Morgunblaðið - 27.02.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.02.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 21 ERLENT Andvaka kona kom • / upp um njosnarana Bern, Jerúsalem. Reuters, The Daily Telegraph. SVISSNESK yfirvöld sögðust í gær hafa handtekið ísraelskan njósnara og vera að leita að fjórum öðrum útsendurum ísra- elsku leyniþjónustunnar Mossad eftir að þeir hefðu verið staðnir að því að koma fyr- ir hlerunarbúnaði í byggingu í Bern í vik- unni sem leið. Upp komst um njósnarana þegar kona, sem býr nálægt byggingunni, varð vör við þá fyrir tilviljun að næturlagi þegar hún var andvaka og hringdi í lögregl- una. Svissneski ríkissaksóknarinn Carla Del Ponte sagði á blaðamannafundi í Bern að Mossad hefði staðið fyrir hlerunaraðgerð- um í byggingu í Bem 19. febrúar. „Við höf- um næg gögn til að sanna að Mossad er við- riðið málið,“ sagði hún. Del Ponte sagði að leyniþjónustumenn- irnir hefðu verið að njósna um útlending en ekki stjórnarerindreka. Hún vildi ekki greina frá því í hvaða byggingu njósnararn- ir vora. Saksóknarinn sagði að athugul kona hefði hringt í lögregluna þegar hún hefði séð tvo grunsamlega menn standa við bygg- inguna um klukkan tvö að nóttu 19. febrú- ar. „Konan var andvaka og leit út um gluggann. Þetta var algjör tilviljun.“ Voru látnir lausir Lögreglan í Bern handtók mennina tvo og þrjá aðra Israela sem eru taldir hafa brotist inn í kjallara byggingarinnar til að koma þar fyrir hlerunarbúnaði. Lögreglan yfirheyrði mennina, hneppti einn þeirra í gæsluvarðhald en hinir Israelarnir fjórir voru látnir lausir. Del Ponte kvaðst ekki vita hvers vegna fjórmenningunum var sleppt en sagði að gefin hefði verið út tilskipun um handtöku þeirra. Talið er að þeir hafi farið úr landi. Talsmaður svissneska utanríkisráðuneyt- isins sagði að ekkert væri hæft í fréttum ísraelskra fjölmiðla um að njósnararnir hefðu reynt að koma fyrir hlerunarbúnaði í sendiráði Irans eða í bústað eins af starfs- mönnum þess. „Málið tengist á engan hátt írönskum embættismönnum,“ sagði hann. Heimildarmenn Reuters segja að Israel- ar leggi nú fast að svissneskum yfirvöldum að leiða leyniþjónustumanninn fyrir rétt sem allra fyrst og vísa honum síðan úr landi. Enn eitt klúðrið Mossad hefur getið sér orð fyrir mjög ár- angursríka njósnastarfsemi en beið mikinn álitshnekki í september vegna misheppn- aðrar tilraunar til að myrða Khalel Meshal, leiðtoga Hamas, samtaka herskárra múslima. Tveir útsendarar Mossad sprautuðu eitri í Meshal á götu í Amman í Jórdaníu en líf- verðir hans náðu þeim. Hussein Jórdaníu- konungur brást ókvæða við tilræðinu og Mossad varð við kröfu hans um að senda mótefni gegn eitrinu til að bjarga Meshal, sem Israelar hafa sakað um að bera ábyrgð á sprengjuárásum sem hafa kostað tugi Israela lífið. Stjórnvöld í Kanada reiddust einnig þar sem njósnararnir notuðu kanadísk vega- bréf. Israelar neyddust til að sleppa um 70 palestínskum föngum, þeirra á meðal stofn- Reuters SENDIRÁÐ ísraels í Bern. anda Hamas, Ahmed Yassin, í því skyni að fá Jórdani til að láta njósnarana lausa. Mossad varð ennfremur fyrir áfalli í des- ember þegar fyrrverandi útsendari leyni- þjónustunnar, Yehuda Gil, var handtekinn vegna grunsemda um að hann hefði árum saman falsað upplýsingar, m.a. gögn þess efnis að Sýrlandsstjóm væri að undirbúa árás á ísrael. Fjórir Israelar, sem voru grunaðir um að starfa fyrir Mossad, voru einnig handteknir á Kýpur árið 1991 og sakaðir um að hafa reynt að koma fyrir hlerunarbúnaði í sendi- ráði Irans í Nikosíu. Þeir sögðust aðeins hafa verið að leita að salerai og voru dæmd- ir til að greiða andvirði 70.000 króna í sekt og látnir lausir. Yfirmaður Mossad fórnarlamb fréttaleka? Danny Yatom, yfirmaður Mossad, til- kynnti á þriðjudag að hann hefði ákveðið að segja af sér, átta dögum eftir að skýrsla um rannsókn klúðursins í Jórdaníu var gerð opinber. Talið var í fyrstu að Yatom hefði sagt af sér vegna tilræðisins í Amman en ísraelskir fjölmiðlar rekja nú afsögn hans til nýja njósnaklúðursins í Sviss. Fjölmiðlamir sögðu að sendiherra ísra- els í Sviss hefði áhyggjur af því að njósna- málið gæti skaðað samskiptin við „eina af helstu vinaþjóðum Israela í Vestur-Evr- ópu“. Ef marka má ummæli ísraelskra stjórnmálamanna hafa þeir þó meiri áhyggjur af því að stjórnmálamenn eða jafnvel starfsmenn Mossad kunni að hafa lekið upplýsingum um málið í fjölmiðla í því skyni að knýja Yatom til að segja af sér. „Eg fordæmi þessa leka harðlega," sagði ísraelski ráðherrann Ariel Sharon og lýsti þeim, sem skýrðu fjölmiðlunum frá málinu, sem „hermdarverkamönnum" er stefndu öryggi Israels og jafnvel tilvist ríkisins í hættu. Yossi Sarid, þingmaður hægriflokksins Meretz, varði einnig rétt Mossad til að njósna erlendis. „ísrael stendur frammi fyrir mjög, mjög alvarlegum hættum og ef hægt er að afstýra þeim með þessum að- ferðum eða öðrum, þá tel ég að við þurfum að beita þeim.“ Yossi Melman, sem hefur skrifað bækur um leyniþjónustumál, spáði því að njósna- málið myndi ekki skaða samskipti Israels og Sviss til lengri tíma litið. Hann taldi hins vegar að klúðrið gæti torveldað leyniþjón- ustunni að njósna um óvinveitt ríki eða samtök. Brezkur ráðherra ýjar að stefnubreytingu Bretland í EMU fyrr en áformað? Lundúnum. Reuters. EINN af ráðherrum brezku ríkis- stjórnarinnar sagði í gær að Bret- land kynni að sækja um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, fljótlega eftir kosning- ar sem fram færu síðla árs 2001 eða snemma á árinu 2002. David Simon lávarður, ráðherra evrópskra samkeppnismála í ríkis- stjóm Tonys Blairs, tjáði fjár- laganefnd brezka þingsins að stjórnin stefndi að því að „koma okkur í startholurnar ef aðstæður eru réttar“ til að sækja um EMU-aðild „eins fljótt og auðið er á næsta kjörtímabili". Allsherjaráætlun um EMU-þátttöku Hann sagði að sérstök stjóm- skipuð nefnd um EMU, sem hann er í forsæti fyrir, vonaðist til að geta fyrir lok þessa árs lagt fram allsherjaráætlun um hvemig Bret- land gæti stillt sig inná þátttöku í myntbandalaginu hvenær sem ákvörðun yrði tekin um hana. Gordon Brown, fjármálaráð- herra, hefur ítrekað sagt að Bret- land muni ekki gerast aðili að EMU fyrir næstu þingkosningar í landinu. Hann heldur því fram að brezka efnahagskerfið þurfi tæki- færi og tíma til að aðlögunar áður en stjórnin tekur af skarið um mat á kostum og göllum EMU-aðildar landsins. Ef niðurstaða slíks mats verður á þann veg að aðild þyki aðkallandi mun ákvörðun þar að lútandi verða lögð undir dóm þjóðarinnar í at- kvæðagreiðslu. En Brown hefur ekki viljað gefa neitt út um álit sitt á því hve fljótlega eftir næstu kosningar tímabært verði að sækja um aðild að EMU. Simon lagði á það áherzlu í máli sínu fym- fjárlaganefndinni að hin sameiginlega Evrópumynt yrði hvernig sem mál þróuðust sú mynt sem flest viðskiptalönd Bretlands í Evrópu notuðu, og því væri það óhemju mikilvægt að fyrirtæki og opinberir aðilar í Bretlandi taki nauðsynleg skref til að vera tækni- lega undir það búnir að takast á við þessa staðreynd. EVROPA^ RÆSTIVAGNAR Úrvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 IBESTAI STÓRMARKAÐUR MED RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.