Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Börn náttúr- unnar fékk fern verðlaun í Portúgal ÍSLENSKA kvikmyndin Börn náttúrunnar vann fern verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Troiu í Portúgal. Gísli Halldórsson var vaiinn besti karlleikarinn og myndin fékk sérstök verðlaun dómnefndar. Þá valdi dómnefnd á vegum kaþólsku kirkjunnar hana bestu mynd hátíðarinnar og önnur dómnefnd skipuð fulltrúum sam- taka alþjóðlegra kvikmyndagagn- rýnenda valdi Börn náttúrunnar bestu mynd hátíðarinnar ásamt velsku myndinni One full moon. Verðlaun Gísla Halldórssonar eru þau þriðju sem hann vinnur fyrir leik sinn í myndinni. Böm náttúrann- ar er nú sýnd á 20 kvikmyndahátíð- um í heiminum og hefjast sýningar á henni í kvikmyndahúsum í um 15 þjóðlöndum í haust. Nú er tæpt ár liðið frá frumsýningu myndarinnar Börn náttúrannar og er hún enn sýnd í kvikmyndahúsi í Reykjavík. LISTAHÁTÍÐIN LOFTÁRÁS Á SEYÐISFJÖRÐ: Dagskráin í dag Héðinshúsið: Blústónleikar á vegum Platonic Records. Fram koma Vinir Dóra, Pinetop Perk- ins og Chicago Beau og Trega- sveitin. % LISTAHATIÐ I REYKJAVIK íslenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson íslenska hljómsveitin, sem starfað hefur í 10 ár, stóð fyrir tónleikum á vegum listahátíðar sl. sunnudag og flutti eingöngu verk eftir Þorkel Sigurbjömsson og Mist Þorkelsdóttur. Fyrsta verk tónleikanna var kórverkið Pálmasunnudagur, eftir Þorkel. Það var samið 1974 og flutt í Bandaríkjunum en hef- ur ekki heyrst fyrr hér á landi. Þetta er einfalt verk að gerð og kórþátturinn á köflum áhrifa- mikill. Einfaldleikinn birtist eink- um í einrödduðu tónferli bæði kórs og hvernig orgelið var notað í samleik við kór og einsöngvara og í milliköflum. Þama var og ríkjandi þrástefjaleikur en við þá tækni hefur Þorkell lagt mikla rækt og stundum stefnt verkum sínum um of nærri óhóflegum endurtekningum á útfærslu tón- hugmynda. Flytjendur voru ein- söngvarakór en einsöngvari var Hrafnhildur Guðmundsdóttir, or- gelleikari Orthulf Prunner og stjórnandi Guðmundur Emilsson. í heild var flutningurinn vel úr- færður, nema hvað orgelið var helst til of lágt stillt. Mist Þorkelsdóttir átti tvö verk á tónleikunum og heitir fyrra verkið Þrenning, en fyrir það hlaut hún verðlaun í sam- keppni Ríkisútvarpsins 1985. Þetta er þokkafullt verk, sem var ágætlega flutt af Sigurði I. Snorrasyni, Richard Takowsky og Þóm Fríðu Sæmundsdóttur. Seinna verkið eftir Mist, ber heit- ið „Til heiðurs þeim er leita á vit þess ókunna". Þetta er fallegt verk en Mist hefur til að bera sérkennilega músikalska hlýju og verða verk hennar því annað og meira en „struktúrar". Það var t.d. víkjandi atriði, að hún notar sálmalagið Jesús mín morgunstjama. Fallegt verk og Orgelleikarinn Erich Piasetzki hélt tónleika í Fella- og Hóla- kirkju sl. laugardag en hann er staddur hér á landi í boði Söng- málastjóra þjóðkirkjunnar og mun kenna á námskeiði fyrir orgelleikara, sem stendur yfir þessa vikuna. Á efnisskrá tón- leikanna í Fella- og Hólakirkju voru verk eftir Theo Wegmann, Johann Nepomuk David, J.S. Bach, Saint-Saéns og Dupré. Fyrsta verk tónleikanna var Páskadans fyrir orgel eftir ung- an tónhöfund (f. 1951) að nafni Wegmann. Þetta er eins konar tilbrigðafantasía og að gerð eins og leikin af fíngrum fram, fjör- ugt verk og vel samið fyrir org- el. í þessu verki sýndi Piasetzki glæsilega tækni sína og falleg vel flutt undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Tvö síðustu verkin eru eftir Þorkel og það fyrra „Hræra“ fyrir blásarakvintett en það er sérlega skemmtileg úrvinnsla á íslenskum þjóðlögum, sem Guð- rún S. Birgisdóttir, Peter Tompkins, Sigurður I. Snorra- son, Rúnar Vilbergsson og Þor- kell Jóelsson fluttu þokkalega en þó án þeirrar spennu, sem þetta vel unna verk býr yfír. Lokaverkið á tónleikunum heitir XJsamo, sem er skammstöfun fyrir „Útkoma síra Arngríms með organum" og er verkið fyrir strengjasveit, pákur og orgelein- litbrigði nýja orgelsins í Fella- og Hólakirkju, sem er bæði fal- legt og vel hljómandi Guðshús. Næst á efnisskránni voru §ór- ir sálmforleikir, sá fyrsti eftir Johann Nepomuk David, sérlega fallega unninn og þrír eftir meistara J.S. Bach. Bæði lék orgelleikarinn með blæbrigði orgelsins og sýndi frábæran og sérstæðan leik, eins og t.d. í síð- asta forspilinu, Nun freut euch, lieben Christen g’mein. Eftir for- spilin lék Piasetzki Prelúdíu og fúgu í e-moll (BWV 548) eftir J.S. Bach og var þetta reisulega verk mjög vel flutt. Fúgan er sérkennileg og einstæð að formi til, er kalla mætti Da Capo fúgu. Eftir framsöguna og þrjár fram- setningar stefsins, kemur fant- leik. Einleikari var Orthulf Prunner, sem flutti vrkið á sann- færandi máta, einkum þann þátt þess, sem minna átti á Arngrím og var tilvitnun í kirkjutónlist frá miðöldum. Tónhugmyndir þær, sem strengjasveitin flutti voru einum of oft endurteknar, án þess að unnið væri úr þeim. Fyr- ir bragðið er verkið skýrt, auð- greint en um leið viðburðarlítið. Verkið var ágætlega flutt undir stjórn Guðmundar Emilssonar en það sem helst mætti fínna að, var nokkurt ójafnvægi sem var á styrk orgels og stengja- sveitar. asía, þar sem leikið er með tón- stiga og ýmsar fígúrur og ein- staka innskot fúgustefsins. Þess- um sérkennilega milliþætti lýkur með því að hin eiginlega fúga er leikin aftur nótu fyrir nótu. Fantasía fyrir stórt orgel eftir Saint-Saéns er glæsilega samið verk, bjart og hreint í stíl en eins og margt eftir Saint-Saéns ofslípað og fægt. Piasetzki lék verkið glæsilega og í síðasta verki tónleikanna, tilbrigðum yfir „Fræ í frosti sefur“, eftir Marcel Dupré, lék Piasetzki af glæsibrag. Erich Piasetzki er snilldar orgelleikari og hjá hon- um fer saman afburða tækni og sterk tilfinning fyrir forskipan og tónrænu innihaldi verka, sem samofíð er skilningi hans og til- finningu fyrir blæheimi orgels- ins. Orgeltónleikar (22JSP*11 HEYRÚLLUPLAST - LOFTÞÉTT LAUSN - Teno spin er tákn fyrir gæði og endingu. Teno spin er loftþétt og verndar heyrúllurnar gegn veðri og vindum og tryggir því gæði töðunnar alla leið. Teno spin hefur plasthólk í miðri rúllu í stað pappahólks. Teno spin heyrúlluplast er endurvinnanlegt. Nú bjóðum við Teno spin heyrúlluplast á mjög hagstæðu verði! Rúllan kostar 3.500,- kr. án vsk. Leitið upplýsinga í tíma fyrir heyannir - það borgar sig. PLASTCO Lækjarseli 11 • Sími: 67 00 90 Hátíðarsýning óper- unnar á Rigoletto ÍSLENSKA óperan efnir tíl sérstakrar hátíðarsýningar á Rigoletto í tilefni Listahátíðar, þar sem aðalhlutverkin verða í höndum Kristins Sigmundssonar, Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Ólafs Árna Bjarnasonar. í öðrum einsöngshlutverkum eru m.a. Elsa Waage, Tómas Tómasson og Þorgeir Andrésson. Fyrsta sýningin verður í Islensku óperunni í kvöld og aðrar sýningar verða 19. og 20. júní og hefjast þær kl. 20. í fyrstu vora aðeins tvær sýningar fyrirhugaðar en vegna mikillar að- sóknar var ákveðið að bæta við einni aukasýningu laugardaginn 20. júní. í frétt frá Listahátíð segir að efnt sé til þessara sýninga til að veita óperaunnendum tækifæri til að sjá og heyra tvo af okkar fremstu óperu- söngvuram _ sem starfa erlendis, Kristin og Ólaf Áma. Ekki sé síður fengur að því að heyra Sigrúnu syngja hlutverk Gildu á nýjan leik eftir þær framúrskarandi móttökur sem hún fékk fyrir túlkun sína þeg- ar Rigoletto var sýndur í íslensku óperunni á síðasta ári. Kristinn Sigmundsson hefur starfað við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi frá haustinu 1989 og sungið þar fjölmörg hlutverk. Einnig hefur hann síðustu árin verið gesta- söngvari víða um Evrópu. Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur á*síð- ustu áram komið fram í fjölmörgum óperahlutverkum. Hún hefur sungið hlutverk Ólympíu í Ævintýram Hoffmanns, Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, sópranhlutverkið í Carmina Burana, Gildu í Rigoletto og einnig bæði hlutverk Næturdrottningarinn- ar og Papagenu í Töfraflautunni. Ólafur Árni Bjarnason er einn af okkar yngstu atvinnusöngvuram. Hann stundaði fyrst söngnám hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sigurði Dementz. Síðar fór hann til náms við Bloomington University í Banda- ríkjunum og lauk námi þaðan haust- ið 1990. Hann hefur starfað við óperuhúsið í Regensburg í Þýska- landi þar sem hann hefur m.a. sung- ið Erik í Holiendingnum fijúgandi, Don José í Carmen, hertogann í Rigoletto og Rodolfo í La Bohéme. LISTAHÁTlÐ í REYKJAVÍK: Dagskráin í dag Borgarleikhús: Cortex, danshópur Maguy Marin, kl. 20. íslenska óperan: Rigoletto, kl. 20. Laugardalshöll: Popptón- leikar kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Hressó. Polkasveitin Hringir. Cortex eftir Maguy Marin DANSHÓPUR Maguy Marin sýnir dansverkið Cortex í Borgarleikhús- inu í kvöld kl. 20. Cortex er nýjasta verkið úr smiðju Marins og var frumsýnt síðastliðið haust. Dansflokkurinn hefur farið víða um lönd með sýningar sínar og Marin er sjálf eftirsótt sem danshöfundur af helstu ballettflokkum beggja vegna Atlantsála. Átta dansarar taka þátt í sýning- Cortex sé stílfærð rannsókn á unni en tónlistin er eftir franska mannlegu eðli, á ferð einstaklings- rokktónlistarmanninn Denis Mari- ins í gegnum lífið, frá vöggu til otte. í frétt frá Listahátíð segir að grafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.