Morgunblaðið - 27.02.1998, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 11 FRÉTTIR PCI lím og fúguefni WS-. Stórhöfða 17. við GuUinbrú, sími 567 4844 Vélsskóli Islands Skrúfudagur Hagnýtt nám til sjós Og lands Skrúfudagur Hinn árlegi kynningardagur Vélskóla íslands verður haldinn nk. laugardag 28. febrúar kl. 13-16 í Sjómannaskólanum. • Nemendur sjá um að kynna alla þætti þeirrar kennslu sem fer fram í skólanum. • Ef veður leyfir mun þyrla Landhelgisgæslunnar koma í heimsókn. • Ymis íyrirtæki tengd sjávarútvegi munu kynna vöru sína og þjónustu. • Nýr og fúllkominn vélarúmshermir til sýnis. • Kaffisala á staðnum á vegum kvenfélagsins Keðjunnar. • Allir velkomnir • Sjón er sögu ríkari Skrúfudagsnefnd. Frumvarp til laga um lækkun stimpilgjalds Aðalfundur SAMTAKA VERSLUNARINNAR — Félags íslenskra stórkaupmanna — Aðalfundur Samtaka verslunarinnar — FÍS verður haldinn föstudaginn 6. mars nk. kl. 14.00 á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1 og 2. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um stimpilgjald. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir umtalsverðum breyt- ingum á álagningu stimpilgjalds frá því sem nú er. Breytingarnar fela í sér verulega lækkun á gjaldhlutfalli gagnvart al- mennum verðbréfum, en jafnframt er gert ráð fyrir fækkun undan- þágna og meiri samræmingu en ver- ið hefur milli einstakra gjaldflokka. í þessu felst að nokkrir flokkar verðbréfa og fjármagnsviðskipta sem áður voru undanþegnir gjaldinu verða nú gjaldskyldir, en gjald á öðrum flokkum lækkar. Pá er tekið lægra gjald á skammtímabréfum. Þessar breytingar byggjast á til- lögum nefndar sem fjármálaráð- herra skipaði árið 1994 til þess að endurskoða lög um stimpilgjald. Er með þeim stefnt að því að treysta samkeppnisstöðu íslenska fjár- magnsmarkaðarins gagnvart er- lendum aðilum. Jafnframt er búist Daaskrá skv. félaaslöaum. Gestur fundarins verður Kári~Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Jón____,------ Formaður FÍS Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. Kári Stefánsson við að heildarveltan á markaðnum muni aukast og vaxta- og verðmynd- un færast enn frekar út á markað- inn. Talið er að tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi muni lækka nokkuð með þessum breytingum, en í at- hugasemdum með frumvarpinu kemur fram að á undanförnum árum hafi tekjur af stimpilgjaldi numið 2,2-2,3 milljörðum á ári, eða sem svarar tU rúmlega 2% af skatttekj- um ríkissjóðs. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason NOKKRIR unglingar úr 9. og 10. bekk grunnskólans. Egill Ólafsson og Símon Freyr Jónsson reyna krafta sína en fyrir aftan þá standa f.v. Katrúi Hilmarsdóttir, Silja Ivarsdóttir, Sunna Guðbjartsdóttir og Tinna Guðbjartsdóttir. Vala Flosadóttir Pétur J. Thorsteinsson Guðmundur Thorsteinsson steinsson kaupmaður, fyrstur „Thorsteinssona" því hann festi ættamafnið í ætt sinni. Vala er af- komandi systur hans og hefði því alveg getað verið „Thorsteinsson“. Flaggað fyrir heimsmetinu Ibúarnir í þessu 280 manna þorpi við Arnarfjörð eru stoltir af afrekum Völu. „Það fylgjast allir vel með henni og við viljum öll eiga í henni,“ segir kennarinn hennar, Nanna Sjöfh. Þegar Vala er í kast- ljósi fjölmiðlanna er hún fyrsta um- ræðuefnið í skólanum á morgnana: „Heyrðuð þið um Völu“. „Sáuð þið Völu.“ Þegar hún keppti á IR-mót- inu í Laugardalshöll um daginn fengu nokkrar stúlkur frí úr skól- anum til að fara suður og fylgjast með henni. „Hér var flaggað þegar hún setti heimsmetið,“ segir Run- ólfur Ingólfsson. „Við fylgjumst með henni í fjöl- miðlum og ég fór í Laugardalshöll- ina þegar hún keppti þar í fyrra. Árangur hennar er stórkostlegur og ég óska henni til hamingju með nýjasta heimsmetið,“ segir Valdi- mar bekkjarbróðir. Hann segist hafa átt von á því að Vala næði langt í íþróttum en viðurkennir að afrek hennar séu enn meiri en hann hafi gert sér í hugarlund og hann tekur fram að enginn á Bíldu- dal hafi reiknað með henni í stang- arstökki enda hafi hún ekki byrjað á því fyrr en hún var flutt út til Sví- þjóðar. Vala heldur tengslum við staðinn í gegnum pabba sinn og vinkonur sem reyndar eru allar í skólum í Reykjavík í vetur. Aðeins tveir strákar úr bekknum hennar eru á Bíldudal í vetur, báðir sjómenn. Staðurinn fylgir henni Vala flutti með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar árið 1992 og þar býr hún nú ásamt Ragnhildi móður sinni sem er að Jjúka guðfræðinámi og yngri systur, Láru, sem er tólf ára. Hún bjó því ekki á Bíldudal nema í sex ár. En það voru mikil mótunarár að mati fóður hennar. „Eg tel að hún hafi öðlast víðsýni í þessum þrönga dal og þessu litla þorpi sem þó gáfu henni mikið,“ segir Flosi. Þegar Pétur J. Thorsteinsson, „Bíldudalskóngurinn", flutti frá Bíldudal til Kaupmannahafnar í byrjun aldarinnar skildi hann þar eftir hluta af sjálfum sér, segir Ás- geir Jakobsson í athafnasögu hans, og er talið að hann hafi alltaf borið þess merki að hafa ákveðið að fara. Guðmundur sonur hans var tólf ára þegar þau fluttu og þegar hann féll frá að hálfnuðu lífsverki hafði hon- um tekist að skapa sér ódauðlegt nafn sem listamaður. Vala sigldi einnig, til Svíþjóðar og öfugt við frænda hennar, „Bíldudalskónginn", hófst hún þar til þeirra afreka sem ekki er séð fyrir endann á enda hefur hún ákveðið að helga íþróttunum krafta sína næstu árin. En Bíldudalur fylgir Völu ævilangt, eins og Pétri J. Thorsteinssyni, þótt saga þeirra sé ólík. „Um seinan vaknaði Pétur J. Thorsteinsson til þess að hann var staðurinn og staðurinn var hann og myndi fylgja honum ævi- langt.“ Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Völu að undanförnu og gert tilkall til hennar, þeir hafa viljað að hún gerðist sænskur ríkis- borgri og keppti fyrir Svíþjóð. Bílddælingar hafa fylgst með þessu eins og öðru í kringum Völu. „Þetta var að verða eins og með Leif heppna, allir vildu eigna sér hana. En okkur þykir vænt um svör Völu, hún lýsti því skýrt og skorinort yfir að hún væri Islend- ingur og Bílddælingur og ekki kæmi til greina að breyta því,“ seg- ir Nanna Sjöfn Pétursdóttir. Smitar vonandi út frá sér Heldur hefur dofnað yfir frjálsí- þróttastarfinu á Bíldudal síðustu árin. Tveir af sex krökkum úr tveimur elstu bekkjum grunnskól- ans sem blaðamaður hitti að máli sögðust æfa á sumrin en þátttakan væri ekki eins almenn og fyrir nokkrum árum. Þau sögðust þó verða vör við meiri áhuga yngri krakkanna. Þótt börn og ungling- ar fylgist vel með Völu hefur enn ekki orðið vart við aukinn frjáls- íþróttaáhuga á staðnum. Runólfur Ingólfsson vonast til að það gerist. Það komi hins vegar ekki í ljós fyrr en í sumar. „Eg tala nú ekki um það ef hún gæti komið. Vala nær svo góðu sambandi við krakk- ana og smitar örugglega út frá sér. Það hefur ótrúlega mikið gildi að beina börnunum í íþróttir,“ segir hann. Unglingarnir í grunn- skólanum minntust einmitt á þetta: „Mér finnst að Vala mætti reyna að koma í heimsókn og heilsa upp á okkur,“ sagði einn þeirra. Með afrekum sínum og teng- ingu við Bíldudal minnir Vala einnig á þorpið í almennu tilliti. „Hún er góð auglýsing fyrir Bíldu- dal og minnir fólk á að hann er til,“ segir Nanna Sjöfn sem er full- trúi Bílddælinga i bæjarstjórn Vesturbyggðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.