftir er af fornminjum í jörðu í vesturhluta Kvosarinnar, svo ekki fari meira forgörðum en orðið er.“ Bæjarstjórn Selfoss; Sigríður forseti Bryndís formaður bæjarráðs Selfossi. BREYTINGAR urðu í forystu- embættum í bæjarstjórn Selfoss og bæjarráði á bæjarstjórnar- fundi 10. júní. Sigríður Jensdótt- ir af K-lista verðiur forseti bæjar- stjórnar næsta ár og Bryndís Brynjólfsdóttir D-lista formaður bæjarráðs. Breytingamar eru samkvæmt meirihlutasamkomu- lagi D- og K-lista eftir síðustu bæjarslj órnarkosningar. Auk Bryndísar voru kjömir í bæjarráð Steingrímur Ingvarsson og Þorvarður Hjaltason af K-lista. Til vara Sigurður Jónsson D-lista og Sigríður Jensdóttir. Áheymar- fulltrúi minnihlutans verður Guð- mundur Kr Jónsson. ---» ♦ ♦- Bæklingur um íslenska fjölmiðla MIÐLUN hf. hefur gerið út bækl- ing, sem nefnist íslendskir fjöl- miðlar 1992, sem hefur að geyma upplýsingar um alla íslenska fjöl- miðla, hvort sem um er að ræða dagblöð, tímarit, vikublöð eða Ijósvakamiðla. Ritið er 46 blað- síður í borotinu A5. í ritinu er að finna allar helstu upplýsingar um íslenska fjölmiðla, svo sem aðsetur, útgefanda, upplag, starfsmannafjölda o. fl. Fyrirhugað er að ritið komi út framvegis á eins til tveggja ára fresti. Litháar á margan hátt for- göngumenn um breytingar í átt til markaðsbúskapar — segir Jón Sigurðsson eftir opinbera heimsókn í Litháen JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var í opinberri heim- sókn i Vilníus, höfuðborg Litháen, í boði forsætisráðherra og utanríkis- viðskiptaráðherra landsins dagana 2.-4. júní. Átti hann fundi með ráð- herrunum, fleiri ráðherrum úr ríkisstjórn landsins og bankastjóra Seðlabanka Litháen, um samstarf ríkjanna á vettvangi alþjóðastofn- ana, s.s. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Evrópubankans, og tvíhliða samstarf Islendinga og Litháa. Meðal þess sem Jón ræddi við bankastjóra Seðlabankans voru áform Litháa um að taka upp sina eigin mynt. „Myntbreytingin er einn þáttur í áætlun um viðreisn efna- hagslífsins og breytingar á því í átt til sjálfstæðs markaðsbúskapar. Lit- háar hafa verið afar háðir viðskiptum við Rússland og önnur fyrrum Sovét- lýðveldi. Næstum allur þeirra út- flutningur hefur farið til þessara ríkja en fyrir stríð meðan þjóðin réði sér sjálf var útflutingur til Rússlands nánast hverfandi, 2% eða svo en kannski um 90% núna,“ sagði Jón. „Nú vilja þeir hins vegar reyna að beina sínum viðskiptum til Vestur- landa en það er erfítt, bæði vegna efnahagsástands og eins vegna þess að þeir hafa hvorki fríverslunar- samninga eða fijálsan aðgang að þeim mörkuðum sem væru þeim hen- tugastir. Auk þess sem framleiðslan hjá þeim hentar ekki vestrænum mörkuðum nema í takmörkuðum mæli,“ sagði hann og nefndi að með- al þess sem rætt hefði verið væri fríverslunarsamningur milli íslands og Litháen. Jón kynnti boð íslenskra stjóm- valda um að tólf til fímmtán manna hópur ungs athafnafólks í Litháen komi hingað til lands í lok júlí og sæki hér fímm til sex vikna nám- skeið í stofnun og rekstri lítilla og meðalstórrá fyrirtækja og hljóti jafn- framt starfsþjálfun í rekstri fyrir- tækja í markaðshagkerfí. í framhaldi af þessu sagði Jón athyglisvert að Litháar væru á marg- an hátt forgöngumenn um breyting- ar í átt til markaðsbúskapar og lýð- ræðislegra stjómarhátta á sama hátt og þeir hefðu fyrstir rifíð sig lausa frá Sövétríkjunum. „Ekki síst með því að leggja áherslu á að setja lög um eðlileg viðskipti og markaðsstarf- Á fundi Jóns Sigurðssonar og Gediminas Vagnorius, forsætisráð- herra Litháen, var m.a. 'rætt um samskipti þjóðanna á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. semi í réttar— og lýðræðisríki jafn- hliða því sem þeir ráðast í breyting- arnar sjálfar þ.a.s. að breyta ríkis- og samyrkjufyrirtækjum í einkafyrir- tæki,“ sagði Jón. Jón sagði að ferðin hefði verið afar fróðleg og áhugaverð. í henni var undirritaður samningur milli ís- lenska heilsufélagsins hf. og lithá- ískra heilbrigðisyfírvalda um undir- búning að lyfjaverksmiðju í Litháen. „Það er einmitt gott dæmi um tækni- samvinnu sem getur gagnast báðum. Auðvitað er of snemmt að fullyrði hvemig það muni takast en ég tel að það sé ákaflega mikilvægt fyrir okkur að rækta samband við þessa nýsjálfstæðu þjóð og vinfengi við hana,“ sagði Jón. Þess má að lokum geta að á fundi JónS með Leons Asmantas, orku- málaráðherra Litháa, var rætt um samskipti í orkumálum og tækniað- stoð við notkun jarðhita, uppbygg- ingu fjarhitakerfa og orkuspamað við húshitun. Á þessum sviðum hefur þegar verið lagður grunnur að sam- starfi ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.