Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1992 Neytendasamtökin: Rannsókn farí fram á rekstri Sólarfhigs JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gekk á fund Halldórs Blöndals samgönguráðherra í gærmorgun og óskaði eftir því að hann hlutaðist til um að rannsókn færi fram á hvort óeðlilega hefði verið staðið að málum hjá ferðaskrifstofunni Flug- ferðum-Sólarflugi undir lok starfsemi hennar. Erindið er til at- hugunar þjá lögfræðingum samgönguráðuneytisins og verður af- staða til þess tekin í dag, að sögn Þórhalls Jósepssonar, deildar- stjóra í samgönguráðuneytinu. Bréf Neytendasamtakanna til ráðherra er svohljóðandi: „í fjöl- miðlum hafa komið fram fullyrð- ingar um að ferðaskrifstofan Flug- ferðir-Sólarflug hafi tekið við greiðslum frá viðskiptavinum sín- um eftir að forráðamönnum henn- ar hefði átt að vera ljóst að ekki væri hægt að standa í skilum við þessa viðskiptavini. Beiit hefur verið á að forráðamaður ferða- skrifstofunnar hafí gengið á fund fuiltrúa samgönguráðuneytisins klukkan 11 föstudaginn 12. júní væntanlega til að láta vita að starf- semi Flugferða-Sólarflugs væri komin í þrot og að lokun blasti við. Samt var haldið áfram að taka við greiðslum og er Neytendasam- tökunum kunnugt um að klukkan 12.15 hafí það enn verið gert. Einnig hefur verið fullyrt að starfs- menn fyrirtækisins hafí hringt í væntanlega viðskiptavini að kvöldi 11. júní og hvatt þá til að koma fyrir hádegi 12. júní og greiða ferð- ir til að komast hjá hækkunum sem ella yrðu. Hér er um það alvarleg- ar ásakanir að ræða að Neytenda- samtökin telja nauðsynlegt og raunar heppilegast fyrir alla aðila að rannsakað verði hvort óeðlilega hafi verið staðið að málum hjá ferðaskrifstofunni í lokin. Neyt- endasamtökin fara þess því á leit við yður, herra samgönguráðherra, að þér hlutist um að slík rannsókn verði gerð.“ Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Rúðubrot hjá Sólarflugi Rúður voru brotnar í húsnæði ferðaskrifstofunnar Flugferða-Sólar- flugs við Vesturgötu um kl. 3.30 aðfaranótt sunnudags. Ekki er vit- að hver var þama að verki, en í gær var búið að byrgja gluggana, sem snúa út að Vesturgötunni. Flugleiðir: Um 5.000 sæti seld VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 f r* HelmiW: Veóurstofa {siflntJs (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 16. JUNI YFIRLIT: Langt suðsuðvestur í hafi er 1032 mb víðáttumikil hæð, en nálægt Hvarfi er lægðardrag að þokast norðaustur. SPA: Á morgun, þriðjudag, verður suðvestan kaldi eða stinningskaldi á landinu. Súld verður um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og víða léttskýjað norðaustanlands. Hiti á bilinu 7-16 stig, hlýjast f innsveitum norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR A MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Vestlægar áttir. skýjað og víðast úrkoma um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustan- lands. Hiti 8-12 stig, en hlýrra norðaustanlands að degi til. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / r f f f f Rigning Léttskýjað * / * * / f * f Slydda Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él $ Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig y Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.3oín®r) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla sem lokaðir eru vegna aurbleytu og sums staðar eru sérstakar öxulþungatak- markanir af þessum sökum. Klæðingafiokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að virða sérstak- ar hraðatakmarkanir til þess að forða tjóni af völdum steinkasts. Allir hálendisvagir eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa nema vegur í Oskju. Vogagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 13 léttskýjsd Reykjavík 9 hálfskýjað Bergen vantar Helsinki vantar Kaupmannahöfn 22 skýjað Narssarssuaq 4 rigning Nuuk 1 slydduél Ósló vantar Stokkhólmur 22 hálfskýjað Þórshöfn 11 hálfskýjað Algarve 19 skúr Amsterdam 25 léttskýjað Barcelona 22 skýjað Berlín 26 skýjað Chlcago vantar Feneyjar þokumóða Frankfurt 26 léttskýjaö Glasgow 14 skýjað Hamborg 23 skýjað London 26 iéttskýjað LosAngeles 15 léttskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Madríd 13 rigning Malaga 16 skýjað Mallorca 23 þokumóða Montreal 13 léttskýjað NewYork 22 heiðskirt Orlando 24 iéttskýjað Parfe 26 léttskýjað Madelra 21 skýjað Róm 27 skýjað Vín vantar Washington vantar Winnipeg 12 léttskýjað á sumarleyfisverði FLUGLEIÐIR auglýstu sérstök sumarleyfisfargjöld í vetur fyrir sum- arið 1992, auk hinna skráðu fargjalda sinna sem alltaf eru í gildi. Boðið var upp á rúmlega fimm þúsund sæti til allra ákvörðunarstaða félagsins í Evrópu. Tilboðið stóð til 1. mars en það var síðan fram- lengt til 1. maí. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að ákveðið hefði verið að selja tiltekin fjölda sæta í allar vélar félagsins og því hefði fólk haft mjög marga ákvörðunar- staði og ferðadaga að velja um. Gjöldin samkvæmt þessu tilboði hefðu verið 15.900 krónur til Glasgow, 20.100 til London, 20.900 til Kaupmannahafnar og Amster- dam, 22.900 krónur til Luxemburg, 24.900 kr. til Frankfurt, Parísar, Zurich, Hamborg, Vín, Munchen, Salzburg, Stokkhólms og Helsinki. Þessar ferðir hefðu verið auglýstar með ákveðnum gildistíma og hefðu verið til sölu á öjlum ferðaskrifstof- um. Einar sagði að sumaraukafar- gjald hefði tekið við þegar sumar- leyfisfargjaidið hefði runnið sitt skeið. Það væri ennþá gildi ef bók- að væri með þriggja vikna fyrir- vara. Fargjaldið væri lægst til Glasgow 20.500 krónur, 25.900 krónur til London og 26.900 krónur til Kaupmannahafnar. Þessu til við- bótar byðu Flugleiðir upp á lág far- gjöld til Amsterdam ef bílaleigubíll væri tekinn með. Verslunarskólanemar á Korfu: * Ohressir með þjónustu Flugferða-Sólarflugs EINN af fararstjórum nemenda úr Verslunarskólanum á Korfu segir hópinn óhressan með þjón- ustu Flugferða-Sólarflugs. Allir hafi það þó gott og um lærdóms- ríka ferð hafi verið að ræða. Nemendurnir í Verslunarskólan- um fóru, með miiligöngu Flug- ferða-Sólarflugs, með breskri ferðaskrifstofu frá London til Korfu fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Hluti af þeim fór samkvæmt áætl- un frá Korfu til London í gær og gert er ráð fyrir að þeir komi til Islands í dag, þriðjudag. AIls munu um 140 nemendur úr Verslunarskólanum verða á Korfu í tæpa viku til viðbótar. Að sögn Sólmundar M. Jónsson- ar, kennara úr Verslunarskólanum, sem er einn af þremur fararstjórum hópsins, hefur breska ferðaskrif- stofan ekki gert athugasemdir við að flytja hópinn aftur til London. Hann hefur þó ekki vitneskju um hvort búið sé að greiða fyrir þær ferðir eða ekki. „Okkur var svolítið brugðið þegar við komum hingað til Korfu fyrst þar sem þrif o.fl. á hótelunum var nokkuð verra en búist hafði verið við. Hópurinn gistir á nokkrum hót- elum og eru fjarlægðir á milli þeirra lengri en Ferðaskrifstofan Flugferð- ir-Sólarflug hafði gefíð upplýsingar um. Annars höfðum við ekki fengið miklar upplýsingar frá ferðaskrif- stofunni áður en við lögðum af stað. Ferðin hefur verið spennandi og lærdómsrík, en við munum athuga betur næst við hvaða aðila við eigum viðskipti. Þrátt fyrir að Flugferðir- Sólarflug hafí hætt starfsemi sinni höldum við okkar striki og erum nú að undirbúa 17. júní hátíðarhöld," sagði Sólmundur í viðtali við Morgunblaðið í gær. ------» ♦ ♦ Flugferðir-Sólarflug: Um 620 far- þegar erlendis UM 620 farþegar á vegum Flug- ferða-Sólarflugs eru staddir er- lendis samkvæmt upplýsingum samgöngnráðuneytisins og verða þeir að tinast heim næstu vikurnar frá áfangastöðum víðs vegar í heiminum. Að sögn Þórhalis Jós- epssonar, deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu er búist við að sú sex milljóna króna trygging sem ferðaskrifstofur þurfa að setja til þess að fá rekstrarleyfi dugi til þess að koma ölium heim. Þórhallur sagði að frumvarp um ferðamiðlun yrði lagt fram aftur á næsta þingi en ekki tókst að afgreiða það fyrir þinglok í vor. Þessi mál yrðu til skoðunar í ráðuneytinu i sumar. Ekki væri ljóst hvort lagt yrði fram sérstakt frumvarp um þetta eða hvort það yrði hluti af viða- meira frumvarpi um ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.