Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 13 ið vera ögn langdregið á þeim kafla, en ugglaust fer það eftir dagsformi hvers og eins hvort hon- um fínnst það eða ekki. Ferðalagið mikla í lokin var og átti að vera langt. Tónlistin var í þeim kafla stutt, seiðandi og síendurtekið stef, sem hafði þau áhrif, að minnst þrír leikhúsgestir í námunda við mig tóku að raula með. Samsetn- ing tónlistarinnar í verkinu og val helgast alveg af þörfum dansins og það er ekki verið að semja dansa við þá tónlist, sem notuð er. Það kann að særa tónlistarsmekk ein- hverra að heyra Schubert holt og bolt innanum búkhljóð og skvaldur dansaranna, en það truflaði ekki undirritaðan. Heildaráhrif verksins eru ósvik- in. Hér var á ferðinni tímamóta- verk á ferli Maguy Marin og upplif- un, sem lætur engan ósnortinn. Verkið er eins lagt frá því að vera fallegur klassískur ballett og hugs- ast getur. Verkið er allt að því ljótt, en þannig á það að vera. Það er ekki verið að skapa eitthvað fallegt heldur áhrifaríkt. Það er djúp hugsun að baki dansverkinu og búningar/gervi og lýsing hjálpa til að skapa þessu listaverki áhrifa- mikla mynd. Hreyfíngar eru ekki fjölbreyttar heldur valið úr það sem við á og því breytt á sterkan hátt. Endurtekningar sjást í nokkur skipti, en þær eru rétt notaðar. Móttökur áhorfenda voru mjög góðar og húsið fullt. Það hefði verið óskandi, að boðið hefði verið uppá fleiri sýningar á þessu verki, því það á erindi til allra, sem hafa gaman af leikhúsi. Hafi listamenn- imir þökk fyrir komuna. Ballett Ólafur Ólafsson May B. Danshöfundur: Maguy Marin (1982). Búningar: Louise Marin. Lýsing: Pierre Colomer. Tónlist: Franz Schubert, Gilles de Binche, Gavin Bryars. Dansarar: Teresa Cunha, Ulises Alvarez, Christiane Glik, Isa- belle Saulle, Mychel Lecoq, Cat- hy Poli, Jean Marc Lomena, Francoise Leick, Athanassios Koutsoyannis, Yael Orni. Borgarleikhúsið, 14. júní 1992. ORUGGT VAL Dansviðburðir Listahátíðar halda áfram. Ein aðal skrautfjöðrin í hatti hátíðarinnar er koma dans- flokks Maguy Marin frá Frakk- landi, sem sýndi hið fræga verk May B í Borgarleikhúsinu þann 14. júní. Maguy er engin meðalmann- eskja sem danshöfundur. Hróður hennar hefur borist víða og hún er einhver þekktasti og eftirsótt- asti danshöfundur í Evrópu í dag. Hún hóf feril sinn sem klassískur sólódansari, en gekk síðan.til liðs við Maurice Béjart. Þar varð hún fyrir miklum áhrifum frá hug- myndum Béarts um dansleikhús. Annar áhrifavaldur á ferli Maguy var Carolyn Carlson. En Maguy er eins og kötturinn, og fer sínar eigin leiðir. Verkin eru hennar hugarsmíði. Maguy Marin hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum danshátíðum og er það virtur dans- höfundur í dag, að nýtt verk eftir hana vekur alltaf verulega athygli. Uppúr 1978 stofnaði hún ásamt danshöfundinum Daniel Ambash eigin dansflokk, Ballet Thétre de I’Arehe. Á þeim árum samdi hún einmitt May B, en núverandi nafn, Companie Maguy Mari, tók flokk- urinn upp árið 1984. Þetta ér í fyrsta sinn, sem verk eftir hana, Cortex, verður einnig sýnt á Lista- hátíð. May B er tíu ára gamalt verk, svo það gefst gott tækifæri til að sjá einnig nýjasta verk Maguy. það er verulegur fengur í því að fá flokkinn hingað frá Frakklandi. May B er frekar kóreógrafía en dans. Verkið er byggt á ritverkum Samuel Becketts. Dansararnir líta út sem grákölkuð gamalmenni, hokin og hrum. Upphafskaflinn er bundinn í sterka og kerfísbundna hrynjandi, þar sem hópurinn liðast áfram sem lifandi skúlptúr. Áhorf- andinn upplifir síðan þrætur og árekstra og gamlamennin verða eins og við þekkjum börnin okkar; þau kljást og þræta, en leita svo aftur í ótryggt öryggi hópsins. Um miðbik verksins fara síðan að birt- ast ýmsar persónur úr verkum Samuel Becketts. Það er helst þá, sem hópurinn greinist í einstak- linga og ef eitthvað þá virðist verk- Þú færð réttu sláttuvélina hjá okkur Opið á laugardögum frá kl. 10 -16. og sunnudögum í júní frá kl. 10 -14. L 47 - svifnökkvinn, aflmikil bensínvél E 30 - rafknúin loftpúöavél RE 30 - rafknúin hjólasláttuvél meö grassafnara XE 30 - rafknúin loftpúðavél með grassafnara MT - raforf til kantsnyrtingar Raögreiöslur Góö varahluta- og viöhaldsþjónusta G.A. Pétursson hf. Ilátfimla uidikdðuiinn Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 ----""W ■' i Landsins mesta úrval af eöalgasgrilfum . á frábæru veröi. . .... ■ -J Mikiö úrval aukahluta - góö varahlutaþjónusta Hrr>fcjány>on hF Faxafeni 9 R.vík. S. 91-678800 ■IHI V/SA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.