Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Viðskiptaöryggi ferðamanna Síðastliðinn föstudag skýrði for- stjóri ferðaskrifstofunnar Flugferða-Sólarflugs samgöngu- ráðuneytinu frá því, að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbinding- ar gagnvart farþegum og hefði hætt starfsemi frá og með þeim degi. Sama dag afturkallaði ráðu- neytið ferðaskrifstofuleyfi fyrir- tækisins. Þessar fréttir komu eins og reiðarslag yfir mörg hundruð viðskiptavini fyrirtækisins. Þær lyktir á starfsemi Flug- ferða-Sólarflugs, sem nú liggja fyrir, hafa margs konar afleiðing- ar og vekja ýmsar spurningar, ekki sízt um stöðu og viðskipta- öryggi hins almenna viðskiptavin- ar ferðaskrifstofa. Ljóst er, að samgönguráðuneytið hefur frum- kvæði um að koma nokkur hundr- uð farþegum Flugferða-Sólar- flugs, sem staddir voru erlendis, þegar fyrirtækið hætti starfsemi, til landsins. Til þess verður nýtt tryggingafé fyrirtækisins, sem er í vörzlu ráðuneytisins, að fjárhæð sex milljónir króna. Hins vegar er staða þeirra fjölmörgu, sem höfðu greitt ferðir, sem ekki voru hafn- ar, að hluta eða fullu, mikilli óvissu háð, að ekki sé fastar að orði kveð- ið. Forstjóri fyrirtækisins segir að vísu í viðtali við Morgunblaðið, að reynt verði að bæta fólki fjárhags- legt tjón, sem það hefur orðið fyr- ir. En þar segir jafnframt: „Ef Flugferðir-Sólarflug skilar inn gjaldþrotabeiðni er engin von um það að menn fái bætur, þar sem fyrirtækið er eignalítið." Viðskiptavinir ferðaskrifstof- unnar, sem fóru utan frá því hún hætti starfsemi síðastliðinn föstu- dag, þurftu að greiða fargjald öðru sinni. Aðrir, sem greitt hafa meira eða minna af væntanlegum orlofs- kostnaði sínum til ferðaskrifstof- unnar, geta horft fram á margra mánaða sparnað og langþráð sum- arfrí fara í súginn. Það er því eðli- legt, að spurningar vakni um rétt- arstöðu hins almenna viðskipta- manns, sem ljóst er að tryggja verður mun betur en nú er gert. Eðlilegt er og að verða við þeirri beiðni Neytendasamtakanna, að viðskiptahættir viðkomandi ferða- skrifstofu á síðasta starfssnúningi fái hlutlæga könnun. Slík rann- sókn er í þágu fyrirtækisins ekk- ert síður en hinna sem eiga um sárt að binda. Stjómarfrumvarp um ferða- miðlun, sem lagt var fram á síð- asta þingi ep fékk ekki afgreiðslu í ati og önnum stjórnmálanna, varðar neytendavernd einmitt á þeim vettvangi sem hér er til umræðu. Þar segir m.a. í 4. gr: „Ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggj- andi eða samtök slíkra aðila skulu leggja fram tryggingu fyrir neyt- endavemd í samræmi við reglur, sem samgönguráðherra setur.“ Og í 5. gr.: „Samgönguráðherra getur samkvæmt tillögu stjórnar Ferða- málaráðs íslands sett nánari ákvæði um ferðamiðlun í reglu- gerð.“ Hér virðist leið opnuð til að tryggja almenningi traustari viðskiptavernd, að þessu leyti, en nú er gert, það er með reglugerð- arákvæðum, þótt ekki virðist sér- stök ástæða til að Ferðamálaráð komi þar við sögu. Þetta framvarp þarf að taka til vandlegrar yfirveg- unar og afgreiðslu þegar á haust- þingi. Á undanförnum misseram hefur verið mikið um, að fyrirtæki grípi til greiðslustöðvunar eða gjald- þrots. Þeir sem tapað hafa fjár- munum í sívaxandi fjölda gjald- þrota í atvinnulífinu era fjárfest- ingarlánasjóðir, bankar og aðrar lánastofnanir og önnur fyrirtæki. Þegar til rekstrarstöðvunar kemur hjá ferðaskrifstofu stendur mikill fjöldi einstaklinga frammi fyrir tapi á fjármunum. í því tilviki, sem hér er til umræðu, getur þessi fjöldi verið hátt á annað þúsund manns og jafnvel nokkuð á þriðja þúsund einstaklingar. Líklegt má telja, að viðskiptavinir umræddrar ferðaskrifstofu hafi ekki sízt verið þeir, sem lítið hafa handa á milli og hafa þess vegna leitað eftir eins lágum fargjöldum og nokkur kostur var að fá. Tap þessa fólks er tilfinnanlegt. Atburðir af þessu tagi era áhyggjuefni fyrir alla þá, sem starfa að ferðamálum. Almenning- ur fyllist vantrausti á fyrirtæki í þessari grein. Fyrir þá, sem reka ferðaskrifstofur skiptir miklu máli, að settar verði starfsreglur, sem tiTggja hagsmuni viðskiptavina við slíkar aðstæður. Hversu lengi getur ferðaskrifstofa haldið áfram að taka á móti peningum frá við- skiptavinum, þegar augljóslega hallar undan fæti? Ábyrgð stjórn- anda slíks fyrirtækis, sem gengur of langt í þessum efnum er mikil. Það liggur í augum uppi, að nauð- synlegt er að setja strangari skil- yrði um tryggingafé, sem ferða- skrifstofum er gert að leggja fram og jafnvel tengja þá upphæð um- svifum viðkomandi fyrirtækis. Það dregur einnig úr líkunum á því, að sett verði- upp fyrirtæki í þess- ari atvinnugrein, sem ekki hafi næga burði til að halda uppi eðli- legri starfsemi. Eftir þá atburði, sem nú hafa orðið hlýtur Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, að telja það skyldu sína að beita sér á ný fyrir laga- setningu á næsta löggjafarþingi, sem tryggir hagsmuni neytenda í þessum efnum. Það má ekki ger- ast að atburðir af þessu tagi end- urtakí sig. Mergurinn málsins er að nauð- synlegt virðist, í ljósi biturrar reynslu, að tryggja hagsmuni/við- skiptaöryggi viðskiptavina ferða- skrifstofa með traustari hætti en nú er gert. Islensku hjúkrunarfræðingarnir komnir frá Kabúl: Sprengjuregn og sl dagar en fólkíð ynd ÞÆR Elín Guðmundsdóttir og Maríanna Csillag komu nýverið heim frá Kabúl í Afghanistan, þar sem þær störfuðu við hjúkrun- arstörf á vegum Rauða krossins ásamt Jóni Karlssyni. Luku þær Elín og Maríanna þar með sex mánaða erfiðu úthaldi í hinu stríðs- hijáða landi, en eins og landsmönnum er kunnugt, var Jón myrtur í Kabúl þann 22. apríl. Bera þær Elín og Maríanna þó landsmönn- um vel söguna - segja aðdáunarvert hversu vel þetta fólk hafi unnið þrátt fyrir ástandið, þótt enginn vissi hvað eða hvort eitt- hvað biði hans heima að kvöldi. „Lætin byrjuðu fyrir alvöra þann 25. apríl þegar liðsmenn Hekmat- yars réðust á borgina. Þarna voru fylkingar af skæraliðum með riffla, sprengjur og skriðdreka,“ sagði Elín. „Skæruliðarnir komu sér fyr- ir í húsunum allt í kringum okkur með vopn sín og byijuðu að skjóta. Þá byijaði ballið fyrir alvöru.“ Fengum ekki að fara um einar „Það var búin að vera spenna í Ioftinu í mánuð áður en lætin brut- ust út,“ sagði Maríanna. „Það var ekki fyrr en eftir íjóra eða fimm daga að við fengum að fara niður í bæ til að hringja. Og þar sem útgöngubann var eftir klukkan hálfsjö elduðum við oftast í loft- varnabyrginu, því enginn var búinn að vinna nógu snemma til að kom- ast heim yfir nóttina." „Okkur var ekki leyft að ferðast um upp á eigin spýtur, hvorki gangandi né akandi,“ sagði Elín. „Áður en við vorum keyrð í vinn- una á morgnana fór öryggisvörður- inn meira að segja eina ferð um nágrennið til að athuga hvort allt væri í lagi.“ „Maður vann nokkurn veginn sleitulaust, þótt stundum kæmi fyrir að verið væri að sprengja ansi nálægt, ogjafnvel fuku hand- sprengjur yfir á lóðina. Þá greip um sig skelfing og fólk hópaði sig saman - en það var auðvitað ekki hægt að fara frá sjúklingum sem vora rúmfastir, og allir reyndu að vinna sitt verk þótt ýmislegt gengi á,“ sagði Elín. Ljót sár eftir skot og sprengjuflísar „Það komst lítið annað að en vinnan,“ sagði Maríanna. „Skurð- stofuliðið vann til að mynda tutt- ugu tíma á dag. Allt voru þetta skotsár og sprengjuflísar sem við voram að fást við á þessum tíma - ljót sár og ljót tilfelli því mörg fómarlambanna voru börn. Skæruliðarnir áttuðu sig ekki á því að kúla sem fer upp í loftið kemur líka niður aftur - mörg ungu barn- anna fengu skotsár í höfuðið þegar kúla kom niður.“ Hún kvað það sið skæraliðanna að skjóta upp í loftið er þeir heilsuðust, en þótt það gæti gengið í fjöllunum gegndi öðra máli í stórborg. Aðspurð sagði Elín að henni hefði liðið einna verst þegar verið var að sprengja og skjóta fyrir utan húsið þar sem hún bjó. „Mað- ur vissi ekki hvað myndi gerast á Maríanna Csillag og Elín Guðmum næstu mínútu. Myndu þeir sprengja húsið eða ráðast inn á okkur, eða myndi sprengja falla á húsið og sprengja okkur i tætlur .þótt við værum niðri í kjallara? Þetta voru hugsanir sem flugu í gegnum hugann meðan við biðum eftir að þetta gengi yfir.“ Einskær heppni að spítalinn slapp „Verst fannst mér þegar skæru- liðar Hekmatyars gerðu eldflauga- Skipuleggja mótmælastarf gegn kirkjubyggingu á Víghóli Morgunblaðið/KGA Frá fundi Víghólasamtakanna á Víghóli á laugardag. Víghólasamtökin kölluðu til fundar á Víghóli í Kópavogi á laugardag til að mótmæla fyrir- hugaðri kirkjubyggingu Digra- nessóknar á hólnum. Forvígis- menn samtakanna telja að bygg- ing kirkju á hólnum muni skaða umhverfið og hyggjast nú hefja starf gegn kirkjubyggingu á þess- um stað. Frestur til að skila inn athugasemdum tii skipulags- nefndar Kópavogsbæjar rennur út 15. júlí. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, sagði í viðtali í Morgunblaðinu á laugar- dag, að það væri óeðlilegt og öll- um til ama að deila um mál sem þetta. „Við höfum frest til 15. júlí til að mótmæla kirkjubyggingu á Víghóli. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi að um 95% þeirra sem áttu land að lóðinni vora kirkjubygg- ingunni andvígir, en nú er ætlunin að fara út með mun viðameiri könn- un, sem jafnvel næði til Kópa- vogsbúa utan Digranessóknar,“ sagði Gylfí Sveinsson, varaformaður hinna nýstofnuðu Víghólasamtaka, sem ætlað er að standa að náttúru- vemd í Kópavogi. Víghólasamtökin hafa sem sitt fyrsta verkefni að standa vörð um víðsýnasta útivistar- og útsýnisstað í Kópavogi, Efri-Víg- hóla, eins og komist er að orði í til- kynningu frá samtökunum. Aðalsteinn Pétursson, formaður Víghólasamtakanna, sagði að skil- málar þeir sem fylgdu upphaflegu leyfi til kirkjubyggingar hafí hljóðað upp á 700 fermetra, en nú lægju fyrir teikningar er næmu á ellefta hundrað fermetram. „Ég er alls ekki á móti kirkjubyggingu, en hér væri það skipulagsslys,“ sagði hann. „Fimmtungur útsýnisins frá útsýnis- skífunni hyrfi og klukknaport og athafnasvæði fyrir framan kirkjuna er inni á friðlýstu svæði.“ Gylfi kvað bygginguna brjóta í bága við skipulag svæðisins, sem samþykkt hafi verið einróma af bæjarstórn Kópavogs og staðfest af umhverfisráðherra í apríl 1990, og hafi átt að gilda til 2008. Hann sagði að bæjarstjórn Kópavogs hafi sam- þykkt kirkjubygginguna í júní í fyrra, en nú hafí komið á daginn að fyrirhuguð bygging væri ekki í sam- ræmi við heimildir, og því þurfí að auglýsa deiliskipulagið að nýju. „Þorbjörg Daníelsdóttir heldur því fram að fáir séu byggingunni and- vígir, en það er ekki rétt,“ sagði Gylfi. Hann benti á að margoft hafi sókninni staðið til boða aðrar lóðir fyrir kirkjuna, til dæmis við íþrótta- húsið, þar sem auk þess mætti sam- nýta bílastæði. „Við erum jafnvel tilbúin til að fá sóknarmörkum Di- graness- og Hjallasóknar breytt til að komast hjá byggingu á Víghóli,“ sagði hann. „Þetta og annað gætum við gert á aðalsafnaðarfundi, en við fáum engan aðalsafnaðarfund fyrr en í haust.“ Gylfi vísar í bréf sem Þorbjörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.